Fréttablaðið - 30.11.2001, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 30.11.2001, Qupperneq 4
4 FRÉTTABLAÐIÐ 30. nóvember 2001 FÖSTUDAGUR SVONA ERUM VID HREIN EIGN LÍFEYRISSJÓÐA Hrein eign lífeyrissjóða eru þeir fjármunir sem lífeyrissjóðir eiga til að standa við skuldbindingar sínar gagnvart sjóðfélögum. Mánaðartölur eru áætlaðar út frá úrtaki stærstu sjóða. Tölur hér að neðan eru fyrir september ár hvert í milljörðum króna. Ar 1997 Milljarðar 334 1998 386 1999 2000 2001 462 571 602 Heimild: Seðlabanki Islands Opnun Hafnarstrætis: Verði miðborg- inni allri til góða SAMGÖNGUR Borgarráð samþykkti nýlega að Hafnarstræti skyldi opn- að á ný fyrir umferð til austurs en henni var lokað fyrir umferð til móts við skiptistöð strætisvagna árið 1997. Ein þeirra verslunar sem hvað lengst hefur verið starf- andi í Hafnarstrætinu er Ramma- gerðin. „Ég er mjög ánægður með þessa ákvörðun en ég var búin að berjast fyrir því af fullri hörku að Hafnarstrætið yrði opnað á ný. Nú er þetta loksins að komast í samt lag á ný en að mínu mati tíu árum og seint,“ sagði Einar Nielsen, eig- andi Rammagerðarinnar. Einar segir lokunina hafa haft þau áhrif að fjöldi verslana hafi lagt upp laupana. Hún hafi kom- ið niður á rekstri Rammagerðar- innar auk þess sem margt annað hafi breyst til hins verra. „Þegar verslanirnar hættu rekstri komu í staðinn veitingahús og spilasal- ir. Sú starfsemi hefur haft í för með sér að ég hef þurft að skipta HAFNARSTRÆTI Rammagerðin er ein sú verslana sem hvað lengst hefur verið með starfsemi í Hafnarstræt- inu eða rúmlega hálfa öld. þrjátíu og fimm sinnum um rúð- ur í versluninni og oft var ekki hægt að opna verslunina fyrir drukknum næturklúbbagestum sem voru að skemmta sér langt fram undir morgun." Hann segir þó breyttan opnunartíma hafa verið til bóta. Einar segist hafa trú á því að með þessari opnun glæðist ekki bara Hafnarstrætið heldur miðborgin í heild og verði verslunum til góða. ■ GRÆNMETI Tekist er á um stuðning ríkis við garðyrkju- bændur í grænmetisnefnd landbúnaðar- ráðherra. Grænmetisnefnd: Verst allra frétta TOLiAR „Við höfum nú fundað með ráðuneytinu. Það varð samkomu- lag um að ekki yrði greint frá ágreiningsatriðum á meðan menn væru að reyna að komast að sam- komulagi,“ segir Kristján Braga- son, fulltrúi Alþýðusambandsins í svonefndri grænmetisnefnd Landbúnaðarráðherra. Síðastliðið vor var stefnt var að því að nefnd- in skilaði áliti í september og því næst í lok október. „Málið er á við- kvæmu stigi. Niðurstaðan fæst væntanlega á fyrstu dögum des- embermánaðar," segir Kristján. Fram hefur komið áður að full- trúar verkalýðshreyfingarinnar í nefndinni þrýsta á um tollalækkun á grænmeti, enda telja þeir að slíkt yrði neytendum til hagsbóta. Bent hefur verið á að grænmetisverð hafi hækkað verulega umfram al- menna neysluverðsvísitölu á und- anförnum árum. Þá hefur það ver- ið dregið fram að tollalækkanir stjórnvalda sl. vor hafi helst snúið að tegundum sem lítt eða ekki séu framleiddar hér á landi og að stuðningur stjórnvalda við græn- metisframleiðslu gangi gegn til- gangi GATT-samningsins. ■ Utanflug Héraðsbúa veltur á Þjóðverjum Fyrirhugað áætlunarflug milli Egilsstaða og Dússeldorf næsta sumar er háð áhuga þýskra ferðamanna að sögn Antons Antonssonar hjá Terra Nova. Hann hrósar heimamönnum fyrir frumkvæði í málinu og telur flugið munu verða góða lyftistöng fyrir Austurland. samgöngur Anton Antonsson hjá ferðaskrifstofunni Terra Nova segir það endanlega frágengið að þýska flugfélagið LTU muni fllúga 13 ferðir milli Dússeldorf og Egils- staða á föstudögum næsta sumar. Samningur þessa efnis verði undir- ritaður um miðjan janúar en fyrsta flugið verði 7. júní og lokaflugið 30. ágúst. Flogið verður með 180 farþega Airbus-þotu frá Dússeldorf að kvöldi dags en frá Egilsstöðum að næturlagi með við- Flogið verður með 180 far- þega Airbus- þotu frá Dússeldorf að kvöldi dags en frá Egilsstöð- um að nætur- lagi með við- komu í Kefla- vík. ---♦.— komu í Keflavík og verður lent í Þýskalandi í morgunsárið. Anton segir að ferðirnar hafi þegar verið settar í sölu í alþjóð- lega bókunarkerfinu Amadeus en að upphæð fargjaldanna sé hins vegar ófrágengin. Þó sé ákveðið að þau verði jafnhá fargjöldum LTU frá Reykjavík til Þýskalands en apex-fargjald þaðan kostaði 24.900 krónur í fyrrasumar. Anton segist reikna með talsverðri hækkun vegna gengisbreytinga krónunnar og verðhækkana erlendis. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá hafa heimamenn austur á Héraði, opinberir aðilar og aðrir, ábyrgst sölu 500 farseðla í þessu flugi. Anton segir þó að langmikil- vægast sé að ná að kynna Egils- staði í Þýskalandi sem hlið að ís- landi. LTU hafi sett sér markmið um 85% sætanýtingu og að því FRÁ EGILSSTÖÐUM TIL DUSSELDORF Héraðsbúar munu eiga þess kost næsta sumar að fljúga úr heimahögum sínum til þýsku borgarinnar Dusseldorf. verði engar ferðir farnar yfirhöf- uð nema það takist að selja um 100 sæti í hverja ferð frá Þýskalandi. Þess vegna hafi Ferðamálaráð tek- ið að sér að kynna Egilsstaði og Austurland yfirleitt fyrir Þjóð- verjum. Anton segir Egilsstaðaflugið munu verða góða lyftistöng fyrir ferðamannaiðnaðinn, allt frá Skaftafelli til Mývatns, með til- heyrandi fjölgun gistinátta. Þetta eigi ekki síst við um Egilsstaði sjálfa þar sem víst sé að umsvifin muni aukast frá því sem verið hef- ur. „Tilgangurinn er fyrst og fremst að færa meiri viðskipti til landbyggðarinnar. Ég verð að hrósa heimamönnum vegna þess að þetta hefði aldrei gengið upp nema fyrir þeirra frumkvæði í málinu," segir Anton. gar@frettabladid.is ... ^ AKRANES Akraneslistinn fékk fjóra bæjarfulltrúa af níu við síðustu kosningar og myndar meirihluta ásamt Framsóknarflokknum. Samfylkingin á Akranesi: Stillt upp á lista SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR „Það hefur ekki verið rætt um annað en að við bjóðum fram undir nafni Samfylkingarinnar", segir Hann- es Sigurðsson, formaður Samfylk- ingarfélags Akraness og nágrenn- is um undirbúning flokksins fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar. Hann segir að sá félagsskapur sem stóð að Akraneslistanum 1998 hafi verið samstíga um að vinna með þessum hætti og því væri vart um annað að ræða. Hannes segir að uppstillingar- nefnd hafi verið skipuð á fundi Samfylkingafélagsins fyrir skemmstu og sé henni ætlað að leita eftir tilnefningum á fram- boðslista og koma í kjölfarið með tillögur um endanlega lista til stjórnar félagsins. Það starf er ekki komið langt á veg en Hannes segir stefnt að því að tillögur upp- stillingarnefndar liggi fyrir í byrjun febrúar. Því gefist góður tími til að kanna vilja félags- manna og stilla upp lista. ■ IlögreglufréttirI Jeppi fór út af veginum í Hest- firði í Djúpi um hálftíuleytið í gærkvöldi og lenti á hliðinni. Engin slys urðu á fólki en skemmdir urðu á bílnum. Að öðru leyti hefur verið afar rólegt hjá lögreglunni á ísafirði. Almennt er hálka á vegum. Smáralind AVIS___________________________ Vantar þig bíl í Smáralind? Viltu að bíllinn bíði eftir þér á Reykjavíkurflugvelli? BíII í A flokki, daggjald kr. 3.700,- Ótakmarkaður akstur, tryggingar og skattar Sími: 591 4000 Fax: 591 4040 E-mail: avis@avis.is - Dugguvogur 10 - www.avis.is Eiginmaður Katrínar Valgeirsdóttur: Islcindsferð var í undirbúningi mannshvarf Katrín Valgeirsdóttir, segir, í samtali við Boston Globe, engar líkur vera á því að eiginmað- ur hennar hafi framið framið sjálfsmorð. Don hafi ekki átt í nein- um erfiðleikum og uppeldi barna þeirra, 7 og 10 ára, hafi átt hug hans allan. Eiginmaður hennar hafi enn- fremur lagt stund á íslenskunám, en þau hafi verið á leiðinni til fs- lands og hafi þegar keypt flugmið- ana. Tíuþúsund dollara verðlaun eru í boði fyrir upplýsingar sem leitt geti til handtöku og ákæru þeirra sem hugsanlega eigi þátt í liinu.d.ularfuJla hviirfi.£iginmanns. Katrínar Valgeirsdóttur, sam- kvæmt upplýsingum á vefsíðu Gomemphis. Harvardháskóli og St. Jude barnaspítalinn leggja fram verðlaunaféð, sem er framlög starfsfólks og stjórnarmanna stofn- ananna. Bandaríski sjónvarpsþátt- urinn Crime Stoppers hefur milli- göngu um verðlaunin. Ekkert hefur spurst til Don C. Wiley síðan sext- ánda nóvember, en ýmsar getgátur hafa verið uppi um ástæðuna fyrir hvarfi hans, sérstaklega í ljósi þeir- ra rannsókna sem hann hefur stundað. ■ DON C. WILEY Tíuþúsund dollara verðlaun eru í boðí ----fyrir upplýsingaf sem leitt-geti til-band- töku og ákæru þeirra sem hugsanlega eigi þátt í hinu dularfulla hvarfi Don.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.