Fréttablaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTABLAÐiÐ 15. nóvember 2001 FIMMTUDAGUR Þrefaldur hagnaður Delta: Aukning í miltis- brandslyfí uppgjör Hagnaður Delta hf. nam 605 milljónum króna fyrir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagnaður tímabilsins eftir skatta er 497 milljónir sem er þrefalt meira en fyrir sama tímabil í fyrra. Á árinu hafa tvö ný lyf farið á markað í Þýskalandi þ.e. sýklalyf- ið ciprófloxacín í ágúst og í júní var ofnæmislyfið lóratadín sett á markað. Ciprófloxacín er m.a. notað gegn miltisbrandi. Sala lyfj- anna tveggja hefur farið verulega fram úr áætlunum og eru horfur fyrir síðasta ársfjórðung einnig mjög góðar fyrir þessi lyf.Y Stefnir í að útflutningur á árinu 2001 verði tífalt meiri en á árinu 1998. ■ Borgarleikhúsið: Tilraun til innbrots innbrot Lögreglunni í Reykjavík var tilkynnt um innbrot í Borgar- leikhúsið um sexleytið í gær- morgun. Þegar betur var að gætt kom í ljós að bíl hafði verið ekið á rúðu við aðalinngang hússins en hvorki ökutækið né bílstjórinn voru sjáanleg. Þegar atburðurinn átti sér stað var starfsfólk við vinnu inn í Borgarleikhúsinu en það varð ekki vart við atburðinn fyrr en viðvörunarkerfi fór í gang. Maður var handtekinn klukku- tíma síðar grunaður um að hafa átt þátt í því að keyra á Borgar- leikhúsið. Þá er hann einnig grun- aður um eignarspjöll víða um borgina. ■ Rússland: Bréf með hvítu dufiti sent til Jeltsín moskva.ap Rússneskir póststarfs- menn í Síberíu komu nýlega í veg fyrir að grunsamlegt bréf bærist til Boris Jeltsin, fyrrverandi for- seta Rússlands. Hafði bréfið að geyma 25 grömm af hvítu dufti. Engin orósending fylgdi því. Ver- ið er að rannsaka hvort um miltis- brand sé að ræða. Póststarfsmenn í Rússlandi hafa komið auga á fjölmörg bréf með hvítu dufti frá aerð/á Iber, AKUREYRI Norðurorka var stofnuð 1. ágúst á síðasta ári þegar Rafveita Akureyrar og Hita- og Vatnsveita Akureyrar voru sameinaðar ( eitt orkufyrirtæki. Nýtt ljóslciðarafyrir- tæki á Akureyri Unnið er ad stofnun hlutafélags um rekstur ljósleiðaranets á Akureyri. Að félaginu standa Norð- urorka á Akureyri og fjarskiptafyrirtækið Fjarski ehf. sem er í eigu Landsvirkjunar. FJARSKIPTAMál Á Akureyri er í und- irbúningi stofnun hlutafélags á fjarskiptamarkaði sem myndi eiga og reka ljósleiðaranet í bæn- um. Að undirbúningnum standa Norðurorka og fjarskiptafyrirtæk- ið Fjarski ehf., sem er í eigu Landsvirkjunar. Fjarska hefur í opinberri umræðu verið líkt við fjarskiptafyrirtækið Línu.net sem bitist er um í borgarpólitíkinni í Reykjavík. Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi og stjórnarformað- ur Orkuveitu Reykjavíkur og Línu.nets, hefur bent á að bæði fyrirtækin séu í eigu orkufyrir- tækja í almannaeigu og bæði eigi þau í samkeppni á fjarskiptamark- aði með sín eigin ljósleiðara- net. Franz Árnason, forstjóri Norðurorku segir að vissu- lega megi draga vissar sam- líkingar með nýju hlutfélagi og Línu.neti, en segir jafn- framt til standa að fara sér heldur hægar í uppbyggingu en gert hafi verið í Reykja- vík. „Báðir aðilar [Norður- orka og Fjarski] hafa áhuga á að auka flutningsgetu ein- hverra stærri fyrirtækja —4— Samstarf Norð- urorku og Fjarska ehf. hófst þegar Fjarski fékk að- stöðu í dælu- stöð Norður- orku á Akureyri fyrir endabún- að Ijósleiðara sem liggur yfir á Suðurlands- hálendið. ......♦.- hér á Akureyri og í því sambandi hafa menn ákveðið að stofna hluta- félag og bjóða til þátttöku öðrum fjarskiptafyrirtækj- um sem það vilja,“ sagði hann og bætti við að vonir stæðu til að félagið yrði stofnað fyrir árslok. „Upp- hafið að samstarfinu við Fjarska var að það hentaði að koma fyrir endabúnaði ljósleiðara þeirra í dælu- stöð sem Norðurorka á við Þórunnarstræti," sagði Franz og áréttaði að ekki stæði til að koma upp ljós- leiðaraneti sem næði um alla Ak- ureyri. „Alla vega ekki í fyrstu um- ferð. Við höfum alveg afmarkað uppbygginguna við ákveðna hluta og ákveðið fjármagn til að lenda ekki í einhverju allt of stóru dæmi.“ Franz sagði engu að síður horft til frekari uppbyggingar á kerfinu þegar fram í sækti. „Þannig séð er þetta ekki óskylt mál því sem hefur verið að gerast í Reykjavík, en við ætlum að byrja hægt og sjá hvað verður þannig að menn reisi sér ekki hurðarás um öxl strax í upphafi,“ sagði hann. oli@frettabladid.is Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson um Fjarska ehf.: Tilraun til að draga athyglina frá Línu.neti með miltisbrand. I sveitarstjórnarmál Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna og stjórnar- maður í Landsvirkjun, segir ekki hægt að líkja saman Fjarska ehf., fyrirtæki Landsvirkjunar, og Línu.neti sem er í meirihlutaeigu Orkuveitu Reykjavíkur. „Fjarski ehf. var stofnað utan um fjar- skiptakerfi Landsvirkjunar sem Landsvirkjun hafði rekið árum saman og jafnframt selt aðgang jgað,“ sagði hann og bætti við að pegar fjarskiptalögum var breytt hafi legið í augum uppi að koma starfseminni í það samkeppn- isumhverfi sem gilti á fjarskipta- markaði. „Þetta var samdóma álit stjórnar nnoM Landsvirkjun- ar og ágrein- ingslaust. Lög- um um Lands- virkjun var breytt og fyrir- tækinu heimil- að að gera þetta. Hlutafé Fjarska var 250 milljónir króna, þar af var kerfið sem Landsvirkj- un átti á þessum tíma metið á 207 milljónir en greitt hlutafé ein- ungis 43 millj VILHJÁLMUR þ. VILHJÁLMSSON Vilhjálmur segir að Orkuveitan hefði frek- ar en að standa að Línu.neti átt að bjóða út gögn og gæði sem fyrirtæki á fjarskipta- markaði hefðu getað keppt um. omr." Vil- hjálmur segir Fjarska aukin- heldur starfa á öðrum markaði en Lína.net því fyrirtækið sé fyrst og fremst heildsölufyrirtæki sem leigi fyrirtækjum aðstöðu fyrir búnað en selji ekki beint til al- mennings. „Tilgangur fulltrúa R- listans með að blanda fyrirtæk- inu Fjarska inn í umræðuna er enn ein tilraunin til að draga at- hyglina frá málefnum Línu.nets. Fyrst var það salan á Perlunni, síðan tillaga um að kanna f jármál dóttur- og sameignarfyrirtækja sem borgin á aðild að og nú Fjarski. Hvað kernur næst?“ spurði Vilhjálmur. ■ SVONA ERUM VIÐ Viðræður um að styrkja tengsl N-og S-Kóreu: Fulltrúar S-Kóreu gengu út af fundinum SKILUÐU MESTUM HACNAÐI 1 yfirljti Frjálrar verslunar, yfir rekstrarárið 2000, er að finna þau fyrirtæki sem skil- uðu mestum hagnaði fyrir skatta. Velta þessara fyrirtækja er mismikil og sem dæmi þá er fyrirtækið I fimmta sæti með fjórum sinnum minni veltu en fyrirtækið I fyrsta sæti. Tölurnar eru I milljónum króna. (SAL lif 4.320 Landsbankir in 1.504 Pharmaco h 1.497 véistjóra 1.272 Sparisjóð ur SPRON 1.150 Heimild: Frjáls verslun, 8. tbl. 2001 SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR.AP Nokkra daga viðræður á milli Suður- og Norður-Kóreu um að styrkja tengsl landanna, enduðu í gær án þess að samkomulag næðist. Helsta hindrunin var reiði Norð- ur-Kóreu vegna ávörðunar Suður- Kóreu um að taka þátt í herferð Bandaríkjamanna gegn hryðju- verkum. Segja Norður-Kóreu- menn að yfirlýsing sem gefin var út af Suður-Kóreu skömmu eftir hryðjuverkin hafi beinst gegn þeim, en því hefur Suður-Kórea hins vegar vísað á bug. Að sögn Reuters fréttastofunnar gekk samninganefnd Suður-Kóreu- stjórnar út af fundinum og segja ráðamenn þar í landi að liðið gæti langur tími þar til aftur verði reynt að efna til viðræðna á milli landanna. Li Hyong Chol, sendiherra Norður Kóreu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem haldið er í New York, gagnrýndi Banda- ríkjastjórn harðlega í ræðu sinni á þriðjudag fyrir áform sín um smíði nýs eldflaugavarnarkerfis. Krafðist hann þess einnig að VONSVIKINN Hong Soon-yong, bandalagsráðherra Suður-Kóreu, situr vonsvikinn I bíl sínum eftir fund- inn við ráðamenn Norður-Kóreu sem gekk ekki sem skyldi. Bandaríkin dragi herlið sitt til baka frá Suður-Kóreu. Sagði hann að „harðlínusinnuð og óvinveitt stefna Bandaríkjastjórnar" væri stór hindrun fyrir sameiningu Suður- og Norður- Kóreu. Chol sakaði Japan einnig um að reyna að endurvekja hernaðarstefnu í landinu með stefnu sinni í eld- flaugamálum. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.