Fréttablaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 15.12.2001, Blaðsíða 6
6 Eplakaka korfuknattleiksmannsins 4 epli - skorin í þunnar sneiðar og dreift í smurt mót 1-2 msk. kanill - stráð yfir eplin 1 bolli súkkulaðirúsínur - sem sömuleiðis er stráð yfir í sér skál er blandað saman: 150 g bráðið smjörlíki 150 g sykur 150 g hveiti „Deiginu er svo hellt yfir eplin, eins | og hrauntunga," sagði Brenton. Otan á er svo stráð salthnetum, . eða öðrum hnetum eftir smekk. Kakan er svo bökuð í 180 gráðu heitum ofni í um 20 mínútur. UPPSKRIFT FRÁ ÍSLENSKU MÖMMU Brenton Joe Birmingham er körfuknatt- leiksmaður í Njarðvík. 15. desember 2001 Eplakaka körfu- boltamannsins Brenton Joe Birming- ham gæðir sér á kök- unni annað veifið. vafa um hver væri upgáhaldskak- an en „mamma“ hans á íslandi bak- ar hana fyrir hann. Kakan er epla- kaka og sagði Brenton hana vera algjört sælgæti og tvímælalaust í uppáhaldi. „Mér finnst best að borða hana heita, með vanilluís eða þeyttum rjóma,“ bætti hann við. ■ Það var ekki laust við að kæmi á Brenton Joe Birmingham, körfuknattleiksmann hjá Njarðvík þegar hann var inntur eftir uppá- haldskökuuppskriftinni hans. „Ég kann engar uppskriftir,11 voru hans fyrstu viðbrögð, en eftir örlítið nánari umhugsun var hann ekki í Jólasveinar eru eins og pabbar Hvað ln helst i Ágúst Bjarki á einnig óskir um frið á jörðu Agúst Bjarki Davíðsson er sjö ára og veit gjörla hvað hann vill fá í jólagjöf. Hann er ekki í vand- ræðum með jólagjafalistann en það eru fleiri óskir sem hann elur í brjósti sér þessi jól. „Ég vil að öll- um í heiminum liði vel á jólunum, það verði engin stríð og allir fái nóg að borða og marga pakka. Sjálfur hlakka ég til jólanna vegna þess að þá fæ ég gjafir og góðan mat. Svo fæ ég líka jólafrí í skólanum.“ Ágústi Bjarka finnst gaman að fá í skóinn og segist reyna að vera þægur og góður svo jólasveinninn setji ekki bara kartöflu. „Jólasvein- arnir eru skemmtilegir og það er gaman að sjá þá á jólaballi. Þeir eru eins og pabbar því þeir koma með svo mikið dót og nammi. “ Ágúst Bjarki verður hjá móður sinni um jólin og verða þau ásamt bræðrum hans líklega hjá móður- ömmu hans. „Þar verða líka systur hennar mömmu og börnin þeirra. Það er gaman hjá okkur en samt finnst mömmunum okkar oft of mikil læti í okkur. Svo fer ég alltaf til pabba míns á aðfangadagskvöld þegar ég er búinn að taka upp pakk- ana með mömmu. Hjá pabba fæ ég fleiri pakka og hitti alla hina frænd- ur mína og frænkur. Ég hlakka líka til að vera meira með pabba mínum því hann verður í Reykjavík yfir ÆTLAR AÐ REYNA AÐ VERA CÓÐUR Ágúst Bjarki vill ekki fá kartöflu í skóinn frá jólasveininum. jólin. Pabbi er ekki eins strangur og mamma, ég má vaka lengur hjá honum og fer oft í bíó, fæ pítsu og Mac Donalds. Ég hlakka líka til gamlárskvölds þá fæ ég að vaka lengi, alveg til klukkan þrjú eða fjögur. ■ éskalistlnn 1. Small Soldiers leik 2. Myndbandsspólu t.d. Pókemon 3, 2 eða 1 3. Playstation 2 4. Star Wars 2. 5. Bílabraut 6. Járnbrautarlest 7. Að geta hitt pabba minn oftar 8. Að komast til Kína Ullarúlpur með hettu Herra Outlet Herra Qutlet Langar í föt eins og mamma á Vigdísi Sigvaldadóttur langar í ýmislegt sem fylgir unglingsárunum. Vigdís Sigvaldadóttir er 12 ára gömul og efst á jólagjafaóska- listanum hennar eru föt eins og mamma hennar á því henni finnst hún svo smart. Því næst langar hana í allskonar snyrtidót en hún segist vera farin að mála sig pínu- lítið um augun og varirnar. Vig- dísi langar einnig í snjóbretti. Að- spurð sagðist hún aldrei hafa stig- ið á bretti en að hana langar mikið MARGTÁ ÓSKALIST- ANUM Vigdlsi Sig- valdadóttur langar bæðí í föt og snyrtidót I jólagjöf éskalistinn 1. Fatnaður 2. Snyrtidót 3. Snjóbretti 4. Geisladiskar 5. Postulínsbrúða til þess. Hún segist hafa gaman af tónlist og því eru geisladiskar á óskalistanum, helst nýjasti Pott- þétt-diskurinn. Vigdís er að safna postulínsbrúðum og langar til þess að bæta við safnið. ■ Langar í nammi Sigurbjörg Ósk er þriggja ára gömul ákveðin og skemmtileg stúlka. Þegar hún var spurð að því hvað hana langaði helst í jólagjöf svaraði hún „nammi." „Hvað ann- að,“ spurði þá blaðamaður. „Meira nammi,“ svaraði Sigurbjörg mjög ákveðin. Þá hugsaði blaðamaður með sér að hann þyrfti að breyta um spurningaraðferð. „Hvað ann- að en nammi Sigurbjörg mín?“ AÐEINS EITT Á ÓSKALISTANUM Sigurbjörg Ósk Klörudóttir vill allra helst fá nammi í jólagjöf. óskalisti lilll 1 j 1. Nammi. 1 2' Nammi. ! 3. Nammi. 1 4 Könnu handa mömmu. I L..-. Fyrir utan nammi lang- ar Sigurbjörgu Osk baraí gjöf handa mömmu sinni í jólagjöf. „Bara nammi,“ svaraði hún enn ákveðnari. Blaðamaður var að því komin að gefast upp þegar hún bætti við: „Og könnu til að gefa mömmu minni.“ Svo bætti hún við: „Jólasveinninn ætla að koma í gula húsið og hitta okkur, hann er sko ekki vondur." Þess má geta að húsið sem hún Sigurbjörg býr í er gult á litinn. ■ Langar rosalega í smásjá Oskalisti Jakobs Fann- ars mótast af því að hann er grúskari. Jakob Fannar Axelsson er nýorð- inn átta ára gamall og efst á jólagjafaóskalistanum er smásjá. Aðspurður að því hvers vegna hann langaði mest í smásjá svarar hann að honum finnist svo gaman að því að skoða pínulitla hluti. Jak- ob Fannari hrífst líka af stjörnun- um og þær vill hann skoða í gegn- um stjörnukíki. Eins og flestum strákum finnst honum mjög gam- an í tölvuleikjum og stærsti draumurinn er að eignast Playsta- tion 2 tölvu en fast á eftir fylgir Æ BÆÐI SMÁSJÁ OG STJÖRNUKÍKIR Jakob Fannar Axelsson langar meðal ann- ars í tölvuleiki í jólagjöf. Game-Boy tölva númer tvö og svo má nú tölvuleikina ekki vanta og er Raymond 2 efstur á lista. ■ r ir nT - - iH:nr«ilil> in «i i n J-U'i'..'-i-1. i < K«L oskalistinn 1. Smásjá 2. Stjörnukíkir 3. Playstation 2 4. Game-Boy 2 5. Raymond 2 tölvuleikur L....,—.....— ..................J

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.