Fréttablaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 27. nóvember 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 13 1lögreglufréttir| Formaður fræðsluráðs: Lögreglunni í Reykjavík var tilkynnt um þrjú innbrot í gærmorgun. Brotist hafði verið í húsnæði Björgunarsveitarinnar Landsbjörg við Stangarhyl og þaðan stolið skjávarpa og mynd- bandstæki. Þá voru unnar skemmdir á bát sem var í við- gerð í Daníelsslipp við Bakka- stíg. Ekki var að sjá að neinu hafi verið stolið en miklar skemmdir voru unnar m.a. á stjórntækjum £ stýrishúsi þ.á.m. á tveimur GSP-staðsetningar- tækjum. Rúða var brotin í úti- hurð á spilasalnum Mónakó á horni Rauðarárstígs og Lauga- vegs. Hafði þjófurinn á brott með sér skiptimynt að andvirði um 40 þúsund krónur. Fullmikið að taka svínakjöt alfarið af matseðlinum SKÓLASTARF „Það hefur frekar ver- ið talað um að fólk sem hingað flytur taki upp okkar siði og venjur. Austur- bæjarskóli hefur verið móðurskóli í því að athuga hvernig skóla- starf geti farið fram í fjölmenn- ingarsamfélagi," SIGRÚN Austurbæjarskóli er í fararbroddi að skipuleggja skólastarf sitt með Hliðsjón af breyttu samfélagi. segir Sigrún Magnúsdóttir, for- maður Fræðsluráðs Reykjavík- ur. Stjórnendur Austurbæjar- skóla ákváðu að taka svínakjöt af matseðli nemenda af tillit- semi við þá sem ekki borða svínakjöt vegna trúar sinnar. „Ég skal ekkert segja um það hvort Austurbæjarskóli sé að ganga of langt. Mér finnst hægt að taka ákveðið tillit til einstak- linganna en það gæti verið full- mikið að taka svínakjöt alfarið af matseðlinum. Það væri hægt að gefa út til þessara barna, eins og til þeirra sem eru til dæmis með ofnæmi fyrir ákveðnum mat, sérstaka máltíð," segir Sig- rún. Sigrún leggur áherslu á að stefnan sé að auka sjálfstæði skóla til að stjórna sínum eigin málum sjálfir. „Við skipum skól- um ekki fyrir í svona einstökum málum. Við viljum frekar hvetja til þess að hver skóli hafi sína sérstöðu sem allir þeir sem star- fa í skólanum móti.“ ■ Ættu að bjóða kjúk- ling á móti grísnum Svínakjöt hefur verið tekið af matseðli Austurbæjarskóla í Reykjavík af tillitssemi við þá sem trú- ar sinnar vegna mega ekki borða það. Fræðslustjórinn í Reykjavík segir fræðsluyfirvöld ekki skipta sér af matseðli skólanna. Svínabændur eru hissa og finnst málið skrítið. menntaiviál Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri Reykjavíkur, segist ekki enn hafa kynnt sér ástæður þess að forsvarsmenn Austurbæj- arskóla í Reykjavík hafa ákveðið af fjarlægja svínakjöt af matseðli nemenda. „Mér finnst skólinn ráða sínum matseðli og vona að þetta hafi verið gert í samráði við for- eldraráð skólans, en þegar við höf- um börn í skólanum sem ekki mega borða svínakjöt verðum við annað hvort að fara þessa leið eða bjóða upp á sérstakan mat handa þeim, þegar aðrir fá svínakjöt,“ sagði hún og taldi ólíklegt að mikill auka kostnaður fylgdi síðari kostinum. „Þetta er jú allt matreitt á staðnum. Annars finnst mér ágætt hjá skóla- stjóra Austurbæjarskóla að taka til- lit til fólks sem ekki má borða svínakjöt." Gerður sagði að einnig þyrfti að taka tillit til margra ann- arra hluta þegar kemur að mat handa nemendum og nefndi fæðuó- þol og ofnæmi hvers konar. „Það er líka ein rök- semdin fyrir því að elda matinn í skól- anum í stað þess að kaupa hann að.“ Gerður sagði ekki ólíklegt að aðgerð- ir á borð við þessar gætu valdið nokk- urri óánægju með- al framleiðenda svínakjöts hér á landi yrðu þær teknar upp í fleiri GERÐUR Gerður segir mat eldaðan í skólun- um m.a. til að frekar sé hægt að bregðast við sér- þörfum nemenda vegna fæðuóþols. skólum. Þá átti hún ekki von á að teknar yrðu upp samræmdar regl- ur um matarmál skólanna. „Við höf- um ekki skipt okkur af matseðlin- um í skólum og finnst ólíklegt að við gerum það.“ Kristinn Gylfi Jónsson, formaður Svínaræktarfé- lags íslands, segist vera hissa á að svínakjöt skuli hafa verið tekið af SVÍN Trúaðir gyðingar og múslimar borða ekki svínakjöt og nota ekki vörur unnar úr því. Til að fyrir- byggja vandkvæði af þeim sökum hefur Austurbæjarskóli hætt að bjóða nemendum svínakjöt. matseðli nemenda Austurbæjar- skóla. „Ég ætla nú ekki að fara að blanda mér í einhver trúarbragða- mál, en má ekki vera einhver fjöl- breytni í mataræðinu þar þannig að nemendur skólans geti fengið svínakjöt og þeim sem ekki vilja það verði boðið upp á eitthvað ann- að. Mér finnst að bregðast ætti við fjölmenningarlegu samfélagi, með öðrum hætti en þessum og hafa þá alvöru fjölbreytni og bjóða upp á kjúkling á móti grísnum." oli@frettabladid.is LÖGREGLUFRÉTTIRf Lögreglan í Hafnarfirði fékk til- kynningar um sjö umferðaró- höpp um helgina og í einu tilvik- anna var ökumaður grunaður um ölvun við akstur. Engin meiðsl urðu á fólki í þessum óhöppum. Þá voru tíu ökumenn stöðvaðir vegna hraðaksturs. Tvö innbrot voru framið í Hafnarfirði um helgina, í bílapartasölu og í veitingahús. Lægsta verð frá 1*990 kr. þú safnar frípunktum / > og getur líka unnið utanlandferð. Tveir aukavinningar dregnir út vikulega. hagkaup Þú safnar hjá okkur... Kannabis ræktað í iðnað- arhúsi í Hafnarfirði: Fundu um 600 kannabis- plöntur lögreglumál Tveir menn, á fertugs- og fimmtugsaldri, voru handteknir á laugardagskvöld í tengslum við stórfellda fíkniefnaframleiðslu. í kjölfar handtökunnar var gerð hús- leit í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði þar sem lagt var hald á á sjötta hundrað kanabisplöntur. í húsnæð- inu hafði verið komið upp aðstöðu til fíkniefnaræktar með tilheyrandi búnaði. Gísli Þorsteinsson, lög- reglufulltrúi í Hafnarfirði, sagði margra mánaða vinnu liggja að baki handtökunnar en byrjað var að fylgjast með mönnunum í júlí á þessu ári. Hafi á laugardag verið búið að safna saman nógu miklum gögnum til að láta til skara skríða. Mennirnir höfðu tekið á leigu iðnaðarhúsnæði undir starfsemi sína undir öðru yfirskini en raun varð á. Gísli sagði mikinn tækja- búnað hafa verið í kringum fram- leiðsluna. Hann segir búnaðinn hafa verið til þess fallinn að geta fullunnið plönturnar tilbúnar til neytenda. Gísli sagði þetta mál ekki einsdæmi, ræktunarmál hefðu áður komið við sögu, en það sem gerði það einstakt væri hið óvenjulega mikla magn. Hann segir rannsókn málsins halda áfram og mikla vinnu liggja framundan. ■ Maltesers Large 175 gr Nýtt rfffl Lákerol Black, Lakkrís og Salvi Áður 85,- Toblerone 50 gr Nýtt Kaffi Gevalia 250 gr Áður 195,- únptu goðu ve Tilboð Búðu hílinn fyrir veturinn Silikon Stift, Áður 298,- Lásaolía, Áður 250,- ■MiKS WD-40. Áður 335,- TUboðin gilda í Uppgrips verslunum Olís um allt land

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.