Fréttablaðið - 19.11.2001, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 19.11.2001, Blaðsíða 4
19. til 25. nóvember 2001 4 Heimilisblaðið Notaður á hefðarsetrum Oddný Sen er hrifin af gömlum húsgögnum Oddný Sen kvikmyndagerðarmað- ur og rithöfundur er mikið fyrir gömul húsgöng. Hún hefur um langt skeið búið í Frakklandi og Bretlandi og er ætíð vakandi fyrir gömlum munum sjái hún þá. „Þeg- ar ég bjó í Bretlandi fann ég eitt sinn mjög skemmtilegan mar- maraskenk á húsgagnauppboði á Portobello Road. Hann var frá þvi fyrir aldamót og notaður á hefðar- setrum fólks undir potta og pönnur ARNOLFINESPEGILL OG MARMARASKENKUR. Spegilinn er fræg hönnun og er stundum kallaður fiskauga. þegar matur var borin fram. Hann var þá hafður í borðstofum og þjónarnir gátu lagt heit fötin frá sér á skenkinn og hélst maturinn heitur á meðan fólk borðaði. Ég féll alveg fyrir honum og keypti hann á staðnum. Hann fylgdi mér síðan til íslands og er geymdur á Breiðabólststað á Alftanesi sem er á æskuslóðum ömmu minnar, Odd- nýjar Erlendsdóttur Sen og fer vel á því.“ Oddný segist einnig eiga forláta Arnolfinespegil sem hún haldi mjög uppá. „Arnolfinespegil- inn er fræg hönnun en hann er eins og fiskauga og hefur oft verið nefndur það. Hann nær öllum hornum herbergisins og er ákaf- lega skemmtilegur." Oddný segist vera mjög hrifin af gömlum húsgögnum en hafi þó garnan af að blanda saman nýju og gömlu. „Nýtískuleg húsgögn jafn- vel frá Ikea í bland við fallega antik finnst mér alveg ganga upp pg ég hef gaman af að raða saman. í gegnum tíðina hef ég safnað að mér mörgum fallegum hlutum en megnið af búslóð minni er í Frakk- landi þar sem ég bý að jafnaði." ■ Er sósan of feit eða sölt? Ef sósan verður of sölt er til gott ráð. Afhýðið eina eða tvær kartöflur, sneiðið þær í nokkra bita og setjið út í sósuna. Látið þær vera í smá stund og veiðið þær síðan aftur uppúr. Kartöflurnar hafa þá dregið í sig saltið og sósan verður mátulega sölt. Ef soðið í sósuna er of feitt er gott að setja nokkra ísmola út í soðið. Bíðið í augnablik, það kóln- ar og dregur að sér fituna sem þið getið þá veitt frá. ■ exo húsgagnaverslun Fákafeni 9 108 Reykjavík sími 568 2866 fax 568 2866 www.exo.is exo@exo.is Opid mánudaga - föstudaga fra 10:00 til 18:00 laugardaga frá 10:00 til 16:00 sunnudaga frá 13:00 til 17.00 O S L O Fígúrur úr blásnu gleri Glefígúrurnar á myndinni eru sænskar og hannaðar af Önnu Örnberg. Þær eru í öllum mögulegum litum en blásið gler hefur verið mjög vinsælt að und- anförnu. Fæst í versluninni Duka í Kringlunni. ■ Sjarmi gömlu hverfisbúðanna Verslunin Rangá er ein örfárra verslana í Reykjavík sem lítið hafa breyst. Sú var tíðin að húsmæður voru heima allan daginn og hugsuðu um sín börn. Þá brugðu þær kápu utan yfir morgunsloppinn og lölluðu með innkaupanetið út til kaupmannsins á horninu. í leiðinni komu þær við í mjólkurbúðinni og enduðu í fiskbúðinni við hliðina og keyptu eina væna ýsu sem þær heilskáru síðan í pottinn og suðu í minnst 20 mín. Verslunin var vett- vangur umræðna og þar hittust konurnar í hverfinu. Síðan hefur mikið vatn til sjávar runnið og nú hlaupa ungar húsmæður í stór- markaðinn einu sinni í viku. En þrátt fyir allt er þó ein verslun í Reykjavík sem hefur staðið af sér allar breytingar. Hún stendur á horni og hefur verið rekin af sömu eigendum í þrjátíu ár. Það er verslunni Rangá á horni Skipasunds og Holtavegar og þar hefur hún ver- ið síðan 1948. Hún var stofnuð 1931 af Jóni Jónsyni frá Ekru í Rangárvallahreppi og var í byrj- un staðsett á Hverfisgötunni. Árið 1971 keyptu þau Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi og Agnar Árnason verslunina og hafa rekið hana saman síðan. Það er ævintýri líkast að koma inn í Rangá sem enn heldur sjar- ma gömlu hverfisverslunarinnar. Þar er til sölu fjölbreytt gjafavara s.s. fallegur kristall, glervörur, leikföng og ýmis smávara. Það kunna þeir að meta sem til þekkja og segja eigendurnir að gamlir viðskiptavinir haldi tryggð við verslunina og komi langt að til að gera innkaup í sinni gömlu hverf- isverslun. „Þegar við keyptum verslunina var hún í 30 fermetra plássi en mjólkurbúðin og fiskbúðin voru til beggja handa. Við hófumst AGNARIRANGA „„Viðskiptavinir verslunarinnar eru ekki bundnir við hverfið heldur vitum við að þeir koma víða úr borginni, einkum eru það fyrrum íbúar sem koma reglulega og halda tryggð við sína gömlu verslun." fljótlega handa við að sameina öll rýmin, brutum niður veggi og lét- um hanna litla kjörbúð með mjólkurvörum," segir Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi og annar eigandi verslunarinnar. „Rangá var fyrsta verslunin sem fékk að selja mjólk og mjólkur- vörur inn í eigin verslun en eins og menn vita hafði Mjólkursam- salan sínar eigin verslanir í hver- ju hverfi." Sigrún segir ennfremur að það hafi verið nýjung að hafa verslanir opnar fram eftir kvöldi og þau Agnar hafi unn- ið sjálf í í búðinni tvisvar í viku til kl. 22 á kvöldin. „Það var bannað að láta starfsfólk vinna lengur en til kl. 18 en við brutum engin lög ef við stóðum sjálf vaktina." Sigrún segir Rangá vera ein örfárra verslana á höfuðborgarsvæð- inu sem ekki tilheyra neinni samsteypu eða keðju og í sjö- tíu ára sögu sinni aðeins ver- ið rekna af tveimur eigend- um. „Viðskiptavinir verslun- arinnar eru ekki bundnir við hverfið heldur vitum við að þeir koma víða úr borginni, einkum eru það fyrrum íbúar sem koma reglulega og halda tryggð við sína gömlu verslun. Við höfum það líka fyrir sið að stinga ávaxtadós og almanaki í innkaupapokana og margir segjast ekki komast í jóla- skapið fyrr en þeir heimsækja okkur.“ Sigrún segir Rangá vera fyrstu verslunina í Sundunum og þá einu sem hafi staðið af sér allar breyt- ingar. „Þegar við keyptum hana fyrir þrjátíu árum voru 8-10 litlar SIGRÚN MAGNÚSDÓTTIR „Þegar við keyptum verslunina var hún í 30 fermetra plássí en mjólkurbúðin og fiskbúðin voru til beggja handa. Við hóf- umst fljótlega handa við að sameina öll rýmin, brutum niður veggi og létum hanna litla kjörbúð með mjólkurvörum," segir Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi og ann- ar eigandi verslunarinnar. verslanir á sama svæði. Nú eru þær allar horfnar nema Rangá. Okkar styrkur hefur legið í starfs- fólkinu en við höfum verið ákaf- lega lánsöm með það og hafa margar starfstúlkur verið hjá okkur svo árum skipti." ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.