Fréttablaðið - 22.11.2001, Síða 15

Fréttablaðið - 22.11.2001, Síða 15
f FIMMTUDAGUR 22. nóvember 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 15 Enskir knattspyrnumenn: Samþykkja verkfall í desember HflNDBOLTi Knattspyrnumenn í Englandi hafa samþykkt að fara í verkfall 1. og 2. desember. Ef Sam- tök atvinnuknattspyrnumanna (PFA) og forráðamenn Úrvals- deildarinnar ná ekki samkomulagi fyrir þann tíma munu leikmenn ekki leika fyrir framan sjónvarps- myndavélar. PFA vill fá 5% af tekj- um vegna sjónvarpsútsendinga eða 25 milljónir pund á ári, en forráða- menn Úrvalsdeildarinnar buðu þeim 30 milljónir fyrir næstu þrjú ár. Það sættir PFA sig ekki við. Richard Scudamore, einn af forráðamönnum Úrvalsdeildar- innar, segir að verkfallið sé ólög- legt. Stjórnarmenn flestra félaga í Úrvalsdeildinni hafa tekið undir með Scudamore og sagst ekki ætla að borga þeim leikmönnum, sem munu taka þátt í verkfallinu, laun. PFA fái nægan pening og að meðlimir þess séu engir láglauna- menn því þeir séu með frá 30 milljónum króna upp í 450 millj- ónir í árslaun. Gordon Taylor, framkvæmda- Styrkleikalisti FIFA: Island hækkar um eitt sæti KNflTTSPYRNA Þrátt fyrir 6-0 tap gegn Dönum í síðasta mánuði hækkar íslenska landsliðið sig um STYRKLEIKALISTI 1; Frakkland 0) 2 Argentína (3) 3 Brasilía (2) 4 Portúgal (4) 5 Kólumbía (8) 6 Italia (4) 7 Spánn (6) 8 Holland (7) 9 Mexíkó 00 10 England (9) 11 Þýskaland (14) 12 Júgóslavía 00 13 Tékkland 00) 14 Paragvæ 03) 15 Rúmenía 05) 53 islond (54) eitt sæti á styrkleikalista Alþjóða- knattspyrnusambandsins (FIFA), sem birtur var í gær. Frakkar halda toppsætinu, en Argentínu- menn skjótast upp fyrir Brasilíu- menn í annað sæti listans og er þetta í fyrsta skiptið síðan 1993, sem þeir eru fyrir ofan erkifjend- urna á listanum. Belgar eru hástökkvarar mán- aðarins, en eftir glæsta sigra á Tékkum í umspili um laust sæti í lokakeppni HM 2002, fóru þeir úr 33. sæti upp í það 20. Eftir stórsig- ur á Austurríki stukku Tyrkir upp um ellefu sæti og sitja nú í því 23. Af þeim liðum sem ekki náðu að tryggja sér sæti í lokakeppninni voru það Bólivía og Venezuela sem hækkuðu hvað mest á listan- um. Bólivía hækkaði úr 81. sæti í Frestað vegna snjóleysis Heimsmeistarakeppnin í ralli: Tvö stig skilja að þrjá efstu menn Heimsbikarinn: SAMSTAÐA Alan Smith og Mark Viduka munu ekki leika fyrir Leeds fyrir framan sjónvarpsmyndavélar ef verkfall skellur á. stjóri PFA, blæs á ásakanir um að verkfallið sé ólöglegt. Hann segir að forráðamenn Urvalsdeildar- innar vilji einfaldlega losna við PFA því það henti þeim ekki að knattspyrnumenn séu með eigið stéttarfélag sem verji hagsmuni þeirra á kostnað félaganna. ■ SKÍDi Alþjóða skíðasambandið hef- ur frestað þremur heimsbikar- keppnum í alpagreinum vegna snjóleysis. Keppnirnar áttu að fara fram núna um helgina og í byrjun desember í Aspen og Beaver Creek í Colorado í Bandaríkjunum, en þar hefur verið methiti undan- farna daga og því enginn snjór. Þetta er í fyrsta skiptið síðan 1983, sem keppni hefur verið frestað í Bandaríkjunum. Stefnt er að því að halda þær í Evrópu sein- na á árinu. ■ RICHARD BURNS Bretinn er með 40 stig í þriðja sæti, en Colin WlcRae og Tommi Makinen eru fyrir ofan hann. inn. Til þess að vinna heims- meistaratitilinn þarf Sainz að treysta á að þremeningarnir nái ekki í stig. ■ UPP FYRIR BRASSA Argentínumennirnir Diego Simeone og Hernan Jorge Crespo komust loks upp fyrir Brasiliu á styrkleikalista FIFA. það 70. eftir sigur á Brasilíu og Venezuela úr 89. sæti í það 81. Lið eins og Kólumbía, Holland, Júgóslavía, Tékkland og Rúmenía mega eiga von á því að lækka tölu- vert á listanum á næstu mánuð- um, þar sem þau náðu ekki að tryggja sér sæti í lokakeppni HM. Af þeim liðum sem tryggðu sér sæti í lokakeppninni eru Kína og Senegal þau einu sem eru neðar en í 50. sæti. Kína er í 55. sæti, en Senegal í því 67. ■ EALL Lokaspretturinn í Heirns- meistarakeppninni í ralli gæti ekki verið meira spennandi, en síðasta keppnin hefst í suður Wa- les í dag. Aðeins tvö stig skilja að þrjá efstu ökumennina. Colin McRae, sem ekur Ford Focus, er með 42 stig, Tommi Makinen, sem ekur Mitsubishi Lancer, er með 41 stig og Richard Burns, sem ekur Subaru Impreza, er með 40 stig. Jafnvel Carlos Sainz, félagi McRae hjá Ford á smá möguleika á titlinum, sem hann vann síðast 1992, en hann er með 33 stig. Keppnin stendur fram á sunnudag og eru 10 stig gefin fyrir efsta sætið, 6 fyrir annað sætið og 4 fyrir það þriðja. Ef einhver þeirra þriggja efstu verður í toppsætinu sigrar trygg- ir hann sér heimsmeistaratitil- TIL UMHUGSUNAR KVEÐJA Aldraðir óska lífeyrissjóðum og stjórnvöldum velfarnaðar í lokaumræðunni um húsnæ^'smál aldraðra með von um jákvæðar aðgerðir. A íslenskur ríkisborgari

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.