Fréttablaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 2
Ómissandi kaka Aflraunamaðurinn Magnús Ver Magnússon þarf ekki langan umhugsunartíma þegar hann er spurður um uppáhaldskökuna sína. „Þessi kaka er alveg ómis- sandi, við bökum hana alltaf fyrir hans Magnúsaf Vers Kornfleksbotnar: 4 eggjahvítur 2 dl sykur 1 dl púðursykur 2 bollar af kornfleksi Fylling: Þeyttur rjómi og súkkulaðirúsínur. Rjomasúkkulaði öll afmæli og líka fyrir jólin. Hún klárast alltaf fyrst og er alltaf jafn vinsæl," segir Magnús um kökuna sem hefur ekkert sérstakt nafn. ■ m a ULLI AÐFERÐ: Tveir botnar eru mótaðir og bakaðir í 50 mínútur við 150 gráður. Á milli þeirra er sett fyll- ing af þeyttum rjóma sem í hefur verið hrært súkkulaðirúsínum eft- ir smekk. Yfir er hellt bræddu rjó- masúkkulaði. NAFNLAUS KAKA Er heimsfrægur fyrir margvíslegar aflaunir. Magnús vann fjórum sinnum titilinn í keppninni Sterkasti maður heims. _________________15. desember 2001 Jóladiskur kórs Snælandsskóla Kór Snælandsskóla, undir stjórn Heiðrúnar Hákonar- dóttur hefur sent frá sér geisla- diskinn, Jólanótt. Lögin eiga það sameiginlegt að vera öll vel þekkt utan eitt sem samið var sérstak- lega fyrir kórinn. Kórinn tekur í dag þátt í Fjölskyldutónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands í Há- skólabíó. Alls syngja um 100 börn með kórnum og verður hann mikið á ferðinni á næstunni. ■ JÓLANÓTT Á jóladiski Kórs Snælandsskóla eru 22 jólalög og sálmar. KÓR SNÆLA.NDSSKÓLA STIðRNANPt HttPWtK HAKOÍsÍAKOÓmR: Tákn jólanna Ymis tákn og hlutir hafa fylgt jólahaldi okkar svo lengi sem við munum. Fæst höfum við velt fyrir okkur merkingu þessara hluta og tákna eða hvaðan þau eru sprottin. Mörg þessara tákna vísa í frumþörf mannsins fyrir jarðsambandi og kunna að vera sprottin úr ómeðvitaðri þörf okk- ar fyrir formfræði, litafræði og trú á lífið og tilgang þess. Hvers vegna formum við hús úr piparkökudeiginu? Af hverju hengjum við skraut á tréð og hvað veldur því að við veljum kúlur en ekki ferninga til að hengja á það? Jólin eru að vetri til hér norðan baugs og margt Hvers vegna notum við greni og bjölluhljóm? vísar til árstímans. En ýmis eru þau tákn sem við getum alls ekki áttað okkur á eða vitað hvers vegna þau tengjast jólum. ■ JÓLATRÉ CRENITRÉ ER SÍCRÆNT OC MINNIR Á EILÍFT LÍF. MEÐ ÞVÍ AÐ SKREYTA ÞAÐ UNDIRSTRIK- UM VIÐ GJAFMILDIJARÐAR OC ÞÁ TÖFRA SEM NÁTTÚRAN BÝR YFIR. SKRAUTIÐ SEM VIÐ SETJUM Á TRÉÐ HEFUR EINNIG ÁKVEÐNA ÞÝÐINGU FYRIR SÁLINA. ÞRÍ- HYRNINGSFORM CRENITRÉS VÍS- AR UPP OC ER TÁKN ELDS. ÞAÐ ER EINNIC TÁKN FÖÐUR, SONAR OC HEILAGS ANDA. Æl KÚLA HRINGUR EÐA KÚLA ER HIÐ FULLKOMNA FORM ÁN UPPHAFS EÐA ENDIS. ÞAÐ ER TÁKN GUÐS OG EILÍFÐAR. HJARTAÐ TÁKN ÁSTAR OC KÆRLEIKA SEM VEKUR SAMSTUNDIS HLÝJAR TIL- FINNINGAR. HJARTAFORMIÐ ER FREMUR NÝTT AF NÁLINNI. f”?—? C.•- j 'i-- r SMÁKÖKUR LÖNCUN OKKAR í TÁKNMYNDIR JÓLANNA KOMA HVAÐ SKÝRAST í UÓS VIÐ VAL Á FORMUM FYRIR SMÁKÖKUR. VIÐ NOTUM HRINCI, STJÖRNUR, HJÖRTU, ENGLA. Á KÖKURNAR MÁ LÍTA EINS OG OBLÁTUR. JÓLASTEIKIN FÓRNIN FRÁ FORNU FARI. GRENIGREINAR VIÐ SKREYTUM MEÐ GRENI- GREINUM TIL AÐ MINNA OKKUR Á VONINA ÞVl LÍFIÐ BÝR í GRÆNUM GREINUNUM ÞRÁTT FYRIR LANCAN VETUR. ,.«JL RAUÐ BER BERIN ERU FRÆ TÁKNRÆNNA RUNNATEGUNDA EINS OG EINI- BERJARUNNA. ÞAU ERU EINNIG TÁKN NÝS LÍFS OG VEKJA UPP VON UM EILÍFT LÍF OG ALLSNÆGTIR. KÖNGLAR ÞEIR ERU FRÆ GRENITRÉSINS, ÞAÐ SEM TRÉÐ GEFUR AF SÉR OG ERU NAUÐSYNLEG TÁKN FYRIR ÁFRAMHALDANDI TILVERU ÞESS. KÖKUHÚS HÚSIÐ SEM SLÍKT STENDUR FYR- IR OKKUR SJÁLF, SÁLINA OG BÚ- STAÐ HENNAR í LÍKAMANUM. ÞAÐ ER BAKAÐ í OFNI (HREINS- UNARELDI), SKREYTT OG BORÐ- AÐ TIL NÆRINGAR OG GLEÐI, EKKI SÍST TIL AÐ HALDA UPP Á LÍFIÐ SJÁLFT. SNJÓR TÁKN VETRARINS SEM ER KALD- ASTI TÍMI ÁRSINS EN ER í RAUN LÍFGJAFINN, ÁN VATNSINS ER EKKERT LÍF. SNJÓRINN ER AÐ- EINS TÍMABUNDIÐ ÁSTAND EINS OG VETURINN OG NÓTTIN. SNJÓKARL EINS OG SNJÓRINN EN KARLINN ER EINNIG PERSÓNUGERVINGUR VETRARINS SEM VINAR. VETUR- INN ER SETTUR í RÓMATÍSKA UMGJÖRÐ SEM VIÐ GETUM MÓT- AÐ OG SKAPAÐ. AÐVENTUKRANS HANN ER HRINGUR OG UNDIR- STRIKAR HIÐ ÓENDANLEGA OG ER TÁKN GUÐS OG EILÍFÐAR. KERTIN FJÖGUR Á KRANSINUM UNDIRSTRIKA TÍMAMÆLINC- UNA. ORÐIÐ AÐVENTA MERKIR AÐ ÞAÐ LÍÐI AÐ JÓLUM. RAUÐUR LITUR RAUÐUR ER FYRSTI FRUMLITUR- INN, SÁ SEM HEFUR HÆSTU TÍÐNI OC ER MANNSAUGANU MEST ÁBERANDI. RAUTT STEND- UR FYRIR LÍKAMA, JÖRÐINA OG DJÖFULINN í FORNUM TRÚAR- BRÖGÐUM. HANN TENCIST FER- HYRNINGSFORMINU OG ER LIT- UR HLÝJU ÁSTAR OG KRAFTS. GRÆNN LITUR GRÆNI LITURINN ER ANDSTAÐA VIÐ ÞANN RAUÐA. ÞEIR MYNDA STERKA HEILD SAMAN EN EYÐI- LEGGJAST VIÐ SAMRUNA. ALLT FRÁ FRUMKRISTNI HEFUR GRÆNI LITURINN VERIÐ TÁKN ÆSKUBLÓMA OG FRJÓSEMI JARÐARINNAR OG HANN MINN- IR OKKUR Á LÍFIÐ SJÁLFT. RAUÐ- UR OG GRÆNN SAMAN ENDUR- SPEGLA ANDSTÆÐURNAR í NÁTTÚRUNNI. HVÍTUR LITUR HVÍTT ER HREINT UÓS, LITLEYSI EÐA INNIHELDUR ÖLLU HELDUR ALLA LITI. HANN ER TÁKN HREINLEIKANS OG ALLS ÞESS SEM ÆÐRA ER. HVÍTUR STENDUR FYRIR SAKLEYSIÐ OG ALLT ÞAÐ SEM GOTT ER. ENGILL ENGILL ER ÆÐRI VERA OG VERNDARENGILL. HANN ER BOÐ- BERI KRISTS OG ALLS HINS GÓÐA SEM í OKKUR BÝR. / -W W STJARNA STJÖRNUTÁKNIÐ ER ELSTA TÁKN MANNSINS OC ER NOTAÐ LÖNCU FYRIR RITMÁL. HÚN VAR NOTUÐ SEM VÖRN FYRIR ILLUM ÖNDUM OG ER TÁKN ÖRYGGIS OC INNRI HAMINGJU. í KRIST- INNI TRÚ ER STJARNAN TÁKN BOÐUNAR OG KOMU FRELSAR- ANS OG LEIÐIR OKKUR AÐ LJÓS- INU. BJALLA BJALLAN (KLUKKAN) ER MIKIL- VÆGT TÁKN í ÖLLUM TRÚAR- BRÖGÐUM. HENNI ER ÆTLAÐ AÐ HJÁLPA OKKUR AÐ FINNA HINN HREINNI HLJÓM SÁLARINNAR, SAMHÆFA OG FÆRA Á ÆÐRA STIG. BORÐAR OG SLAUFUR BORÐAR OG SLAUFUR TÁKNA TÍMANN. BORÐINN BINDUR SAMAN, TENGIR OG AFMARKAR. SLAUFAN TÁKNAR HÁTÍÐLEIK- ANN OG INNSIGLAR EINNIG LEYNDARMÁLIÐ ÞANNIG AÐ ÞEGAR SLAUFAN ER LEYST ER LEYNDARMÁLIÐ AFHJÚPAÐ. Tákn sem fylgja jólunum eru mun fleiri og öll eiga þau sér einhverja skýringu eða sögu sem gaman er að skyggnast í. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.