Fréttablaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUPAGUR 27. nóvember 2001 FRETTABLAÐIÐ A GEISLANUM Þétt og kraftmikið Rúnar Júlíusson heldur áfram að rokka eins og honum er einum lagið á nýja geisladisknum sínum sem nefnist „Leið yfir“. Þar eru alls 11 ný lög sem eru mörg hver mjög vel gerð og eiga trúlega eftir að skemmta landan- um um ókomna tíð. Eins og oft áður gætir þar áhrifa um ýmsum áttum og m.a. frá frændum vor- um á írlandi þar sem kráar- stemmningin ræður ríkjum. Það er kannski ekki nema að vonum að þau áhrif komi sterkt fram því kappinn hefur verið iðinn við spilamennsku á álíka stöðum hér á Fróni við góðan orðstír. Það sem vekur einna mesta at- hygli að þessu sinni er hvað Rúnar Júlíusson: Leið yfír bandið er gott sem spilar með Rúnari, bæði þétt og kraftmikið en nær einnig fram ljóðrænni stemmningu í rólegri lögunum. Fyrir utan Rúnar á bassa má nefna Þórir Baldursson á hljóm- borð, Guðmund Pétursson á gítar og syni Rúnars, Júlíus á trommur og Baldur á hljómborð. Þá vekur plötuumslagið upp gamlar minn- ingar en það minnir á Abby Road þar sem Rúnar er á leið yfir gangbraut á Vesturgötunni með bassann í hendi. Táknrænt um rokkarann sem alltaf er á ferð- ínnt. Guðmundur R. Heiðarsson Súfistinn í kvöld: Fjáröflunartónleikar í Hlaðvarpanum: Börn á Ind- landi styrkt tónleikar Vinii’ Indlands halda fjár- öflunartónleika í Kaffileikhúsinu kl.20.30. Félagið var stofnað í fyrra og safnar fé til styrktar börnum úr fátækum fjölskyldum og greiða skólagjöld þeirra til náms í grunn- skóla. Þjóðkunnir listamenn leggja málefninu lið. Fram koma Ólöf Kol- brún Harðardóttir sópran og Jón Stefánsson píanó, Tríó Reykjavíkur Anna Sigríður Helgadóttir alt og Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanó. Tinna Gunnlaugsdóttir les upp og Kjartan Jónsson Indíafari kynnir starf félagsins í máli og myndum. Miðaverð er kr. 1800. ■ Nú stendur yfir sýning Ásu Bjarkar Ólafsdóttur, myndlistarmanns og guð- fræðinema, á lágmyndum í safnaðar- heimili Laugarneskirkju. Ása Björk vinnur með mýkt og hörku sem kemur fram í efnisnotkun annars vegar og formi hins vegar. Þar kallast á harka lögmálsins og mildi fagnaðarerindisins. Verkin eru unnin í steypu og marmara- steypu, öll unnin árið 2001. Safnaðar- heimilið er opið þri.- fös. kl. 9-14 og sunnudaga kl. 11-13. Sýningin stendur út nóvember. Á Listasafni Reykjavikur- Kjarvals- stöðum stendur yfir sýningin Leiðin að miðju jarðar. Það er sýning tékkneskra glerlistamanna, sem eru meðal þeirra fremstu í heiminum. Sýningin stendur til 13. janúar. Eva Dögg Þorsteinsdóttir sýnir mál- verk f Hár og sýningahúsinu UNIQUE, Laugarvegi 168, (Brautarholtsmegin). Á sýningunni eru bæði stærri og minni verk. Myndirnar eru mestmegnis tengd- ar fólki og mannlífi en einnig málar hún landslagsmyndir. Sýningin er sölu- sýning og stendur fram I desember. Opnunartfmi sýningarinnar er frá kl. 10:00 - 18:00 alla virka daga, en 10:00 - 14:00 laugardaga. Björn Hafberg sýnir um þessar mundir olíumálverk í sýningarsal veitingarstað- arins Hornsins. Megas í Nýlistasafninu. Til sýnis er sjaldséð myndlist Megasar i ýmsum miðlum og frá ýmsum tímum. Sýningin stendur til 30. nóvember. Kristín Reynisdóttír sýnir verk í Þjóð- arbókhlöðunni. Þetta er fjórða sýning- in í sýningaröðinni Fellingar sem er samstarfsverkefni Kvennasögusafnsins, Landsbókasafns íslands - Háskólabóka- safns og 13 starfandi myndlistar- kvenna. Opnunartími Kvennasögu- safnsins er milli klukkan 9 og 17 virka daga. Svipir lands og sagna er yfirskrift sýn- ingar á verkum Ásmundar Sveinsson- ar í Listasafni Reykjavíkur, Ásmund- arsafni. Á sýningunni eru verk sem spanna allan feril listamannsins. Safnið er opið daglega kl. 10 til 16 og stendur til 10. febrúar á næsta ári. Tilkynningar sendist á netfangið ritstjorn@frettabladid.is Einar Már og Sjón upplestur í kvöld verður lesið upp úr nýjum bókum á Súfistanum, bókakaffi Máls og menningar við Laugaveg. Bæði lesa höfund- arnir sjálfir og aðrir upp úr bók- unum, sem allar eru nýjar. Einar Már Guðmundsson les upp úr bók sinni Kannski er pósturinn svangur, Sjón úr bók sinni Með titrandi tár-glæpasaga og Svein- björn I. Baldvinsson les upp úr bók sinni Sólin er sprungin. Ólafur Darri Ólafsson leikari les upp úr bók Bjarna Bjarnasonar, Mannætukonan og maður henn- ar og Hjalti Rögnvaldsson úr Önnu eftir Guðberg Bergsson. Tríó Sigurðar Flosasonar leik- ur einnig tónlist af nýrri plötu sinni, Djúpinu. Dagskráin á Súfistanum hefst kl. 20 og er ókeypis. ■ ewiíðajárn í mikla úrvali GRID Dalbrekku 26, Kópavogi - 5641890 -www.grid.is Mikið úrval af • Jólavörum • Gjafavörum • Fatnaði • Snyrtivörum • Skarti, sælgæti, Ijós ofl. ofl. Hagkvæm verksmiðjuinnkaup = betra verð Budduvæn búð Verslun KAYS Austurhrauni 3 Gbæ/Hfj. Sími 555 2866

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.