Fréttablaðið - 26.11.2001, Blaðsíða 8
e
(agfrjaftinaaa.
FRÉTTABLAÐIÐ
ro^nsjlmavpn-.a^ auoAQUMÁw
8
26. nóvember 2001 MÁNUDAGUR
Bílvelta á Holtavörðu-
heiði:
Bíllinn
branntil
kaldra kola
löcreclumál Bíll fór út af á Holta-
vörðuheiði rétt eftir hádegi í gær-
dag með þeim afleiðinum að hann
valt. Við veltuna kviknaði í bílnum
og brann hann til kaldra kola.
Hjón voru í bílnum og sluppu þau
bæði ómeidd. Kallað var á aðstoð
Slökkviliðsins á Borðeyri sem
kom á vettvang og slökkti eldinn.
Að sögn lögreglunnar eru
hálkublettir víða á heiðinni og
ástæða til að fara varlega. ■
Úrskurður um Kárahnjúkavirkjun:
Jolagjotin í ar tra oiv
STÓRlÐJft Einar Sveinbjörnsson að-
stoðarmaður umhverfisráðherra
segir að stefnt sé að því að
ráðherra muni úrskurða um
Kárahnjúkavirkjun í næsta
mánuði. í framhaldinu megi
síðan búast við úrskurði
ráðherra um álverið í Reyð-
arfirði. Sem kunnugt er þá
bárust fjölmargar kærur til
ráðuneytisins eftir að
Skipulagsstofnun lagðist
gegn áformaðri virkjun.
Þessar kærur ganga ýmist
út á það að ráðherra stað-
festi úrskurð Skipulagsstofnunar
en aðrar að hann geri það ekki. Þá
hafa einnig borist kærur vegna ál-
versins en Skipulagsstofnun gaf
grænt ljós á það.
Smári Geirsson forseti
bæjarstjórnar í Fjarða-
byggð segist vera bjart-
sýnn á að úrskurður ráð-
herra verði kunngerður
seinnihluta í næsta mánuði
,eða öðru hvoru megin um
jólin. Hann segir að það eigi
síðan eftir að koma í ljós
hvort það muni standast
eða ekki. Hann telur enga
ástæðu til að ætla annað en
að faglega verði staðið að
þeim úrskurði og að hann verði vel
unninn af hálfu ráðherra og ann-
arra sem koma að þeirri vinnu. ■
V
SIV FRIÐLEIFS-
DÓTTIR
Úrskurður að
vænta innan
fárra vikna
Evrópukeppni JEE:
Islenskt fyrirtæki í 2. sæti
frumkvödlastarf Fyrirtækið Fjöl-
blendir ehf. hreppti annað sætið í
Evrópukeppni JEE, þar sem veitt-
ar voru viðurkenningar fyrir
frumkvöðlastarf. Tók fyrirtækið
þátt í keppninni fyrir íslands
hönd og keppti í Frumstigsflokki.
Þetta var í fyrsta sinn sem ísland
tekur þátt í þessari keppni en alls
EVRÓPSKIR FRUMKVÖÐLAR
Haukur Alfreðsson frá Fjölblendi situr fremst
í hópnum. I keppninni var sérstaklega tekið
eftir hversu vel samkeppnin um gerð við-
skiptaáætlana hefur gengið hér á landi.
i
kepptu 42 fyrirtækið frá fimmtán
löndum. í tilkynningu frá Inntaki
segir að framtak íslendinga hafi
vakið mikla athygli. ■
UfKallMt • UsftislM I Lssitrlsl
Esilsfsilf 17-11 • SlaMJFss: SS3 !IH
www.Cfsthus.is
Scí.'sít ssaferw
^omx
Hátúni 6a S 552 4420
Ef þú f ramvísar kortínu
tíu sinnum á tímabilinu
20.nóv. til 23.des. áttu tíu
„miða" í pottinum á
# L-J I I 11
Fríkortsins
Nánari upplýsingar á www.frikort.is
| | j ^
Þú safnar hjá okkur...
Landbúnaðarafurðir
mun dýrari hérlendis
Mjólkurvörur, egg og kjötafurðir eru nær undantekningalaust dýrastar eða næst dýrastar hér á
landi. 21 af 45 vörutegundum er dýrust hér á landi en aðeins þrjár ódýrastar. Athygli vekur að
þær vörur sem eru ódýrastar hérlendis eru allar innfluttar.
MÁLTÍÐIN DÝRARI HÉR
Sambærilegar vörur eru mun dýrari á höfuðborgarsvæðinu heldur en í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi, London og Brussel. Landbúnaðaraf-
urðir koma sinu verst út hvort sem um er að ræða mjólk, kjöt, egg, ávexti eða grænmeti.
vöruverð Af þeim 45 landbúnað-
arafurðum sem voru kannaðar í
verðsamanburði Neytendasam-
takanna á milli höfuðborgar-
svæðisins og nokkurra Evrópu-
borga voru 36 dýrastar eða næst
dýrastar hér á landi. Verð 21 af
þeim landbúnaðarafurðum sem
voru bornar saman með þessum
hætti eða nærri helmingur var
hæst hér á landi en í 15 tilfellum
var verðið næst hæst hérlendis.
Af þeim 45 vörutegundum sem
voru mældar í könnuninni reynd-
ust aðeins þrjár vera ódýrastar
hér á landi og vekur athygli að í
öllum tilfellum er um innfluttar
vörur að ræða. Fjórar vörur til
viðbótar voru næst ódýrastar
hérlendis.
Af einstökum flokkum koma
mjólkurvörur og egg áberandi
verst út. Af tíu vörutegundum í
þeim flokki eru sex dýrastar hér-
lendis og fjórar næst dýrastar.
Það er einungis í Kaupmanna-
höfn sem vörur í þessum flokki
eru dýrari. Útkoman er reyndar
enn óhagstæðari fyrir íslenska
neytendur ef virðisaukaskattur
er dreginn frá útsöluverðinu því
þá reynast tvær vörutegundir til
viðbótar vera dýrastar hér á
landi og skýrist það af því að
virðisaukaskattur á matvæli er
14% hérlendis en 25% í Dan-
mörku.
Kjöt reynist einnig dýrt hér á
landi. Fimm vörutegundir af ell-
efu í þessum flokki eru dýrastar
hér á landi og fjórar næst dýrast-
ar. Tvær tegundir, svínalæri og
lambakótilettur reynast þó næst
ódýrastar hér af borgunum fimm
sem könnunin tekur til. Tíu af 13
ávexta- og grænmetistegundum
reynast dýrastar eða næst
dýrastar hérlendis en tvær eru
ódýrastar hér en það eru kiwi og
laukur. Þrjár af fjórum brauðvör-
um í tegundinni eru dýrastar hér
á landi og sú fjórða næst dýrust.
Aðrar matvörur sem falla undir
landbúnaðarafurðir s.s. kaffi,
sykur og hveiti koma nokkuð bet-
ur út en aðrir flokkar, ein tegund
er dýrust, önnur næst dýrust en
tvær næst ódýrastar hér á landi
og ein ódýrust.
Bent skal á að hér er fjallað
um verðmun m.v. útsöluverð með
virðisaukaskatti. Hann er 14% á
matvæli hérlendis, 25% í Dan-
mörku, 17,5% í Bretlandi, 12% í
Svíþjóð og 6% í Belgíu.
binni@frettabladid.is
Framtíð Lista fólksins á Akureyri:
Metum hvort
þörf sé fyrir okkur
SVEITARSTJÓRNARKOSNINCAR „Það er
farið að ræða þetta en við tökum
ekki ákvörðun fyrr en eftir ára-
mót“, segir Oddur Helgi Halldórs-
son, bæjarfulltrúi Lista fólksins á
Akureyri, aðspurður hvort Listinn
bjóði aftur fram við næstu sveit-
arstjórnarkosningar. „Ef við telj-
um að það sé ekki þörf fyrir okk-
ur, að það sé það mannval á hinum
listunum að við þurfum ekki að
fara fram, þá förum við ekki
fram.“
Oddur segir Lista fólksins hafa
náð fram mörgum af stefnumið-
um sínum á þessu kjörtímabili
þrátt fyrir að vera ekki í meiri-
hluta. Áhersla hafi verið lögð á
uppbyggingu í skólamálum, upp-
byggingu íþróttamannvirkja og
ODDUR HELGI
Ég get hælt
meirihlutanum
vegna þess að ég
er ekki með
neinn flokk á bak
við mig.
öfluga leikskóla. í þessu öllu hafi
mikið starf verið unnið og Listi
fólksins stutt við bakið á meiri-
hlutanum í þessum málum. „Við
höfum náð mjög miklu fram af því
sem við höfum viljað. Þó við séum
ekki í meirihluta hefur meirihlut-
inn verið að framfylgja okkar
stefnuskrá. Við getum ekki verið
óánægð með það.“ ■
Tilraun til innbrots í
Reykjavík:
Fór líklega
húsavillt
lögreglumál Maður reyndi að brjót-
ast inn til konu í Vallarhúsahverfi í
Grafarvogi í fyrirnótt. Þegar lög-
reglan kom á staðinn var maðurinn
á bak og burt en vitað er hver hann
var og verður haft tal af honum síð-
ar. Telur lögreglan líklegt að maður-
inn hafi farið húsavillt.
Þá var tilkynnt um líkamsárás
um fimmleytið. Tveimur mönnum
hafði lent saman á veitingastaðn-
um 22 við Laugaveg og hlaut annar
maðurinn skurð á andlitið auk þess
sem tönn brotnaði. Hann var flutt-
ur á slysadeildina í Fossvogi. ■
|
I
i