Fréttablaðið - 12.10.2001, Side 16
HNEFALEIKAR
Hvernig fer bardagi Tyson
og Nielsen?
„Ég held að Tyson verði nú fljótur
að slá Nielsen niður. Að líkja þeim
saman er eins og að bera saman
átján hjóla trukk og Trabant. Tyson
klárar þetta i annarri lotu."
BUBBI MORTHENS
tónlistarmaður og áhugamaður um
hnefaleika.
handknattleik.
liðum
Bikarkeppni karla:
Komast Lod-
fíllinn og fé-
lagar áfram?
handknattleikur í gær var dregið
í 16-liða úrslitum SS-bikarkeppn-
Af sextán
eru þrjú
sem ekki koma úr
fyrstu deild, ÍBV
b, Breiðablik og
Hraðlestin, sem
skipuð er gömlum
kempum úr Val
s.s. Stefáni Hilm-
arssyni söngvara,
Brynjari Harðar-
syni, Einari Þor-
varðarsyni og
Jóni Kristjáns-
innann. syni. Peran kemur
frá Akureyri gæti
prðið fjórða liðið en það spilar við
ÍR-a í 32-liða úrslitum á morgun.
Þekktasti leikmaður Perunnar er
líklega Torfi Ólafsson aflrauna-
maður, betur þekktur sem Loðfíll-
inn, en hann er fyrirliði liðsins.
Einungis sex lið keppa í 16- liða
úrslitum í bikarkeppni kvenna en
fimm lið sitja hjá og fara beint í
átta liða úrslit. ■
16-LIÐA ÚRSLIT
BIKARKEPPNI KARLA:_______
TORFI
ÓLAFSSON
Fyrirliði Perunnar
frá Akureyri jafnt
utan vallar sem
Þór - Valur
Crótta KR - Haukar
UMFA - FH
HK- iBVa
Hraðlestin - Stjarnan
IBV b - |R a / Peran
Breiðablik - Fram
KA - Vfkingur
16-LIÐA URSLIT
BIKARKEPPNI KVENNA:
Fram - Valur
Fjölnir - Stjarnan
Vikingur - Grótta KR
Þau lið sem sitja hjá:
FH
Haukar
Ibv
KA/Þór
Fylkir
16
FRETTABLAÐIÐ
12. október 2001 FÖSTUDAGUR
Akranes:
Haraldur
aftur í íA?
fótbolti Haraldur Ingólfsson gæti
verið á leið í raðir íslandsmeistara
ÍA á nýjan leik eftir að hafa leikið
um fjögurra ára skeið í Svíþjóð og
Noregi. Gunnar Sigurðsson, for-
maður rekstrarfélags meistara-
flokks og 2. flokks karla hjá ÍA,
staðfesti í samtali við Fréttablaðið í
gær að hann og Haraldur hefðu
rætt saman um endurkomu Harald-
ar í Skagaliðið en sagði að ekkert
ákveðið í þessum efnum. Haraldur
er samningsbundinn norska liðinu
Raufoss en getur að sögn Gunnars
losnað undan þeim samningi ef
hann vill snúa heim.
% S
J 1
%,
á k\
SIGURSÆLL
Fimmfaldur (slandsmeistarí og tvöfaldur
bikarmeistari.
Haraldur var lykilmaður í liði ÍA
þegar það vann íslandsmótið fimm
ár í röð 1992 til 1996. Hann var jafn-
framt sá leikmaður íslandsmótsins
sem gaf flestar stoðsendingar sex
ár í röð. ■
Viggó Sigurðsson um andstæáinga Hauka í EM:
„Spila. hraðan bolta“
handknattleikur Haukar mæta pól-
ska liðinu Kolporter í seinni leik lið-
anna í Evrópukeppni félagsliða í
handknattleik á morgun og hefst
leikurinn klukkan 17.00. Liðin skil-
du jöfn, 29-29, í fyrri leiknum sem
fram fór í Póllandi.
„Þetta er nú hreint atvinnulið og
gerir ekkert annað en að æfa og
keppa,“ segir Viggó Sigurðsson,
þjálfari Hauka. Hann segist hafa
verið vonsvikinn með úrslitin úti og
býst við hörkuleik á morgun. „Við
erum með góða stöðu og eigum,
með góðum leik, að geta klárað
þetta. Við erum að spila okkar 16
Evrópuleik á árinu. Það eru fleiri
leikir en mörg lið geta státað af.“
Með Kolporter leika fimm pólsk-
ir landsliðsmenn
og auk þess eru
tveir Rússar á
mála hjá liðinu.
„Þetta er
skemmtilegt lið
sem spilar hraðan
bolta. Fyrri leikur-
inn var opinn og
skemmtilegur."
Viggó hefur ekki sparað stóru
orðin í garð dómara í Evrópukeppn-
inni. Aðspurður um þá sem dæma á
morgun sagði hann.
„Eg veit bara að þeir eru fransk-
ir og vona að þeir verði hlutlausari
en þeir voru úti. Við erum ekki að
fara fram á heimadómgæslu heldur
að við klárum þetta á eigin getu.“ ■
7
Hvað gerir Tyson:
Hinn óútreiknanlegi Mike Tyson mætir í hringinn á ný á morgun þegar hann berst við Brian
Nielsen á Parken. Tyson ólst upp í mikilli fátækt í Brooklyn í New York. Hæfileikar hans í hnefa-
leikum komu fljótt í ljós enda vó hann 90 kíló þegar hann var 13 ára og tók 100 í bekkpressu.
hnefaleikar Það er eitthvað óút-
skýranlegt sem gerist þegar menn
sjá „Iron“ Mike Tyson í hringnum.
Ahorfendur fá furðulegan fiðring í
magann og margir andstæðingar
hans skjálfa hreinlega á beinunum,
enda hefur honum verið lýst sem
„versta manni í heirni." Hgnn hef-
ur margsinnis sýnt að hann er
gjörsamlega óútreiknanlegur og
það er einmitt það sem gerir hann
að einum „vinsælasta" íþrótta-
manni heims. Milljónir manna hóp-
ast fyrir framan sjónvarpið þegar
hann berst í von, eða af ótta, um að
eitthvað óvænt gerist. Á laugar-
daginn snýr Tyson enn og aftur inn
í hringinn og núna til að lumbra á
Dananum Brian Nielsen á Parken í
Kaupmannahöfn.
Michael Gerard Tyson var
fæddur þann 30. júní árið 1966 í
Brooklyn í New York. Tyson kynnt-
ist aldrei föður sínum og ólst því
upp með móður sinni og tveimur
systkinum í fátækrahverfinu
Brownsville í Brooklyn. 'íyson var
alltaf stór miðað við aldur en hafði
mjög háa og frekar skræka ródd
og var honum stundum strítt
vegna þessa.
Snemma á unglingsárunum
leiddist Tyson út í glæpi og hafði
móðir hans enga stjórn á honum.
Hún sendi hann því í heimavistar-
skólann 'I’ryon í Norður-New York
fyllki, þar sem hann kynntist
Bobby Stewart, fyrrum hnefa-
leikakappa. Stewart sá fljótlega
hversu hæfileikaríkur Tyson var,
en 13 ára gamall vó hann 90 kíló og
tók rúmlega 100 kíló í bekkpressu.
í Tryon lagði Tyson stund á hnefa-
leika undir handleiðslu Stewart, en
árið 1980 urðu þáttaskil í líf hans.
Þá fór Stewart með hann til Catt-
skills í New York, til að hitta Cus
í hnotskurn
SNARÓÐUR
( þriðju lotu bardaga Tyson og Holyfield spýtti Tyson munnstykkinu út úr sér og beit hluta af
eyra Holyfield. ( kjölfarið var hann dæmdur I eins árs keppnisbann.
í febrúar 1990 var komið að lyson
að verja titilinn í enn eitt skiptið og
að þessu sinni í Tókíó í Japan.
ÍSLANDSMEISTARAMÓTIÐ í
KUMITE
Sunnudaginn 14. október kl. 13:00
íþróttahúsinu við Austurberg
Úrslit hefjast kl. 16:30
Komdu 09 fylgstu meö
bestu karatemönnum iandstns
í frjálsum bardaga!
KARATESAMBAND ÍSLANDS
D’Amato, sem m.a. hafði þjálfað
Jose Torres og Floyd Patterson, en
sá síðarnefndi var yngsti heims-
meistari sögunnar. Reyndar átti
það eftir að breytast.
Eftir að Tyson hafði æft stutta
stund spurði Stewart: „Jæja, hvað
heldurðu?” D’Amato svaraði:
„Hvað held ég. Ég held að við séum
að horfa á næsta heimsmeistarann
í þungavigt.” í kjölfarið hóf Tyson
æfingar undir stjórn D’Amato og
árið 1985 gerðist hann atvinnumað-
ur. Fyrsta árið barðist hann 15 sinn-
um og sigraði í öll skiptin með rot-
höggi. Árið 1986, lagði hann Trevor
Berbick í bardaga um WBC heims-
meistaratitilinn. Þar með var hann
orðinn yngsti heimsmeistari sög-
unnar aðeins 20 ára gamall. Ári síð-
ar var hann orðinn óumdeildur
heimsmeistari þ.e. handhafi WBC,
WBA og IBF heimsmeistaratit-
ilanna. Þetta hafði ekki gerst í ára-
tug ,eða síðan á gullaldartímabili
Muhammad Ali.
IVson var gjörsamlega ósigr-
andi næstu ár og varði titilinn
nokkrum sinnum, m.a. með sigrum
á Frank Bruno og Michael Spinks.
Mótherjinn var James „Buster"
Douglas. Flestir töldu að Douglas
ætti ekki möguleika, þar sem
Tyson væri einfaldlega ómennskur
bardagamaður. Douglas hafði líka
misst móður sína nokkrum vikum
áður og konan beðið um skilnað
rétt fyrir bardagann. Mótlætið
virtist hins vegar efla Douglas því
í tíundu lotu kom hann öllum heim-
inum á óvart þegar hann rotaði
Tyson. Eftir bardagann gengu
sögusagnir um það að Tyson hefði
verið við drykkju nóttina fyrir bar-
dagann og mætt þunnur í hringinn.
Árið 1991 var Tyson dæmdur í
þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun
og Tyson sneri því ekki aftur í
hringinn fyrr en 1995. Hann virtist
breyttur maður og þrátt fyrir að
vera svolítið ryðgaður náði hann
fljótlega að endurheimta WBC og
WBA titlana. í lok ársins 1996
mætti hann Evander „The Real
Deal“ Holyfield, handhafa IBF tit-
ilsins. Holyfield barðist á mjög
taktískan hátt og sigraði með rot-
NAFN:
Michael Gerard
Tyson
FÆDDUR:
30. júní 1966
New York
ÞYNGDAR-
FLOKKUR:
Þungavigt
ÞYNGD:
102 kg
HÆÐ:
1,81 m
FAÐMUR:
1,77 m
FERILL:
53 bardagi. 48 unnir (43 rothögg),
3 tapaðir og 2 ógildir.
UMBOÐSMAÐUR:
Shelly Finkel
ÞJÁLFARI:
Tommy Brooks
hraði og ná-
STYRKLEIKAR:
Höggþyngd, grimmd,
kvæmni
VEIKLEIKAR:
Skaphiti, aldur, hæð og skortur á
leikfléttum
höggi í elleftu lotu. Sumarið 1997
gafst Tyson tækifæri á að endur-
heimta virðinguna og titlana þegar
hann barðist aftur gegn Holyfield.
Að þessu sinni virtist 'fyson hins
vegar alveg vera búinn að tapa átt-
um og missti gjörsamlega stjórn á
skapi sínu. í þriðju lotu bardagans
spýtti hann munnstykkinu út úr
sér og beit hluta af eyra Holyfield.
í kjölfarið var hann dæmdur í eins
árs keppnisbann og 300 milljóna
króna sekt.
Árið 1999 hófst enn nýr kafli í
lífi Tyson, þegar hann sneri aftur í
hringinn eftir keppnisbannið. Á
tæpum þremur árum hefur hann
barist fimm sinnum og sigrað í öll
skiptin. Síðasti bardaginn var gegn
Andrew Golota fyrir ári síðan.
Spurningin sem brennur á vörum
allra hnefaleikaáhugamanna í dag
er hvort Tyson sé tilbúinn í átökin
á ný.
trausti@frettabladid.is
Dennis Bergkamp:
Hrakinn frá Arsenal?
knattspyrna Rob Jansen, umboðs-
maður framherjans Dennis Berg-
kamp, segir að skjólstæðingur sinn
hafi verið hrakinn frá Arsenal og
að nýliðar Fulham hafi gert tilboð í
hann. Hollenski landsliðsmaðurinn
hefur einungis byrjað inná í þrem-
ur leikjum af tíu sem Lundúnarlið-
ið hefur spilað í deildinni á þessu
tímabili.
„Dennis veit að hann þarf
stundum að verma bekkinn en
hann er farinn að íhuga það af al-
vöru hvort Arsenal sé að reyna að
hrekja sig frá liöinu," sagði Jan-
sen. „Ég skil ekki lengur stefnu
Arsenal. Fyrr á þessu ári bauð fé-
lagið honum nýjan samning og
beitti hann miklum þrýstingi til að
dvelja áfram í Lundúnum. Vegna
þrýstingsins taldi Bergkamp að
hann væri inní framtíðaráætlun-
um liðsins.”
Stjórn Arsenal hefur ekki viljað
DENNIS BERGKAMP
Umboðsmaður hans hefur staðfest
að hann sé farinn að óttast um stöðu slna
hjá Arsenal og að Fulham hafi gert
tilboð í hann.
tjá sig um málið en Jensen stað-
festi þær sögusagnir að Fulham
hefði gert tilboð í leikmanninn. ■