Fréttablaðið - 12.10.2001, Side 8
8
FRÉTTABLAÐIÐ
12. október 2001 FÖSTUDAGUR
Öryggisverðir á
Kastrup -flugvelli:
Héldu mæli
vera sprengju
KAUPMANNAHÖFN.AP Ein af þremui’
flugstöðvarbyggingum Kastrup-
flugvallarins í Kaupmannahöfn
var rýmd í gær og tíu millilanda-
flugum var frestað eftir að óttast
var að sprengja hefði fundist í
farangri. Við gegnumlýsingu á
tösku eins farþega kom í ljós að
einhvers konar vírar voru inni í
henni. Eftir að sprengjusérfræð-
ingar höfðu rannsakað innihald
töskunnar kom hins vegar í ljós að
um var að ræða lítið tæki til að
mæla suðutíma eggja. ■
Þriðja miltisbrandstilfellið á Flórída:
Glæparannsókn hafin
BQCA RATON.FLÓRÍDA.AP Hafin ei’
glæparannsókn til að komast að
orsökum miltisbrandssýkingar á
Flórída eftir að þriðja mann-
eskjan, 35 ára gömul kona, greind-
ist með bakteríuna í gær. Þegar
hefur einn maður látist af bakter-
íunni auk þess sem annar er á
sjúkrahúsi. Öll hafa þau starfað
hjá útgáfufyrirtækinu American
Media, sem staðsett er á Flórída.
Mikil hræðsla hefur gripið um sig
vegna málsins í Bandaríkjunum
vegna möguleika á efnavopnaárás
á landið, sérstaklega eftir að loft-
árásirnar hófust á Afganistan sl.
sunnudag. Alríkislögreglan, FBI,
segist hins vegar engar sannanir
hafa fyrir því að um hryðjuverk
sé að ræða. Fyrirtækið þar sem
bakterían greindist er nú rann-
sakað hátt og lágt af starfsmönn-
um alríkislögreglunnar en auk
þess hafa rúmlega 1000 manns
farið í læknisrannsókn vegna
mögulegrar miltisbrandssýking-
ar. Allt að sjö dagar geta liðið frá
smiti þar til einkennin koma í ljós,
en aftur á móti getur tekið 60
daga fyrir bakteríuna að þróast
áfram í líkama fólks. ■
RANNSÓKN
Fulltrúar FBI rannsaka bygglnguna þar
sem starfsmennirnir þrír hafa unnið.
LÖGREGLUFRÉTTIR ~
Brotist var inn á skrifstofu
Sýslumannsins í Reykjavík í
fyrrinótt. Rúða var brotin í kjall-
ara og tók þjófurinn með sér tölvu
og skjá. Lögreglunni barst tilkynn-
ing um innbrotið á fimmta tíman-
um. Ekki er vitað hverjir voru að
verki og er málið í rannsókn.
Lögreglunni í Reykjavík barst
tilkynning frá vegfarenda að
golfbifreið væri ekið á göngustíg
við Strandveg í Grafarvogi í fyrra-
dag. í ljós kom að búið var að stela
þremur golfbifreiðum úr golfskál-
anum við Korpúlfsstaði. Fundust
bílarnir allir, einn hafi verið skil-
inn eftir við Vættarborgir, annar í
Geldinganesi og hinn þriðji niðri í
fjörunni. Að sögn lögreglunnar
komu við sögu málsins fimm 17
ára piltar.
GASGRlMA
Gasgríman nýja kynnt i Tókýó. Japanir eru
afar óttaslegnir þessa dagana og vilja vera
við öllu búnir komi til hryðjuverkaárása á
landið.
Japanir óttaslegnir:
Mikil eftir-
spurn eftir
gasgrímum
tókÝó.ap Mikil eftirspurn hefur
verið eftir gasgrímum í Japan í
kjölfar loftárásanna á Afganistan.
Kumiko Rikiishi, starfsmaður
Koken-fyrirtækisins, sýnir á
myndinni hvernig á að nota nýj-
ustu afurð fyrirtækisins; gas-
grímu sem telst afar nothæf ef
kemur til efna-, sýkla-, eða kjarn-
orkuvopnaárása á Tókýó. Fyrir-
tækið ætlar að setja grímurnar á
markað í nóvember og mun stykk-
ið kosta tæpar 6000 krónur. ■
—4—
Gáfu New
York slökkvi-
liðsengil
KALIFORNIA.LOS ANGELES.AP Borgar-
yfirvöld í Los Angeles í Bandarík-
unum hafa ákveðið að gefa New
York-borg styttu af slökkvi-
liðsengli sem tákn fyrir hetjudáð
þeirra slökkviliðsmanna sem lét-
ust í hryðjuverkaárásinni á World
Trade Center. Á myndinni sjást
Steve Johnson (til vinstri) og Vict-
or Martin flytja styttuna skömmu
eftir að Jim Hahn, borgarstjóri
Los Angeles tilkynnti um gjöfina
á blaðamannafundi þar í borg. ■
[lögreglufréttir[
Slökkviiið höfuðborgarsvæðis-
ins var kallað til í fyrradag
um fimmleytið vegna reyks í her-
bergi í kjalíara íbúðarhúss í
Hraunbæ. Hafði húsráðandi verið
við skál við matseld þegar hann
missti stjórn á eldamennskunni
og eldur kviknaði. Reykræsta
þurfti herbergið en skemmdir
eru taldar minni háttar. Var mað-
urinn fluttur í vörslu lögreglu.
STYTTAN FLUTT
Steve Johnson og Victor Martin flytja stytt-
una í Los Angeles.
Borgaryfirvöld í
Los Angeles:
Stjórnarandstaðan leggur fram tvö frumvörp um breytingar á lögum
sem varða breytt brunabótamat. Lagt til að heimild til afskrifta verði
afnumin og ekki verði tekið mið af brunabótamati við mat á veðhæfni.
Frumvörpin verða skoðuð í efnahags-og viðskiptanefnd.
FASTEIGNIR
Breytingamar taka mið af því að, brenni hús, fái eigandinn það sem nemur endurbygg-
ingakostnaði fasteignarinnar, án afskrifta, auk gjalds vegna hreinsunar brunarústa. (Húsið
á myndinni tengist ekki efni greinarinnar.)
Frumvarpið geri ráð fyrir, að vá-
tryggingaverðmæti fasteigna verði
núvirt og taki mið af raunveruleg-
um endurbyggingakostnaði, án af-
skrifta. „Við erum með þessu, að
færa brunatrygginar til samræmis
við það sem er í nágrannalöndum
okkar,“ segir Jóhanna.
Um það, hvort hún telji að frum-
varpið nái fram að ganga, segir Jó-
hanna, að stjórnarandstaðan öll fly-
tji frumvarpið. Hún hafi sent, bæði
frumvarp um brunatryggingar og
húsnæðismál, til formanns efna-
hags-og viðskiptanefndar, áður en
að þau voru lögð fram, til þess að
reyna að fá stuðning hans. „Hann
hefur sagt að frumvörpin verði
skoðuð í efnahags-og viðskipta-
nefnd. Mér hefur fundist vera já-
kvætt viðhorf í nefndinni til þess,
að hætta að miða veðhæfni eigna
hjá íbúðalánasjóði við brunabóta-
mat. Meiri óvissa er um bruna-
tryggingarnar," segir Jóhanna.
arndis@frettabladid.is
brunabótamat Stjórnarandstaðan
hefur lagt fram tvö frumvörp um
breytingu á lögum. Þeim er ætlað
að leiðrétta þá erfiðu stöðu fast-
eignaeigenda sem breytt lög um
brunabótamat hafa valdið. Að sögn
Jóhönnu Sigurðardóttur, þing-
manns Samfylkingarinnar, er
markmið frum-
varpsins um breyt-
ingar á lögum um
brunatryggingar,
að afnema heimild
^ sfskrifta á vá-
tryggingaverð-
i| mæti húseigna
samkvæmt lögun-
um 1999. Frum-
varpið um breyt-
ingu á lögum um
húsnæðismál gerir
ráð fyrir því að
hætt verði að taka
mið af brunabóta-
mati við ákvörðun
á matsverði fast-
stað verði verðmat
JÓHANNA SIG-
URÐARDÓTTIR
Þar sem búið er
að skerða bruna-
bótamat verulega,
þá samræmist
það ekki reglum
vátryggingaréttar
um að tjónþoli sé
jafn settur fyrir og
eftir tjón.
eigna. Þess í
byggt á kaupverði eigna.
„Við erum að reyna að leiðrétta
þau mistök sem gerð voru 1999,“
segir Jóhanna um markmið breyt-
inga á lögum um brunatryggingar.
„Eg tel að verulegur hluti eigna hér
á landi sé undirtryggður, eins og
staðan er nú.“ Hún segir, að þar
sem búið sé að skerða brunabóta-
mat um tuttugu til fimmtíu prósent,
þá samræmist það ekki reglum vá-
tryggingaréttar um að tjónþoli sé
jafn settur fyrir og eftir tjón.
Erum ad leið-
rétta mistök
ÁRITAR
Kuldagalli
Mittisjakki
Smíðavesti
Samfestingur
Vinnubuxur
Vinnuregnföt
kr. 7.900
kr. 3.900
kr. 2.600
kr. 1.400
kr. 1.200
kr. 900
VINNUFATALAGERINN
SMIÐJUVEGI 4
OPIÐ MÁNUD -FÖSTUDAG KL 10-18
LAUGARD 12-16
Iðnaður:
Merki um geymslu-
þol á flest sælgæti
neytendavernd Framvegis þarf að
merkja allt sælgæti annað en
brjóstsykur með „best fyrir“ dag-
setningu. Þetta kemur fram í
bréfi sem Hollustuvernd ríkisins
hefur sent Samtökum
iðnaðarins. Jafnframt
bendir stofnunin á að
væntanleg sé ný til-
skipun frá ESB, sem
tekin verður upp hér á
landi, þar sem krafist
er geymsluþolsmerk-
ingar á allar súkkulaði-
vörur. Þessar breyting-
ar er sagðar tilkomnar
vegna aukins réttar
neytenda til upplýs-
inga um geymsluþol á
sælgæti.
SÆLGÆTI
Neytendur eiga framvegis
að geta treyst þvi að þeir
séu ekki að kaupa gamalt
sælgæti ef framleiðendur
og kaupmenn fara að sett-
um reglum
Finnur Geirsson forstjóri Nóa-
Síríus segir að þessi breyting
breyti ekki miklu fyrir þá vegna
þess að fyrirtækið sé þegar farið
að geymsluþolsmerkja flestar sín-
ar framleiðsluvörur.
Aðspurður hvernig
verður um merkingar á
sælgæti sem selt er í
stykkjatali án umbúða
segir hann að slíkar
vörur komi merktar frá
verksmiðjum eins og
t.d. frá þeim. Það sé
væntanlega síðan kaup-
manna að sjá til þess að
þær vörur séu ekki á
boðstólum lengur en
geymsluþolið segir til
um. ■
Tom Cruise áritar mótorhjólið í þættinum
„The Tonight Show" sem tekinn er upp í
Kaliforníu.
Spjallþáttur Jay Leno:
Mótorhjól
áritað
burbank.kaliforníu.ap Harley-
Davidson mótorhjól sem hefur
verið í eigu spjallþáttastjórnand-
ans vinsæla, Jay Leno, var þann 7.
október sett á uppboð hjá eBay-
uppboðshaldaranum í Bandaríkj-
unum. Hjólið verður selt hæst-
bjóðanda þann 17. október næst-
komandi og mun ágóðinn renna til
tvíburaturnasjóðsins sem stofnað-
ur var vegna fórnarlamba hryðju-
verkaárásarinnar á Bandaríkin í
síðasta mánuði. Fjölmargar kvik-
myndastjörnur hafa ritað nafn
sitt á hjólið í þætti Leno, þ.á.m.
Tom Cruise, Arnold
Schwarzenegger og Sylvester
Stallone. ■