Fréttablaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 10
10 FRETTABLAÐIÐ 15. nóvember 2001 FIMMTUDAGUR FRETTABLAÐÍÐ Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Gunnar Smári Egilssson Fréttastjórar: Pétur Gunnarsson Sigurjón M. Egilssson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf. Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf, Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins f stafrænu 'formi og í gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS Islensk umferð- Það leiðinlegasta af öllu Fátt veit ég leiðinlegra en þras- ið milli meirihluta og minni- hluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Það er með ólíkindum hversu illa sjálfstæðismönnum gengur að koma sókn á meirihlutann. Það getur bara ekki —4— annað verið en að Hinn almenni þau sem hafa borgari hlust- stjórnað borginni í ar ekki til bráðum átta ár eigi lengdar. erfitt með varnir í il einhverjum mál- um. Svo virðist samt ekki vera og þeir litlu sókn- artilburðir sem sjálfstæðismenn hafa haft í frammi eru kæfðir nær samstundis. Svo virtist sem minnihlutinn væri að ná vopnum sínum og þrengdi að meirihlutanum með Línu.neti. Mörgum að óvörum átti höfuðpaurinn í því máli, Alfreð Þorsteinsson, ótrúlegt tromp í erminni. Útspil hans er það eina jákvæða og það eina sem hægt hefur verið að hafa gaman af. Að selja Perluna. Sjálfstæðismenn eiga svo skemmtilega erfitt með að verjast þessari hugmynd að broslegt er. Þeir keppast um að vera á móti einkavæðingu. Því miður er ekki frekari afrek að sjá og okkar bíður heill vetur þar sem þrasað verður fram og aftur um bókfærslu, um stöðu- mælagjöld, um akstur eftir Hafn- arstræti og annað sem fáir hafa áhuga á. Það eilífa þras sem er í gangi MáLmanna Sigurjón M. Egilsson skrifar um þras varðandi tekjur, gjöld og skuldir borgarsjóðs og fyrirtækja borgar- innar er svo leiðinlegt og svo margtuggið að ekkert bragð er þar eftir. Sjálfstæðismönnum hef- ur ekki tekist að glæða þá um- ræðu neinu lífi og þess vegna hef- ur meirihlutinn átt einstaklega gott með að verjast í málinu. Það hefur ekki þurft mikið til. Hinn al- menni borgari hlustar ekki til lengdar. Pólitísk átök verða að vera með þeim hætti að hægt sé að hafa gaman af. Það verður að fara sam- an grín og alvara. Hvað það segir um aðra borgarfulltrúa veit ég ekki, en sá sem hefur stolið sen- unni er Alfreð Þorsteinsson og með sínu útspili mun hann ekki eiga í neinum vandræðum með að koma í veg fyrir óþægileg átök um Línu.net né nokkuð annað. Sjálfstæðismenn virðast vera heimaskítsmát. ■ Misnotkunin vandamálið armenmng iárngerður Grétarsdóttir skrifar umferð Islensk umferðarmenning hefur mikið verið í umfjöllun und- anfarið af dapurlegum örsökum og ýmsar hugsanlegar ástæður taldar upp um hvers vegna umferðin er eins og hún er. Ég er nýflutt aftur til íslands eftir að hafa búið erlendis um skeið og upplifi að „glöggt er gests augað“. Frá mínum bæjar- dyrum séð er vandamálið í ís- lenskri umferðarmenningu ekki ökukennslan eða lágur aldur fólks þegar það fær bílpróf heldur ein- faldlega agaleysi og stress. Á fjór- um vikum hér heima hef ég séð jafn mörg umferðarlagabrot og á fjórum árum erlendis. Það er al- veg ótrúlegt að upplifa þennan mun á umferðarmenningunni. Hér einkennist hún af því að eng- inn sýnir tillitsemi, það er keyrt fyrir aftan mann með hálfs metra bili á milli bíla en það versta er hraðinn. Hraðinn innanbæjar á Reykjavíkursvæðinu er svo mikill að ekkert má út af bera til að slys verði, enda eru þau daglegt brauð þegar einhvað amar að færð eða veðri. Á vegum um landið er keyrt af þvílíkum ofsa að hárin rísa í hnakkanum. Ég finn satt best að segja til léttis hvert sinn er ég heyri af fólkinu mínu komnu heilu og höldnu úr ferðalagi um vegi landsins, og þegar ég heyri í eða sé sjúkrabíl á ferð um borgina hugsa ég með mér hvort fórnar- lambið hafi í þetta sinn verið ein- hver mér nákominn. Ég tek það ekki lengur sem sjálfsagt að allt gangi vel. Eg þekki orðið það mörg dæmi um slys og ég hef lesið það marg- ar frásagnir af afleiðingum slysa að ég tel hættuna á bílslysi mestu hættuna sem steðjar að mér og mínum í hinu daglega lífi. Alvar- legum sjúkdómum er maður varn- arlaus gagnvart en það er þó hægt að gera einhvað til að bæta um- ferðarmenninguna. Það eina sem þarf til er hugarfarsbreyting. ■ en ekki kerfið sjálft Frjálsa framsalið er einn af kostum kvótakerfisins segir Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra. Mörg markmiða kerfisins náðst þó ekki hafi allt gengið eftir. Það sem eftir stendur þarf þó ekki að vera kvótakerfinu að kenna heldur kunna að hafa verið gerð mistök annars staðar. Brottkastið yrði mest ef fyrningarleiðin yrði farin. ÁRNI MATHIESEN Ef við lítum yfir heildina hefur sjávarútvegurinn verið burða- rás í þjóðfélagi sem hefur ver- ið að batna og sifellt að skila meiru á þessu tímabili. Það er því Ijóst að við höf- um gert fleira rétt heldur en rangt. Þegar kvótakerfið var sett á var talað um að efla ætti fiski- stofna og fækka skipum. Nú hef- ur afli dregist saman, skipum f jölgað og sóknargetan aukist. Er ekki óhætt að segja að markmið kerfisins hafi ekki náðst? Ég held að það sé alveg klárt að megnið af markmiðunum hefur náðst. Þó er erfitt að greina það með óyggjandi hætti frá öðrum breytingum sem hafa verið gerðar á umhverfi atvinnugreinarinnar á þessum sama tíma. Þetta á sérstak- lega við hagrænu þættina. Hvað varðar uppbyggingu fiskistofna þá var upptaka kvótakerfisins engin ávísun á að við gerðum allt annað rétt. Við getum hafa tekið rangar ákvarðanir um heildaraflamarkið og þar af leiðandi hafa þau mark- mið sem við stefndum að um upp- byggingu fiskistofnana ekki náðst. Það er þá algjörlega ótengt kvóta- kerfinu. Síðan má segja að það er ekki sama hvernig kvótakerfið er útfært hvað varðar ýmsa aðra þætti. Þar af leiðir er hvorki hægt að gera kvótakerfið ábyrgt fyrir öllu því jákvæða eða öllu því nei- kvæða sem hefur gerst í sambandi við sjávarútveg og fiskveiðar á þessu tímabili. Þú minnist á að kannski hafi verið teknar rangar ákvarðanir um kvótastærð. Hefur Hafró brugðist eins og haldið hefur verið fram og er breytinga að vænta? Við erum að gera úttekt á þessu einmitt núna. Menn verða síðan að gæta sín á að gera grein- armun á því hvort menn hafi gert einhverja hluti rangt eða hvort skekkjumörk niðurstaðanna hafi verið víðari en menn höfðu al- mennt gert sér grein fyrir. Frjálsa framsalið hefur senni- lega verið umdeildasti hlutinn í kvótakerfinu. Afli hefur minnkað frá því það var tekið upp og nú mælast bæði útvegsmenn og sjó- menn til þess að það verði tak- markað. Megum við vænta breyt- ingar á því? I mínum huga er frjálsa fram- salið mjög jákvætt. Það sem er vandamálið er misnotkun á frjálsa framsalinu. Annars vegar þegar brotið er gegn lögum með því að láta sjómenn taka þátt í kvótakaupum eða kvótaleigu. Hins vegar þegar menn beinlínis byggja útgerð sína á því að leigja til sín kvóta dýru verði og telja sig ekki geta gert út á þessum grundvelli án þess að brjóta lög með því að henda fiski í sjóinn sem ekki er nægjanlega verðmætur til að standa undir leiguverðinu. Það er misnotkunin sem er vandamálið en ekki frjálsa framsalið í sjálfu sér. Það er ekki hægt að gagn- rýna kerfi fyrir vandamál sem koma upp þegar brotið er gegn reglum kerfisins. Margir segja að brottkast hafi aukist og breyst með kvótakerf- inu. Er hægt að taka á því án stórtækra kerfisbreytinga? Ég held að við getum gert heil- mikið í þessum efnum. Við höfum verið að gera það, erum að gera það og eigum eftir að gera meira í þeim efnum. Eins og flestir segja hefur alltaf verið brottkast. Það hefur örugglega verið mismunandi eftir tímabilum og aðstæðum. Við sjáum það á okkar athugunum og fyrri athug- unum eins og Kristins Pétursson- ar. Könnun Kristins var gerð fyrir tíma frjálsa framsalsins. Hún sýn- ir í grundvallaratriðum svipað brottkast og okkar könnun, reynd- ar heldur meira. Hvað síðan ger- ist í millitíðinni er dálítið erfitt að átta sig á. Ég held að brottkast geti verið vandamál í öllum kerf- um þar sem er takmarkað hversu mikið er hægt að koma með að landi. Ef það er takmarkað hvað má koma með að landi og hægt að velja að einhverju leyti úr er bara komið með það allra verðmætasta að landi þá er hætta á brottkasti. Ef menn sjá lausnina sem þá að breyta um kerfi þá getum við al- veg eins gert breytingar á því kerfi sem við erum með. Ég held að hvað varðar brottkastið þá eru kringumstæður í frjáls- um veiðum sem hafa leitt til brottkasts, það eru kringumstæður í sóknar- kerfi sem hafa leitt til brottkasts. Ég held að í fyrningarkerfi með uppboði þar sem allir eru leiguliðar hjá rík- inu og verðið spennt upp á við yrði mesta brottkastið ef ekki yrði gripið í tau- mana. binni@frettabladid.is Loksins Loksins Sandy Aubuchon listmálarakennari er komin til landsins. Verðum með sýnikennslu í dag. Sjón er sögu ríkari, örfá sæti laus á námskeiðið hjá Sandy um helgina. Koffortið Strandgata 21, Hafnarfirði, sími 555 0220

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.