Fréttablaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 14
FRETTABLAÐIÐ
15. nóvember 2001 FIMMTUDACUR
Ódýrustu skórnir
í bænum
Jólaskór á börnin 500
Barnamoonboots 500
Barnakuldaskór 1000
Heilsuinniskór,
dömu- og herra 1500
Mikið úrval af dömu- og
herraskóm á ótrúlegu verði
i Nýjar vörur með i
[ 40% afslætti \
| Skólagerinn !
I Skemmuvegi 32 (beint á móti B/ko) g
I Opið virka daga frá 13-18 I
— «1 — — — — — ji
Hótel Nesbúð
Nesjavöllum
Þarftu að halda fund stóran sem smáann?
Höfum fundarsali fyrir allt að 120 manns.
Ert þú að fara halda veislu?
Gerum tilboð í mat og gistingu fyrir hópa og
einstaklinga. Heitir pottar á staðnum, einnig
frábærar gönguleiðir í kringum Nesbúð.
Endilega hafðu samband
í síma 482-3415
Netfang nesbud@nesbud.is
Frábær árangur hjá mínu
fólki fyrstu vikuna
Þú borðar fimm léttar máltíðir
og kvöldmat daglega
Þú léttist um 2-4 kg á einni viku!
Nú er tækifærið að laga línurnar fyrir jólin
Hringdu núna í síma 896 2300
Afhending frítt á stór Reykjavíkursvæðinu
m mamffl
l E
kr. 7.900-
Undankeppni HM 2002:
Tékkar úr leik
knattspyrna Tékkar eru úr leik í
Heimsmeistarakeppninni í knatt-
spyrnu eftir 1-0 tap gegn Belgíu á
heimavelli í gærkvöldi. Belgía
sigraði 1-0 í fyrri leiknum og því
samanlagt 2-0. Leikurinn í gær var
einn af fjórum sem fóru fram í um-
spili um fjögur laus sæti í loka-
keppni HM sem fer fram í Japan
og Suður Kóreu 2002. Auk Belgíu
tryggðu Þýskaland, Slóvenía og
Tyrkland sér sæti í lokakeppninni.
Þjóðverjar, sem gerðu 1-1 jafn-
tefli við Úkraínu á útivelli í síðustu
viku, afgreiddu Úkraínumenn á
fyrsta stundarfjórðungi leiksins í
gær. Eftir aðeins 14 mínútur voru
þeir komir í 3-0 og þegar flautað
var til leiksloka var 4-1 sigur stað-
reynd. Samanlagt sigruðu Þjóð-
verjar 5-2.
Slóvenía gerð sér lítið fyrir og
sló Rúmeníu út með því að gera 1-
1 jafntefli á útivelli. Fyrri leiknum
lauk með 2-1 sigri Slóvena og þeir
sigra því samanlagt 3-2. Þetta er í
fyrsta skiptið sem Slóvenía tekur
UMSPIL UM 4 LAUS SÆTI
Tyrkland - Austurríki 5-0 (6-0)
Rúmenía - Slóvenía 1-1 (2-3)
Þýskaland - Úkraina 4-1 (5-2)
Tékkland - Belgía O-l (0-2)
ÞJÓÐVERJAR Á HM
Marko Rehmer fagnar 4-1 sigri á Úkrainu.
þátt í lokakeppninni, en í fyrsta
skiptið síðan 1986, sem Rúmenar
verða ekki með.
Tyrkir komust auðveldlega
áfram eftir 5-0 sigur á Austuríkis-
mönnum í Istanbúl. Tyrkir sigruðu
samanlagt 6-0. ■
Fara í sama þrekpróf
og norska landsliðið
íslenska kvennalandslidið í handbolta mun leika fimm landsleiki í
Hollandi og Belgíu. Enginn úr Haukaliðinu fer í þrekprófið á Laugar-
vatni. Þrjátíu landsleikir á næstu tveimur árum.
hanpknattleikur Stefán Arnarsson,
þjálfari íslenska kvennalandsliðs-
ins, hefur valið 21 manna hóp sem
fer á Laugarvatn í þrekpróf um
helgina. Á fimmtudaginn fer síðan
16 manna hópur í vikuæfingaferð
til Hollands og Belgíu.
HÓPURINN SEM FER Á LAUGARVATN
I Markmenn:
Berglind Hansdóttir Val
Helga Torfadóttir Víkingi
Þóra Hlíf Jónsdóttir Gróttu-KR
Vinstra horn:
Dagný Skúladóttir ÍBV
Elfa B. Hreggviðsdóttir Val
Guðbjörg Guðmannsdóttir Víkingi
Hægra horn:
Ásdís Sigurðardóttir KA
Guðrún D. Hólmgeirsdóttir Víkingi
Harpa Vífilsdóttir FH
Útileikmenn:
Ágústa Edda Björnsdóttir Gróttu-KR
Drífa Skúladóttir Val
Dröfn Sæmundsdóttir FH
Guðmunda Ósk KristjánsdóttirVíkingi
Hafdís Hinriksdóttir FH
Heiða Valgeirsdóttir Gróttu-KR
Helga Birna Brynjólfsdóttir Víkingi
Hrafnhildur Skúladóttir Val
Jóna M. Ragnarsdóttir Stjörnunni
Línumenn:
Eivor Pála Blöndal Val
Hafrún Kristjánsdóttir Val
Sigrún Gilsdóttir FH
LANDSLIÐSKONA
Hrafnhildur Skúladóttir, fyrn/erandi leikmaður FH og núverandi leikmaður Vals, er í lands-
liðshópnum ásamt systrum sínum, þeim Drífu og Dagnýju.
Haukar taka þátt í fjögurra liða
móti í Grikklandi um helgina og því
eru engir leikmenn úr því með
landsliðinu á Laugarvatni. Stefán
sagði að upphaflega hefðu sex leik-
menn úr liðinu verið valdir í hópinn
og að einhverjir þeirra myndu
væntanlega verða í 16 manna hópn-
um sem færi til Hollands og Belgíu.
Á Laugarvatni munu íslensku
handboltakonurnar gangast undir í
þol-, kraft- og hraðapróf líkt og
norska landsliðið gerir. Stefán
sagði að prófið yrði alveg eins og
það norska og að eftir það gæti
hann séð hvar íslensku leikmenn-
irnir stæðu samanborið við heims-
meistarana. Hann væri með tölur
yfir árangur norsku leikmannanna
í prófinu.
í Hollandi og Belgíu, mun ís-
lenska liðið leika fimm leiki. Tvo
við hollenska landsliðið, sem Stef-
án sagði að væri mjög sterkt, tvo
við belgíska landsliðið, sem hann
sagðist halda að væri svipað og það
íslenska og að lokum verður leik-
inn einn leikur við hollenskt félags-
lið. Að sögn Stefáns er þetta aðeins
upphafið að uppbyggingu íslenska
kvennalandsliðsins, en stefnt er að
því að leika 30 leiki á næstu tveim-
ur árum. Hann sagði að ekki væri
ráðgert að taka þátt í neinum stór-
mótum á þessum tíma. Skynsam-
legra væri að byggja liðið fyrst upp
og sjá síðan hvar það stæði eftir
tvö ár. Hann sagði að hópurinn
myndi hittast aftur um jólin og að í
febrúar yrði annað þrekpróf. Síðan
yrðu nokkuð stífar æfingar í maí
og júní, eftir að íslandsmótinu
væri lokið.
trausti@frettabladid.is
Sven-Göran Eriksson:
SS-bikar kvenna:
Viðurkenning að vera
orðaður við Man. Utd.
knattspyrna Svíinn Sven-Göran
Eriksson, landsliðsþjálfari Eng-
lands, segir það vera viðurkenn-
ingu að vera nefndur sem eftirmað-
ur Alex Ferguson, framkvæmda-
stjóra Man. Utd. Hann sagði hins
vegar að forráðamenn Man. Utd.
hefðu ekki haft samband við sig, en
starfið verður laust næsta vor þeg-
ar Ferguson hættir.
Enska knattspyrnusambandið er
ekki reiðubúið að láta Eriksson
lausan, enda er hann samnings-
bundinn því til ársins 2006. Adam
Crozier, framkæmdastjóri Enska
knattspyrnusambandsins, sagði að
ef Eriksson myndi leiða England til
sigurs á HM 2002 myndi hann ein-
faldlega biðja Svíann að endurtaka
leikinn í Þýskalandi 2006. Crozier
sagði að Enska knattspyrnusam-
bandið væri að sjálfsögðu mjög
ánægt með árangur Eriksson, síðan
hann hefði tekið við liðinu af Kevin
Keegan. Þá sagði hann að Eriksson
hefði sagst vera mjög ánægður í
ERIKSSON
Svíinn er samningsbundinn Enska knatt-
spyrnusambandinu til ársins 2006.
landsliðsþjálfarastarfinu. Fjöl-
margir hafa verið orðaðir við fram-
kvæmdastjórastöðuna hjá Man.
Utd. t.d. Fabio Capello, Ottmar
Hitzfeld, Martin O’Neill, Arsene
Wenger og David O’Leary. ■
Stjarnan
kominí
undanúrslit
handknattleikur Stjarnan sigraði
KA/Þór örugglega í fjórðungsúr-
slitum SS-bikarkeppninnar í gær-
kvöldi. Leiknum, sem fór fram á
Akureyri, lauk með 33-22 sigri
Stjörnunnar og var Anna Blöndal
atkvæðamest með 8 mörk. Jelena
Jovanovic stóð sig vel á milli
stanganna fyrir Stjörnuna og
varði 16 skot. Elsa Birgisdóttir
var markahæst í liði heimamanna
með 8 mörk. Auk Stjörnunnar eru
Haukar, Grótta KR og ÍBV komin
í undanúrslit keppninnar. Haukar
sigruðu FH-inga með átta marka
mun, Grótta KR sigraði Fylki með
10 mörkum og ÍBV sigraði Val
einnig með 10 mörkum. ■
8-LIÐA ÚRSLIT:
Haukar-FH 26-18
Fylkir-Grótta KR 16-28
(BV-Valur 28-16
KA/Þór-Stjarnan 22-33