Fréttablaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 16
Lægsta verð frá 27.995 kr. Hátíð manngæskunnar * Idag virðist það ekki lengur for- senda að vera kristinnar trúar til þess að halda jólin hátíðleg, þrátt fyrir að hátíðin sé haldin til þess að fagna fæðingu frelsarans. Þær til- finningar sem fylla fólk á jólunum búa í öllum mönnum sama hvaðan þeir koma, hvert þeir eru að fara eða á hvað þeir trúa, ef þeir trúa þá á eitthvað æðra yfir höfuð. ■ 15. desember 2001 1 9.900 kr. Pottasett Bachmayr Solingen • 19 hluta pottasett • Þrefaldur háqceda botn • Hitamæliríloki • Frá Solingen þýskalandi ON OFF VÖRUMARKAÐUR Smiðjuvegi 4 Kópavogi græn gata, Sími 577 3377 Árbækur Ferðafélags íslands eru einstakur bókaflokkur um náttúru og sögu fslands. Þær fást nú á skrifstofu félagssins á sérstöku jólatilbóði ásamt öðrum ferðabókum með 20% afslætri. Ef keyptar eru 2 eða fleiri er veittur 30% afsláttur. Sendum í póstkröfu. Ferðafélag íslands Mörkinni 6, 108 Reykjavík, Sími 568 2533, mynds. 56825354, netfang fí@fi.is Föndurfólk Hjá okkur færð þú það sem þarf í servíettur, ikona og englamyndirnar t.d. step 1 og 2 sprungulakk, iakklím og kertagrunn. Nýjar fallegar ikona- og englamyndir Koffortið Strandgata 21, Hafnarfirði, sími 555 0220 Hátíð Ijóss og friðar Pétur Hallgrímsson borðar sína steik. Pétur Hallgrímsson gítar- leikari Stríðs & friðar, hljómsveitarinnar sem sér um hljóðfæraleik á „Nýbúa“ Bubba Morthens, gerðist búddatrúar fyrir nokkrum árum. Hann segist hafa snú- ist meira og meira í átt búdd- isma Tíbetbúa, en mörg af- brigði eru til af honum. Svo virðist sem siðaskipt- in hafi þó haft lítil áhrif á það hvernig Pétur eyðir tíma sín- um yfir jólahátíðina. „Ég eyði mínum tíma hjá foreldr- um mínum, borða mína steik og held upp á þetta eins og flestir gera. Kannski ekki af jafnmikilli áfergju og margir aðrir. Ég held upp á jólin sem hátíð ljóss og friðar og lít á þetta sem fjölskylduhátíð." Pétur tekur þátt í jólaga- faölæðinu en segist þó halda ró sinni í gegnum jólavertíðina. Hann og hljómsveit hans verða lík- legast önnum kafin fyrir þessi jól að kynna nýju breiðskífuna og því má bú- ast við að hátíðahöldin bjóði upp á kærkomið frí frá Stríði & friði. ■ MIKIÐ AÐ GERA Á PLÖTUVERTÍÐINNI Pétur Hallgrímsson gítarleikari Stríðs & Friðar ætlar að halda jól eins og aðrir Islendingar þrátt fyrir að hafa snúist til Búddatrúar. Mín fyrstu hvítu jól Mishant Sundaresh er aðallega að fagna manngæskunni á jólunum. Mishant Sundaresh, kom hingað til lands frá Indlandi á vegum AUS, Alþjóðlegu ungmennaskipt- anna, fyrir nokkrum mánuðum. Hann er í sjálfboðavinnu hjá Am- nesty International hér á landi. Mishant er hindúatrúar og því ætti jólahátíðin hans að verða afar ólík þeirri sem við eigum að venj- ast, eða hvað? „Ég er vanur að halda upp á jólin,“ segir hann glað- ur í bragði. „Það er af því að ég á marga kristna vini og ég var í kristnum skóla á Indlandi. Þar er kirkja, og haldið upp á jólin þar. Ég er því vanur að mæta til miðnætur- messu þar sem kveikt er á kertum, sungnir sálmar og annað. Eftir há- tíðarmatinn fer ég iðulega í heim- sókn til vina minna.“ Á þessum örlagaríku tímum heyrum við talað um Islamstrú nán- ast á hverjum degi. Hindúismi eru þó trúarbrögð sem hinn almenni ís- lendingur þekkir mun minna til og því kjörið að biðja Mishant um að útskýra kjarna hindúismans í nokkrum orðum. „Orðið hindú þýðir „viðurkenning", þannig að grunnur hindúisma er að viðurkenna allt. Hugmyndafræði hans er að líta ekki á neitt sem sóun né neinn mann verðlausan. Við eigum kannski marga guði, en við trúum því að all- ir guðir séu sami guðinn.“ Þannig er það eðlilegt fyrir Mis- hant að tilbiðja Guð í kirkjum, eða bara hvar sem er. Munurinn á trú- arbrögðunum er hins vegar sá að hindúar trúa ekki að Jesú hafi ver- ið sonur Guðs, og því er fæðing frelsarans ekki efst á baugi hjá hindúum á jólunum. „Það halda ekki allir upp á jólin, en flestir komast þó í jólaskapið. Jólin eru að verða svo mikil markaðsvara að þau fjalla meira um að gefa gjafir en nokkuð annað. Margir komast því í jólaskapið þrátt fyrir að vera ekki kristnir. Þegar ég held upp á jólin er ég að fagna fæðingu Krists, en aðallega er ég að fagna samúðinni, ástinni, jafnrétti eða bara manngæskunni yfir höfuð.“ Mishant segist ætla að halda þeim sið að fara í miðnæturmessu á aðfangadag, en spurningin er hvað hann geri fleira yfir jólin. „Þetta verða mín fyrstu jól fyrir utan Indland, þannig að allt verður mjög nýtt. Ég er alveg óvanur öll- um þessum jólaskreytingum og snjónum. Þetta eru mín fyrstu hvítu jól. Mig hefur dreymt um að fá snjó á jólunum síðan ég var krakki.“ Skyldi það þá hafa haft ein- hver áhrif á þá ákvörðun hans að koma hingað? „Ein af ástæðum. Ég hef mjög gaman af landafræði og gat valið um að fara til margra landa. Ég ákvað að koma hingað vegna þess að ég vissi að annars myndi ég aldrei koma hingað. Það er erfitt að koma til íslands og að fá að vera hér í eitt ár var upplif- un sem ég vildi ekki missa af. Þetta voru bara mín örlög,“ segir Mishant sáttur að lokum. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.