Fréttablaðið - 26.11.2001, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 26.11.2001, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 26. nóvember 2001 FRETTABLAÐIÐ 7 Dæmdir fyrir klám: Myndir af berum öxlum Kosið um nýtt nafn í stað sveitafélagsins Eyrasveit: Grundafjarðarbær verður til hneyksla KflÍRÓ. EGYPTALAND. AP Ritstjóri Og blaðamaður egypsks vikublaðs hafa verið dæmdir í tveggja ára fangelsi fyrir að birta hneykslandi myndir. í dóminum segir að mynd- irnar hafi verið af nær nöktum konum og karli og konu í stellingu með kynferðislega undirtóna. Blaðið hefur löngum þótt full róttækt fyrir strangtrúaða músli- ma sem hafa fundið að því að á for- síðu blaðsins hafa birst myndir af konum þar sem axlir þeirra eða fótleggir sjást án klæða, en slíkt þykir mörgum hreinasta klám. ■ kosning Á laugardag var kosið um nýtt sjórnsýsluheiti í stað sveita- félagsins Eyrarsveitar. Á kjör- skrá voru 565 manns og kusu 256, eða 45,3%. Eins og sjá má á með- fylgjandi töflu fékk nafnið Grundarfjarðarbær kosningu, en kosið var á milli þess og Sveitar- félagið Grundafjörður. Ekki virt- ust allir sveitungar sammála því mjótt var á munum. „Já, þetta var alveg rosalega spennandi þegar maður var að fylgjast með,“ segir Eyþór Björnsson sveitarstjóri. „Þetta varð ekki ljóst fyrr en um lokin, munurinn var aðeins fjórt- án atkvæði." í vor var gerð könn- un á meðal sveitunga þar sem kom fram að meirihluti vildi skip- ta um nafn. Bent er á að breyting stjórnsýsluheitisins hefur ekki Atkvæði Hlutfall Grundarfjarðarbær 133 51,95% Sveitafélagið Grundarfjörður 119 46,48% Auðir og Ógildir 4 1,56% áhrif á notkun örnefna. íbúar í kauptúninu munu áfram búa í Grundarfirði jafnframt sem íbúar sveitarinnar í Eyrasveit. Grundar- fjörður mun koma í stað Eyrar- sveitar í nöfnum stofnana, þ.e.a.s. þeirra sem ekki hafi þegar verið breytt. Samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar er niðurstaða at- kvæðagreiðslunnar bindandi fyrir sveitarstjórn. ■ Nýtt birtingakerfi Vísis.is: Greitt fyrir hverja birtingu auglýsingar Vefgáttin Vísir.is hefur tekið upp nýtt birtingar- kerfi á netauglýsingum, fyrstur íslenskra vefja, þar sem aug- lýsandinn greiðir eingöngu fyrir þau skipti sem auglýsing hans birtist lesanda vefsins. Áður hafa auglýsendur þurft að greiða fyrir ákveðin pláss í ákveðinn tíma án tillits til þess hversu margir sjá auglýsinguna. Þorsteinn E. Jóns- son, markaðsstjóri Vísis.is, segir nýja kerfið sérstaklega hentugt þegar menn höfða til fámennra hópa enda sé einungis greitt fyr- ir hvern þann sem sér auglýsing- una. ■ Vinnumarkaður: 2\ldrei fleiri starfandi atvinnumál Alls eru nú starfandi 159.900 einstaklingar á íslenskum vinnumarkaði samkvæmt vinnu- markaðsrannsókn Hagstofunnar. Aldrei áður hafa jafn margir verið útivinnandi og hefur þeim fjölgað um 1.500 manns frá síðustu vinnu- markaðsrannsókn Hagstofunnar sem gerð var í apríl á þessu ári en þá voru 158.400 einstaklingar í vinnu. í rannsókninni kemur fram að atvinnuþátttaka er 83,6%. 3.900 manns, u.þ.b. 2,4% vinnuaflsins, eru atvinnulausir og í atvinnuleit. Atvinnuleysi er jafn mikið hjá körl- um og konum en mest er atvinnu- leysið meðal yngsta aldurshópsins eða 4,3%. Atvinnuleysi mælist nokkuð minna nú en í vinnumark- aðsrannsókn fyrir ári síðan. Þá töldust 2.700 einstaklingar atvinnu- lausir og atvinnuleysi því 2,7% af vinnuafla. Atvinnuleysið hefur þó aukist frá síðustu vinnumarkaðs- rannsókn í apríl en þá var atvinnu- leysi 2,1%. ■ Ljóðabókin í ár - fynr þá sem lesa íslensku og ensku Ijóðaperlur ■ 4 / UK.-: * X 4 . f u . 'L VINNANDI FÓLKI FJÖLGAR Vinnandí fólki hefur fjölgað um 1.500 síðasta hálfa árið. Aslaug Perla Kristjónsdóttir Myndskreytt vendibók með íslenskum og enskum Ijóðum “Einkenni þessara Ijóða er léltleiki og lifsgleói, stundum óbeislaður gáski, en umframallt skýr hugsun ” (Erl. Jónsson, Mbt. 2001) Fæst í Eymundsson, Mál.og menningu, bókab. Mjódd og Úlfarsfelli G. Berndsen Mínus hvad? - Láttu ekki plata þig! r.ÍL,v: ___________; Við erum ófeimin við að sýna lítraverðið, enda er það hvergi lægra! Þú sérð það á verðskiltunum áður en þú dælir. ORKAN ALLTAF ODYRAST

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.