Fréttablaðið - 19.11.2001, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 19.11.2001, Blaðsíða 10
19. til 25. nóvember 2001 10 HeimiUsblaðið Það er hægt að gera allt í rúminu Eyði alltof fáum stundum þar Rúmið er í miklu uppáhaldi hjá Bjarna Felixsyni, íþróttafrétta- manni. Hann segist helst eyða tím- anum þar í lestur og að hlusta á út- varp; „Ég eyði alltof fáum stundum í rúminu en það er hægt að gera allt þar. Lesa, hlusta á útvarpið, sem ég geri mikið af, og svo margt annað.“ Bjarni segir að rúmið hafi reynst vel en hann festi kaup á því fyrir um þremur áratugum. Hann segist lesa mest af sagnfraeði en ekki íþróttaefni. „Nei, ég les ekki íþróttaefni í rúminu, það geri ég ekki. En það kemur kannski í gegnum útvarpið. Ég hlusta yfirleitt á talað mál, BBC og Rás 1. Ég hef gaman af ýmsu gömlu efni, sagnfræði, þjóðfræði og líka upprifjun af gömlu efni. Þetta er eitthvað í blóðinu. Mér finnst alltaf fortíðin skemmtilegri en nútíminn. BJARNI FELIXSON Hlustar mikið á útvarpið og gluggar í sagnfræðiefni en hann er hrifnari af gamla tímanum en nútímanum. „Ég er nú ekki að lesa neitt eins og er en ég glugga oft í sagnfræði- efni.“ Bjarni segist eyða talsverðum tíma í sjónvarpskróknum þó hann sé ekki mikið fyrir sjónvarpsgláp. .,Ég er ekki mikill sjónvarps- glápari, ég er meiri sjónvarpsfikt- ari. Ég þvælist oft á milli stöðva og horfi þá oftast á fréttir. Ég er jafn- vel spenntari fyrir textavarpinu en sjónvarpinu sjálfu. Annars er ég núna að horfa á brot úr danskri mynd sem var gerð árið 1915. Þessi mynd er eftir einhvern Filip- sen, þann sama og byggði Palace bíóið í Köben.“ ■ Textílkjallarinn UPPÁHALDSBÓK í MÖRC ÁR Brynju Cunnarsdóttur finnst mikill kostur að þurfa ekki að hendast i margar búðir til að kaupa inn í þær uppskriftir sem hún ætlar að elda eftír. S: 896 5801 8935801 BSkírnargjafir i bœn og nafnl m Óhætt að bjóða gestum án þess að prófa réttinn fyrst Sterklegt °g þægilegt hald úr stáli finnst henni frábært að mat- reiðslutíminn er gefinn upp í bók- inni. Af bestu lyst er gefin út af Vöku - Helgafelli árið 1993 í sam- vinnu við Krabbameinsfélagið, Manneldisráð og Hjartavernd þannig að uppskriftirnar eru allar hollar og góðar. Brynja hefur haldið upp á bókina í mörg ár og treystir henni fullkomlega. „Hún er svo pottþétt að manni er alveg óhætt að bjóða gestum í rétti sem maður hefur aldrei eldað.“ Uppskriftin sem Brynja gefur úr uppáhaldsmatreiðslubókinni sinni er að ítalskri grænmetis- súpu á blaðsíðu 85. „Þessa súpu elda ég oft og hef líka boðið gest- um í hana.“ Brynja er sérstaklega hrifin af súpunni vegna þess að hún fellur vel í kramið hjá börnum hennar, líklega vegna þess að í henni er pasta. ■ U ppáhaldsmatreiðslu- bókin hennar Brynju Gunnarsdóttur heitir Af bestu lyst. BARNAMYNDATÖKUR PÉTUR PÉTURSSON Ljósmyndari Sími: 897 2824 Ákveð hvað ég ætla að hafa í matinn Eg byrja á að ákveða hvað ég æla að hafa í matinn, síðan finn ég til uppskrift sem hentar hverju sinni", segir Auður Geirs- dóttir. Hún segist síðan athuga hvað sé til í matinn og ef hún eigi ekki það sem stendur f upp- skriftinni þá verði hún að hlaupa út í búð. „Eg er hins vegar ekki mikið fyrir að elda og geri það afar sjaldan því ég hef lítið þurft að koma nálægt eldamennsku. Vonandi á ég eftir að læra al- mennilega að elda mat.“ ■ Það er sterklegt og þægilegt þetta hald utan um fernurnar í ískápnum. Þessu líkt hefur lengi verið til úr plasti en mun skemmtilegra er að bera mjólkina á borð í þessu veglega stálhaldi. Það má fá í versluninni Villeroy og Boch í Kringlunni. ■ I Barónsstlg 59 551 3584 Af bestu lyst er uppáhaldsmat- reiðslubókin hennar Brynju Gunnarsdóttur. „Það er allt gott í henni. Það er hollt og fljótlegt og svo fæst allt sem á að nota í réttina úti í næstu búð,“ segir Brynja. „Þegar maður eldar upp úr sumum bókum þarf maður kannski að fara í þrjár búðir til að kaupa inn í réttinn," heldur hún áfram. Auk þess

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.