Fréttablaðið - 06.12.2001, Side 2

Fréttablaðið - 06.12.2001, Side 2
FRÉTTABLAÐIÐ KIÖRKASSINN VILJA BORCA MEIRA Mikill meirihluti þeirra sem tók þátt á at- kvæðagreiðslu á Vísi.is sættir sig við að greiða hærri gjöld fyrir læknis- þjónustu sem er ein- mitt það sem á að gera samkvæmt tillögum fjárlaganefndar. Sættir þú þig við hærri gjöld fyrir læknisþjónustu? Niðurstöður gærdagsins á www.visir.is Spurning dagsins í dag: Ætlar þú að eyða meiru i jólagjafir í ár en i fyrra? Farðu inn á vísi.is og segðu þína skoðun Sól og Terra Nova sameinast: • • Onnur stærs- ta ferðaskrif- stofa landsins ferðaskrifstofur Ferðaskrifstof- urnar Sól hf. og Terra Nova hf. hafa verið sameinaðar í eina, Terra Nova-Sól. Hið nýja fyrirtæki verð- ur með aðsetur í Stangarhyl 3 en söluskrifstofu Sólar við Grensás- veg verður lokað. Langflestir starfsmenn fyrirtækjanna halda vinnu og er áætlaður starfsmanna- fjöldi 25 manns og ársvelta 1,5 milljarður. Nýr forstjóri er Anton Antonsson, fyrrum framkvæmda- stjóri Terra Nova. Ómar Kristjáns- son, fyrrum framkvæmdastjóri Sólar, lætur af störfum en mun sitja í stjórn hins nýja fyrirtækis .Fimm manns eiga sæti í stjórn, þrír frá hluthöfum Terra Nova og tveir frá Sól. Framkvæmdastjóri utanlands- deildar er Sigurjón Þór Hafsteins- son og markaðsstjóri Goði Sveins- son. Eftir sameininguna er Terra Nova-Sól önnur stærsta ferðaskrif- stofa landsins. ■ —4— Islensku bókmennta- verðlaunin: Tilnefningar kunngjörðar bækur Tilnefningar til íslensku bókmenntaverðlaunanna voru kynntar með formlegum hætti í gærkvöldi. í flokki fræðirita voru tilnefndar bækurnar: Björg eftir Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur, Höfundar Njálu eftir Jón Karl Helgason, íslenskar eldstöðvar eft- ir Ara Trausta Guðmundsson, Kon- an í köflótta stólnum eftir Þórunni Stefánsdóttur og Uppgjör við um- heiminn eftir Val Ingimundarson. Eftirtalda bækur hlutu tilnefningu í flokki fagurbókmennta: Gæludýr- in eftir Braga Ólafsson, Höfundur íslands eftir Hallgrím Helgason, Ljóðtímaleit eftir Sigurð Pálsson, Sólskinsrútan er sein í kvöld eftir Sigfús Bjartmarsson og Yfir Ebrofljótið eftir Álfrúnu Gunn- laugsdóttur. ■ 2 6. desember 2001 FMMTUDAGUR 300 milljóna aukafjárveiting til forsætisráðuneytis: Forsætisráðherra sýnir Alþingi lítUsvirðingu alþinci Ríkisstjórnin og stjórnar- meirihlutinn sættu mjög harðri gagnrýni í umræðum um fjárauka- lög fyrir árið 2001 á Alþingi í gær. Þingmenn stjórnarandstöðu töldu ámælisvert að fá ekki skýrar upp- lýsingar um í hvað 300 milljónir fara sem forsætisráðuneytið fór fram á vegna kostnaðar við einka- væðingu. Greidd voru atkvæði um hvort neita ætti ráðuneytinu um fjárveitinguna, í ljósi þess að þing- ið hafi ekki fengið umbeðnar upp- lýsingar, en tillagan var felld með 35 atkvæðum gegn 20. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG var lítt hrifinn af samskiptum fjárveiting- ar- og framkvæmdavalds í málinu. „Forsætisráðuneytið fer í broddi fylkingar og sýnir Alþingi full- komna lítilsvirðingu og reynir að telja mönnum trú um að eðlilegt sé að leyna öllum upplýsingum um hvernig 300 milljónum af opinberu fé sé varið [...] Ósvífninni eru nú lít- il takmörk sett, verð ég að segja. Látið okkur hafa 300 milljónir en ykkur kemur ekki við hvernig þær eru notaðar... Þetta er á mannamáli það sem forsætisráðuneytið er að segja við Alþingi," sagði hann. Guðmundur Árni Stefánsson gerði athugasemd við að forsætisráð- herra væri ekki viðstaddur umræð- una. Hann beindi orðum sínum því til Halldórs Ásgrímssonar. „Maður Ofeigur VE fórst og eins er saknað Eins er saknað eftir að Ofeigur VE 325 sökk á skammri stundu í fyrrinótt. Leit að skipverjanum sem saknað er bar ekki árangur í gær. Leit heldur áfram í dag. * Tindafjallajökull \ Eyjafjallajökull Mýrdalsjökull Eyi*fiön Vestmannaeyjar \p Mýrdalur Vík Hjörleifshöfði Ófeigur sökk KORT AF SLYSSTAÐNUM ( gærdag leituðu margir báta austur af slysstaðnum og reyndu að fylgja reki úr bátnum. í landi leituðu björgunarsveitarmenn á Mýrdalssandi við erfiðar aðstæður. slysfarir Leit að manninum sem saknað er eftir að Ófeigur VE 325 sökk í fyrrinótt verður fram haldið í dag. í gærkvöldi var ljóst að björgunarsveitir myndu halda áfram að leita á og við Mýr- dalssand og stóðu vonir til að að- stæður til leitar yrðu betri seinni partinn í dag en þær voru í gær þegar veður og mikill snjór gerði leitarmönnum erfitt fyrir. Leit í gærmorgun hófst þegar birta tók, upp úr klukkan níu. Að sögn Val- geirs Elíassonar, upplýsingafull- trúa Slysavarnafélagsins Lands- bjargar voru allar aðstæður TF-LfF Þylran vað að frá að hverfa vegna veðurs. Leit var hætt eftir að dimmdi i gær en hefst aftur við birtingu í dag. mjög erfiðar. T.a.m. reyndist ekki unnt að nota slöngubáta við leitina vegna brims og ölduhæð- ar. „Þetta er erfitt svæði yfir- ferðar, það er svo mikill snjór á sandinum þannig að við erum dálítið hæggengir í þessu,“ sagði hann, en fjórar jeppabifreiðar voru notaðar til leitar. Á sjó leituðu 5 til 7 bátar með- an birta leyfði. Ákvarðanir um framhald leitar verða teknar í dag, en Landhelgisgæslan stýrir leitinni. í áhöfn Ófeigs voru níu manns og höfðu átta komist í björgunarbát. Þeim var svo bjargað að áhöfn Danska Péturs VE 423 sem kom með þá til hafn- ar í Vestmannaeyjum í gær- kvöldi. Að sögn Hjalta Elíasson- ar, stýrimanns á Danska Pétri, virðist sem slysið hafi borið mjög brátt að. „Við vorum á leið í land þegar við heyrðum kall frá þeim um að skipið væri að fara niður. Sem betur fer náðum við því, þetta var svo fljótt að ske. Hann gat bara gert þetta á vin- nurásinni,“ sagði hann. Ófeigur var sokkinn þegar Danska Pétur bar að en þá höfðu sjö skipverj- ar komist í einn bát og einn skip- verja í annan. Mennirnir voru að mestu ómeiddir, utan einn sem var marinn á fæti. „Þeir komust allir í flotgalla," sagði Hjalti og taldi að báturinn hafi farið niður á örfáum mínútum. „Við sáum óljósa mynd af björgunarbátun- um og gátum keyrt í stefnu á þá. Svo skutu þeir upp reykblysi." Hjalti sagði að strax hafi verið hafin leit að manninum sem saknað er og að þyrlu Landhelg- isgæslunnar hafi borið að fljót- lega og aðstoðað við leitina. „Þeir urðu nú að fara til Eyja einu sinni því það gekk á með slíkum hryðjum hérna. Það var hundleiðinlegt veður," sagði hann og taldi að telja mætti það mildi að hinir átta hafi þó haft það af að komast í björgunarbát- ana. oli@frettabladid.is ---#--- Ófeigur VE var sokkinn þegar Danska Pétur VE bar að, en þá höfðu sjö skipverjar komist í einn björgunarbát og einn skip- verja í annan. —4--------- TEKIST Á UM FJÁRVEITINCAR Þíngmenn stjórnarandstöðu sögðu það vera hneyksli að fá ekki svör um hverjir fengju greiddar 300 milljónirnar. hlýtur að álykta sem svo [að hér séu á ferðinni] einhver þau leyndarmál sem ekki þola dagsins ljós,“ sagði hann. Halldór sagði að nægja hætti að fjárlaganefnd hafi verið afhent- ar umbeðnar upplýsingar sem trún- aðarmál. „Ég held að eðlilegast sé að umræðan um málið haldi áfram í þeirri nefnd,“ sagði hann og taldi að í nefndinni ætti jafnframt að ræða hvenær rétt væri að lyfta trúnaði af gögnunum. oli@frettabladid.is BUSH George Bush, Bandaríkjaforseti, segir Saddam Hussain vera illan mann. Bush gefur í skyn mögu- legar árásir á Irak: Er Saddam næstur? stríðsrekstur George W. Bush, Bandaríkjaforseti hefur gefið í skyn við Saddam Hussain, íraks- leiðtoga, að mögulegt sé að næst muni Bandaríkjamenn einbeita sér að því að ráðast til atlögu gegn írökum. Segir hann að Hussain verði að virða loforð sitt um að leyfa vopnasérfræðingum á veg- um Sameinuðu Jtjóðanna að rann- 1 saka vopnabúr Iraka. „Ég tel hann vera illan vegna þess að hann er ein af fáum persónum á jörðinni sem hefur nýlega beitt efnavopn- um til að eitra fyrir sínu eigin fólki og nágrönnum sínum,“ sagði Bush í gær í viðtali á fréttavef Sky. Sagði hann þó að ekki verði gripið til hernarðaraðgerða í öðr- um löndum en Afganistan fyrr en I náð hefði verið ásættanlegum ár- angri þar. „Ég vil bara að banda- ríska þjóðin viti að við höldum öll- um möguleikum opnum,“ sagði hann. ■ —♦---- Ævintýraferðir.: Fleiri starfs- menn ráðnir ÍSLENSKAR ÆVINTÝRAFERÐIR íslensk- ar ævintýraferðir gengu í gær frá kaupum á innanlandsdeild Sam- vinnuferða-Landsýnar. í kaupun- um felst aðgangur að gögnum deildarinnar og skrifstofubúnaði. íslenskar ævintýraferðir hafa þegar ráðið til sín sex af fyrrum starfsmönnum innanlandsdeildar S-L. og gerir fyrirtækið ráð fyrir j að ráða fleiri starfsmenn til við- bótar. Hjá íslenskum ævintýra- ferðum starfa nú um 40 manns. ■ Ný bók eftir Ólaf Hauk Símonarson Fáir höfundar hafa skemmt íslenskum bömum og unglingum betur en Ólafur Haukur á síðustu áratugum. Þessi bók er í senn organdi fyndin og raunsönn lýsing á samskiptum fólks í nánu sambýli. Frábær bók. „Hafi fullorðið fólk gaman af bókum fyrir böm eru þær góðar. Það á svo sannarlega við um Fólkið í blokkinni." Siguröur Helgason, Mbl. Mál og mynd Bræðraborgarstíg 9 • 101 Reykjavík Þjóðvegaræningjar hrella Samskip á Ítalíu: Mafían rændi íslenskum saltfiski fyrir 40 milljónir þjóðvegarán Tveimur gámum með saltfiski að verðmæti 40 milljónir króna var stolið úr bíl á vegum Samskipa á Suður-Ítalíu í október að því er segir á fréttavef íslensku Umboðssölunnar. Hjálmar Diego hjá Samskipum segir þjóðvega- ræningja taka tvo til þrjá gáma á hverju ári frá fyrirtækinu. Gámarnir voru báðir teknir í nágrenni Napólí, sá fyrri í byrjun október og sá seinni í lok október. Verðmæti er talið nema um 40 milljónum króna á markaði í Napólí. „Það er nokkuð ljóst að ítalska mafían stendur aðallega á bak við þetta. Ránin eru þaulskipulögð og þjófarnir virðast meira að segja vita hvað er í gámunum. Ef bíl- stjórarnir stoppa við þjóðveginn til að borða, sofa eða taka bensín, eru mestar líkur á að bílnum og farminum verði stolið. Við höfum brugðist við þessu með því að beina þeim tilmælum til bílstjór- anna að þeir fylli olíutankana áður en þeir fara frá Róm auk þess að leggja bílunum á vöktuðum svæð- um þegar þeir þurfa að hvílast," segir Hjálmar við fréttavefinn. Sex norsk flutningsfyrirtæki munu hafa sett vopnaða verði í bílalestir sem flytja skreið til Napólí en Hjálmar segir slíkt ekki á prjónunum hjá Samskipum. ■ '

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.