Fréttablaðið - 11.12.2001, Síða 12

Fréttablaðið - 11.12.2001, Síða 12
© Jólagjöf LAGERSALA gott verð Gæsaskyttirí heima í stofu. Myndvarpinn varpar myndinni af bráöinni á vegginn og riffillinn er tengdur myndinni, þegar þú hittir fellur bráðin til jarðar. Hörkuspennandi og skemmtilegt verkfæri. áðurkr. 12.900,- Nú kr. 1490,- Opnunartími: Glæsilegt úrval af drögtum til jólagjafa I.Guðmundsson ehf. Skipholti 25 • 105 Reykjavík Bill sem gefur frá sér hljóð, mótorhljóð, flautar og fleira. Mánud.-föstud. kl. 13 -17 Frábær tilboð - Þú mátt ekki missa af þessu Hundurinn sem geltir og hleypur um - hann er meö fjarstýringu. voff I'Off FRETTABLAÐIÐ 11. desember 2001 þriðjudagur Vandi feitra barna til umræðu á Alþingi: Verði undir væng For varnastofnunar heilbricðismál Forvarnastofnun, sem unnið er að því að setja á stofn, þyrfti að taka á offituvand- anum, að mati Ástu Möller, þing- manns Sjálfstæðisflokks. Hún segir of fá sértæk úrræði vera til fyrir börn og ungmenni sem eiga við offituvandamál að stríða og vildi með fyrirspurn til heilbrigð- isráðherra á þingi í síðustu viku vekja sérstaka athygli málefninu. „Þetta eru krakkar sem oft lenda í einelti og loka sig töluvert af. Af því þetta eru börn þurfa þau hjálp við þennan vanda, ólíkt fullorðn- um sem geta frekar sjálfir haft frumkvæði að því að leysa sinn vanda. Börnin þurfa að fá stuðn- ing frá foreldrum sínum, og þau ráða jafnvel minnstu sjálf um neysluvenjur sínar. Foreldrarnir ákveða hvaða fæðu er haldið að þeim og hvort þau eru hvött til hreyfingar eða annars slíks,“ sagði hún og taldi ljóst að stuðn- ingsúrræði þyrftu að ná til fjöl- skyldunnar allrar. „í svari ráð- herra komu frekar fram almenn úrræði auk úrræða fyrir full- orðna, en Gaui litli hefur verið ÁSTA MÖLLER Ásta segir að nýleg íslensk rannsókn sýni að milli 1.500 og 2.000 börn á grunn- skólaaldri, sem eru 5 %, teljist of feit og eigi í verulegum vanda vegna þess. 6 til 7.000 séu hins vegar of þung eða 20 %.. með námsskeið fyrir þessa krak- ka og það virðist skipulagt undir handleiðslu Manneldisráðs og með stuðningi Landlæknis." ■ Kári vinnur hálfan Breskur ráðherra um bin Laden: sigur í húsadeilu Stækkun byggingarreits fyrirhugaðs einbýlishúss Kára Stefánssonar í Skeljatanga hefur verið úrskurðuð lögmæt. Urskurðarnefndin á hins vegar eftir að taka endanlega afstöðu til byggingarleyfis hússins sjálfs en hefur áður sagt það vera ólöglegt. skipulacsmál Kári Stefánsson hefur unnið áfangasigur í baráttu sinni fyrir að fá að reisa 540 fer- metra líparítklætt einbýlishús á lóðinni við Skeljatanga 9. Úrskurðanefnd skipulags - og byggingarmála segir ákvörðun Reykjavíkurborgar um að heimila stækkun byggingarreits á lóðinni og breyta deiliskipulagi hennar í því skyni hafa verið lögmæta. Byggingarreiturinn var stækkað- ur um átta metra til austurs og ell- efu metra til suð- urs og telur úr- skurðarnefndin viðbótina vera minniháttar breyt- ingu á deiliskipu- laginu og ekki óeðlilega með til- liti til stærðar lóð- arinnar og legu hennar. Úrskurðar- nefndin segir að hús Kára verði innan marka aðalskipulags að því tilskildu að byggt sé innan gild- andi skipulagsskilmála að öðru leyti. Það er einmitt þetta síðast talda sem er sá meginþáttur málsins sem nefndin á enn eftir að taka afstöðu til því kærend- urnir telja húsið eiga að vera of háreist til að rúmast innan gild- andi skipulags og því hafi bygg- ingarfulltrúa borgarinnar verið óheimilt að gefa út byggingar- leyfi fyrir því. Eins og komið hefur fram var grunnurinn að húsi Kára tekinn í ......- Úrskurðar- nefndin segir að hús Kára verði innan marka aðal- skipulags að því tilskildu að byggt sé inn- an gildandi skipulagsskil- mála að öðru leyti. —♦— LÓÐ KÁRA STEFÁNSSONAR Framkvæmdir liggja enn niðri við byggingu einbýlishúss Kára Stefánssonar í Skeljatanga 9 þrátt fyrir áfangasigur hjá úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála. sumar en úrskurðarnefndin stöðvaði framkvæmdirnar í lok júlí að kröfu nágrannanna. Þá taldi nefndin sýnt að húsbygging- in stangaðist á við lög: „Þegar byggingarnefndar- teikningarnar að hinni umdeildu byggingu eru bornar saman við gildandi skipulagsskilmála verður ekki annað séð en að við hönnun byggingarinnar hafi verið vikið frá skilmálunum í veigamiklum atriðum. Mestur hluti gólfflatar hússins er í lágmarkshæð, sem ekki virðist samræmast skilmál- um um hæð aðalgólfplötu. Stöllun tekur til mun meira en helmings grunnflatar og er húsið meira en að hálfu leyti á tveimur hæðum. Verður ekki annað ráðið en að í þessum efnum hafi verið vikið verulega frá skipulagsskilmálum. Eins og málið liggur fyrir virðist hið umdeilda byggingaleyfi því ekki fullnægja lagaskilyrðum," sagði í úrskurði nefndarinnar í júlí. gar@frettabladid.is Ekki framseldur fyrir dauðarefsingu stríð cecn hryðjverkum Bretar myndu framselja Osama bin Laden til bandarískra dómstóla aðeins ef tryggt yrði að hann myndi ekki hljóta dauðarefsingu. Þetta sagði Geoff Hoon, varnar- málaráðherra Bretlands, í viðtali á sjónvarpsstöðinni BBC í fyrra- kvöld. „Bandaríkin er rétti staður- inn fyrir réttarhöld yfir þeim sem stóðu að baki hryðjuverkaárásun- um þann 11. september, jafnvel þótt einhverjir þeirra yrðu hand- samaðir af breskum hersveitum," sagði Iioon. Bretar eru aðilar að mannréttindasáttmála Evrópu- ráðsins og mega því ekki fram- selja sakamenn til annarra landa nema tryggt sé að þeir muni ekki verða teknir af lífi, en þess má geta að dauðarefsing er leyfileg í 37 ríkjum Bandaríkjanna. Spán- verjar og Þjóðverjar hafa þegar HERMAÐUR Bandarískur hermaður í Afganistan stendur vaktina. Handsami breskir hermenn bin Laden er ekki víst að hann yrði framseldur til Bandaríkjanna. neitað að framselja menn grunaða vegna hættu á að þeir hljóti um hryðjuverk til Bandaríkjanna dauðarefsingu. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.