Fréttablaðið - 19.11.2001, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 19.11.2001, Blaðsíða 1
Vikulegt sérblað um heimili, hús og fasteignamarkaðinn FRÉTTABLAÐ Ð m FASTEICNASALA ■ Suðurlandsbjaut 50 (bláu húsin) . Sími 533 43*00 . Gsm 895 8248 S M Á R I N N FASTEIGNASALA SÍWII 564 6655 Fasteígnamarkaotiriiiii; Verðbólgan hefur lítil áhrif á greiðslubyrði Verðbólgan mun hafa lítil sem engin áhrif á greiðslubyrði af algengustu íbúðalánum, að sögn Þórs Þorgeirssonar, fasteigna- sala hjá Fasteignamiðlun. „Fólk tekur meira af lánum nú held- ur en áður og helgast það af hækkun á íbúðaverði, en á móti hefur lánsfjármagn aukist. Þau lán, sem algengast er að fólk taki vegna íbúðarkaupa, eru lán hjá íbúðalánasjóði, en þakið hefur verið hækkað í átta milljónir vegna notaðs húsnæðis og níu milljónir vegna nýs,“ segir Þór. „Ef húsbréf duga ekki til að fjármagna íbúðakaupin, reynir fólk almennt að brúa bilið með lífeyrissjóðslánum eða heimilis- láni Landsbankans. Af þessum lánum eru fastir vextir, og mun verðbólgan hafa lítil sem engin áhrif á greiðslubyrðina. Ef fólk selur íbúðir sínar vegna greiðsluörðugleika, er það ekki vegna þessara tegunda lána, heldur vegna bankalána og yfirdráttar- heimilda." Að sögn Þórs mun, sem dæmi, sjö prósenta verð- bólga hækka afborganir af milljón króna láni, til fjörutíu ára, um 350 krónur á mánuði. ■ HUGSANLEGUR HÚSAKAUPANDI Verðbólgan mun hata lítil sem engináhrif á greiðslubyrði algengustu íbúðalána. MIÐJA HEIMILISINS Tviburarnir Ásthildur og Jófríður setjast við eldhúsborðið og vinna heimavinnuna sina þegar þær koma heim á daginn. Þá er mamma þeirra, Kristín María Gunnarsdóttir, búin að pakka saman sínu dóti en hún situr við sama borð og lærir á daginn. Yngsta systirin, Wlarta, er sú eina á heimilinu sem ekki vinnur við eldhúsborðið. Kristín María Gunnarsdóttir og dætur hennar, tvíburarnir Ásthildur og Jófríður, læra allar við eldhús- borðið heima hjá sér í íbúðinni á hjónagörðum. Kristín María stundar nám í lögfræði við Háskóla íslands og dæturnar eru í 2. bekk í Mela- skóla. í heimili með þeim mæðgum er einnig yngsta systirin Marta sem ekki er farin að læra heima, enda er hún aðeins 10 mánaða. „Mér gengur mjög vel að læra við eldhúsborðið," segir Kristín María. „Þetta er svo góður staður í íbúðinni. Þetta er miðjan og þarna eru straumarnir." Mæðgurnar læra reyndar ekki allar á sama tíma við eldhúsborðið því Kristín María seg- ist lítið geta læi’t þegar dæturnar eru heima og eldhúsborðið hefur ekki sömu góðu áhrifin á systurnar Kristínu Maríu Gunnarsdóttur þykir eldhúsborðið gott; miðsvæðis í íbúðinni og þaðan liggja straumarnir. eins og mömmu þeirra. „Þær rífast svolítið og slást. Það vill nú þannig til að það er engin önnur aðstaða fyrir þær þannig að þær neyðast til að vera þarna báðar. Yfirleitt geng- ur þetta samt að lokum, eftir langa mæðu.“ Kristín María hefur ákveðnar skoðanir á því hvað gott vinnurými þarf að hafa til að bera: „Mér finnst skipta máli að hafa stórt borð og góða lýsingu. Staðsetningin skiptir líka miklu máli. Mér finnst ekki gott að vera úti í horni. Mér finnst gott að vera í rými og svo finnst mér skipta máli að geta séð út.“ Kristín María er tónlistarkenn- ari. Hún er klarínettuleikari og hef- ur kennt á það hljóðfæri og kennir reyndar svolítið með náminu. Mörg- um þykir það líklega nokkuð áræðið að venda sínu kvæði í kross og hefja laganám með þrjú lítil börn. „Eg gerði þetta kannski af því að ég er með þrjú lítil börn, af því að ég sá fram á að verða bara öreigi með það nám sem ég hef þegar lokið.“ Áuk þess segir hún vinnutíma tónlistar- kennara henta mjög illa barna- fólki. ■ Er svefn óg heilsa á óskalistanum? * ♦ • * -Jólagjöf fylgir h verri heilsudýnu REYKJAVIK

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.