Fréttablaðið - 06.12.2001, Side 8
Veður fer hlýnandi:
Hætta getur skapast af grýlukertum
Sala bifreiða:
Samdráttur
mestur hér
viðskipti Sala bifreiða hefur hvergi
í heiminum dregist meira saman
en hér á landi, þar sem hún hefur
minnkað um 46,6% það sem af er
árinu. í Argentínu hefur salan
dregist saman um 45,2 %, en næst
í röðinni eru Tyrkland, írland,
Indónesía, Filipseyjar, Finnland,
Taíland, Danmörk og Svíþjóð. A
hinn bóginn jókst salan hvergi
meira á árinu en í Kína, eða um
29,3%. Næst kemur Singapúr með
26%, en sala bifreiða hefur einkum
aukist í Austur-Asíu á árinu. Þetta
kemur fram í frétt frá WAIT, sem
eru samtök sem fylgjast með
framleiðslu og sölu bifreiða. ■
veður Veður fer nú hlýnandi og
samkvæmt upplýsingum frá Veður-
stofu íslands er gert ráð fyrir suð-
lægum áttum fram á mánudag sem
hafi í för með sér vætutíð. Segir
talsmaður Veðurstofunnar að eftir
helgina megi búast við því að stór-
munur verði á snjóalögum á höfuð-
borgarsvæðinu. Þessar upplýsing-
ar kæta sjálfsagt marga en sam-
göngur hafa verið erfiðar að undan-
förnu og þá helst í íbúðahverfum.
Með hlýnandi veðri má búast við
því að allur sá snjór og krap sem
safnast hefur á húsþökum fari að
falla niður og eins á það við um
grýlukertin sem mörg hver eru
býsna stór. í gær hrundi t.a.m. snjó-
hengja niður af þaki verslunarmið-
stöðvarinnar Smáralind á bifreið og
skemmdi hana nokkuð. Samkvæmt
upplýsingum frá lögreglunni í
Reykjavík bera húsráðendur
ábyrgð á því að hreinsa grýlukerti
af þakskeggjum og koma þannig í
veg fyrir hugsanleg stórslys falli
þau á gangandi vegfarendur. Oft
séu grýlukertin bæði stór, þung og
oddhvöss. Hægt sé að setja sig í
samband við verktaka sem búi yfir
körfubílum ef um hærri hús sé að
ræða en annars að nota kúst og slá
grýlukertin niður.
Fréttablaðið hafði samband við
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins
og sagði viðmælandi blaðsins stytt-
ast í að hringingar færu að berast
frá fólki sem komið væri í van-
dræði vegna vatnflaums. Ástæðan
fyrir því væri að í kjölfar mikilla
snjóa frysi bæði í rennum og niður-
föllum og þegar hlákutíð kæmi færi
að flæða upp úr inn á þök og inn í
híbýli fólks. Vildi hann beina þeim
tilmælum til húsráðenda að þeir
hreinsuðu niðurföll, svalir og þök
til að forðast vandræði. ■
CRÝLUKERTI GETA
SKAPAÐ STÓRHÆTTU
Talsmaður Veðurstofunnar sagði vegna
hlýnandi veðurs mestu hættuna á að
grýlukerti féllu niður til jarðar vera I dag og
er því beint til vegarenda að fara gætilega.
SKRIÐDREKAR f RAMALLA
l’sraelsmenn voru með herlið sitt I í Ram-
alla og fleiri borgum á Vesturbakkanum og
Gazasvæðinu í gær, tveimur dögum eftir
að fyrstu árásirnar voru gerðar á lögreglu-
stöðvar Palestínumanna og höfuðstöðvar
Jassers Arafats.
Hernaðaraðgerðir Israels
gegn Palestínustjórn:
Araba-
ríkihafa
áhyggjur
kaíró. ap Leiðtogar Arabaríkja hafa
miklar áhyggjur af því að Israels-
menn ætli sér að ganga milli bols og
höfuðs á heimastjórn Palestínu-
manna á Vesturbakkanum og Gaza-
ströndinni.
Hosní Múbarak, forseti Egypta-
lands, ætlar að auka þrýsting á
bæði ísrael og Palestínumenn um
að binda endi á gagnkvæm ofbeld-
isverk og hefur sent Omar Sulaim-
an, sérlegan sendiboða sinn, til
ísraels þar sem hann ræðir við
bæði Ariel Sharon forsætisráð-
herra og Shimon Peres utanríkis-
ráðherra. Egyptaland hefur löngum
gegnt forystuhlutverki í samninga-
viðræðum milli Arabaríkja og ísra-
els. Múbarak hefur hvað eftir ann-
að kennt Sharon um að friðarferlið
svonefnda sé komið í blindgötu. í
gær sagði Ahmed Maher, utanríkis-
ráðherra Egyptalands, stjórn lands-
ins hafa vaxandi áhyggjur af því
því að ísraelskir ráðamenn kenni
Arafat um hvernig komið sé. Amr
Moussa, framkvæmdastjóri Araba-
bandalagsins, sagðist einnig hafa
sams konar áhyggjur.
Sharon hefur sagt að árásum á
öryggissveitir Arafats verði haldið
áfram takist Arafat ekki að koma í
veg fyrir ofbeldisverk herskárra
Palestínumanna. ■
Hafa fískað fyrir
milljarð króna
Stefnir í metár hjá Samherja og fleiri sjávarútvegsfyrirtækjum hvað
varðar veltu og rekstrarafkomu. Flakað og fryst er um borð í Vilhelm
Þorsteinssyni sem kostaði tæpa 2 milljarða. 240 milljóna króna virði af
síld á fimm vikum í haust og milljarður á árinu.
VILHELM ÞORSTEINSSON EA 11
Innanborðs fullkominn búnaður til frystingar og vinnslu á bolfiski, síld og kolmunna.
Frystilestir rúma 650 tonn af frystum fiski auk 1.200 tonna I kælitönkum. Ibúðir fyrir 28
manna áhöfn.
sjávarÚtvegur „Það voru hnökrar í
vinnslunni til að byrja með en síðan
um miðjan maí hefur þetta gengið
býsna vel,“ segir Arngrímur Brynj-
ólfsson, skipstjóri á Vilhelm Þor-
steinssyni, nýlegu fjölveiðiskipi
Samherja á Akureyri, en það fór
nýlega yfir milljarð króna í afla-
verðmæti á árinu. Sambærilegar
tölur hafa ekki sést áður í sjávarút-
vegi við ísland. Fimm vikna veiði
úr norsk-íslenska síldarstofninum
skilaði 240 milljónum króna, en
hefðbundnir frystitogarar hafa
talið sig góða með aflaverðmæti
upp á 100 milljónir á sama tíma.
Arngrímur segir að góð nýting
sé á fjárfestingu Samherja í skip-
inu en það kostaði um 1.700 millj-
ónir. „Þetta er allt annað róðrarlag
en þekkst hefur. Ef við náum að
fiska vel getum við verið að koma
inn á fimmta degi með fullt skip
miðað við mánuð hjá togurunum."
Hann segir að ekkert sé stoppað
nema í 16-18 tíma, rétt á meðan
verið er að landa.
„Fyrir utan magnið þá er hægt
að nýta kvótann betur með því að
vinna aflann úti á sjó eins og við
gerum. Það hefur oft gengið erfið-
lega að flytja hann til vinnslu í
landi um langa leið, sérstaklega
norsk-íslenska síld. Þetta gefur
okkur aukna möguleika." Arngrím-
ur segir að gott gengi á árinu í upp-
sjávarveiðum skýrist ekki ein-
göngu af hækkuðu afurðaverði
heldur einnig af mikilli hagræð-
ingu sem felist í flökun og fryst-
ingu afla um borð. „Á uppsjávar-
veiðum á miðum fjarri landinu þá
er vissulega hægt að gera mun
meira verðmæti úr aflanum með
þessari aðferð."
Guðrún Gísladóttir frá Keflavík
er annað þriggja fjölveiðskipa á
landinu í dag og fór í sína fyrstu
veiðiferð fyrir þremur vikum. Örn
Erlingsson, útgerðarmaður skips-
ins, segir að það muni gjörbreyta
útkomu fyrir útgerðina og einnig,
til lengri tíma fyrir fyrir sjávarút-
veg almennt. „Utgerð af þessu tagi
er að komast á koppinn og er tví-
mælalaust fjárfesting fyrir fram-
tíðina." Örn segir veiði og vinnslu
um borð ganga með besta móti.
„Það á ekki að vera neinn flösku-
háls í ferlinu, hvorki í veiðum né
vinnslu. Þegar búið er að slípa
þetta saman þá er afkastagetan um
100 tonn af uppsjávarfiski á sólar-
hring.“
matti@frettabladid.is
EFTIR LOFTÁRÁSINA
Kínverska sendiráðið í Kína varð fyrir
sprengjum frá bandaríska hernum í maí
árið 1999.
Fyrrverandi starfsmaður
CIA um loftárás á sendi-
ráð Euna í Belgrað:
Koma mátti
í veg fyrir
árásina
WASHINCTON. ap Fyrrverandi starfs-
maður bandarísku leyniþjónust-
unnar CIA sagði við réttarhöld að
vel hefði mátt að koma í veg fyrir
bandaríska loftárás á sendiráð Kína
í Belgrað, höfuðborg Júgóslavíu, í
Kosovostríðinu þann 7. maí árið
1999. Hann sagði yfirmann sinn
ekki hafa gengið úr skugga um
áreiðanleika þeirra korta og ann-
arra heimilda, sem árásin var
byggð á. Með því að afla sér áreið-
anlegri upplýsinga hefði yfirmað-
urinn getað komið í veg fyrir árás-
ina, sem varð þremur kínverskum
blaðamönnum að bana. Þessa full-
yrðingu starfsmannsins er að finna
í nýbirtum skjölum frá réttarhöld-
um í máli, sem 15 fyrrverandi og
núverandi starfsmenn CIA höfðuðu
á hendur stofnuninni, þar sem þeir
saka hana um margvísleg brot, sem
meðal annars hafi verið framin í
skjóli leyndarkvaða. Enginn starfs-
mannanna er nafngreindur í þess-
um skjölum, og heldur ekki yfir-
maðurinn sem kom við sögu varð-
andi árásina á sendiráðið. Starfs-
maðurinn, sem ásakar yfirmann
sinn, er sagður rússneskur að upp-
runa og nefndur Mitford í dóms-
skjölunum. Hann fékk munnlega
áminningu vegna málsins, en fékk
síðan stöðuhækkun í bandaríska
stjórnkerfinu. ■
BSRB
Sveigjanleg starfslok
Málstofa BSRB
BSRB stendur fyrir málstofu um sveigjanleg starfslok fimmtudaginn 6. desember
í BSRB húsinu Grettisgötu 89 kl. 16.00.
Erindi: Tryggvi Þór Herbertsson forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla íslands.
Viðhorf: Ólafur Ólafsson fyrrum landlæknir,
Helga Dögg Sverrisdóttir sjúkraliði
Fundarstjóri: Arna Jakobína Björnsdóttir formaður STAK
Málstofan er opin öllum og er áætlað að henni Ijúki kl. 17.30
Nánasti liðsmaður bin Ladens sagður særður:
Eiginkonan og börnin
fómarlömb loftáráscinna
kaíró. ap Á þriðjudaginn fullyrti
Mohammed Zaman, afganskur her-
foringi, að Ayman al Zawahiri hafi
særst í bandarískum loftárásum á
Tora Bora í austurhluta Afganist-
ans, en margir virðast nú komnir á
þá skoðun að bin Laden og helstu
samstarfsmenn hans séu þar í fel-
um. Egypski læknirinn Ayman al
Zawahri hefur verið nánasti sam-
starfsmaður Osama bin Ladens um
árabil, og talið er líklegt að hann
myndi taka við forystuhlutverkinu
ef bin Laden fellur. Fullyrðing
Zamans hefur ekki fengist stað-
fest, og bandarískir embættismenn
sögðust efast um að Zawahiri hafi
særst. Á hinn bóginn sögðust
bandarískir embættismenn hafa
áreiðanlegar heimildir fyrir því að
nánir ættingjar Zawahiris hafi lát-
ist af völdum loftárása í Afganist-
LEIÐTOCARNIR
Ayman al Zawahri
er annar frá vinstri
á þessari mynd,
situr við hlið
Osama bin
Ladens.
an. Hani el-Sibaie, fyrrverandi
leiðtogi Jihad-samtakanna í Eg-
yptalandi, sem al Zawahiri stofnaði
á sínum tíma, sagði í viðtali við
sjónvarpsstöðina A1 Djasíra í Kat-
ar að eiginkona al Zawahiris,
„Azza, og öll börn hennar“ hafa lát-
ist. Heimildarmenn í Afganistan,
sem vildu ekki láta nafns síns get-
ið, fullyrtu að þau hafi látist á
sunnudaginn þegar Bandaríkin
gerðu loftárásir á Kandahar, síð-
ustu borgina sem talibanar hafa
enn á valdi sínu í landinu. ■