Fréttablaðið - 09.10.2001, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 9. október 2001
FRÉTTABLAÐIÐ
n
Mannanafnanefnd:
Hafnar Heiðaringa en
samþykkir Bangaly
Keflavíkurverktakar:
Nýr meirihluti
tekinn við
nöfn Á fundi Mannanafnanefndar
fyrir skömmu var hafnað beiðni
foreldra um nöfn eins og t.d. Heið-
aringi og Aaron og millinöfnin
Kristínbjörg, Rósenkrans og Blær
sem kvenmannsnafn. Aftur á móti
samþykktin nefndin nöfn eins
Marijóin, Bangaly, Sorin, Magnes,
Engill, Elka, og Axelma og milli-
nöfnin Mekkin og Miðdal. Þessi
nöfn eru öll sögð uppfylla lög um
mannanöfn.
í úrskurði nefndarinnar kemur
fram að rökin fyrir því að hafna
nafninu Heiðaringi eru m.a.
vegna þess að það hefur ekki unn-
ið sér hefð í íslensku þótt sam-
setning þess teljist vera í sam-
ræmi við íslenskt málkerfi. Sömu
rök eru tilgreind vegna höfnunar
á millinafninu Kristínbjörg. Þá er
Blær sagt vera karlmannsnafn og
því hafnað sem nafn á kvenmanni.
Með sömu rökum er nafninu
Rósenkrans hafnað sem milli-
nafni fyrir kvenmann þar sem þar
sé karlmannsnafn. Þá telst nafnið
Aaron ekki vera ritað í samræmi
við almennar ritreglur íslensks
máls og var því hafnað. ■
fSLENDINGAR
Foreldrar geta ekki nefnt eða skýrt börnin
sín hvaða nöfnum sem er
viðskipti Eigendur um 93%
hlutafjár í Keflavíkurverktök-
um mættu á hluthafafund fyrir-
tækisins sl. föstudag. Eina málið
á dagskrá var kjör nýrrar fimm
manna stjórnar í kjölfar kaupa
Bjarna Pálssonar á 50,3% meiri-
hluta í fyrirtækinu á tæpum
mánuði. Ekki reyndist nauðsyn-
legt að halda margfeldiskosn-
ingu. Nýir í stjórn eru Bjarni
Pálsson, Kristinn Bjarnason og
Sigurmar K. Albertsson. Fast-
lega var reiknað með því að
Bjarni yrði kjörinn stjórnafor-
maður á fundi í gær. Um 40%
hlutafjár er á bakvið Birgi
Guðnason og Guðrúnu S. Jakobs-
dóttur, sem skipa minnihluta
stjórnar. Fyrir hönd Bjarna
gerði Kaupþing sl. fimmtudag
yfirtökutilboð til annarra eig-
enda í félaginu. Miðað við geng-
ið 4,60 er markaðsverðmæti
skráðs hlutafés um 1.500 millj-
ónir. ■
400 milljónir á höfuðborgarsvæðið úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga:
Helmingur til HafnarQarðar
sveitarfélög Sveitarfélög á höfuð-
borgarsvæðinu fá 399 milljónir
króna í framlög úr jöfnunarsjóði á
þessu ári vegna reksturs grunnskóla
og til að koma til móts við lækkaða
fasteignaskatta. Stærstur hlutinn
eða 385 milljónir króna eru tilkomn-
ar vegna framlaga vegna rekstrar
grunnskólanna en 13 milljónir króna
eru til komnar vegna lægri fast-
eignaskatta í Bessastaðahreppi,
Mosfellsbæ og Kjósarhreppi.
Hafnarfjörður fær mestu fram-
lögin í sinn hlut, alls um 190 milljón-
ir króna vegna kostnaðar við rekst-
ur grunnskólanna. Kópavogur kem-
ur næst með 75 milljónir og Mos-
fellsbær er í þriðja sæti með 62
milljónir, 52 milljónir vegna rekst-
urs grunnskóla og 10 milljónir
vegna lægri fasteignaskatta.
Reykjavík er eina sveitarfélagið á
höfuðborgarsvæðinu sem fær ekk-
ert í sinn hlut. Ekkert sveitarfélag-
anna fær tekjujöfnunarframlag.
Þegar miðað er við framlög á
hvern íbúa rru það fámennustu
sveitarfélögin sem fá mest í sinn
hlut. Framlög á hvern hinna 144 íbúa
Kjósarhrepps nema nær 75.000
krónum og tæpar 22.000 krónur
renna til Bessastaðahrepps fyrir
hvern íbúa. ■
FRAMLÖG ÚR JÖFNUNARSJÓÐI SVEITARFÉLAGA TIL SVEITARFÉLAGA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU:
SVEITARFÉLAC FRAMLÖC VECNA REKSTURS CRUNNSKÓLA TEKJUJÖFNUNAR- FRAMLÖC FRAMLÖC VFCNA LÆCRI FASTEICNA- SKATTA FRAMLÖC SAMTALS FRAMLAC A HVERN IBÚA
Reykjavíku 0 0 0 0 0
Kópavogur 75.049.842 0 0 75.049.842 3.191
Seltjarnarnes 16.760.393 0 0 16.760.393 3.601
Garðabær 10.548.829 0 0 0.548.829 1.310
Hafnarfjörður 190.576.005 0 0 190.576.005 9.704
Bessastaðahreppur 32.021.910 0 1.506.256 33.528.166 21.659
Mosfellsbær 51.928.142 0 10.160.649 62.088.792 10.192
Kjósarhreppur 8.740.840 0 2.014.751 10.755.591 74.692
Rauðalækur 42- Til sölu
Hugguleg 4ra herbergja íbúð á
jarðhæð til sölu, í fallegu og friðsælu
hverfi. íbúðin getur verið til
afhendingar strax. Hagstætt verð
og greiðslu- skilmálar.
Eigandi sýnir íbúðina milli kl. 19-21
Lágmúla 5, 7-hæð
108 -Reykjavík.
Björgvin Björgvinsson
Löggiltu .fasteignas
EIGNAKAUP FASTEIGNASALA - S: 520-6600
RAÐ- OG PARHÚS
í SMÍÐUM
2-3JA HERBERGJA
4RA HERBERGJA
N/AIMTAR ALLAR TEGUIMDIR EIGIMA Á SKRÁ - HJÁ OKKUR FÆRÐU ÁVALLT BESTU KJÖRIIM
Eignakaup
Jakob Jakobsson sölumaöur.
Kristinn Kristinsson sölumaöur.
Sigurberg Guöjónsson hdl lögg. fasteigna-
og skipasali.
Reykjavíkurvegi 62
220 Hafnarfiröi
Fax: 520-6601
www.eignakaup.is
eignakaup@eignakaup.is
Opiö 9-17 alla virka daga.
Hraunbrún Hfj.
Vorum að fá í einkasölu þetta
glæsilega 191 fm endaraðhús
ásamt 28,8 fm bílskúr. Örstutt
í skóla og fallegt umhverfi. Verö
19,9 millj
Vesturbær Rvk
Vorum að fá í einkasölu 70 fm
ósamþykkta Ibúö á besta stað í
vesturbæ Reykjavíkur. íbúöin er
með sérinngangi en þarfnast
aðhlynningar. íbúðin er ósam-
þykkt en mögulegt er aö fá
hana samþykkta. Áhvílandi ca
4,0 millj Ásett verö 8,4 millj
Miðtún Rvk
Vorum að fá í sölu þessa
smekklegu 95 fm 3 herbergja
íbúð á frábærum stað í Reykja-
vík. Parket og flísar á gólfum.
Fallegur garður. Þetta er falleg
eign sem vert er að skoða.
Verö 11,5 millj
Siglufjörður
Höfum til sölu 3 herbergja 80 fm
íbúð á neðri hæö hússins við Há-
veg á Siglufiröi. Um er aö ræöa
smekklega innréttaða íbúð með
parketi og flísum á gólfum. Þetta
er fín eign til að bregða sér í á
sumrin. Verð 3,5 millj
Gjótuhraun Hfj
Vorum aö fá nýtt 580 fm at-
vinnuhúsnæöi á besta staö í
Hafnarfirði. Þetta er húsnæði
sem hentar vel undir heildsölu
eða smáiönaö af ýmsum toga.
Seljandi tekur VN sem greiöslu
kaupverðs.Áhvílandi 46,5 millj
en ásett verö er 58,0 millj.
Tryggvabraut Akureyri
Til sölu er 335 fm atvinnuhús-
næði innréttað sem líkams-
ræktarstöð. Húsnæðið skiptist í
tvo sali, gufuböð, búningsklefa ,
móttöku, flísar og parket ofl.
Þetta er eign með mikla mögu-
leika. Athuga skipti. Kaupandi
skoðar VN sem hluta greiðslu
kaupverðs. Áhvílandi 12 millj.
Ásett verö er 19 millj
Arnarbakki Rvk
Vorum að fá 450 fm húsnæði
að Arnabakka í Reykjavík. Hér
er húsnæöi sem hentar vel
sem td. líkamsræktarstöö.
Áhvílandi 11 millj. Ásett verð
er 22,0 millj
Háholt
Vorum að fá í sölu glæsilega út-
sýnisíbúð á holtinu í Hafnarfirði.
íbúðin skilast fullbúin með glæsi-
legum innréttingum, en án góif-
efna í byrjun nóvember 2001.
Einstakt útsýni. Verö 13,9 millj
ÓSKALISTIIMIM
• Erum með ákveðinn kaupanda að einbýlishúsi á
Stýrimannastíg.
• Erum með kaupanda að 3 herb á svæði 101,
allt kemur til greina.
• Erum með kaupanda að gömlu einbýlishúsi í
Hafnarfirði
• Erum með mjög ákveðinn kaupanda að íbúð á
Fálkagötu
• Erum með mjög ákveðinn kaupanda að 80-100
fm á svæði 107
• Vantar 70-80 fm íbúð í Seljahverfi eða Bökkum í
Reykjavík
• Vantar 4 herbergja íbúð á 10 millj ekki blokk
• Vantar 2 herb ekki dýrari en 7 milljónir
• Vantar 3 herb i eldra húsi helst í gamla bænum
ATVINNUHUSNÆÐI
Suðurgata Hfj.
Þessi glæsilega 104 fm ibúð
var aö koma í sölu hjá okkur.
Parket og flísar á gólfum. Verð-
launagaröur er við húsiö. Sér-
inngangur. Þetta er eign sem
fer fljótt. Verö 14,4 millj.
Vogar Vatnsleysu
Vorum að fá þessi fallegu 137
fm parhús. Gott útsýni og stutt i
skóla. Húsin skilast fullbúin að
utan með fullfrágenginni lóð en
fokheld að innan. Verö 8,9 millj.
ÚTI Á LANDI