Fréttablaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTABLAÐIÐ
27. nóvember 2001 ÞRIÐIUDACUR
Kringlan er...
...með fjölmörgum
Ofbeldi heldur áfram fyrir botni Miðjarðarhafs:
Sjálfsmorðsárás á Gaza-svæðinu
CAZA-svæðiNu.ap 22 ára gamall
islamskur uppreisnarmaður
sprengdi sjálfan sig upp skammt
frá bækistöðvum ísraela á norð-
urhluta Gaza-svæðisins í gær-
morgun. Tveir ísraelskir
landamæraverðir særðust lítil-
lega í árásinni. Hamas-skæru-
liðahreyfingin lýsti ábyrgð á
verknaðinum á hendur sér. Tveir
bandarískir samningafulltrúar
komu til ísraels í gær til að ræða
um að koma aftur á friði fyrir
botni Miðjarðarhafs. í dag munu
þeir ræða við Ariel Sharon, for-
sætisráðherra ísraels, og Shimon
Peres, utanríkisráðherra lands-
ins. Á morgun ætlar Yasser Ara-
RIFFILSKOT
Palestínskur maður hleypir af skoti úr riffli sínum eftir jarðarför 14 ára gamals Palestínu-
manns sem skotinn var til bana af hersveitum (sraela.
fat, leiðtogi Palestínumanna, að ir að hafa lokið ferð sinni um
ræða við samningafulltrúana eft- arabaríkin. ■
GLÆSIHÓTEL í ÞÝSKALANDI
Þarna ætla fulltrúar stríðsherranna frá Afganistan að setjast niður til að spjalla.
Fundað um nýja stjórn
í Afganistan í dag
KriKq(csJ\
P fl R J £ M /n JII R T Rfl ! L (£ R
www.kringlan.is upplýsingasími 588 7788 skrifstofusími 568 9200
Lægsta verð frá 27.995 kr.
AHVERN ÞINN FINGUR
Fulltrúar afganskra stríðsherra hittast í Þýskalandi. Bandaríkjamenn
segja Qárstuðning bíða samkomulags um stjórn landsins.
könincswinter. ap Fulltrúar
Norðurbandalagsins og þriggja
annarra þjóðar-
—-+— brota í Afganistan
hefja í dag við-
ræður sín á milli
um bráðabirgða-
stjórn landsins.
Viðræðurnar fara
fram á gömlu hót-
eli skammt frá
Bonn í Þýska-
landi.
Bandaríkjamenn sögðu í gær
að ekki kæmi til greina að
Margir óttast
að út geti
brotist bar-
dagar milli af-
ganskra stríðs-
höfðingja.
—*—
Afganistan fengi fjárstuðning til
uppbyggingar landsins fyrr en
stríðsherrar og ættarhöfðingjar
væru búnir að koma sér saman
um stjórn, sem nyti stuðnings
sem flestra og væri viðurkennd
af Bandaríkjunum. Bandaríska
fréttastofan AP hafði þetta eftir
bandarískum embættismanni,
sem ekki vildi láta nafns síns
getið.
Afgönsku leiðtogarnir sendu
fulltrúa sína til Þýskalands í
staðinn fyrir að mæta sjálfir, en
Jack Straw, utanríkisráðherra
Bretlands, sagðist ekki hafa
áhyggjur af því vegna þess að
oft geti slíkt fyrirkomulag kom-
ið að gagni til þess að ýta af stað
raunverulegum samningavið-
ræðum.
Margir óttast að út geti brot-
ist bardagar milli afganskra
stríðshöfðingja, líkt og gerðist
eftir að sovéska hernámsliðið
var á bak og burt árið 1989.
Bandaríski embættismaðurinn
segir að þessi ótti geti jafnvel
virkað hvetjandi á stríðsherrana
um að mæta til viðræðnanna. ■
Ráðamaður í Vatikaninu:
Fordæmir klónun mannsfósturs
Michael D. West, forstjóri fyrirtækisins sem stendur að rannsóknunum, á rannsóknarstof-
unni. Hann segir fyrirtækið hafa engan áhuga á að klóna mannverur.
vatikanborc.ap Háttsettur maður
í Vatikaninu hefur fordæmt þær
fréttir sem borist hafa af fyrstu
klónun mannsfósturs, sem
bandarískir vísindamenn sögðust
á sunnudag hafa framkvæmt.
Sagði hann að jafnvel það mark-
mið að lækna sjúkdóma með
stofnfrumum réttlæti ekki þetta
læknisfræðilega skref sem tekið
hefur verið. „Bætt meðferðarúr-
ræði eru af hinu góða. Samt sem
áður er það aðferðin sem notuð
er sem vekur upp spurningar,"
sagði Tarcisio Bertone, í viðtali á §
ítalskri sjónvarpsstöð. „Ef hún I
felur í sér framleiðslu og eyði- <
leggingu mannlegra vera til þess
að lækna aðrar mannverur þá
helgar tilgangurinn ekki meðal-
ið,“ bætti hann við. Girolamo
Sirchia, heilbrigðisráðherra ítal-
íu, fordæmdi klónunina einnig og
sagði hana „glæp gegn mannkyn-
inu.“
Bandarísku vísindamennirnir
sem segjast hafa tekist að klóna
fyrsta mannfóstrið hafa lagt
áherslu á að þeir hafi engan
áhuga á að klóna börn og að klón-
unin feli ekki í sér sköpun ein-
staklings, heldur sé einungis um
frumulíf að ræða. Segjast þeir
aðeins vilja nota þessa tækni til
að rækta frumur til að koma fyr-
ir í líkama fólks í stað skemmdra
fruma og veita þannig meðferð-
arúrræði gegn sjúkdómum. ■