Fréttablaðið - 12.10.2001, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 12. október 2001
FRETTABLAÐIÐ
n
Leicester City:
Auknir möguleikar
Arnars Gunnlaugssonar
knattspyrna Dave Bassett, hinn nýi
stjóri Leicester City, hefur varað
lærisveina sína við því að þeir kom-
ist ekki langt á orðsporinu einu sam-
an. Bassett, sem tók við liðinu af
Peter Taylor sem var rekinn fyrir
stuttu, ætlar sér að bæta leik liðsins
en það situr á botni deildarinnar
með fimm stig eftir átta leiki. Liðið
á erfiða leiki fyrir höndum gegn
Chelsea (úti), Liverpool (heima) og
Blackburn (úti).
„Leikmennirnir byrja með
hreint borð hjá mér. Nú er það þeir-
ra að heilla mig,“ sagði Bassett. „Ég
skil að ákveðnir leikmenn hafa
komist langt á orðsporinu og ég
virði það. En nú er það frammistaða
þeirra á vellinum sem skiptir máli.
Þar mun ég dæma þá.“
Arnar Gunnlaugsson er á mála
hjá Leicester en hann var ekki í náð-
inni hjá Peter Taylor og hefur ekki
náð að tryggja sér sæti í leikmanna-
hópnum. Ummæli Bassett ættu að
auka möguleika Arnars á að komast
í liðið og vonandi fáum við að sjá
hann spila innan skamms.
„Ég hef aldrei haldið sérstaklega
upp á ákveðna leikmenn. Það hef ég
SAMHERJAR?
Nú reynir á liðsheildina hjá Ferrari ökuþórunum þegar síðasta mótið í Formúlunni fer
fram í Suzuka í Japan um helgina.
Michael Schumacher:
Frami liðsins
eða hans eigin?
formÚla Michael Schumacher,
ökuþórinn hjá Ferrari, þarf að
taka erfiða ákvörðun þegar síð-
asta mót ársins fer fram í Suzuka í
Japan um helgina. Hann hefur
þegar tryggt sér heimsmeistara-
titilinn en þarf að velja á milli síns
eigin frama eða að hjálpa sam-
herja sínum Rubens Barrichello
og hefja Ferrari liðið til vegs og
virðingar.
Schumacher hefur þegar slegið
met Alain Prost og sigrað í 52
keppnum en hann gæti jafnað ann-
að met, níu sigrar á einu og sama
keppnistímabilinu, líkt og hann
gerði í fyrra, og um leið orðið sá
ökuþór sem oftast hefur sigrað í
Japan.
Barrichello á hinsvegar í harðri
baráttu við David Coulthard um
annað sætið í heimsmeistara-
keppninni en sá síðarnefndi hefur
sjö stiga forskot fyrir mótið.
Ef Barrichello á að ná öðru sæt-
inu í samanlagðri stigakeppni þarf
hann að vinna mótið í Japan en
Coulthard verður að lenda í fimm-
ta sæti eða neðar. Það verður þá í
fyrsta sinn síðan 1979 að ítalska
liðið sigrar í keppni framleiðenda
og nær tveimur efstu sætum öku-
þóra.
Schumacher hefur lýst því yfir
að hann muni leggja sitt af mörk-
unum svo Barrichello sigri.
„Jafnvel þótt líkurnar séu ekki
með okkur munum við gera allt
sem í okkar valdi stendur til að
hann nái öðru sætinu í heildar-
keppninni," sagði Schumacher.
Éf Schumacher er trúr orðum
sínum verður leikurinn í Suzuka
brautinni endurtekinn því Ayrton
Senna heitinn, lék þetta eftir árið
1991 þegar hann var þegar búinn
að tryggja sér titilinn og hleypti
samherja sínum hjá McLaren,
Gerhard Berger, framúr í síðustu
beygjunni. ■
Nýtt íþrótta- og heilsublað:
Ahersla á al-
menningsíþróttir
FJÖLMIÐLAR Sport Líf, nýtt íþrótta-
og heilsublað, hefur hafið göngu
sína en blaðið fer í dreifingu eftir
helgi. Hafsteinn Ingi Guðmunds-
son, ritstjóri blaðsins, sagði að
blaðið legði áhersli á umfjöllun um
almenningsíþróttir eins og hlaup,
sund, líkamsrækt, jóga, golf o.fl.
Einnig yrði í blaðinu fjallað um
mataræði og samskipti kynjanna.
Blaðið mun koma út einu sinni í
mánuði og verður bæði selt í
áskrift og smásölu, þar sem það
kostar 899 krónur. Blaðið byggir á
erlenda blaðinu Sport Life sem gef-
ið er út víða í heiminum. Hafsteinn
Ingi sagði að Spoi-t Líf væri auk
þess í samstarfi við Visi.is og að á
vefnurn gæti fólk spurt spuminga
og fengið svör við þeim í blaðinu.
í fyrsta tölublaðinu er m.a. að
finna greinar um það hvernig
SPORT LÍF
í fyreta tölublaðinu er m.a. að finna greinar
um það hvernig hægt er að styrkja fætur
og maga sem og greinar um teygjur og
leyndarmál hjartans.
hægt er að styrkja fætur og maga
sem og greinar um teygjur og
leyndarmál hjartans. ■
ARNAR GUNNLAUGSSON
Hefur aðeins komið einu sinni komið við
sögu i deildinni það sem af er tímabilinu.
aldrei gert og ég lít ekki á þetta á
persónulegan hátt. Ég vel bara liðið
sem ég held að vinni leikinn fyrir
mig,“ sagði Bassett og bætti við.
„Ég kem með opnum hug til
Leicester og allir leikmenn munu fá
tækifæri.“
Bassett fær 50 milljón króna
bónusgreiðslu ef honum tekst að
halda Leicester í deildinni. ■
Stoke Gity:
Ríkharður aftur í aðgerð
knattspyrna Ríkharðui' Daðason,
leikmaður Stoke City og íslenska
landsliðsins, þarf að gangast und-
ir aðra aðgerð á hné og verður frá
knattspyrnuiðkun í það minnsta
fram að jólum. Um smávægilega
aðgerð er að ræða en Ríkharður
hefur þjáðst af þrálátum verkjum
í hnénu og fór í aðgerð fyrr á ár-
inu.
„Þetta er ekki stór aðgerð en
hún krefst mikillar nákvæmni því
skera þarf upp nálægt taug sem
liggur í kringum slag- og bláæð-
ar,“ sagði Stefán Stefánsson,
læknir Stoke.
Ríkharður þarf að jafna sig í að
minnsta mánuð áður en hann hef-
ur æfingar að nýju. ■
Leikur líklega ekki með Stoke City fyrr
en eftir áramót.
Gæti þýtt
V/I\IV'W'V l |
í fjörukt’Ámii
11.-14. októbcr
Fjöldi skemmtikrafta kemurfram
m.a. hin heimsfræga hljómsveit
„Die Stötthammer" frá Munchen.
Borðin svigna undan þýskum
krásum í veitingatjaldinu en
tjaldið opnar alla daga kl. 18:00.
Fjörið heldur áfram fram á næsta
dag í Fjörugarðinum með KOS
og Stötthammer.
ÞÝSKTVERÐÁBJÓRÍ