Fréttablaðið - 19.11.2001, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 19.11.2001, Blaðsíða 6
SALAD / DESERTSKÁL KR. 1690,- + 6 STK. LITLAR SKÁLAR KR. 4200 - TERTUDISKUR Á FÆTI 27 cm KR. 2990 - 34 cm KR. 3990,- Bláu húsin við Faxafen Sími 553 6622 Heimasíða: www.hjortur.is Heimiíisblaðið 19. til 25. nóvember 2001 Hvernig bvriar bú að elda? Byrja á að opna ísskápinn * Eg byrja á því að opna ísskápinn og finn þar eitthvað til að elda,“ segir Eva Katrín Sigurðardóttir. „Ég er hins vegar ekki mjög flink í elhúsinu og síðast þegar ég kom nálægt eldavélinni þá kveikti ég í. Þá var ég að poppa og gelymdi pottinum á hellunni" Hún segist hafa keypt sér tilbúinn mat síðan og hefur ekki tekið þá áhættu enn að reyna fyrir sér aftur. „Það stendur þó til að gera tilraunir í eldhúsinu því ekki er seinna vænna en taka sig saman í andlitinu og fara að elda almennilegan mat. ■ Sé fjársjóði þar sem aðrir sjá drasl „Öllu þessu dóti raða ég svo upp í huganum í draumaíbúðinni minni...“ Ingibjörg Helgadóttir ritstjóri býr allstaðar og hvergi um þessar mundir en kveðst sannarlega hlakka til að geta komið sér vel fyrir á sínu eigin heimili. “Eins og er flakka ég á milli foreldra minna sem búa á Laugarvatni, afa míns og kærasta hér í borg. Það getur verið svolítið þreytandi á köflum að búa á mörgum stöðum en til allrar lukku líður mér yfir- leitt vel hvar sem ég er.“ Skortur á ákveðnum samastað kemur þó ekki í veg fyrir að hún safni að sér bæði húsgögnum og heimilismun- um sem hún kveðst hafa mikið dá- læti á. „Það er langt síðan ég fór að kaupa bæði diska, glös og hnífapör, potta og pönnur og jafn- vel húsgögn ef ég hef rekist á eitt- hvað sem ég hef fallið fyrir. Einu sinni eyddi ég t.d. nánast öllu námsláninu mínu í forláta stóla sem ég bara varð að eignast. Fjöl- skylda mín og kunningjar hrista hausinn yfir þessu en þetta er eig- inlega ákveðin árátta hjá mér. Öllu þessu dóti raða ég svo upp í huganum í draumaíbúðinni minni." Auk þess að rölta á milli búða sem selja húsgögn og aðra innanhússmuni er Ingibjörg mik- ið fyrir að fara á flóamarkaði og í antíkbúðir. „Mér finnst gaman að gömlum, fallegum munum - þann áhuga hef ég líklega erft frá mömmu minni - og skemmtilegast er að finna falda fjársjóði þar sem flestir sjá bara gamalt drasl." Hún segist reyna að gæta hófs í innkaupunum því að það geti fljótt orðið of mikið af því góða; betra sé að eiga fáa hluti en fal- lega. Það geti hins vegar oft verið ansi erfitt því að hún viðurkennir að hún sé meira en í meðallagi kaupglöð þegar kemur að innan- hússmunum og þegar hún sjái eitthvað spennandi eigi hún yfir- leitt bágt með að standast það. „Á tiltölulega fáum árum hef ég óneitanlega sankað að mér ansi miklu en ég á enga íbúð til að koma þessu öllu fyrir í. Ég er að safna fyrir útborgun og það geng- ur bara nokkuð vel en á meðan geyma mínir nánustu allt mitt hafurtask. Bílskúr foreldra minna er uppfullur af mínum kössum og bróðir minn, sem býr í Noregi, geymir fyrir mig bæði húsgögn og annað dót sem ég keypti þegar ég bjó þar um tíma og hann lendir sjálfsagt í að flytja það með sér heim, greyið, þegar hann hefur lokið þar námi. Þannig að það eru fleiri en ég sem bfða í ofvæni eft- ir að ég festi kaup á íbúð utan um allt það dót sem ég hef safnað að mér í gegnum tíðina - það er bara eins gott að hún verði nægilega stór!“ ■ Alvöru kaffikanna Það er ekki laust við að kaffiilminn leggi fyrir vitin þegar horft er á þessa fallegu kaffivél. Hún er frá Ítalíu og er úr gegnheilu ryðfríu stáli. Pressugildið er 9 ber þrýstingur og það þekkja þeir sem vit hafa á hvað þýðir og mun tengjast því hve gott kaffið getur orðið. Framleiðandi er Lula Trazzi og kannan fæst í Witthard við Stjörnutorg á efstu hæð Kringlunnar. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.