Fréttablaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 11
 . I ( 7.}»(jT . í G'G.\j\' ; ’J 'i "i FRÉTTABLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. nóvember 2001 Fjölmiðlakönnun Gallu[7: Fjölmiðlanotkun eykst en áskrift dregst saman fjölmiðlar Mikill lestur á Frétta- blaðinu virðist fyrst og fremst auka dagblaðalestur. Samdráttur í lestri á DV og Morgunblaðinu er tiltölulega lítill í samanbui’ði. Með- allestur á hvert tölublað Morgun- blaðsins mældist 60,3 prósent í mars í vor en mælist nú 58,9%. Meðallestur á hvert tölublað DV mældist 35,1 prósent í mars í vor en mælist nú 36,8%. Morgunblaðið tapar því 1,4 prósentustigum en DV bætir við sig 1,7 prósentustigi. Mikill lestur Fréttablaðsins er því viðbót við dagblaðalestur. Áhrifin af innkomu Fréttablaðs- ins má hins vegar glögglega sjá af fjölda áskrifenda að Morgunblað- inu. Þeir þátttakendur í könnun- inni sem sögðust vera áskrifendur að Morgunblaðinu - annað hvort með fulla áskrift eða helgaráskrift - voru 59,2 prósent. í mars í vor voru áskrifendurnir 61,5 prósent. Áskrifendum Morgunblaðsins úti á landi hefur hins vegar fjölgað úr 40,8 prósentum í 44,5 prósent. Samdrátturinn er hins vegar mikill á höfuðborgarsvæði og Reykja- nesi. Þar fækkar áskrifendum úr 71,3 prósentum í 66,2 prósent. Áskrifendum fækkar mest í ald- urshópunum 30 til 49 ára. Sömu tilhneigingu má sjá í áhorfi á sjónvarp og áskrift að Stöð 2. Ríkissjónvarpið bætir uppsafn- Áskrift dregst sarraan Mars '01 Okt. '01 Morgunblaðið Landsbyggðin Reykjavík + Reykjanes Reykjanes [Stöð 2 ÍSýn 61,5% 40,8% 71,3% 21,8% 28,0% 18,8% 50,70/o 30,50/o 59,20/o 44,50/o 66,2% 24,70/o 32,90/o 20,80/o 43,90/o 28,40/o að áhorf sitt um 8 prósentustig, Skjár 1 um 5 prósentustig, Popp Tíví um 2 prósentustig og Sýn um 1 prósentustig. Stöð 2 missir hins vegar 5 prósentustig af meðalá- horfi sínu. Áskrifendum að Stöð 2 fækkar hins vegar mikið; eða úr 50,7 prósent heimila í 43,9 prósent og áskrifendum Sýnar úr 30,5 pró- sent í 28,4 prósent. Tilkoma frímiðla á íslandi virð- ist því hafa sömu áhrif og erlendis; fjölmiðlanotkun eykst en áskrif- endum að fjölmiðlum fækkar. ■ Styrk staða Fréttablaðsins á höfuðborgarsvæðinu Mest lesna blaðið hjá fólki á aldrinum 25 til 34 ára og milli fertugs og fimmtugs. Lestur á Morgunblaðinu dregst saman og áskrifendum fækkar. Töluvert um að þátttakendur í könnuninni hafi fengið DV og Morgunblaðið ókeypis meðan á henni stóð. Lestur dagblaðanna virka daga á höfuðborgarsvæðinu 67,5% 25 til 80 ára 58,1%, 67,9% 62,8% 64,5% 64,2%, 60,6% 61,0% 27,8% 33,90/o 26,6% 62,8% 38,6% 1,6% 25 til 29 ára 30 til 34 ára 35 til 39 ára 40 til 49 ára 50 til 67 ára 68 til 80 ára fjölmiðlar Fjölmiðlakönnun Gallup, sem framkvæmd var í október síðastliðnum, staðfestir sterka stöðu Fréttablaðsins á höfuðborgarsvæðinu. Blaðið er mest lesna blaðið virka daga á svæðinu í aldurshópunum 25 til 34 ára og 40 til 49 ára. Fréttablað- ið og Morgunblað- ið skiptast á eftir aldurshópum að vera mest lesnu blöðin. DV er hins vegar miklu minna lesið. Mánudagsblað Fréttablaðsins er mun meira lesið en mánudagsblað DV. Af fólki á aldrinum 12 til 80 ára sögðust 54,5 prósent lesa mánudagsblað Fréttablaðsins en 35,6 prósent DV. Fréttablaðið er mun sterkara í öllum aldurshópum. Ef þessi könnun er borin saman við eldri kannanir kemur í ljós að með tilkomu Frétta- blaðsins hefur Morgunblaðið gefið eftir bæði í lestri og áskriftum. í könnun sem gerð var í mars í vor mældist meðallestur blaðs- ins í Reykjavík og á Reykjanesi 69,2 prósent. Meðallesturinn mælist nú í 65,3 prósentum. Áskrift heimila að Morgunblað- inu dregst einnig saman á þessu svæði. 71,3 prósent heimila var með áskrift að Morgunblaðinu í vor en þau eru 66,2 prósent nú. Við framkvæmd könnunar- innar kom í ljós að 10 prósent þátttakenda sagðist hafa fengið DV ókeypis heim til sín meðan á könnuninni stóð og 4 prósent ókeypis Morgunblað. Það má því gera ráð fyrir að lestur á þessum blöðum sé of- metinn um sem því nemur í könnuninni. ■ MISSTERK STAÐA EFTIR ALDRI Fréttablaðið og Morgunblaðið skiptast á um að hafa forystu. DV er alltaf minnst. v.♦—- Ef þessi könn- un er borin saman við eldri kannanir kemur í Ijós að með til- komu Frétta- blaðsins hefur Morgunblaðið gefið eftir bæði í lestri og áskriftum. ---- Einkaframkvæmdasamningar í Hafnarfirði: Sveitar stj órnarlög ekki brotin 5VEITAR5TJÓRNARMÁL Hafnarfjarðar- bær er í úrskurði Félagsmáíaráðu- neytis ekki sagður hafa gerst brot- legur við lög við meðhöndlun einkaframkvæmdasamninga við byggingu og rekstur leikskólanna Álfasteins og Tjarnaráss og grunn- skóla í Áslandi, að því er segir í til- kynningu bæjaryfirvalda. Þá er talið 700 milljón króna skuldatil- færsla frá bæjarsjóði til nýstofn- aðs fyrirtækis Vatnsveitu Hafnar- fjarðar gefi ekki óeðlilega mynd af fjárhagsstöðu bæjarsjóðs. Úrskurðurinn kemur í kjölfar spurninga sem Samfylkingin í Hafnarfirði sendi ráðuneytinu til úrlausnar þann 10. apríl síðastlið- inn. Lúðvík Geirsson, sem leiðir lista Samfylkingarinnar fyrir bæj- arstjórnarkosningarnar næsta vor, segir öfugmæli sem fram komi í úrskurði ráðuneytisins vekja at- hygli. „Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að framsetning einka- framkvæmdanna sem slík brjóti ekki í bága við lögin eins og þau eru í dag. í sömu skýrslu kemst nefndin, engu að síður, að þeirri niðurstöðu að full ástæðu sé til að endurskoða þessa löggjöf með vís- an til þeirra aðstæðna sem orðnar eru uppi varðandi þessar einka- framkvæmdir. M.ö.o. lagaramm- inn tekur ekki á þessum vanda sem við erum að benda á. Það þarf að breyta og endurskoða lögin svo hægt sé að gera ársreikningana þannig úr garði að viðunandi sé,“ sagði hann og bætti við að Sam- fylkingarfélagið í Hafnarfirði myndi beita sér fyrir breytingum á reikningskilaákvæðum stjórn- sýslulaga.B Alla daga við hendina! Sími: 562 8500 Símbréf: 552 8819 Veffang: www.mulalundur.is MÚLALUNDUR Vinnustofa SÍBS Borðalmanak Múlalundar er lausnin fyrir jbó sem vilja hafa góða yfirsýn yfir verkefni mánaðarins. Þau fást í helstu ritfangaverslunum landsins og söludeild Múlalundar. Borðmottan undir almanakið myndar ramma og gefur fínleikann. Við hjá Múlalundi getum merkt borðmottuna heiti fyrirtækis eða nafni einstaklings. íslenskt já takk RÖÐ OG R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.