Fréttablaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 12
12
FRÉTTABLAÐIÐ
15. nóvember 2001 FIMMTUDAGUR
dna
imaginetheshoes.com
k r i n gl a n * s: 5 3 3 5 I 5 0
Converse
9.990,-
Svart/drapp
9.990,-
Str. 36-41
7.990,-
Str. 36-41
FACE ADIDAS
CAMPER BASE
DKNY
BUFFALO
Ekta
pelsar
stuttir með
og án hettu
3 snið
Hattar, húfur.
Sláið saman í
gooa joiagjor
K<#HW5IÐ
Mörkinni 6, sími 588 5518
Bílastæði við búðarvegginn
N°7
Frí kennsla, afsláttur
og kaupaukar á föstudag
Grafarvogsapótek
kl. 14-18
Pétur Blöndal segist hafa skert málfrelsi:
Líð aftur og aftur fyrir
að vera í stórum flokki
alþinci Pétur Blöndal gerði at-
hugasemd við stjórn þingforseta á
utandagskrárumræðum um brott-
kast en vegna reglna sem farið
hefur verið eftir við slíkar um-
ræður komst hann ekki að og
sagði það ekki vera í fyrsta skipti
sem slíkt gerist. „Þetta gerist aft-
ur og aftur við utandagskrárum-
ræður vegna þess að ég líð fyrir
það að vera í stórum flokki", sagði
Pétur og hvatti til breytinga.
Svanfríður Jónasdóttir undrað-
ist athugasemd Péturs og sagði
þetta vera gert til þess að tryggja
öllum flokkum tækifæri á að
koma stefnumálum sínum á fram-
færi. Pétur sagði ræðu Svanfríðar
undarlega og sagði að ef sjálf-
stæðismenn hegðuðu sér eins og
vinstrimenn og klofnuðu sífellt
fengju helmingi fleiri þeirra að
tala. Lúðvík Bergvinsson sagði
það hlægilegt að menn skyldu
koma upp og væla undan þessu til-
tekna máli því oftast væri frekar
undan því að kvarta að sjálfstæð-
ismenn tækju of lítinn þátt í um-
ræðum á Alþingi, en slíkt ætti
reyndar ekki við um Pétur. ■
PÉTUR BLÖNDAL
Furðulegt að eini þingmaðurinn sem
hefur lagt fram mótaðar hugmyndir
komist ekki að.
Næsti höfuverkur rétt
Skjótur árangur Norðurbandalagsins í Afganistan kom mörgui
Undirbúningur að næstu stjórn landsins skammt á veg kominn. Talib;
STRÍÐIÐ í afganistan Óljóst er enn
með öllu hvort stríðinu í Afganist-
an lýkur á næstu dögum. Taliban-
ar segjast sjálfir hafa yfirgefið
helstu borgir landsins vegna þess
að þeir sjái sér hag í að breyta um
hernaðaraðferð. í staðinn fyrir að
reyna að halda sem stærstum
hluta landsins segjast þeir ætla að
stunda skæruhernað sem gafst
vel í stríðinu gegn Sovétríkjunum
á sínum tíma. Það stríð gæti verið
rétt að hefjast.
Búast má við að talibanar njóti
áfram stuðnings meðal margra
pastúna, sem búa í suðurhluta
Afganistans og austurhluta
Pakistans, og geti falist þar, enda
eru talibanar sjálfir að mestu pas-
túnar. í stríðinu gegn Sovétríkjun-
um nutu Afganir hins vegar öfl-
ugs utanaðkomandi stuðnings,
m.a. frá Bandaríkjunum, Pakistan
og Sádi-Arabíu. Sá stuðningur
verður ekki fyrir hendi að þessu
sinni.
Margir óttast engu að síður að
Afganir geti lengi áfram haldið að
berjast sín á milli og erfiðlega
gangi að setja saman stjórn með
þátttöku allra þeirra ættflokka
sem búa í landinu. Hinn skjóti ár-
angur Norðurbandalagsins virðist
hafa komið heldur fyrr en reiknað
var með, og mikið vantar upp á að
undirbúningur að framtíðarstjórn
landsins sé kominn vel á veg.
Sameinuðu þjóðirnar kynntu
samt á þriðjudaginn hugmyndir
sínar um bráðabirgðastjórn í
Afganistan. Hugmynd þeirra er
sú, að Sameinuðu þjóðirnar byrji
á að kalla saman fulltrúa Norður-
bandalagsins svonefnda og full-
trúa fleiri ættflokka og hópa í
Afganistan á fund þar sem sam-
þykktar verði meginlínur fyrir
bráðabirgðaferlið. Á þessum
fundi verði stofnað bráðabirgða-
ráð, sem væri fjölmennt fulltrúa-
ráð sem flestra afganskra þjóð-
ernishópa og í forsæti verði ein-
staklingur, sem ráðið geti sætt sig
við sem eins konar einingartákn.
Þetta ráð á síðan að koma með til-
lögur að bráðabirgðastjórn fyrir
landið, sem sitji ekki lengur en
tvö ár. Að því loknu verði kallað
saman neyðarþing afganskra
höfðingja, svonefnt Loya Jirga,
sem verður að samþykkja tillögur
ráðsins og heimila bráðabirgða-
stjórninni að leggja drög að
stjórnarskrá. Loks verði kallað
saman annað höfðingjaþing, sem
Landbúnaðarráðuneyti og Bændasamtökin:
Opinbert verðsam-
ráð sagt vera löglegt
LANDBúnaður Svo virðist sem verð-
samráð um verðlagningu landbún-
aðarafurða á heildsölustigi í opin-
berri nefnd sé ekki andstæð sam-
—é— keppnislögum eins
og t.d. á mjólkur-
drykkjarvörum og
ostum. Af þeim
sökum hefur land-
búnaðarráðuneytið
og Bændasamtökin
samið um að verð-
lagsnefnd skuli
starfa áfram til júlí
árið 2004, þótt
samið hefði verið
Eftir nokkra
umhugsun
hefðu menn
komist að
þeirri niður-
stöðu að
betra væri að
halda í gamla
kerfið.
—♦—
um það í búvörusamningi árið 1997
að frjáls verðlagning ætti að hefj-
ast á þessu ári. Ari Teitsspn for-
maður Bændasamtaka íslands
segist ekki hafa fengið neinar at-
hugasemdir vegna breytinga á
þessu ákvæði búvörusamningsins.
Samtök verslunar og þjónustu eru
hins vegar ekki sammála og segist
Sigurður Jónsson framkvæmda-
SIGURÐUR
JÓNSSON
Telur að óheimilt sé
að hafa samráð um
verðlagningu.
ARI TEITSSON
Ef verðsamráð væri
bannað mundi það
setja mjólkuriðnað-
inn í uppnám.
stjóri þeirra gera ráð fyrir því að
samtökin muni óska eftir áliti Sam-
keppnisstofnunar á þessu fyrir-
komulagi.
Hann segir að nýlega hafi verð-
lagsnefndin ákveðið að hækka
verð á mjólkurvörum um 5% um
komandi áramót. Hann segir að
samtökin telji að verðlagning af
þessu tagi brjóti í bága við sam-
keppnislög þar sem kveðið sé á um
að óheimilt sé að hafa samráð um
verðlagningu. Með núgildandi
samningi sínum hafi ráðuneytið og
Bændasamtökin fest þennan opin-
bera samráðsvettvang í sessi enn
um sinn og því sé fróðlegt að vita
hvaða augum Samkeppnisstofnun
lítur á þennan gjörning.
Ari Teitsson formaður Bænda-
samtaka íslands bendir á að
nokkru eftir gerð búvörusamn-
ingsins árið 1997 hefðu verið sett
ný samkeppnislög sem ná yfir alla
verðmyndun á mjólk. Þar með
hefði öll verðtilfærsla á milli af-
urða og framleiðslustýring verið
óheimil. Það hefði sett mjólkuriðn-
aðinn í uppnám sem og alla verð-
lagningu á einstökum vörum. Eftir
nokkra umhugsun hefðu menn
hins vegar komist að þeirri niður-
stöðu að það væri skárri kostur að
halda áfram í gamla kerfinu í stað
þess að framboð á þessum land-
búnaðarafurðum yrði í uppnámi og
einnig verð á þeim.
grh@frettabladid.is