Fréttablaðið - 17.12.2001, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 17.12.2001, Blaðsíða 10
10 FRÉTTABLAÐIÐ 17. desember 2001 MÁNUDAGUR Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjórar: Pétur Gunnarsson og Sigurjón M. Egilsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Atvinnuleysisdögum fjölgar frá í fyrra: Mun fleiri konur eru atvinnu- lausar atvinna Skráðum atvinnuleysis- dögum í nóvembermánuði hefur fjölgað um 7.019 frá mánuðinum á undan en hefur fjölgað um 15.622 frá nóvembermánuði árið 2000. Alls voru skráðir 47.620 at- vinnuleysisdagar á landinu öllu, u.þ.b. 21.720 dagar hjá körlum og 25.900 dagar hjá konum. Mann- afli á vinnumarkaði í nóvember 200J er áætlaður 140.496 manns. Á heimasíðu Vinnumálastofn- unar kemur fram að atvinnuleys- isdagar í nóvember jafngildi því að 2.166 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mán- uðinum. Þar af séu 990 karlar og 1.176 konur. ■ Mánuð ífríi Þá er þingheimur kominn í sitt langa jólafrí. Þingmenn mæta aftur til þingstarfa seinni hluta \ janúar. Þeirra frí er langtum lengra en frí yngstu skóla- barna. Engin önnur stétt vinnandi manna hefur eins litla mætingar- skyldu til starfa en þingmenn. Þegar hin ótrúlega löngu frí þingmanna eru —♦— gagnrýnd svara þeir því oftast til að þeir séu alls ekki í fríi, að þeir hafi störfum að sinna en sitja í þingsal. Það er ef- laust rétt. Vissulega er það svo að sumir þingmenn, sennilega ekki Sumir þing- menn segja hvort eð er að þingið sé ekkert annað afgreiðslu- stofnun fyrir framkvæmda- valdið. mjög margir, vinna eflaust nokk- uð í hinum löngu þingfríum. Aðrir gera það ekki. Alþingi kemur saman þegar rúm vika lifir af janúar. Þing hættir í fyrra fallinu í vor vegna sveitarstjórnarkosninganna. Þess vegna verður þingið ekki starf- andi í hálft ár að þessu sinni. Al- þingi kom saman 1. október í haust og starfaði fram að síðustu helgi. Vissulega falla þingstörf niður viku og viku vegna þess að þingmenn fá svokallaðar kjör- dæmavikur og fleira. Eflaust er vont að gagnrýna það sem einungis er þekkt af af- spurn. Samt er ekkert að því að stoppa við og spyrja hvort Alþingi skipti ekki meira máli en svo að MáLmanna. Sigurjón M. Egilsson skrifar um jólafri það geti ýmist verið í orlofi eða að sinna öðrum störfum meira en hálft árið.Sér í lagi eftir að síðasta dag samþykktu þingmenn fimmt- án ný lög. Það eru margföld afköst annarra daga - sem betur fer. Það er sama hver hefur stýrt Alþingi - alltaf fer starfið í sama farið. Gengur að því er virðist í hæga- gangi þar til langt jólafrí eða enn- þá lengra sumarfrí blasir við. Þá er allt sett í botn og þjóðinni eru sett lög með þvílíkum að hraða að vart er unnt að fylgjast með. Svo er hitt, kannski er meira en nóg að þing sitji í fimm mán- uði og kannski er það of mikið. Sumir þingmenn segja hvort eð er að þingið sé ekkert annað af- greiðslustofnun fyrir fram- kvæmdavaldið. ■ ísafjarðarbær: Ráðgert er að tekjur aukist um 100 milljónir af gerðum kjarasamningum skila sér með auknum tekjum. Þá nýtir bærinn sér 0,33% hækkun á út- svarinu sem er áætlað að muni gefa um 15 milljónir króna. Út- svarsprósentan verður því 13,03%. Á móti þessari hækkun á útsvarinu að koma til fram- kvæmda samsvarandi lækkun á tekjuskatti af hálfu ríkisins þan- nig að álögur á íbúa bæjarins eiga ekki að aukast í þessum efn- um. ■ HALLDÓR HALLDÓRSSON Segir að útlitið sé bjartara en oft áður. bæjarsjóður I nýsamþykktri fjár- hagsáætlun ísafjarðarbæjar fyr- ir árið 2002 er gert ráð fyrir því að tekjur bæjarsjóðs aukist um 100 milljónir króna frá yfirstand- andi ári. Á því ári voru tekjur bæjarins hins vegar um 6% hærri en áætlað hafði verið. Það er töluverður viðsnúningur til hins betra því tekjur bæjarsjóðs reyndust minni árið 2000 en áætl- anir gerðu ráð fyrir í þáverandi fjárhagsáætlun. Halldór Halldórsson bæjar- stjóri segir að það sé á margan hátt mun bjartara yfir atvinnulífi staðarins en oft áður auk þess sem launahækkanir í framhaldi Plássleysi Kirkjugarða Hafnaríjarðar: Vilja ekki jarða utan- bæjarfólk hjá sér sveitarstjórnir Kirkjugarður Hafnarfjarðar hefur óskaði eftir því við Skipulagsnefnd kirkju- garða að fá heimild til að loka kirkjugarðinum fyrir öðrum en heimamönnum sem hafa greitt kirkjugarðsgjöld til Kirkjugarðs Hafnarfjarðar. Erindi Kirkjagarða Hafnar- fjarðar þessa efnis var lagt fyrir bæjarráð á fimmtudag og brást ráðið við með því að fela bæjar- verkfræðingi og skipulagsstjóra bæjarins að vinna áfram að stækkun kirkjugarðsins sam- kvæmt fyrri áformum. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.