Fréttablaðið - 09.10.2001, Blaðsíða 14
FRÉTTABLAÐIÐ
9. október 2001 ÞRIÐJUDAGUR
Stofnfundur Vallasóknar í
Hafnarfjarðarprestakalli
Á Kirkjuþingi haustið 2000 var tekin ákvörðun um
stofnun Vallasóknar í Hafnarfjarðarprestakalli í Kjal-
arnesprófastsdæmi á árinu 2001. Mörk sóknarinnar
eru Reykjanesbraut að vestan og norðvestan að
Kaldárselsvegi, Kaldárselsvegur og mörk Garðabæj-
ar og Hafnarfjaðrar að norðan, austan og suðaustan
og Ásbraut að sunnan og suðvestan.
Hér með er boðað til stofnfundar sóknarinnar fimmtu-
daginn 11. okt. n.k. kl. 20.30 í Félagsheimili Hauka.
Dagskrá stofnfundar verður í samræmi við 11. gr.
starfsreglna um sóknarnefndir nr. 732/1998, sbr. og
ákvæði til bráðabirgða í sömu reglum:
1. Gerð grein fyrir aðdraganda að stofnun
sóknarinnar.
2. Framtíðarhugmyndir um kirkjustarf á
svæðinu.
3. Kosning fimm sóknarnefndarmanna og
jafnmargra varamanna til 2ja ára.
4. Kosning tveggja skoðunarmanna eða end-
urskoðenda og varamanna þeirra til árs í
senn.
5. Kosning í aðrar nefndir og ráð.
6. Önnur mál.
Allt þjóðkirkjufólk á svæðinu er velkomið. Þeir sem
áttu lögheimili í sókninni 1. okt. 2001 hafa kosningar-
rétt og kjörgengi enda hafi þeir náð sextán ára aldri á
fundardegi.
Ath.: í auglýsingu sem birtist nýlega var röng dagsetn-
ing í þessum lið og leiðréttist það hér með.
Gunnar Kristjánsson,
prófastur í Kjalarnesprófastsdæmi
KNATTS PYRNA
Derby County:
Á Atli Eðvaldsson að vera
áfram landsliðsþjálfari?
Tvímælalaust. Atli
hefur verið með lið-
ið í tvö ár og mér
finnst ekki vera inni
í myndinni að skip-
ta um þjálfara. Atli
hefur góða reynslu
og hann hefur náð
ágætum árangri
með liðið sem mér
finnst hafa staðið
sig vel í flestum leikjum. Ég held að
eini leikurinn sem virkilega er hægt að
Í;agnrýna sé leikurinn gegn Norður-
rum á útivelli. Auðvitað var tapið á
móti Dönum stórt, en Danir eru með
hörkugott fótboltalið og það getur eng-
inn farið fram á sigur gegn þeim, sér-
staklega ekki þegar þeir eiga jafn góð-
an dag og þeir áttu á laugardaginn. ■
Pétur Pétursson er fyrrverandi þjálfari KR og
landsliðsmaður í knattspyrnu.
Smith sagt upp
KNATTSPYRNA Framkvæmd-
arstjóranum Jim Smith
hefur verið sagt upp störf-
um hjá enska úrvalsdeild-
arliðinu Derby County eft-
ir slaka byrjun í deildinni,
en liðið situr sem stendur í
næst neðsta sæti, með 5
stig eftir sjö leiki. Smith
hefur stýrt Derby í sex ár
en við starfi hans tekur
Colin Todd, sem hefur ver-
ið aðstoðarþjálfari hans, en
hann þjálfaði Guðna
Bergsson og félaga í Bolton
Smith er annar framkvæmda-
stjórinn sem þarf að taka poka
sinn í ensku Úrvalsdeildinni,
en Peter Taylor var sagt upp
störfum hjá Leicester fyrir
stuttu.
„Þetta er afar sorglegur
dagur hjá mér,“ sagði Smith.
„Ég hef alltaf verið þakklát-
ur Derby og þeirra frábæru
stuðningsmönnum, hvað
þeir hafa gert fyrir mig og
fjöskyldu mína. Ég óska
þeim svo sannarlega vel-
farnaðar í baráttunni.“
Ðerby bauð Smith að
starfa sem yfirmaður knatt-
spyrnumála hjá félaginu en hann
afþakkaði boðið. ■
JIM SMITH
Hefur sagt skilið
við Derby
County fyrir fullt
og allt
Leikmannakaup:
Cannavaro til
Man.
knattspyrna Manchester United
er nú að íhuga 28 milljóna punda
boð í ítalska landsliðsmanninn
Fabio Cannavaro, hjá Parma. Ef
samningar nást verður Canna-
varo, sem er 28 ára, dýrasti varn-
armaður heims.
Alex Ferguson, stjóri ensku
meistaranna, keypti Laurent
Blanc, fyrrum fyrirliða franska
landsliðsins, til að fylla skarð
Jaap Stam sem var seldur til
Lazio. Blanc hefur hinsvegar ekki
fallið að leik liðsins líkt og vonast
var til og hefur vörn ensku meist-
aranna verið hriplek.
Ef Cannavaro skrifar undir
mun hann spila með liðinu í
Utd.?
Meistaradeild Evrópu þann 20.
nóvember. Hann hefur spilað 49
landsleiki fyrir Ítalíu en er talinn
heldur smávaxinn af varnar-
manni að vera, rétt rúmir 1,80 á
hæð. Hann hóf ferilinn með
Napólí og spilaði sinn fyrsta leik
aðeins 16 ára gamall. Hann var
keyptur til Parma árið 1995 og
hefur unnið UEFA- og ítalska bik-
arinn með liðinu. ■
SAMHERJAR?
Fabio Cannavaro gæti verið á leið til Man.
Utd. og yrði þá dýrasti varnarmaður heims.
Hér berst hann við Ole Gunnar Solskjær
leikmann ensku meistaranna.
Sjálfstætt fólk Þriðjudaga kl. 19:30
Fáðu meira út úr sjónvarpinu þínu
Pantaðu áskrift núna í síma 515 6100
Frumsýning í kvöld
W4
Góða skemmtun!
Sumir koma á óvart
aðrir tala af sér
Jón Ársæll sýnir landsmönnum nýja hlið á fólki
sem við þekkjum í öðrum hlutverkum.