Fréttablaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 15. nóvember 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 11 Eftirsótt að starfa í íslensku fríðargæslunni: 250 manns vilja gæta friðar RÚSTIR WORLD TRADE CENTER í NEW YORK Kjami friðargæslunnar er fólk sem sent er út I 6 til 12 mánuði i senn, en einnig er stefnt að þvi að koma á legg hópum sem gætu farið i skammtímaverkefni með litlum fyrin/ara, t.a.m. í rústabjörgun. friðarcæsla Alls bárust ríflega 250 umsóknir um störf í íslensku frið- argæslunni sem stofnuð var í byrj- un september. Auðunn Atlason, umsjónarmaður íslensku friðar- gæslunnar, sem heyrir undir al- þjóðaskrifstofu utanríkisráðuneyt- isins, segir að auglýst hafi verið eftir fólki 11. september, daginn sem hryðjuverkaárásin á Banda- ríkin átti sér stað, og gefinn var 10 daga umsóknarfrestur. „Ríkis- stjórnin hefur ákveðið að fjölga friðargæsluliðum í nokkrum skrefum, úr 10, eins og var í fyrra, upp í 25 árið 2003.“ Til að þetta gengi eftir sagði Auðunn að koma þyrfti upp skrá allt að 100 borgara- legra sérfræðinga, sem hefðu ver- ið sérstaklega valdir og fengið ákveðna grunnþjálfun. „Svo verð- ur valið úr þessum hópi til að stan- da að fjölguninni á hverjum tíma,“ sagði hann og taldi viðbrögðin við auglýsingunni mjög góð. „Af hópn- um sem um sótti voru um 90 manns boðaðir í viðtal, og þeim er nýlokið. Við vonumst til að 1. des- ember n.k. verði fyrsti 100 manna hópurinn klár. Það þýðir að í frið- argæslunni eru annars vegar þeir sem eru á skrá hér heima og hins vegar þeir sem eru úti að störfum, en á þessu ári hafa það verið allt að 15 manns og verða 20 á næsta ári.“ Auðunn segir að flestir umsækj- enda hafi uppfyllt skilyrðin sem sett voru og þeir sem ekki hafi ver- ið valdir í fyrstu umferð kunni að verða valdir síðar, en umsóknir sem sendar hafi verið inn gildi áfram. ■ ALÞJÓÐAMÁL [ AWTO fundinum sem lauk í gær var samþykkt að hef ja viðræður um lækkun tolla á iðnað- arvörum, þ. m. t. sjávarafurðum. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lagði í máli sínu áherslu á mikilvægi fríversl- unar í þessu sambandi. Eins á að taka sérstaklega á ríkisstyrkjum í sjávarútvegi. Setja á reglur um beitingu þeirra og stuðla að af- námi þeirra. --4— Samningaviðræður WTO hefjast í ársbyrjun 2002 og fjalla um öll viðfangsefni samtímis, en gert er ráð fyrir að samningum teljist ekki lokið fyrr en samkomulag liggur fyrir á öllum sviðum. Samningum á að ljúka á þremur árum. HELGI PÉTURS- SON BORGAR- FULLTRÚI Segir gagnrýni sjálf- stæðismanna bera vott um lágkúruleg vinnubrögð KJARTAN MAGN- ÚSSON BORGAR- FULLTRÚI Segir R-listann nota borgarsjóð til að greiða kosningabar- áttu sína Samgöngunefnd Reykjavíkur: Deilt um meinta misnotkun á almannafé bæklingur Fulltrúar R-lista og sjálfstæðismanna í samgöngu- nefnd eru komnir í hár saman vegna deilna um meinta pólitíska misnotkun á almannafé vegna út- gáfu á litprentuðum bæklingi um bílastæðamál í miðborginni. I bók- un sjálfstæðismanna í nefndinni kemur m.a. fram að í bæklingnum sé löngu máli eytt til að réttlæta allt að 200% gjaldskrárhækkanir bílastæðasjóðs og stefnu R-listans án þess að fjallað sé um önnur sjón- armið eins og t.d. sjálfstæðis- manna í því máli. Kjartan Magnús- son borgarfulltrúi segir að þessi vinnubrögð séu dæmi um það hvernig R-listinn misnoti borgar- sjóð til að greiða fyrir kosninga- baráttu sína. Talið er að bæklingur- inn, sem dreift hefur verið í öll hús í borginni, hafi kostað vel á aðra milljón króna en samtals mun yfir- standandi kynningarátak vegna bílastæðamála kosta um 5 - 6 millj- ónir króna. Helgi Pétursson formaður sam- göngunefndar vísar þessari gagn- rýni sjálfstæðismanna á bug. I bók- un fulltrúa R-lista í nefndinni kem- ur fram að taugaveiklun sjálfstæð- ismanna í aðdraganda borgar- stjórnarkosninga sé komin upp á yfirborðið. í þeim efnum sé m.a. ráðist smánarlega og ósmekklega að embættismönnum borgarinnar sem hafa unnið að kostgæfni vand- að verk til upplýsinga fyrir borgar- búa. í bókuninni kemur einnig fram að sú hugsun sé óhugnanleg að sjálfstæðismenn muni ekki skirrast við að ritskoða texta af þessu tagi komist þeir einhvern tíma til valda. ■ | ALPJÓÐAMÁL 1 Igær lauk raðherrastefnu 144 aðildarríkja Alþjóðaviðskipta- stofnunarinnar (WTO), sem hald- in var í Doha í Katar við Persaflóa. Aðalsamþykkt ráð- stefnunnar gekk út á að hefja nýjar samningaviðræður urn al- þjóðaviðskipti, í því skyni að draga enn frekar úr viðskipta- hömlum og fella fleiri svið við- skipta undir alþjóðlegar reglur. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fór fyrir is- lensku sendinefndinni. fyrir hörðu pökkunum Verðfall á æfingafatnaði og fæðubótarefnum Verðdæmi Verð áður Verð nú Fóðraðar nylonbuxur 5.990.- 1.995.- Skór 6.990.- 3.990.- Þunnar flíspeysur 5.990.- 3.990.- Þunnar flísbuxur 4.990.- 3.990.- Toppar 1.990.- 995.- Vandaðir bolir verð frá 995.- frábærum Verðdæmi verð num Tilboðsverð MET-RX 20 bréf 7. 990,- 4.995.- Perfect Carbs 1.952,- 1.495.- Nitrotech 907 g 6.544,- 4.995.- Nitrotech 1814 g 1 1.824,- 8.995.- Designer Whey protein 5.280,- 3.995.- Myoplex Lite 42 b,éf 12.770,- 10.995.- Labrada Low Carb For her 6.824,- 5.995.- Komdu og gerðu hraustleg kaup! Opið alla virka daga 10-18 Laugardaga 10-14 HREYSTI [IEdo&SuBDÍ Fæðubótarefni - Æfingafatnaður - Rafþjálfunartæki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.