Fréttablaðið - 26.11.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTABLAÐIÐ
26. nóvember 2001 MÁNUDACUR
'p Pc ’p T"
■ I.D \
Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjórar: Pétur Gunnarsson
og Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Þverholti 9, 105 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Sfmbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf.
Plötugerð: IP-prentþjónustan ehf.
Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf.
Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is
Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf-
uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn
greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskílur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins (stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
ATVINNA
Stórhöfða 17
Nýtt veitingahús
Sport pub
opnar um mánaðarmótin
I Grafarvogi.
Vantar hresst og
skemmtilegt fólk
í eftirtalin störf:
Uppvask 1/2 og
tímavinna.
Vant fólk í sal, bar og
þjón I lausastörf.
Ræsting virka daga.
Upplýsingar í síma
893 9939
10
Nú telst til tíðinda að sjáfugl
Besti vinur rjúpunnar heitir
Árni G. Pétursson, eftirlauna-
maður og fyrrverandi ráðunautur
bænda um sauðfjárrækt og hlunn-
indanýtingu. „Ég
vil að rjúpan verði
alfriðuð í tvö ár,“
segir Árni. Hann er
fæddur og uppal-
inn í Öxarfirði og
hefur einkum fyl-
ástandi stofnsins í
sinni sveit. Hann telur að slæmt
ástand þar sé dæmigert fyrir
stöðu stofnsins um land allt. „Þeg-
ar ég var ungur tíðkaðist það að
maður gengi einn til rjúpna með
einhleypta haglabyssu og skot
sem hann hlóð sjálfur. í skamm-
deginu í nóvember, þegar menn
„Ég vil að
rjúpan verði
alfriðuð í
tvö ár."
—-#—
vel
gst
með
gátu skotið í 2-3 klukkustundir,
þótti ekki tíðindum sæta að þeir
kæmu heim með 60-70 fugla eftir
daginn,“ segir Árni. Áður var
rjúpan hvarvetna á heiðum. Nú
telst það til tíðinda að sjá fugl.
Árni segir að í dag sé algengt að
menn fari tveir saman, akandi og
með sjálfvirkar margra skota
byssur. Þeir þykist góðir að koma
heim að kvöldi með einn eða tvo
fugla.
Árni á land í Öxarfirði og hefur
friðað það fyrir skotveiðimönn-
um. Fleiri landeigendur hafa farið
þá leið en Árni er óhress með að
landbúnaðarráðherra hafi leyft
rjúpnaskyttum að fara sínu fram
á 11 jörðum í eigu ríkisins. Þótt
fuglafræðingar viðurkenni að
......MáLmanna
Pétur Cunnarsson
hlustaði á besta vin tjúpunnar
, .. ....... — ----
ástand rjúpnastofnsins sé ekki
gott, nema helst á Austurlandi,
vilja þeir ekki ganga jafnlangt og
Árni; þeir telja ekki þörf á að
friða stofninn fyrir veiðum. Árni
telur hins vegar að fuglafræðing-
arnir nú til dagSv^éu í litlu sam-
bandi við lífríkið í' heild sinni og
hlusti ekki á sjónarmið þeirra sem
lengi hafa fylgst með ástandi
mála í héruðum landsins. Hann er
sannfærður um að friðunar sé
þörf. Ekki af því að hann sé á móti
skotveiðum almennt heldur af því
að menn hafi gengið of nærri
stofninum. Sjálfur borðaði hann
rjúpur áður fyrr en hefur ekki lát-
ið það eftir sér lengi,- hann vill
ekki borða dýr sem hann er sann-
færður um að sé í útrýmingar-
hættu. ■
F03 77537;
Krónart hefur verið ífrjálsu falli og mikils óróa gætir í efnahagslífinu.
Hvað segja sérfrœðingar um gengið og efnahagsmálin?
Ingólfur Bender:
Hagkerfið er
að ná jafnvœgi
Meginorsök falls krónunnar er
að mínu mati það ójafnvægi
sem þensla síðustu ára kom ís-
lensku hagkerfi í - misvægi sem
lýsir sér m.a. í miklum viðskipta-
halla. Fjámögnun á þessu misvæ-
gi átti sér stað með erlendum lán-
tökum og á grundvelli mikilla
væntinga til innlends efnahags-
lífs,“ segir Ingólfur Bender hag-
fræðingur hjá íslandsbanka.
Um líklega þróun á næstunni
segir Ingólfur að hagkerfið sé að
ná betra jafnvægi. „Við sjáum það
t.d. af því að viðskiptahallinn er
að minnka. Líklega mun sú þróun
halda áfram og er það jákvætt
fyrir krónuna.“
„Það að fáir séu nú að nýta sér
mikinn mun á innlendum og er-
lendum vöxtum er vísbending um
að markaðurinn telji mikla óvissu
ríkja um framvindu gengis krón-
unnar á næstu mánuðum. Ég tel
að við munum áfram sjá nokkuð
flökt í gengi hennar."
Ingólfur segir það mistök að
setja krónuna ekki fyrr á flot og
taka upp verðbólgumarkmið og
beita ekki meira aðhaldi í opinber-
um fjármálum strax við upphaf
þensluskeiðsins. „Þetta hefði mátt
gera á kostnað aðhaldsstigs pen-
ingamála á síðari stigum. Ég held
að ef þetta hefði verði gert vær-
um við í betri stöðu í dag.“ ■
Þórður Friðjónsson:
Val um tengingu við
erlendan gjaldmiðil
Meginviðfangsefni hagstjórnar
er að koma jafnvægi á þjóð-
arbúskapinn og ná niður verð-
bólgu á sambærilegt stig og í öðr-
um löndum. Til að ná þeim mark-
miðum er nauðsynlegt að fylgja
aðhaldssamri stefnu í ríkisfjár-
málum og peningamálum," segir
Þórður Friðjónsson, forstjóri
Þjóðhagsstofnunar. Iláir vextir
séu til marks um að aðhaldi hafi
verið beitt í peningamálum. Þjóð-
hagsstofnun telji að með
gengisvísitölu á bilinu 140-145
væri hægt að koma á jafnvægi á
nokkurra ára bili.
Um hvað ályktanir megi draga
um krónuna af hinu frjálsa falli
segir Þórður að til þess að hún sé
sæmilega sterkur og stöðugur
gjaldmiðill þurfi fjármálastjórn
mjög ákveðið að beinast að því
markmiði; ríkissjóður að verða
rekinn með afgangi á löngu tíma-
bili og mikill gjaldeyrisvarasjóður
að vera til staðar. íslendingar hafi
búið við mikinn viðskiptahalla og
háar erlendar skuldir og það veki
spurningar um hvort skynsamlegt
sé til lengri tíma að hafa eigin
gjaldmiðil á svo litlu svæði. Skyn-
samlegt sé að haga hagstjórn og
fjármálastjórn með þeim hætti að
menn hafi í framtíðinni val um að
tengjast öðrum gjaldmiðli eða
reka krónuna áfram. ■
Tryggvi Kerbertsson:
Vaxtalækkun
kom offljótt
Mitt álit er að krónan sé of lágt
skráð miðað við efnahagsleg-
ar forsendur," segir TVyggvi Her-
bertsson, forstöðumaður Hag-
fræðistofnunar Háskóla íslands.
„Ég tel jafnframt að þetta hrun
undanfarna daga megi að rniklu
leyti rekja til þess að Seðlabank-
inn hafi lækkað vexti of fljótt."
Tryggvi segir að bíða hefði átt
mun órækari merkja um að vinnu-
markaðurinn væri að dragast
saman og minnkandi verðbólgu
áður en vextir voru lækkaðir. „Ég
hef verið fylgjandi mun stífari
peningamálapólitík.“
Hins vegar sé efnahagslífið í
góðri stöðu sé horft til lengri
tíma; útflutningsfyrirtæki fái
mikið fyrir sínar afurðir erlendis
og rekstur þeirra gangi vel þannig
að gengið muni hækka aftur, enda
virðist verðbólga vera að fara
lækkandi og spenna á vinnumark-
aði sé minni en áður. Með vaxandi
innstreymi gjaldeyris muni geng-
ið styrkjast þar til verðbólga verð-
ur orðin svipuð og í nágrannalönd-
unum.
Sjávarútvegsfyrirtæki séu nú í
óðaönn að greiða niður erlendar
skammtímaskuldir sínar vegna
þess hve sjóðsstaða þeirra sé nú
góð. Því komi minni peningar frá
þeim inn í landið en það muni
breytast á næstu mánuðum. g
Pétur H. Blöndal:
Ekkert tilefni
til svartsýni
Pétur H. Blöndal alþingismaður
segir að hér á landi vanti spá-
kaupmenn sem kaupa krónur til
framtíðar. Slíkt stuðli að því að
jafna sveiflur. „Það er ekkert í
efnahagslífinu, sem gefur tilefni
til svartsýni. Það er rífandi vinna,
fleiri störf í þjóðfélaginu en
nokkru sinni fyrr og lítið sem ekk-
ert atvinnuleysi."
Á næstunni fari útflutningsfyr-
irtækjum að ganga vel því lækk-
andi gengi skili hærri tekjum. Þá
leiti efnahagslífið jafnvægis og
gengið hækki. Einstaklingar og
fyrirtæki hafa skuldsett sig
grimmt og borgi nú hratt niður er-
lend lán. Því sé eftirspurn eftir
gjaldeyri mikil. Þetta sé öfug þró-
un við það sem var fyrir 2-3 árum
þegar Seðlabankinn hélt uppi
gengi með of háum vöxtum og
dældi peningum inn í hagkerfið.
Pétur segir að við afgreiðslu
fjárlagafrumvarps á Alþingi muni
verða gerð krafa um afgang á rík-
isrekstrinum, minni eyðslu og að-
hald í ríkisf jármálum. Hann seg-
ist munu gera kröfu um að aga-
valdi verði beitt gagnvart for-
svarsmönnum ríkisfyrirtækja og -
stofnana sem fara fram úr fjár-
lögum enda sé það í engu frá-
brugðið að sækja sér heimildar-
laust peninga í ríkissjóð eða brjót-
ast inn í banka. n
■ Wýg
iTf herur nú tekiö viö umboðum og vörumerkjum frá -c '*"nLSSC'
og býður nú einníg hágæða heimilishíjómtæki. Við hófum á undanförnum
vskum breytt verslun okkar til að gefa hljoðtíeildinni aukið rymi, smíðað
lO ' ' ' og bætt aðstöðuna að óðru leyti.
TEAC
D?NAUDIO
BKIIÆESKA6LE (((AEJ
HLJOÐOEILP
GRENSÁSVEGUF! 13 SIMl: 533 2223
www.pfaff.is