Fréttablaðið - 19.11.2001, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 19.11.2001, Blaðsíða 2
2__________________________Heimilisblaðið Nýt góðrar matseldar Konan reynir að fá mig til að trúa að ég búi yfir leyndum hæfileikum „Það verður nú að segjast eins og er að ég elda fremur sjaldan og nota þá afsökun að hæfileikar mínir liggi á öðrum sviðum," svarar Sindri Freysson rithöf- undur spurningu okkar um hvort hann hafi gaman af að elda mat. „Konan mín reynir hins vegar að fá mig til að trúa að ég búi yfir leyndum hæfileikum og tekst henni það iðulega. Ég er samt á því að það sé útsmogin tilraun hennar til að fá mig oftar að elda- vélinni." Sindri segist þrátt fyrir allt stundum elda pabbamat fyrir dóttur sína og hún kvarti ekki yfir þeim réttum sem hann beri á borð fyrir hana. „Þá elda ég hreinræktaðan pabbamat þar sem hollustan er í öðru sæti og einfaldleikinn hafður að leiðar- ljósi. Má þar nefna spaghetti með tómatsósu, hamborgara, osta- samlokur eða pylsur. En öll al- vöru eldamannska kemur í hlut konu minnar og það er einfald- lega vegna þess að ég tel hana mun betri kokk. Það kemur þó fyrir að ég bretti upp ermarnar og tek mig til og geri tilraunir til að elda almennilegan mat. Mér hugnast þá ekki að elda eftir upp- skrift og vil fremur spila af fingrum fram. Gallinn er sá að í því leynist talsverð áhætta því brugðið getur til beggja vona. Stundum tekst það alveg prýði- lega en oftar en ekki heppnast sú matseld ekki sem skyldi. í það minnsta er ég sjálfur ekki mjög ánægður með þann mat. Ég kann 19, til 25. nóvember 2001 mun betur við að borða það sem sindri freysson kona mín eldar Og er rnikill sæl- Eldar helst hreinræktaðan pabbamat keri og nýt góðrar matseldar." ■ Hefur alltaf fundist hún leyndardómsfull GAMLA BÚRKISTAN FRÁ SANDI í AÐALDAL. „Það var ekki laust við að mér þætti hún dulítið leyndardómsfull og ímyndaði mér að hún væri sjóræningjakista" Fallegir gripir úr smíðajárni Iversluninni Borð fyrir tvo í Kringlunni er þessa skemmti- legu gripi að fá. Standinn má nota undir hvað sem er á eldhús- borðinu og grindin er undir servéttur og þægilegt að láta hana standa á borðinu á meðan heimilsfólkið snæðir. Gripirnir eru smíðaðir í Hollandi úr smíða- járni og fást einnig í dekkri lit. ■ MATARSTELL Engir tveir diskar eru eins. Skrautlegt postulín etta skraulega stell er fram- leitt í Sviss og það skreytt á margvíslegan hátt. Sumir disk- arnir eru með felumynd sem hægt er að dunda sér við að skoða á meðan beðið er efir matnum. Stjörnumerkin eru á öðrum og skemmtilegast er að eiga stellið í hinum ýmsu myn- strum og leggja á borð þannig að enginn diskurinn sé eins. ■ „Nýlega eignaðist ég gamla og lúna kistu og lítinn kistil sem mér þykir mjög vænt um. Þessir gripir eru ættaðir frá Sandi í Aðaldal rétt eins og ég sjálfur," segir Teitur Þorkelsson fréttamaður á Stöð 2 aðspurður um sitt uppáhalds hús- gagn „Á Sandi í Aðaldal eru æsku- slóðir móður minnar og þar liggja mínar dýpstu rætur, enda bjó ég þar aðeins sem barn og hef alltaf farið þangað reglulega síðan, helst vetur, sumar, vor og haust ef ég fæ að ráða. Kistan hefur verið í kjall- aranum á gamla bænum, síðan ég man eftir mér. Þar var hún innan um allskonar dót og drasl, og ekki sýndur mikill sómi, enda orðin ansi lúin og full af gömlum bréfum, bókum og dóti sem engin vissi lengur hvað var. Mér var sagt að hún væri gamla búrkistan úr gamla bænum og búin að vera með ættinni síðan átjánhundruð og eitt- hvað þó hún væri löngu hætt að þjóna sínum tilgangi. Hún var gömul og lúin og hornreka í samfé- lagi húsgagna. Lá bara þarna innan um gamla olíulampa, rafgeyma og annað rusl sem mér reyndar finnst margt vera gersemi. Mér hefur alltaf fundist hún dálítið leyndar- dómsfull og þegar ég var barn ímyndaði ég mér að hún væri sjó- ræningjakista eða að maður gæti flogið í henni, eins og í Síðasta bænum í dalnum. Nú í haust var ég svo fyrir norðan og rakst þá á hana í kjallaranum og spurði afabróður minn Friðjón Guðmundsson á Sandi, hvort ég mætti ekki eiga hana. Maður veit aldrei, næst þeg- ar maður kemur er kannski búið að fleygja svona hlutum. Hann horfði á mig stórum augum, og spurði mig hvort ég héldi að botninn væri ennþá í henni. Honum fannst kist- an ekki merkileg en taldi enga ann- marka á því að láta hana fara til Gömul og lúin ævintýrakista sem tengir mig við uppruna minn mín, þar sem flestir ábúendur af hans kynslóð voru dánir og hann vissi ekki til þess að neinn hefði sýnt henni áhuga í þau fimmtíu ár sem hún hefði staðið þarna.“ Teitur kveðst hafa tekið hana með sér suður ásamt kistlinum og hann hefði dundað sér við að koma honum í þokkalegt ástand til að byrja með en kistuna eigi hann eft- ir. „Vinur minn hristi hausinn þeg- ar ég vildi troða fúinni og sprung- inni kistunni inn í jeppann hans þarna fyrir norðan og spurði hvað ég ætlaði eiginlega að gera með þetta gamla drasl. Eflaust er ég al- gjör ruslakall, en mér finnst bara svo gott að eiga gamla hluti sem tengja mig við uppruna minn. Nú stendur kistan góða í stofunni minni; gömul og lúin og mér líður vel að vita af henni nærri mér í þessum hraða, miskunnarlausa og plasthúðaða nútíma. Gott að leggja lófana á hana miðja eins og ég gerði þegar ég var lítill, finna fyr- ir forfeðrunum og láta fortíðina streyma um æðarnar. Svo flýg ég kannski burt í henni einhverntím- ann.“ ■ SKREYTOM FYR/R JÖUN MB> FflUAEGU GdUFEFNI! Glæsilegt gólfefnaiirval á frábæru verði. Jólatilboð og góð greiðslukjör. Boen mAqLh Mottur... Margarstæroir ...og að sjálfsögðu teppiogdúkar íúrvali.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.