Fréttablaðið - 26.11.2001, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 26. nóvember 2001
FRÉTTABLAÐIÐ
9
Mannskætt flugslys:
24 létust þegar flugvél
hrapaði nærri Zurich
ZURICH. sviss. ap 24 létu lífiö þegar
svissnesk farþegaflugvél hrapaði
rétt áður en hún kom inn til lend-
ingar á flugvellinum í Zurich á
laugardagskvöld. Níu manns
komust lífs af og komust þeir af
sjálfsdáðum út úr flakinu.
Flugmálayfirvöld vildu ekki
greina frá orsökum slyssins í gær.
Veðurskilyrði voru slæm þegar
slysið átti sér stað og skyggni
slæmt. Sérfræðingar í flugmálum
sögðu í svissneskum fjölmiðlum að
Á SLYSSTAÐ
Björgunarmenn kanna stjómklefa flugvél-
arinnar í skógi nærri Zurich.
svo virtist vera sem flugvélin hefði
flogið of lágt þegar hún var að
koma inn að flugbrautinni sem stóð
til að hún lenti á. Sú flugbraut var
tekin í notkun í síðasta mánuði og
þykir aðflug að henni erfiðara en á
öðrum flugbrautum flugvallarins.
Flugslysið við Zurich er annað
mannskæða flugslysið sem flugvél
á vegum Crossair flugfélagsins
lendir í á tæpum tveimur árum.
Flugfélagið hefur verið í leiguflugi
hingað til lands. ■
Tony Blair slappur
í stafsetningu:
Sama villan
þrisvar sinn-
um í bréfi
fólk Tony Blair hefur viðurkennt
að hafa gert stafsetningarvillu í
orðinu „Tomorrow" í bréfi sem
hann skrifaði til frambjóðanda
Verkamannaflokksins í aukakosn-
ingum. Hann segir tilraunir blaða-
fulltrúa sinna að reyna sannfæra
blaðamenn að ekki væri um staf-
setningarvillu að ræða heldur
afar sérstaka rithönd Blairs vera
lélega. Alls kom orðið þrisvar fyr-
ir í bréfinu og í öllum tilvikum
skrifað „Toomorrow". í kjölfar
þessarar umræðu um stafsetning-
arkunnáttu forsetistáðherrans
rifjaði barnaskólakennari hans
upp villu sem Blair gerði 10 ára
gamall á prófi í flatamálsfræði. Á
prófinu hélt Blair því fram að
langhlið rétthyrnds þríhyrning
héti enska heitinu rhinoceros
(nashyrningur) en ekki réttnefn-
inu hypotenuse. Kennarinn segist
muna vel eftir svari Blairs þegar
hann krafðist frekari útskýringar.
„Herra, ég vissi vel að svarið væri
eitthvað svipað flóðhesti
(hippopotamus) en nashyrningur
(rhinoceros) var það eina sem
mér datt í hug.“ ■
Er lögheimili þitt rétt skráð í þjóðskrá?
Nú er unnið að frágangi árlegrar íbúaskrár 1. desember.
Hvað er lögheimili?
Samkvæmt lögheimilislögum er lögheimili
sá staður, þar sem maður hefur fasta búsetu.
Hvað er föst búseta?
Föst búseta er sá staður þar sem maður hefur bækistöð
sína, dvelst að jafnaði í tómstundum sínum, hefur
heimilismuni sína og svefnstaður hans er. Þetta þýðir að
lögheimili manns skal jafnan vera þar sem hann býr á
hverjum tíma.
Hvað er ekki föst búseta?
Dvöl frá heimili um stundarsakir t.d. vegna orlofs,
vinnuferða eða veikinda er ekki breyting á fastri búsetu
og þar af leiðandi ekki breyting á lögheimili. Sama
gildir t.d. um dvöl í gistihúsum, sjúkrahúsum,
heimavistarskólum og fangelsum.
Hvenær og hvar skal tilkynna flutning?
Breytingu á fastri búsetu á að tilkynna innan 7 daga frá
flutningi til skrifstofu þess sveitarfélags sem flutt er til.
Ennfremur má tilkynna flutning beint til Hagstofu
Islands - Þjóðskrár eða lögregluvarðstofu í Reykjavík.
Tilkynningar skulu vera skriflegar á þar til gerðum
eyðublöðum.
Hagstofa íslands - Þjóðskrá
Skuggasund 3,150 Reykjavík
Sími 560 9800, bréfasími 562 3312
ODYR
T0LAGJ0F
Gæsaskyttirí
heima í stofu.
Myndvarpinn
varpar myndinni
af bráðinni
á vegginn
og riffillinn er
tengdur
myndinni, þegar
þú hittir fellur
bráðin til jarðar.
Hörkuspennandi
og skemmtilegt
verkfæri.
áður kr. 12.900,-
Nú kr.
6990,-
Saumavélin sem saumar, gengur fyrir rafhlöðum, Þú getur saumað
á dúkkuna þína. - Box með tvinna, skærum, málbandi o.fl. fylgir.
Næstumþví alvöru
saumavél.
aður kr. 2.1
Nú kr.
1690,-
Opnunartími:
I.Guðmundsson ehf.
Skipholti 25 • 105 Reykjavík
MonsterTruck.
Þessi er alveg frábær.
Þú trekkir hann upp með því að
ýta á hann og krafturinn
er ótrúlegur, hann veður yfir
allt sem í vegi hans er.
áður kr. 2.900,-
alla daga frá kl 13-17 j
(lokað á sunnudögum) |
Eignamiðlunin Eignanaust Fasteignaþjónustan Frón íslensk auðlind
588 9090 551 8000 552 6600 533 1313 561 4000
Stóreign
551 2345
Nánari upplýsingar
veita eftirtaldir aðilar: