Fréttablaðið - 26.11.2001, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 26.11.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTABLAÐIÐ KiÖRKASSINN ÞESSI DÁSAMLECA SNJÓKOMA Naumur meirihluti netverja fagnar snjónum. Restin bölvar honum e.t.v. í sand og ösku. Viltu snjó? Niðurstöður gærdagsins á www.visir.is Spurning dagsins í dag: Myndir þú láta klóna þig ef það stæði til boða? Farðu inn á vlsi.is og segðu þína skoðun Axabískir talibanar: Hundruð falla í fanga- uppreisn BANCI. afcanistan. ap Hundruðir erlendra hermanna sem barist höfðu með talibönum en gefist upp fyrir hermönnum Norður- bandalagsins féllu þegar þeir gerðu uppreisn í fangabúðum nærri borginni Kunduz í norðan- verðu Afganistan. Fangarnir höfðu gefist upp á laugardag en gerðu uppreisn í gær. Hún var barin niður af fangavörðum sem nutu stuðnings annarra hersveita Norðurbandalagsins og banda- ríska flughersins sem gerði loft- árásir á þá hluta fangabúðanna þar sem fangarnir höfðust við. Daoud Khan, einn helsti her- foringi Norðurbandalagsins, lýsti því yfir í gær að hermenn sínir hefðu náð Kunduz allri á sitt vald og að hermenn talibana hefðu hörfað til bæjarins Chardara fyrir vestan borgina. Fall borgarinnar fékkst ekki staðfest eftir öðrum leiðum en ljóst þykir að sé borgin ekki þegar fallin Norðurbandalag- inu í hendur sé þess stutt að bíða. í sunnanverðu Afganistan lýstu andstæðingar talibana því yfir að þeir hefðu náð hluta mikil- vægrar aðfangaleiðar Kandahar á sitt vald. Ef satt reynist veikir það mjög varnir talibana í borginni. ■ —♦— Miðstjórn Framsóknar: Magntengt veiðigjald STJÓRNMÁL Framsóknarmenn sam- þykktu á miðstjórnarfundi um helgina að innheimta eigi magn- tengt veiðigjald af handhöfum veiðiheimilda. Miklar umræður urðu um sjávarútvegsmálin á fundinum og skoðanir skiptar. Að lokum var tillaga Halldórs Ás- grímssonar þó samþykkt sam- hljóða en þar er í fyrsta skipti kveðið á um það af flokknum að innheimta beri gjald af útgerðinni fyrir veiðiheimildir. „Það er eins í öllum stórum málum að það eru mismunandi skoðanir á hvaða leið skuli farin en niðurstaðan er skýr. Þetta er stefna flokksins", sagði Halldór Ásgrímsson að fundi loknum. Kristinn H. Gunnarsson sagði ljóst að stuðningur við fyrningar- leið væri talsverður innan flokks- ins þrátt fyrir þessa niðurstöðu.l Bandarískir vísindamenn: Hafa klónað mannsfóstur erfðavísindi Hópur bandarískra vísindamanna greindi frá því í gær að þeim hefði tekist að klóna mannsfóstur með því að koma frumu fyrir í eggi konu. Þetta er í fyrsta skipti sem vísindamönn- um tekst að klóna fóstur en slík klónun er fyrsta skrefið í átt að því hægt verði að klóna menn. Rannsakendurnir neita því að til greina komi að koma fóstrunum fyrir í legi konu og segja tilgang- inn þann að rækta stofnfrumur sem nota megi til lækninga. Dr. Michael West, forstjóri fyrirtækisins sem stendur að rannsóknunum segir að ekki megi rugla fóstrunum sem vís- EKKI A LEIÐ TIL MANNS Vísindamenn segja fóstrin ekki klónuð til að skapa menn. indamönnunum hefur tekist að klóna við mannverur. „Líffræði- lega og vísindalega eru eining- arnar sem við höfum skapað ekki einstaklingar. Þetta er eingöngu frumulíf. Þetta er ekki manns- líf.“ Hann segir áfangann fyrsta skrefið að nýjum lækningum, svokölluðum endurnýjanlegum lækningum, þar sem hægt verður að rækta frumur til að koma fyr- ir í líkama fólks í stað skemmdra fruma. Nokkur fylki Bandaríkjanna hafa bannað klónun manna og bandaríska þingið hefur löggjöf til athugunar sem myndi banna klónun í Bandaríkjunum öllum. ■ FÆRÐ ÞYNGDIST I REYKJAVÍK Færðin í Reykjavík þyngist töluvert í gærmorgun og brögð voru að því að menn væru ekki alveg reiðubúnir að takast á við það eins og þessi mynd ber með sér. Ohöpp víða um land vegna slæms veðurs Grjóthrun varð á tveimur stöðum á Austurlandi vegna mikils vatnsveð- urs. Nokkrir árekstrar urðu á Suðurlandi vegna hálku. SAMCÖncur Mikið hvassviðri gekk yfir Norðausturlandið og niður með Austfjörðum í gær- morgun. Samkvæmt upplýsing- um frá Veðurstofunni fór vindur allt upp í 25 m/sek og úti á miðun- um varð vindur 30 m/sek en eng- in vandræði hlutust af sam- kvæmt upplýsingum frá Tilkynn- ingaskyldunni. Allt innanlands- flug féll niður £ gærmorgun en komst aftur á um hádegisbilið. Slæm færð var á vegum á Norð- ur- og Austurlandi vegna snjó- komu og hvassviðris og varð ófært milli Akureyrar og Egils- staða. Á Akureyri var mikil snjó- koma og að sögn lögreglunnar var nokkuð um það að bílar væru að festa sig og þurfti að aðstoða nokkra ökumenn að losa sig í gærmorgun. Á Húsavík var lé- legt skyggni vegna snjókomu og fór einn bíll útaf og valt í fyrra- kvöld á vegamótum Köldukinnar og Ljósavatnsskarðs. Bifreiðin gjöreyðilagðist en ökumaður slapp ómeiddur. Vegur inn á Sauðanes lokaðist fyrir fólksbíla seint í gærkveldi vegna snjóflóðs. Að sögn lögregl- unnar á Ólafsfirði varð umfang flóðsins ekki mikið og var fært fyrir jeppabifreiðar. Kalla þurfti til aðstoðar Björgunarsveitarinn- ar Hafliða til að koma tveimur rjúpnaskyttum til bjargar sem voru á Öxnafjarðarheiði. Að sögn lögreglunnar á Raufarhöfn var aldrei nein hætta á ferðum og mennirnir voru í símasambandi þangað til þeim var komið til bjargar. Mikið vatnsveður gekk yfir Austurland og varaði lögreglan á Djúpavogi við grjóthruni úr Vatnnesskriðum milli Fáskrúðs- fjarðar og Reyðarfjarðar. Að sögn lögreglunnar hrundi mikið grjót úr skriðunum í fyrrinótt en engin óhöpp urðu. Vegurinn um Iivalnesskriður lokaðist í fyrr- inótt vegna grjóthruns en að sögn lögreglunnar á Höfn var hann opnaður aftur í gærdag. Á Suðurlandi var mikil hálka á vegum. Fjórir árekstrar urðu í gærdag sem rekja má til hálku á Þjórsárbrú, Biskupstungnabraut, innanbæjar á Selfossi og í Hvera- gerði. Björgunarsveitin Tintron kölluð út til aðstoðar bifreið sem hafði fest sig inn á Þjófahrauni í gærmorgun. Var hún afturkölluð þar sem þegar var búið að koma fólkinu til aðstoðar. Björgunar- sveitarmenn Landsbjargar komu fólki til aðstoðar sem höfðu lent í vandræðum með bíla sína á Mos- fellsheiði, Krýsuvík og Heiðmörk í fyrrinótt. Talsverður skafrenn- ingur var á þessum slóðum. í Reykjavík þyngdist færðin mjög um áttaleytið í gærmorgun, sér- staklega í úthverfum og í húsa- götum. kolbrun@frettabladid.is Rjúpnastofninn í lægð og veiði dræm: Kaupmenn horfa til ínnflutnings DÝRALÍF Fyrirspurnir hafa borist til embættis yfirdýralæknis varð- andi hugsanlegan innflutning á rjúpum, en veiði hefur verið dræm. Enn sem komið er hefur þó enginn leitað eftir formlegu leyfi til innflutnings. Forsvarsmenn bæði Nóatúns og Hagkaupa kváð- ust ætla að sjá til enn um sinn og sögðu engar ráðagerðir uppi um innflutning. Sögðu þeir veiði oft hafa verið dræma framan af, en oftast hafi ræst úr málum og framboð verið nóg. Mundu þeir til þess að rjúpur hafi einu sinni ver- ið fluttar inn frá Grænlandi fyrir nokkrum árum og hafðar til sölu í kjötbúð við Laugaveg í Reykjavík. „Það er örugglega mjög lítið af rjúpu núna en ég yrði hissa ef veiðin færi niður fyrir 100 þúsund fugla. Neyslan hefur verið ein- hvers staðar á því bili. Þegar menn voru að skjóta þetta 150 þús- und fugla þá gátu þeir ekki selt all- an afla,“ sagði Ólafur Karl Niel- sen, líffræðingur. Hann segir að sveiflur í stærð rjúpnastofnsins séu vel þekktar. „Hann er kominn í lágmark, en síðan um 1963-4 hef- ur hann alla vega tvisvar eða þris- var verið á svipuðu róli og núna.“ í máli Ólafs kom fram að fálka- stofninn sveiflist með rjúpunni og gera megi ráð fyi-ir að hann nái botni eftir eitt til tvö ár. ■ 26. nóvember 2001 MÁNUDAGUR Davíð Oddsson: Styrkur efna- hagslífsins efnahagsmál Davíð Oddsson, for- sætisráðherra, sagði í viðtali í Silfri Egils á Skjá einum í gær, að það að verðbólgan í landinu væri aðeins 5-6% þrátt fyrir að gengið hefði fallið um þriðjung sýndi ótrúlegan styrkleika íslensks efnahagslífs. Það væri ennfremur til marks um styrk efnahagslífs- ins að kaupmáttur hefði ekki rýi-nað. Hins vegar lýsti forsætisi’áð- herra skilningi á því að í núver- andi ástandi setti verkalýðshreyf- ingin fram kröfur um endurskoð- un kjarasamninga. ■ DON C. WILEY Starfar sem prófessor við Harvard háskól- ann og sérhæfir sig í veirurannsóknum. Týndur tengdasonur Is- lands: FBI komið í málið mannshvarf Bandaríska alríkis- lögreglan, FBI, leitar enn Don C. Wiley, sem giftur er íslenskri konu og hvarf á dularfullan hátt í Memphis í Tennessee þann 16. nóvember s.l., en óttast að hann sé látinn. „Við höfum fengið upplýs- ingar sem við munum fylgja eft- ir,“ sagði Joe Scott, lögreglumað- ur. Wiley er vísindamaður á sviði veirurannsókna og próessor við Harvard. Hann hefur rannsakað margar af hættulegstu veirum heims, s.s. ebólu, alnæmi og HIV. Þar sem yfirvöld þar í landi óttast að hryðjuverkamenn muni notast við sýklavopn í kjölfar árásanna á Afganistan var FBI fengið til sam- starfs við lögregluna í Boston. „Vegna vinnu hans sáum við okkur knúna til að blandast í mál- ið,“ var haft eftir William Woern- er, rannsóknarmanni hjá FBI. Wiley heldur úti heimasíðu sem fjalla um rannsóknir hans en Katrín Valgeirsdóttir, eiginkona hans, telur hvarfið ekki tengjast starfinu. „Það virðist bara ekki mögu- legt,“ sagði Katrín í viðtali við Boston Globe. Þar kemur einnig fram að leitin fari aðallega fram í grennd Mississippi-fljótsins. ■ TögreclufréttirI Maður á vélsleða slasaðist í Ölfushreppi seinnipartinn í gær. Að sögn lögreglunnar á Sel- fossi fataðist manninum akstur- inn og keyrði á girðingu og end- aði á nærliggjandi húsvegg. Hann var fluttur með sjúkrabif- reið á slysadeild. ÓLAFUR KARL NIELSEN Stofnstærð rjúpunnar gengur I sveiflum og er stofninn í lágmarki um þessar mundir. Yfirdýralæknisembættinu hafa borist fyrir- spurnir um hvaðan væri vænlegt að flytja inn rjúpur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.