Fréttablaðið - 15.10.2001, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 15.10.2001, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 15. okóber 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 17 Sýnd kl. 6,8 og 10 vrr 278 ISWORPFISH kl. 8 og 10-lQlO ÍTAILOR OC PflNAMA kl. 5.45,8og lO.lslCT jCAIS & POGS m/ Islensku tali kLstEH Sýnd kl 3.40, 5.45, 8 og 10.10 vit hi ICRAZY BEAUTIFUL kL6,8ogloQ IRUGARISIN RARIS m/ blensku taB kl. 4|j^T1 jCAIS & POGS m/ Islensku tali kL4ÍK3 Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 |RATRACE kl. 6,8 og 10.101 |pélUR OG KÖmiRINN BRANPUR kLsf |RUSHHOUR2 kL8ogl0.lö| HVERFISCÖTU SÍMI 551 9000 www.skifan.is Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 |RAT RACE kl. 5.4p| jWHAT'S THE WORST... kl. 8 og IQ.lÖj | H EARTBREAKERS kl. 5.30,8 og 10.sÖ| IPLANET OF THE APES kl. 5.30,8 og 10.301 Filmundur í kvöld: Og meira af Oasis, því svo virðist sem útgáfu nýju breiðskífunnar hafi verið frestað vegna ósætta Gallagher bræðr- anna Liam og Noel. Noel var ekki nægilega sáttur við það efni sem þeir höfðu tekið upp og hann segir bróður sinn hafa tafið framþróun mála enn meira með því að gera „akkúrat ekki neitt“ í þrjá mánuði. Liam á sem- sagt eftir að syngja öll lögin á plötuna. Búið er að handtaka mann sem grunaður er um að hafa sent sportkryddinu Mel C segul- bandsspólu sem innihélt kynferð- isleg hljóð og morðhótun. Mað- urinn býr í Hollandi og var það fyrir sam- vinna hollensku lögreglunnar og Scotland Yard sem náðist að hafa hendur í hári mannsins. ingmaður breska þingsins hefur lagt það til að væntan- leg breiðskífa Gary Glitters verði bönnuð. Glitter sat f jóra mánuði í fangelsi eftir að hafa játað að hafa tekið um 54 ósið- legar nektarljósmyndir af börn- um. Söngkonan Beyonce Knowles hefur verið boðið að fara með aðalkvenhlutverkið í næstu Austin Powers mynd, Goldmem- ber. Stúlkan á víst að vera smeyk við það að taka hlutverk- ið að sér, enda fékk hún afar strangt kristilegt uppeldi. Some Like it Hot kvikmynp Some Like It Hot eftir Billy Wilder er sýnd í Filmundi í kvöld kl. 22:30. Myndin er ein af bestu og vinsælustu gamanmynd- um sem gerð hefur verið og var til dæmis kosin besta gaman- mynd allra tíma af bandarísku kvikmyndastofn- uninni fyrir stut- tu. Með aðalhlut- verk fara Jack Lemmon, Tony Curtis og Marilyn Monroe, en þau hafa öll hlotið einróma lof fyrir leik sinn í þessari mynd. CURTIS OG LEMMON Fara á kostum í kvikmyndinni Some Like it Hot. I Some Like It Hot segir frá fé- lögunum Joe og Jerry, tveimur seinheppnum tónlistarmönnum. Fyrir tilviljun verða þeir vitni að skipulögðum morðum á vegum mafíunnar og verða því að fara huldu höfði. Þeir bregða á það ráð að dulbúa sig sem konur og sækja um vinnu í kvennahljómsveit sem er á leiðinni í tónleikaferðalag til Flórída. Þeir félagarnir komast fljótlega að því að það er erfitt að vera kona í karlaheimi og þeir lenda í mesta basli við að leyna kynferði sínu. Jerry er lagður í einelti af miljónamæringi í Flór- ída sem vill helst af öllu giftast honum og Joe verður ástfanginn af hinni stórglæsilegu Sugar Kane, söngkonu hljómsveitarinn- ar. Hann kemst brátt aðþví að hún hefur hugsað sér að næla sér í rík- an mann í Flórída, og því eru góð ráð dýr, þar sem hann hefur engin tök á því að tjá tilfinningar sínar. Úr þessu öllu verður hinn mesti ærslaleikur, og oft munar litlu að félagarnir fari út af sporinu, enda eru freistingarnar margar. ■ UNDIR GEISLANUM Siglt í strand Hljómsveitinni Starsailor hefur verið komið snyrti- lega fyrir á forsíðum helstu tón- listarfréttablaða Breta og henni hampað sem björtustu von þeir- ra. Þeir eru þegar búnir að eiga tvo slagara, lögin „Fever“ og „Good Souls“. Þriðja smáskífu- laginu, „Alcoholic", er einnig spáð miklum vinsældum. En ef þetta er bjartasta von Breta þá er líklegast ekki mjög mikið um þar að vera í augnablikinu. Jú, jú, lögin eru sum svolítið gríp- andi en ekkert lag á plötunni býður hlustandanum upp á nýja upplifun og því fær maður óven- ju fljótt leið. Starsailor vantar nauðsynlega sinn eigin stíl, á þessari plötu má aðeins heyra fjóra unga menn votta hetjum sínum virðingu með því að reyna stíga nákvæmlega í þeir- ra fótspor. Þar af leiðandi eru liðsmenn Starsailor fastir í skugga fyrirrennara sinna, og ná engan veginn að skína. starsailor STARSAILOR:___________ Love is here Söngvarinn dýrkar greinilega Jeff Buckley, og er söngstíll hans aum tilraun til þess að ná þeim tilfinningarlegu hæðum sem hljómuðu svo náttúrulega úr iðrum þess látna snillings. Gítarhljómurinn á plötunni er einnig afleitur og textar eru merkilega grunnir. Ég þykist skilja í hvaða átt Starsailor vilja sigla, þ.e. að leika tilfinningar- ríka og heiðarlega rokktónlist. En ef þú notar ekki þína eigin rödd, hvernig er þá hægt að vera heiðarlegur? Birgir Örn Steinarsson Kossafar á ilinni: Astin tekur meira pláss tónlist Fabúla er listamannanafn tónlistarkonunnar Margrétar Kristínar Sigurðardóttur. Margir muna eflaust eftir henni syngja lagið „Röddin þín“ í undankeppni Evróvisjón í vor. Á þriðjudag kom svo í búðir önnur plata hennar, Kossafar á ilinni. „Þema laganna eru ólík,“ útskýrir Magrét Kristín. „Ég skrifa um ýmislegt sem læðist inn um gluggann. Ástin tekur meira pláss á þessari plötu en þeir- ri fyrri. Meðal annars út af því að ég eignaðist barn fyrir 2 árum síð- an. Titillag plötunnar er einmitt um kossafar á hennar il.“ Flest lög- in á plötunni eru þó sungin á ensku, þrátt fyrir alíslenskan titil. „Ég verð nú eiginlega að biðjast af- sökunnar á því. En þó að ekki nema eitt lag kæmist út fyrir landstein- anna myndi það breyta heilmiklu fyrir mig. Maður verður ekki feit- ur á því að semja jaðartónlist fyrir þorpið sitt, við erum bara ekki það mörg.“ Margrét semur flest lögin á píanó, tekur þau upp á segul- band, velur svo lög sem hún full- vinnur í hljóðveri. Evróvisjón lag- ið „Röddin þín“ lagið er að finna sem aukalag á plötunni, með ensku texta." Það passaði ekki alveg inn í heildarmyndina, þannig að ég FABÚLA Einnig þekkt sem Wlargrét Kristín Sigurðardóttir. hafði það sem aukalag. Það er unn- ið á annan hátt en hin og með öðr- um hljóðfæraleikurum.“ Margrét Kristín er nú að undirbúa útgáfu- tónleika og verða þeir haldnir í næsta mánuði. biggi@frettabladid.is Þím frístund - Okkar fag 4* VINTERSPORT Bíldshöfða • Smáralind • www.intersport.is SARENA peysa. St.36-42 . Kr. 5.160,- éP? SORAYA peysa. St.36-42 . Kr. 7.190,- SILK skór. St.36-41,- Fleiri litir. Kr. 3.920,- SEVERIN buxur. St.S-XL . Kr. 5.990.- FIREFiy 'mt SCOOTER buxur. St.S-XL. Fleiri litir. Kr. 4.290.- SANTOS skyrta. St.S-XL. Fleiri litir. Kr. 3.290,- Itti11 **££*«* SNOW RIDER skór. St.36-46 . Kr. 6.440,- CALAOS úlpa. St.S-XL. Fleiri litir. Kr. 9.980.-

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.