Fréttablaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 10
10 4, i f i 15._desember 2001 JQLAGLAÐNINGUR Á aðventunni í GALLERÍ TÚTLJ Ný sending af einstaklega fallegum sófaborðum og allt að 25% afsláttur fram að jólum. Pantanir óskast sóttar. Sjaldgæf husgogn MEÐ HEILLANDI SDGU Jarrahúsgögninfrá Suður-Afríku eru safngripir. Borð í öllum staerðum, stólar, sófar, kistur, rúm og margtfleira. Sérsmíði og pantanir eftir máli. Tími til að skapa góðar minningar Aðventan er minn uppáhalds- tími því það er svo gaman að verða aftur barn og hafa til ein- hvers að hlakka. Þann tíma sem gefst reyni ég að nýta vel með dætrum mínum, en í mínum huga á aðventan að skapa góðar minn- ingar. Þegar við hugsum til baka verða það ekki minningar um hlaup á milli búða í stressi sem við munum varðveita, heldur minningarnar um notalegu stundirnar þegar setið var við kertaljós og skorið út laufabrauð, búið til jólaskraut eða bakað. Búðarráp er ekkert fyrir mig og ég vil mun frekar nota þennan tíma til smákökubaksturs og samveru við dætur mínar. Einnig að hlusta á góða tónlist og njóta einhverra af öllum þeim uppá- komum sem bjóðast á aðvent- AÐVENTAN ER BESTI TÍMINN Sigríður Ingvarsdóttir leggur mikið upp ór því að fjölskyldan tali saman og að litið sé á jákvæðu hlutina. unni. Ég legg líka mikið upp úr því að f jölskyldan tali mikið sam- an og að við lítum á jákvæðu hlut- ina í kringum okkur, en ekki þá neikvæðu." ■ Afmælisgj öfin í jólamatinn Grís sem elti heimilis- fólk á röndum verður hafður í jólamatinn á Laugasteini. Ingibjörg Hjartardóttir, rithöf- undur, segir að grís sem henni var gefinn í afmælisgjöf í maí sé eiginlega orðinn að jólagjöf núna því hann verði borðaður um jólin. „Það situr í minningunni að fá lif- andi svín með rauðri slaufu," seg- ir hún, en svínið fékk hún að gjöf frá eiginmanni sínum. „Þetta var náttúrulega grís, sem varð að svíni, og var slátrað í haust. Nú er hún komin í fallega, snyrtilega pakka í frystikistuna okkar, en okkur þótti óskaplega vænt um hana. Við kölluðum hana „Eyja- fjarðarsól" og um hana var ortur bragur. Hún var annars bara eitt af húsdýrunum heima, hljóp og elti okkur um allt, ægilega gæf og góð,“ sagði hún en minningarljóð- ið orti Björn Þorleifsson, skóla- stjóri Brekkuskóla á Akureyri. ■ FÉKK LIFANDI SVÍN MEÐ RAUÐRI SLAUFU Ingibjörg Hjartardóttir á Laugasteini í Svarfaðardal sagði að grís sem henni var gefinn í afmælisgjöf væri eiginlega orðinn að jólagjöf núna. S: 551-1250 - emaii: vikurprjon@vikurprjon.is Versiun: www.vikurprjon.is Heimasíöa: www.vikwooi.is Flíshúfa og vettlingar kr. 1.890 settiö Flístrefill kr. 890 Bómullarsokka- buxur kr. 990 Kringlunni og Smáranum Sími 553 7010 & 554 5408 Eyjafjarðarsól - In memoriam Ég sá hana nýfœdda síðast í maí, sól var á tindum og gleði í bæ, menn þóttust af vorkomu vita. En hált verður sporið hjá nýgotnum grís sem gengur um valtur á parketti og flís, hafður vid stofuhita. Þótti húnfegurst í þessari sveit, \ þrammaði um stofu, í hornunum skeit, þá gestum fannst gamanið kárna. Sólbrennd á eýrum hún sást svo í leik, síðurnarfeitur og klárar í reyk fyrir hollráðfrá Ingvara-Árna. Nú tekur að hausta um byggðir og borg býr þá í huganiim depurð og sorg því jjarðarins fallin er sólin. Við gestum á bænum hún gótjlega hrein, og gladdist við mat, sem var ruður og bein. Nú verður hún.étin umjólin. Faldafeykiiv Lápur og Skrápur Jólasveinarnir og foreldrar þeirra handskornir í tré. Bjarni Þór Kristjánsson tré- og eldsmiður hefur skorið í tré og málað hina íslensku jólasveina og ástkæra foreldra þeirra. Bjarni Þór einskorðar sig ekki við besti þekktu sveinana 13 sem stundum eru kenndir við Jóhann- es úr Kötlum heldur dregur hann fram í dagsljósið minna þekkta sveina, svo sem Faldafeyki, Lepp, Skrepp, Láp og Skráp, Leiðinda- skjóðu, Völustakk og Bólu og jafn- vel fleiri. Jólasveinarnir fást í Galleri IJnoss á Skólavörðustíg 3 en einnig má nálgast þá á www.hnoss.net. ■ MAMMA JÓLASVEINANNA Grýla í útfærslu Bjarna Þórs Kristjánssonar. J

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.