Fréttablaðið - 12.10.2001, Page 22
22
FRETTABLAÐIÐ
12. október 2001 FÖSTUDACUR
HRADSODIÐ
FINNBJÖRN A. HERMANNSSON
Formaður Samiðnar
Nokkuð um
uppsagnir
HVAÐA fréttir hafa borist af upp-
sögnum nú þegar framkvæmdum við Smára-
lind lýkur?
Við vitum af uppsögnum sem
ekki eru komnar til framkvæmda.
Við gerum ráð fyrir að sjá ein-
hverja á atvinnuleysisskrá upp úr
áramótum. Við eigum samt ekki
von á því að það verði neitt stór-
kostlegt. Við vorum búnir að sjá
þetta fyrir í vor og bentum á að ef
ekkert yrði að gert færi þetta
svona. Ibúðamarkaðurinn liggur
niðri enda er lítið selt af nýbygg-
ingum. Svo kemur fjármála-
stjórnin sterk inn í þetta þar sem
það er ekkert fjármagn í gangi.
Við eigum því von á að það verði
eitthvað atvinnuleysi eftir ára-
mótin en vonumst til að það lagist
eins og hefðbundið er með vorinu.
HVAÐ ræður þvi að þið búist ekki við
atvinnuleysi fyrr en upp úr áramótum?
Þau fyrirtæki sem voru í
Smáralind voru að fresta verkefn-
um sem þau voru með. Nú er far-
ið í þau verkefni en verður kanns-
ki eitthvað daprara upp úr ára-
mótum. Það eru ekki mjög margir
sem er verið að segja upp hjá
hverju og einu fyrirtæki. Fyrir-
tæki gera þetta gjarnan á haustin
að setja varnagla á starfsemina
hjá sér. Þá eru þau jafnt að gera
þetta gagnvart markaðnum og
veðrum og vindum.
HVAÐA
stóru verkefni eru framundan
sem gætu veítt mörgum atvinnu?
Það er búið að samþykkja Búð-
arhálsvirkjun og hún er komin í
farveg. Hún fer væntanlega af
stað núna fljótlega. Ef það verður
farið í virkjanir fyrir austan er
væntanlega einhver tími í það. En
það eru engin stór verkefni sem
við vitum um sem verður farið í
alveg á næstunni.
HVAÐ
verður um útlendinga sem hafa
starfað hér í byggingariðnaði?
Það er búið að vera töluvert af
erlendu starfsfólki í byggingar-
iðnaði. Ég geri ráð fyrir að það
verði meðal þeirra fyrstu sem
hætta störfum. Það er væntanlega
eitthvað dýrara fyrir fyrirtækin
að halda því fólki uppi hérna og ég
geri ráð fyrir að það fari því fyrst.
Hvað varðar fólk frá löndum utan
EES þá förum við ekki að veita at-
vinnuleyfi fyrir það fólk ef það
fer að bera á atvinnuleysi meðal
okkar fólks.
Finnbjörn A. Flermannsson er formaður
Samiðnar, sambands iðnfélaga. Flann
er 47 ára trésmiður.
Kolaportíð
- Lagersala
islenskar vidíó myndir kr. 300.-
Einnig annað myndefni kr. 300.-
Tannburstar og snyrtivörur kr. 50.-
Nælonsokkar kr. 100.-
Ódýrir skartgripir.
Kaupum lagera
Upplýsingar í síma 869 8171
Málþing Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla ís-
lands:
Þróun og
MÁLÞINC Markmið málþings Rann-
sóknarstofnunar Kennaraháskóla
íslands er að skapa vettvang til
kynningar á verkefnum á sviði þró-
unar- og nýbreytnistarfs og efla
rannsóknar- og þróunarviðleltni
kennara og annarra uppeldisstétta.
Málþingið hefst í dag með fyrir-
lestri Jörgens Pinds, prófessors við
Háskóla íslands. Fyrirlesturinn
nefnist „Lestur, mál, skynjun.
Hverju breyta nýlegar heilarann-
sókni fyrir kennara?" og mun að
sögn Jörgens gefa almennt yfirlit
yfir lesblindu og lesraskanir og
rannsóknir á þeim. „Ég mun koma
inn á ríkjandi skilning á lesblindu
nýbreytni
og hvernig hann varð til. Einnig
mun ég kynna nýjustu rannsóknir á
taugafræði og lesröskunum," segir
Jörgen sem segir töluvert mikið
vera að gerast í þessum fræðum.
„Ég horfi einnig heim og fjalla um
hvað gæti verið í betri farvegi í
rannsóknum hér.“
Á morgun verða svo flutt 83 er-
indi á málþinginu. Erindin verða
flutt samtímis í sjö lotum en innan
hverrar lotu eru fjórar málstofur.
Meðal efnis þeirra má nefna tungu-
málakennslu, málnotkun, umhverf-
ið, líðan á vinnustað, fullorðnir og
skólinn, áherslur í skólastarfi, að-
lögun náms yngri barna, lífsýn
JÖRGEN PIND
Flytur inngangsfyrirlestur kl. 16:15 I dag i húsnæði Sjómannaskólans.
kennara, nám ungmenna, kennara-
menntun, námsráðgjöf, skólaþróun
og fleira.
Málþingið er öllum opið en þátt-
tökugjald á laugardag eru 1000
krónur. ■
FRÉTTIR AF FÓLKI
Guðmundur Steingrímsson,
heimspekingur og íslensku-
fræðingur, skoðar stefnuskrár
íslenskra stjórn-
málaflokka og
kemst að því að
þær eru undar-
lega samhljóma,
hvort sem flokk-
arnir kenna sig
við umhverfis-
vernd, sjálfstæði,
félagshyggju eða
frjálslyndi. Orðalag flokkanna
er fljótandi og annað hvort eru
þeir allir sammála eða hægt að
túlka orð þeirra á ýmsa lund
segir í grein Guðmundar í tmm
sem ber heitið Allt sama tóbak-
ið? Guðmundur er sonur Stein-
gríms Hermannssonar, fyrrum
leiðtoga Framsóknarflokksins,
þannig að áhugann á stjórnmál-
um er ekki langt að sækja þó
hann nálgist þau frá öðru sjón-
arhorni.
Eftir tvo daga á tilboðsmark-
aði VÞÍ höfðu hlutabréf í
Símanum skipt um hendur fyrir
samtals rúmlega 1.800 þúsund
krónur í fimm viðskiptum.
Haldi einkavæðing fyrirtækis-
ins áfram með sama hraða mun
það taka um 40 ár að koma svo-
nefndum 24% almenningshluta í
dreifða eign. Fréttablaðið hefur
þó heimildir fyrir því að einka-
væðingarnefnd og ríkisstjórn
bindi vonir við að áhugi lands-
manna glæðist þegar leyst verð-
ur úr óvissu um kjölfestuhluta
og aðra þætti.
að hefur ekki farið fram hjá
neinum að verslunarmiðstöð-
in Smáralind opnaði í vikunni.
Daginn áður en
miðstöðin opnaði
var tilkynnt að
H&M Rowells
muni í ársbyrjun
2002 opna 940 fm
verslun í Smára-
lindinni. Þar með
bætist enn ein
verslunin í hóp
þeirra sem hafa löngum dregið
til sín kaupóða íslendinga í út-
löndum. Þar með minnkar enn
ástæðan fyrir því að fara í
verslunarferðir til útlanda hafa
margir bent á, bæði verslunar-
eigendur og neytendur og ljóst
að margir gleðjast yfir því.
ölvupóstur gekk manna á
milli í síðustu viku. í honum
var bent á að ef dagsetningu
opnunardags Smáralindar og
tíma 101001010 (tíundi október
2001 klukkan tíu mínútur yfir
tíu) er varpað úr tvinntölukerfi
yfir í tugakerfi verður talnarun-
an að tölunni 666. Sú tala hefur
löngum þótt minna á kölska og
hans kóna. Skemmtileg, eða að
minnsta kosti, athyglisverð til-
viljun.
Enn um Smáralind. Það þarf
ekki táknfræðing til að sjá
að með byggingu Smáralindar
er búið að reisa sttersta reður-
tákn landsins. Loftmynd af
Aldrei að segja aldrei
Fyrsta doktorsvörnin við félagsvísindadeild H.L fer fram í Hátíðar-
sal, Aðalbyggingu kl. 16 í dag. Arelía E. Guðmundsdóttir, lektor við
Háskólann í Reykjavík, ver doktorsritgerð í stjórnmálafræði. Ritgerð-
in Qallar um íslenskan vinnumarkað á umbrotatímum.
UM VINNUMARKAÐINN
í ritgerð sinni sýnir Árelía fram á að tengsl séu á milli breytinga á vinnumarkaði og
breytinga innan fyrirtækja og stofnana.
háskólinn „Það er svo merkilegt
með svona tilviljanir og hvað líf-
ið leiðir mann áfram. Ég fór á
Bifröst þegar ég var yngri og
ákvað eftir það að ég myndi
aldrei fara í neitt nám tengt við-
skiptafræði. Eftir stúdentspróf
úr Kvennaskólanum fór ég að
kenna í Héraðsskólanum á Núpi
og í framhaldinu ákvað ég að
verða aldrei kennari," segir Ár-
elía E. Guðmundsdóttir sem nú
gegnir stöðu lektors í viðskipta-
deild í Háskólanum í Reykjavík.
Hún segist hafa lært að mað-
ur á aldrei að segja aldrei en við-
urkennir að þegar hún útskrif-
aðist með B.A. í stjórnmálafræði
frá H.í. árið 1991 hafi ekki
hvarflað að henni að hún ætti
eftir að verja doktorsritgerð frá
sama skóla. Árelía lauk M.sc.
gráðu í vinnumarkaðsfræði frá
London School of Economics
and Political Science árið 1993
og stundaði doktorsnám við Uni-
versity of Essex á árunum 1993 -
1997 áður en hún flutti rann-
sóknina yfir í H.í.
í ritgerðinni, sem ber titilinn:
íslenskur vinnumarkaður á um-
brotatímum: Sveigjanleiki fyrir-
tækja, stjórnun og samskipti að-
ila vinnumarkaðarins, sýnir Ár-
elía fram á að tengsl séu á milli
breytinga á vinnumarkaði og
breytinga innan fyrirtækja og
stofnana. Tímabilið 1987 til 1995
er til umfjöllunar og viðbrögð
stjórnenda og aðila vinnumark-
aðarins við efnahagskreppu
skoðuð sérstaklega.
Aðspurð segir Árelía
nokkurn mun vera á dokt-
orsvörn við íslenskan og erlend-
an háskóla. Á íslandi sé dokt-
orsvörnin mun meiri viðburður
en til að mynda í Bretlandi og
líkari því sem gengur og gerist á
Norðurlöndunum með tilheyr-
andi viðhöfn.
Hún bendir á að þessi tegund
af rannsóknarvinnu sé tiltölu-
lega ný af nálinni hér á landi auk
þess sem fólk innan félagsvís-
indadeildar hafi fram að þessu
ekki átt kost á að ljúka sínu
doktorsnámi á íslandi. Um nýj-
an og kærkomin valkost sé því
að ræða sem sé viðburður í sjál-
fu sér. Hún segir doktorsvörn-
ina breyta litlu fyrir sig og sitt
starf innan háskólans.“Ætli ég
sé ekki aðallega blankari. Nei,
annars. Þetta verður fyrst og
fremst léttir þegar þessu er lok-
ið“ segir Árelía og kímir.
kristjang@frettabladid.is
byggingunni afhjúpar þennan
sannleik sem ekki liggur svo
ljós fyrir þegar byggingin er
skoðuð af jörðu niðri. Spurning-
in er hvaða fræðimaður verður
fyrstur til að setja saman grein
þar sem Smáralindin er ana-
lýseruð.
Ymsar athyglisverðar greinar
er að finna í fjórða tölublaði
tmm í ritstjórn Brynhildar Þór-
arinsdóttur. Þar á
meðal er grein
Natösu Babic
Friðgeirsson, sem
skrifar um hag-
fræði krafta-
verksins eða
hvernig lítið þorp
í Herzegóvínu
hefur stórgrætt á
reglulegum heimsóknum Maríu
guðsmóður. Natasa spyr hvort
að það sé tilviljun að María
skyldi birtast í þessu þorpi þar
sem þjóðernisátök og kirkju-
deilur lituðu mannlífið, eða
hvort að þetta sé allt saman
pólitískt plott og liður í gróða-
bralli.
T7r
<=] þrúðái
Eins og venjulega byrjar mamma jólainn-
kaupin snemma og pabbi borgar reikn-
ingana seint.