Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.12.2001, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 06.12.2001, Qupperneq 13
FIMMTUDAGUR 6. desember 2001 FRETTABLAÐIÐ 13 íslandspóstur: Enginn matur með jólapóstinum í ár Bandarískir forstjórar: Vaxandi trú á Internetið jólabögglar íslandspóstui' mun ekki taka á móti né dreifa mat- vælasendingum fyrir þessi jól, en sem kunnugt er varð vanda- mál við dreifingu slíkra sendinga fyrir jólin í fyrra. Þá fengu nokkrir matinn sinn seint og illa og í sumum tilvikum var hann orðinn skemmdur eftir að hafa lengið í hirslum póstsins um tíma áður en honum var skilað til viðtakanda. Einar Þorsteinsson forstjóri íslandspósts segir að í framhaldi af umræðunum sem urðu í fyrra hefðu þeir fengið skýr skilaboð frá heilbrigðiseft- irlitinu þess efnis að þeim sé ekki heimilt að flytja kæld, fersk eða frosin matvæli. Þess í stað verður fólk að senda matvæli eftir öðrum leiðum en með póst- inum. Hann segir að þótt það hefði tíðkast árum saman að fólk sendi jólaböggla sem innihéldu mat- væli til vina og ættingja með póstinum þá sé það ekki heimilt vegna breyttra tíma auk þess sem reglurnar séu orðnar skýr- ÍSLANDSPÓSTUR Á fjórða hundrað manns munu bætast við á launaskrá fyrirtækisins vegna annríkis fyr- ir þessi jól. ari. Hann segir að pósturinn hefði greitt nokkrum viðskipta- vina smávegis skaðabætur vegna ástandsins sem skapaðist í fyrra. Á fjórða hundrað manns munu bætast við starfsmanna- hald íslandspósts í þessum mán- uði til viðbótar við þá 1600-1700 sem eru á launaskrá hjá fyrir- tækinu. Síðasti öruggi skila- fresturinn á jólakortum til út- landa annarra en Norðurlanda er 7. desember n.k. og til Norður- landa 14. desember. Frestur til að skila pökkum innanlands er 17. des. og jólakortum eigi síðar 21. desember. ■ washington. ap Framkvæmda- stjórar nokkurra stærstu tækni- fyrirtækja í Bandaríkjunum telja að árið 2005 muni neytendur bera jafn mikil traust til verslunar á Internetinu eins og til annarra kaupmanna. Þeir telja jafnframt að eftir áratug verði tölvur æ al- gengari og Internetið muni ná mikilli útbreiðslu í þriðja heimin- um. Þetta kemur fram í skoðana- könnun, sem samtök bandarískra fyrirtækja létu gera. Meðal þeirra sem voru spurðir voru fram- kvæmdastjórar fyrirtækja á borð við IBM, Microsoft, Intel, Apple og Compaq. ■ FRAMLEIÐSLA Á VINNUTÍMA EFTIR LÖNDUM Land Kr. á klst. Portúgal 1794 Grikkland 1932 Nýja Sjáland 2008 ísland 2285 Japan 2436 Spánn 2525 Stóra-Bretland 2615 Finnland 2724 Kanada 2891 Svíþjóð 2898 írland 3158 Danmörk 3161 Þýskaland 3231 Frakkland 3289 Bandaríkin 3343 Ítalía 3490 Holland 3548 Belgía 3600 Noregur 3607 Samtök atvinnulífsins: Minni afköst á Islandi vinnumarkaður Samkvæmt Sam- tökum atvinnulífsins eru afköst fólks á hverja klukkustund hér á landi minni en víðast hvar ann- ars staðar. Launahækkanir starfsfólks verða að byggja á aukinni framleiðni svo fyrirtæki hafi svigrúm til að mæta þessum aukna kostnaði. SA bendir á að laun opinberra starfsmanna hafi hækkað mikið á íslandi undanfarin ár, eða um 5-10 prósentum meira en á al- mennum vinnumarkaði. Sam- kvæmt danskri könnun, þar sem reynt var að mæla afköst opin- berra starfsmanna, kom fram að þeir afköstuðu 10 prósentum minna en níu árum áður. Engar tölur liggja fyrir um framleiðni hjá ríki og sveitarfélögum hér á landi. SA telur að þessar umfram- hækkanir opinberra starfs- manna hér á landi byggi ekki á auknum afköstum og til að mæta auknum útgjöldum þurfi að hækka skatta og álögur á borg- arana. ■ iLÖGREGLUFRÉTTIRl Okumaður missti stjórn á bif- reið sinn í hálku á Vesturvör í Kópavogi um þrjúleytið í gær- dag með þeim afleiðingum að hann lenti á öðrum. Ökumenn beggja bifreiða voru fluttir með sjúkrabifreið á slysadeild Land- spítala-háskólasjúkrahúss en að sögn lögreglu eru þeir ekki tald- ir mikið slasaðir. Bílarnir skemmdust báðir og þurfti að flytja annan þeirra í burtu með kranabifreið. >'JU úújm Úl'Jll^11 TERt'lNATOR MORE traustar tölvur ViewSonic ASUS ASUS skjár, 3. ára áb. móðurborö skjákort Mikið fyrir litið! Kr. 109.900 Hátalarar Hljóðkort 56Kb mótald AMD eða Intel örgjörvi 17" ViewSonic skjár ASUS móðurborð 10OOMhz AMD örgjörvi ASUS 32MB 3D skjákort kr. 109.900 TERMTNATOR 17" ViewSonic skjár ASUS móðurborð 800Mhz Intel örgjörvi (128K) ASUS 32MB samnýtt, 3D skjákort 128MB vinnsluminni 20GB harður diskur ASUS 50x geisladrif PCI hljóðkort hátalarar 56K fax mótald Windows lyklaborð Mús með flettihjóli Windows XP Home, uppsett og á CD StarOffice hugbúnaðarpakki 10/100 mbps Netkort ASUS ADSL PCI kort kr. 14.990 Harry Potter leikur fylgir öllum tölvutilboöum til jóla 256MB vinnsluminni 30GB harður diskur ASUS 50x geisladrif Creative Soundblaster PCI Hátalarar 56K fax mótald Windows lyklaborð Mús með flettihjóli Windows XP Home, uppsett og á CD StarOffice hugbúnaðarpakki 2 leikir ASUS ADSL ■iii1 ■■router" ,,|il kr. 34.900 1 ' I N m J ( / ;■ AOSL \ H . Modewy Frí ADSL uppsetning til jóla Frí ADSL uppsetning til jóla Bílvelta varð á Moldhauga- hálsi um tólfleytið í gærdag þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni í hálku. Að sögn lögreglunnar á Akureyri hafn- aði bíllinn á hvolfi en ökumaður og farþegi sluppu með skrekk- inn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.