Fréttablaðið - 26.11.2001, Blaðsíða 18
TILGANGUR LÍFSINS?
Að njóta þess
„Ætli tilgangur lífsins sé ekki bara
að njóta þess." ■
Anna María Beck, atvinnulaus
Gallerí Geysir
Ljósmynda-
sýning
mynplist Eyþór Árnason opnaði um
helgina ljósmyndasýningu í Gall-
erí Geysi. Sýningin ber heitið
■ „Mynd í myrkri" og
dregur hún nafn sitt
af þeirri stemmn-
ingu sem Eyþór ein-
setti sér að búa til í
myndunum. Á sýn-
ingunni eru um 19
myndir.
Eyþór er nemandi í Iðnskólan-
um í Reykjavík á upplýsinga- og
fjölmiðlabraut. Hann er og aðal-
Ijósmyndari Undirtóna. Hann
lauk stúdentsprófi úr Menntaskól-
anum við Sund síðastliðið vor. Þar
var hann svokallaður hirðljós-
myndari, en hann sér um alla ljós-
myndun fyrir skólafélagið. ■
Listhús Ófeigs:
Fimm
listamenn
mynplist Fimm ungir listamenn
opnuðu samsýningu sl. laugardag
í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg
5. Hafsteinn Michael Guðmunds-
son, Helgi Snær Sigurðsson, Karl
Emil Guðmundsson, Sírnir H. Ein-
arsson og Stella Sigurgeirsdóttir
sýna verk sem unnin eru í ólíka
miðla en öll eiga þau það sameig-
inlegt að hafa numið við Mynd-
lista og handíðaskólann og eða
Listaháskóla íslands. Viðfangs-
efnin eru margbreytileg milli
verka og erfitt að lýsa í stuttu
máli segja listamennirnir.
Sýningin stendur til 12. desem-
ber og er opin virka daga frá kl.
10 til 18 en einnig verður opið um
helgar desembermánuði. Aðgang-
ur er ókeypis og allir velkomnir. ■
-•a'fnleikur
Frikortsins
Ef þú notar
Fríkortið
verður nafnið þitt
kannski dregið út
Þorláksmessu.
Nánari upplýsingar á www.frikort.is
Pú sofnor hfá okkur.
18
FRÉTTABLAÐIÐ
26. nóvember 2001 MÁNUDAGUR
Tónleikaröð Hilmars Jenssonar og félaga:
Sama dagskráin
en aldrei eins
tónleikar Það er sjaldgæft að tónlist-
armenn flytji sömu tónleikadag-
skrána mörg kvöld í röð. í gær voru
fyrstu tónleikar af fimm sem þeir
Hilmar Jensson, gítarleikari,
Andrew D’Angelo saxafón- og
bassaklarinettuleikarar og Jim
Black trommuleikari komu fram á.
„Ég hef gengið með þetta í magan-
um lengi,“ sagði Hilmar í spjalli við
Fréttablaðið. „Það gerist svo mikið
á tónleikum og skrifaða efnið
breytist frá kvöldi til kvölds þannig
að tónleikarnir verða aldrei alveg
eins.“ Flutt verður djass- og
spunatónlist á tónleikunum, blönd-
uð elektróník. „Við förum svo í
stúdíó næstu helgi og tökum upp
plötu sem kanadíska fyrirtækið
Songline gefur út,“ segir Hilmar og
bætir við að verkefnið væri gerlegt
vegna styrkja frá menningarsjóði
FÍH. „Mér hefur lengi leiðst að tón-
listarmenn hafi ekki haft tækifæri
til að flytja metnaðarfulla dagskrá
oftar en einu sinni. Þarna fáum við
tækifæri til að spila okkur saman
áður en við höldum í stúdíó."
Hilmar Jensson hefur verið
áberandi í íslenku tónlistarlífi um
árabil og leikið á fjölda geisladiska
jafnt innlendum sem erlendum.
Hann er einnig einn stofnenda út-
gáfu og listafélagsins Tilraunaeld-
hússins. Jim Black er þekktur um
víða veröld fyrir leik sinn með
Laurie Anderson, Uri Caine og
fleirum. Andrew DíAngelo hefur og
leikið víða um heiminn með Matt
HILMAR jensson
OG ANDREW D ANGELO
Eru á leið I stúdíó saman að lokinni tón-
leikaröðinn í Vesturporti.
Wilson Quartet, Human Feel, Or-
ange then Blue og fleirum. Hann er
einnig afkastamikið tónskáld. Tón-
leikarnir hefjast kl. 21.00 og eru
þeir haldnir í Vesturporti við Vest-
urgötu, þeir síðustu á fimmtudags-
kvöld. Miðaverð eru 800 krónur. ■
MÁNUDAGURINN
26. NÓVEMBER
UPPLESTUR:____________________________
20.30: Ljóða og djasskvöld Eddunnar í
Leikhúskjallaranum. Lesin verða ný-
útkomin Ijóð eftir höfundana Val-
gerði Benediktsdóttur, Margréti
Lóu Jónsdóttur, Pálma Örn Guð-
mundsson, Egil Jónasson, Matthí-
as Johannessen, Tomas Tran-
strömer og fleiri. Einnig verður leik-
inn djass af listamönnum Óma, Sig-
urði Flosasyni þar á meðal.
20.30: Bókaupplestrarkvöld Hlaðvarpans.
Upplesarar eru Anna Valdimars-
dóttir, sálfræðingur les úr bókinni
Leiðin til lífshamingju eftir Dalai
Lama, Halla Sverrisdóttir les úr
bókinni Eyðimerkurblómsins eftir
Waris Dirie, Jónína Benediktsdótt-
ir, framkvæmdarstjóri les úr bókinni
Dömufrí og Unnur Úlfarsdóttir les
úr ævisögu Úlfars Þórðarsonar,
augnlæknis. Eftir lestur hverrar bók-
ar gefst gestum tækifæri á að spyrja
höfunda/þýðendur ef þess er ósk-
að.
FYRIRLESTRAR:_________________________
12.15: Jóhanna Bernharðsdóttír, lektor
við hjúkrunarfræðideild, Rósa Frið-
riksdóttir, hjúkrunarfræðingur á
Reykjalundi og Rósa M. Guð-
mundsdóttir, hjúkrunarfræðingur á
Reykjalundi flytja fyrirlesturinn Þýð-
ing og forprófum á vonleysiskvarða
Becks. Málstofan fer fram í stofu 6 í
Eirbergi, Eiríksgötu 34.
20.30: Dr. Ólafur Ingólfsson prófessor í
jöklajarðfræði flytur erindi um þró-
un og breytingar síðustu árþúsindin
á nátttúrufari á Suðurskautslandinu
í stofu 101 í Lögbergi, húsi Háskóla
íslands. Þetta er annað fræðsluer-
indi Hins íslenska náttúrufræðifé-
lags (HÍN) nú að loknu sumri.
20.30: Jacques Melot flytur fyrirlesturinn
Fordómar og áróður í tungumálum
í húsnæði Ailiance Francaise í JL-
húsinu við Hringbraut
TÓNLEIKAR_____________________________
20.30: Tónleikar Selkórsíns, Bubba
Morthens og Jóhanns Helgasonar
í Borgarleikhúsinu. Um er að ræða
flutning argentískrar messu, Misa
Criolla, eftir Ramírez auk annarrar
Suður-Ameriskrar tónlistar. Ein-
söngvarar verða þeir Bubbi
Morthens og Jóhann Helgason. Auk
messunnar verður flutt létt tónlist
frá Argentínu og Perú.
Samtíma sigurvegari
Magnús Guðmundsson er höfundur Sigurvegarans, sögunnar um hinn
kvikindislega Dadda. Upprunalega fékk Kristján B. Jónasson útgáfu-
stjóri hann til að skrifa íslenska nútímaútgáfu af Fursta Machiavelli.
bækur „Magnús er svo sniðugur,
hann getur gert hvað sem er,“
segir Kristján B. Jónasson, út-
gáfustjóri Forlagsins. „Ég vildi
gera íslenska nútímaútgáfu af
Furstanum eftir Machiavelli,
þar sem er m.a. gert grín að
þeim, sem nýta sér völd til að
festa sig í sessi. Ég hafði einnig
t.d. Lof heimsku-
nnar eftir Erasm-
us til hliðsjónar.
Þetta var grunn-
hugsunin en
Magnús fór sína
eigin leið.“
Kristján lét
skrifa bókina Dís
í fyrra og meiri-
hluti þeirra höf-
unda, sem hann
hefur á sínum
snærum í ár, eru
að gefa út sín
fyrstu verk. „Ég hef gaman að
því að vinna með höfundum. Það
er rosa stuð og það gerist alltaf
meira en ég á von á. Magnús
iandaði Sigurvegaranum á annan
og betri hátt en ég sá fyrir. Ég
ímyndaði mér þetta meira sem
grín heldur en skáldsögu. Hann
nýtti kjarnann en nær skáldleg-
um hæðum í bókinni.”
„Ég las Furstann fyrir
nokkrum árum en pældi ekki al-
mennilega í henni,“ segir Magn-
ús Guðmundsson. Sigurvegarinn
er hans fyrsta skáldsaga. „Við
lögðum af stað með sjálfshjálp-
arbók og ég gerði nokkra lista.
Kristjáni leist vel á það og gaf
mér lausan tauminn. Fljótlega
hætti ég að hugsa um Furstann
og varð frjálsari fyrir vikið.“
Aðalpersóna Sigurvegarans,
KRISTJÁN B.
JÓNASSON
Útgáfustjóri For-
lagsins. Vinnur
mikið með höf-
undum sínum
MAGNÚS GUÐMUNDSSON
Magnús er menntaður bókmenntafræðingur og segist myndi hafa gaman að því ef
kollegar hans myndu skoða Furstann og Sigurvegarann saman. „Það væri flott ef ein-
hver tæki samanburðargreiningu á þeim."
Daddi, er ungur framkvæmda-
stjóri og peningamaður. Daddi er
samviskulaus og hikar ekki við
að traðka á öðrum til að fá sínu
framgengt. „Hann er lifandi fyr-
ir mér og var dóminerandi þegar
ég var að skrifa bókina. Daddi er
þannig að maður þarf að hvíla
sig á honum. Þó hann sé öfga-
kenndur er hann ekki óraun-
veruleg persóna. Hann á alltaf
við, sama hvort það er góðæri
eða kreppa. Svona menn eru
gæddir aðlögunarhæfni. Ef það
er kreppa er það verra fyrir þá,
sem verða fyrir honum,“ segir
Magnús.
I Sigurvegaranum reynir
Daddi að miðla hæfileikum sín-
um til að vera ofan á í lífinu til
lesenda. „Það eru margir sálu-
hjálparar, sem hafa lausnir á því
hvernig fólk á að lifa lífinu.
Daddi trúir ekki á þá, finnst
hann einn hafa rétt fyrir sér.
Hann í'eynir að kenna fólki að
vera gerendur en ekki þolendur,
njóta lífsins. Persónur eins og
hann koma sjaldan fyrir í bók-
um, eru frekar í sjónvarpinu.
Sumir líkja honum við Tony
Soprano."
Magnús vonar að bókin nái til
þeirra, sem lesa bara lista yfir
ríkasta fólkið og flottustu gjald-
þrotin. „Það er fullt af vel
menntuðu fólki, sem vinnur mik-
ið og les lítið. Aðrir afþreyingar-
miðlar eru oft auðveldari lausn.
Bókmenntir mega ekki gleyma
því að þær eru í samkeppni."
halldorafrettabladid.is
Húmorinn
kraumar a
hverri síðu
Hlín Agnarsdóttir gefur les-
anda sínum löðrung í fyrstu
setningu bókar sinnar, Hátt upp
við Norðurbrún. Hún býður inn í
svefnherbergi Öddu ísabellu og
það er ekki laust við að maður
hrökkvi við og spyrji hvað sé á
seyði. Fljótlega kynnir hún
hverja persónuna á fætur
annarri til sögunnar og fjör fær-
ist í leikinn. í svefnherbergi
Öddu ísabellu er ys og þys og
þar tekur hún á móti þeim sem
þurfa að létta á hjarta sínu. Og
fer létt með að leysa málin. Per-
sónurnar tengjast innbyrðis og
i Adda ísabella er í hringiðu
vandamálanna. Þrátt fyrir það
er hennar eigin vandi ekki lítill
en hún leysir ekki úr honum
enda finnst henni hann ekki til-
tökumál.
HÁTT upp VIÐ NORÐURBRÚN
Hlín Agnarsdóttir,
Salka 2001, 306, bls.
Saga Hlínar er hrein ýkju-
saga og húmorinn kraumar á
hverri síðu. í síðari hluta bókar-
innar ganga ýkjurnar lengra og
sagan fer út í hreina fantasíu.
Það tók mig dálítinn tíma að átta
mig þessari uppbyggingu og
gera upp við mig með hvaða
hugarfari ég ætlaði að lesa
þessa bók. Þegar ég hafði stillt
mig inn á fantasíuna og tók
Öddu ísabellu og fólkið í kring-
um hana í sátt hafði ég mjög
gaman af þessari bók. Hún var
fyndin og ég skellti uppúr oftar
en ég man upp úr.
Bergljót Davíðsdóttir
SÝNINGAR__________________________
Maður, lærðu að skapa sjálfan þig heitir
sýning um sögu Bjargar C. Þorláksson
sem stendur yfir í Þjóðarbókhlöðunni.
Það er Kvennasögusafnið sem setur
sýninguna upp.
Kaffitár sýnir glænýja textíllínu fyrir árið
2002 sem kallast Hör, Perlur og Kaffi.
Það er listakonan Arnþrúður Osp Karls-
dóttir sem að þessu sinni hannar og
setur upp sýningu á þessari glæsilegu
textíllinu fyrir Kaffitár. Sýningin er á
l.hæð Kringlunnar og stendur yfir dag-
ana 22.nóvember-2.desember 2000.
MYNDLIST__________________________
Þrjár sýningar eru nú í Listasafni Kópa-
vogs. Margrét Jóelsdóttir og Stephen
Fairbairn sýna nýleg þrívíddarverk í
austursal Listasafns Kópavogs. ( Vestur-
sal safnsins sýnir Aðalheiður Valgeirs-
dóttir málverk. Sýningin ber yfirskriftina
Lífsmynstur. Á neðri hæð safnsins sýnir
Hrafnhildur Sigurðardóttir lágmyndir
og kallar sýningu sína Skoðun.
Glerlistakonann Ebba Júlíana Lárus-
dóttir hefur opnað stuttsýningu í Gallerí
Reykjavík, Skólavörðustíg 16. Verk Ebbu
eru aðallega unnin úr flotgleri en hún
hefur lagt stund á glerlist frá 1988. Stutt-
sýningin stendur til 1. desember 2001.
Nú stendur yfir sýning Ásu Bjarkar
Ólafsdóttur, myndlistarmanns og guð-
fræðinema, á lágmyndum í safnaðar-
heimili Laugarneskirkju. Ása Björk vinnur
með mýkt og hörku sem kemur fram 1
efnisnotkun annars vegar og formi hins
vegar. Þar kallast á harka lögmálsins og
mildi fagnaðarerindisins. Verkin eru unn-
in í steypu og marmarasteypu, öll unnin
árið 2001. Safnaðarheimilið er opið þri.-
fös. kl. 9-14 og sunnudaga kl. 11-13.
Sýningin stendur út nóvember.
Á Listasafni Reykjavíkur- Kjarvalsstöðum
stendur yfir sýningin Leiðin að miðju
jarðar. Það er sýning tékkneskra glerl-
istamanna, sem eru meðal þeirra frem-
stu í heiminum. Sýningin stendur til 13.
janúar.
í Hafnarborg, menningar- og listastofn-
un Hafnarfjarðar stendur yfir sýning á
verkum fjögurra listamanna undir heit-
inu Air condition. Listamennirnir eru
Catherine Tiraby og Víncent Chhim frá
Frakklandi og Gústav Geir Bollason og
Jóhann Ludwig Torfason en þau tengj-
ast innbyrðis í gegnum listnám og eiga
hér stefnumót. Á sýningunni eru mál-
verk, tölvumyndir, teikningar og vídeó-
innsetning en listamennirnir eiga það
sammerkt að leitast við að víkka út hug-
takið málverk. Sýningin stendur til 3.
desember og er opin alla daga nema
þriðjudaga 11.00 - 17.00.
Eva Dögg Þorsteinsdóttir sýnir málverk
í Hár og sýningahúsinu UNIQUE, Laug-
arvegi 168, (Brautarholtsmegin). Á sýn-