Fréttablaðið - 15.10.2001, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 15.10.2001, Blaðsíða 4
4 FRETTABLAÐIÐ 15. okróber 2001 MÁNUDAGUR SVONA ERUM VIÐ FLEIRI GIFTIR Á LANDSBYGGÐINNI Þrír af hverjum fjórum einstaklingum 18- 75 ára á landsbyggðinni er í hjónabandi eða sambúð. Á höfuðborgarsvæðinu eru hins vegar rúmlega'þrfraf hverjum-fimm i hjónabandi eða sambúð. Fimmtungur landsbyggðarfólks er einhleypur en ríflega fjórðungur þeirra sem búa á höfuðborgar- svæðinu. Hlutfall fráskilinna, og ekkja og ekkla er svipaður á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. H Höfuðborgarsvæði |D Landsbyggð Hjón og fólk í sambúð ■ 6% 6% Fráskilin 12% 2% Ekkjur/ekklar heimild: gallup HÓLAR í HJALTADAL Stúlka á leið til Hóla var ekki ábyrg fyrir dauða folalds sem hún ók á. Hæstiréttur: Eigendur folalds borgi tjón ájeppa dómsmál Hæstiréttur hefur dæmt eiganda folalds sem varð fyrir jeppa í Hjaltadal til að greiða eig- anda jeppans bætur. Héraðsdómur Norðurlands hafði áður sýknað eiganda folalds- ins. Héraðsdómurinn taldi sannaö að folaldið ásamt nokkrum öðrum hrossum hefði verið á lausagöngu þegar atvikið varð en Hæstiréttur segir að hrossin hafi verið í rek- stri og því á ábyrgð eigandans. Ökumaður jeppans, ung stúlka, sem er dóttir jeppaeigandans, ók á folaldið síðkvöld eitt í ágúst 1998 þar sem það var á þjóðvegin- um til Hóla handan við blindhæð sem hún ók yfir. Folaldið drapst strax og jeppinn skemmdist veru- lega. Tjónaskoðunarstöð mat tjónið á 309 þúsund krónur en faðir stúlkunnar sem ók gerði við skemmdirnar og var gerð krafa um 188 þúsund króna bætur. Hæstiréttur taldi kröfunni í hóf stillt og geröi eiganda folaldsins og þeim sem höfðu umsjón með rekstri hrossanna að greiða um- beðna upphæð og 300 þúsund krónur í málskostnað að auki. ■ —♦— Innflytjendamál: Læknar án landamæra: Segja matarpakka vera gagnslitla washington. ap Mannúðarsamtök hafa sum hver gagnrýnt þá iðju bandaríska hersins að varpa mat- arpökkum úr flugvélum yfir Afganistan, milli þess sem sprengj- um er varpað. Þau halda því fram að matarsendingarnar komi að litlu gagni og þjóni hugsanlega ekki þeim tilgangi sem þeim er ætlað. Nicolas de Torrente, fram- kvæmdastjóri alþjóðlegu mann- réttindasamtakanna Læknar án landamæra, segir að þegar annar aðilinn í stríði sendir jafnframt matvæli, þá geti það stofnað starfs- mönnum hjálparsamtaka í hættu. Þeir verði að geta haldið hlutleysi sínu í stríði. Ef ekki er hægt að líta svo á að hjálparstarfið sé óháð pólitískum markmiðum, sagði Torrente, „þá getur annar eða báðir aðilar stríðs- ins litið á það sem hluta af styrjald- arátökunum. Og hjálparstarfsfólk getur þá orðið skotmark í stríðinu." Bandaríkjamenn hafa varpað um það bil 35.000 dagskömmtum af mat á dag, en talið er að allt að ein HNETUSMJÖR FRAMLEITT Þessi mynd var tekin í matvælafyrirtæki ( Georgíu í Bandaríkjunum. Fyrirtækið nýtur þess heiðurs að framleiða hnetusmjörið sem er í matarpökkunum, sem Bandaríkja- menn varpa úr flugvélum yfir Afganistan. og hálf milljón Afgana eigi hungur- dauða á hættu áður en vetur er á enda. Pakkarnir úr háloftunum duga skammt gegn þeirri neyð. ■ Breskir unglingar: 40% drengja nota eiturlyf london. ap Þriðjungur breskra stúlkna og tæp 40% breskra drengja hafa notað einhvers kon- ar eiturlyf, aðallega marijuana. Þetta kemur fram í nýlegri könn- un sem gerð var á vímuefnanotk- un 15 og 16 ára unglinga í Bret- landi. Alls tók 1361 stúlka og 180 drengir þátt í könnuninni. Hvað varðar áfengisnotkun höfðu 6,2% unglinganna aldrei drukkið áfengi á meðan 72% þeirra sögðust ein- hvern tímann hafa orðið ölvaðir. „Þessi hegðun er orðin að reglu- legu mynstri í lífi unglinga í Bret- landi,“ segir í niðurstöðum rann- sóknarinnar. ■ Hörð gagnrýni á efnahagsstefnu Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, gagnrýnir stefnu stjórnvalda. Erlendar skuldir aukist úr 50% af landsframleiðslu í 84% á skömmum tíma. Segir að aðhald hafi verið ófullnægjandi 1998 og 1999. efnahagsmál Hörð gagnrýni kom fram á efnahagsstefnu stjórn- valda í ræðu Þórðar Friðjónsson- ar forstjóra Þjóðhagsstofnunar á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga. Erlendar skuldir stefna í að vera 84% af landsframleiðslu í lok þessa árs. „Þetta hlutfall hefur um all langt skeið verið nálægt 50%. Þetta er því mikil aukning á skömmum tíma,“ sagði Þórður. Ástæðuna seg- ir Þórður fyrst og fremst vera þá að þjóðarútgjöld hafi aukist mun meira en þjóðai'- tekjur. „Þetta samsvarar tæp- um 220 milljörð- um á árunum frá 1996. Þetta ásamt gengisfalli skýrir hækkun hlutfalls- ins. Viðskiptahalli er í raun og veru krafa í framtíðar- tekjum þjóðar- búsins og þýðir að við þurfum á næstu árum að ráð- stafa meiru af þeim gjaldeyris- tekjum sem við öflum í að greiða vexti og afborgarnir af erlendum ÞÓRÐUR FRIÐJÓNSSON Stofnun hans verður lögð niður á næstunni og hann fer ófögrum orðum um efna- hagsstefnuna. lánum." Þar sagði Þórður m.a. að sá hraði taktur sem verið hefur í gengis- og verðbreytingum sl. tólf mánuði eigi sér rætur í ófull- nægjandi aðhaldi í efnahagslíf- inu á árunum 1998 og 1999. Á þessum árum hefði aðhaldsstig efnahagsstefnunnar einnig verið ófullnægjandi, bæði á sviði ríkis- fjármála og peningamála. Hann sagði að þá hefði verið æskilegt að beita ríkisfjármálunum til frekara aðhalds að eftirspurn en —♦.... 1998 hefði verðlagsþró- unin hérlendis verið í góðu samræmi við það sem gerðist í öðr- um iðnríkjum og innan ESB. Þetta hefði hins vegar gjörbreyst árið 1999. ..•♦•— gert var á um- ræddum árum auk þess sem þá hefði Seðlabankinn far- ið hægt í sakirnar í andófi sínu gegn verðbólgunni. í ræðu sinni benti hann einnig á að fi-am til 1998 hefði verðlagsþró- unin hérlendis verið í góðu sam- ræmi við það sem gerðist í öðrum iðnríkjum og inn- ÞJÓÐHAGSTOFNUN Stofnunin verður lögð niður á næstunni og ekki var tekið markVahenni við gerð fjár- lagafrumvarps. Á fjármálaráðstefnu sveitar- félaga setti forstjóri hennar fram harða gagnrýni á efnahagsstefnuna. an ESB. Þetta hefði hins vegar gjörbreyst árið 1999. Þá hefði verðbólgan á íslandi verið rúm- lega tvöfalt meiri en annars stað- ar. Þessi þróun hefði haldið áfram í fyrra og í ár. Þótt spáð sé minni verðbólgu á næsta ári telur Þórður að hún verði þrefalt meiri en í viðmiðunarlöndunum. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Nokkur erill var hjá lögregl- unni í Kópavogi um helgina vegna ölvunaróláta. Þurfti lög- reglan að sinna nokkrum útköllum í heimahús vegna háreysta og stimpinga. Þá voru þrír teknir vegna ölvunaraksturs. Lögreglan í Borgarnesi fór um víðan völl á laugardag og sunnudag til að fylgjast með því að rjúpnaveiðimenn freistuðust ekki til að taka í gikkinn of snem- ma en rjúpnaveiðitímabilið hófst í dag, mánudag. Að sögn talsmanns lögreglunnar varð hún ekki var við neinn ólöglegan veiðimann á laugardag en sagði menn verða á tánum og fylgjast grannt með. Tvær bifreiðar urðu fastar á Þorskafjarðarheiði um kvöld- matarleytið á laugardag vegna mikilla snjóa. Kalla þui’fti til að- stoðar björgunarsveitarinnar og gekk vel að koma bifreiöunum niður og til byggða. Að sögn lög- reglunnar í Hólmavík er Stein- grímsfjarðarheiðin vel fær en því munar að Þorskafjarðarheiðin liggur hundrað metrum ofar. Amnesty International: Ónóg mannréttindi í Mið-Asíu mannréttindi Mannréttindasam- tökin Amnesty International hafa sent frá sér skýrslu þar sem vak- in er athygli um ástand mannrétt- indamála í nokkrum Mið-Asíuríkj- um. Lýsa samtökin yfir áhyggjum á því að stjói'nvöld þar nýti sér stríðið gegn hryðjuverkamönnum til að grafa enn frekar undan mannréttindum. í skýrslunni er komið inn á ummæli Islam Kai'imov, forseta Uzbekistan, þar sem hann lýsir því yfir að allir sem á einhvern hátt styðji músli- ma þar í landi skuli sæta fangels- isvist en brögð er að því að heit- trúaðir múslimar sitji nú þegar á bak við lás og slá án þess að hafa hlotið réttmæt réttarhöld. ■ Áfengis- og vímuvarnarráð: Bíóbarinn vart kominn á kortið Annar hver Dani músli- mi eftir 60 ár danmörk Eftir 40 ár verður þriðji hver Dani múslimi og eftir 60 ár verður helmingur íbúa Danmerk- ur múhameðstrúar. Þetta segir fé- lagsfræðingurinn Eyvind Vessel- bo í samtali við netútgáfu B.T. „Nú standa yfir störkostlegir fjöldaflutningar frá löndum mús- lima til Danmerkur. Það er stjórn- málamönum mikil áskorun að tryggja að sú þróun verði ekki til þess að gildi okkar samfélags bíði tjón af. Þetta er án efa stærsta áskorunin sem við stöndum fram- mi fyrir," segir Eyvind. Hann byggir útreikninga sína á þróun innflytjendamála undanfar- in 10 ár. ■ 5MÁRABÍÓ Hildur Hafstein hjá Afengis- og vímuvarnarráði segir að ráðið hafi ekki fjallað neitt þá nýjung sem felst í því að bíógestir geti keypt sér léttvín og bjór á sérstökum bar sem starfræktur er í Smárabíói. Þaðan af síður hef- ur ráðinu borist neinar athuga- semdir eða fyrirspurnir frá for- eldrum vegna barsins, enda sé hann nýtekinn til starfa. Hún ger- ir þó ráð fyrir að ráðið muni skoða þá umgjörð sem barinn hefur í bíóinu. Karl Schiöth forstöðumaður kvikmyndadreifingar hjá Noi'ður- ljósum segir að barinn sé opinn frá 17,30 - 00,30 og að þessi þjón- usta hafi mælst vel fyrir. I það minnsta hafi enginn kvartað fram til þessa. Aldurstakmark inn á barinn er bundið við 18 ár en áfengissala er miðuð við 20 ára aldur. Hann segir að það sé strangt eftirlit með því að þessum skilyrðum sé fylgt og m.a. er séi'- stakur dyravörður sem fylgist með því auk þess sem menn séu BÍÓBARINN Staðhæft er að eftirlit sé meira og strang- ara en t..d. með vínsölu hjá leikhúsunum krafðir um skírteini þegar þeir versla á barnum. Hann staðhæfir að eftirlit með barnum sé meira en gengur og gerist hjá leikhúsun- um. í því sambandi bendir hann á að hjá Loftkastalanum sé sjoppa og rauðvín á sama stað. | Smáralind: Myndatökur leyfðar smáralind Hópur nemenda var stöðvaður við myndatöku í Smára- lind á opnunardaginn á þeim for- sendum að myndatökur væru bannaðar í húsinu. „Þetta er byggt á misskilningi," segir Þorvaldur Þorláksson, markaðsstjóri Smára- lindar. Hann segir að víða erlend- is séu myndatökur bannaðar í verslanamiðstöðvum án tilskil- inna leyfa. „Yfirstjórn hússins hefur farið yfir málið. Myndatök- ur eru ekki bannaðar hér og ekki stendur til að gera það,“ Hann segir að verið geti að fólk verði spurt í hvaða tilgangi myndatakan sé, enda sé eðlilegt að fylgst sé með því. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.