Fréttablaðið - 17.12.2001, Blaðsíða 12
12
FRÉTTABLAÐIÐ
17. desember 2001 MÁNUDACUR
Var hafnað um fjögurra stafa símanúmer:
Segir tuga starfa verða að engu
INNLENT
lugleiðir hafa opnað nýtt
fræðslusetur sem verður mið-
stöð starfsþjálfunar og kennslu-
starfssemi fyrir starfsfólk fyrir-
tækisins. Setrið er í bakhúsi við
Suðurlandsbraut 12 og er aðstaðan
900 fermetrar að stærð. Þar eru
þrjár kennslustofur og tækjasalur
þar sem kennd er meðferð björg-
unarbáta og annars búnaðar.
---^---
Landsvirkjun ætlar að veita af-
slátt á umframraforku til raf-
veitna í beinum viðskiptum vegna
þess hve vatnsbúskapur hefur
gengið vel í vetur. Verðið verður
lækkað úr um 38 kr. á kílóvatt-
stund í 10 kr á kílóvattstund frá 17.
desember til aprílloka á næsta ári.
FJflRSKiPti Símsvörunarfyrirtækið
Bella símamær sótti í vor um
fjögurra stafa símanúmer til Póst-
og fjarskiptastofnunar en var
hafnað á þeim grundvelli að slík
númer fengu aðeins rekstraraðil-
ar símafyrirtækja til innri þjón-
ustu, svo sem til upplýsinga um
símanúmer. Fyrirtækið áfrýjaði
úrskurði þessum bæði til úrskurð-
arnefndar og Samkeppnisstofnun-
ar þar sem svör voru á sömu leið.
Ingibergur Þorkelsson, eigandi
Bellu símamær, segist ekki
ánægður með þessa niðurstöðu og
verði í kjölfar hennar að leggja
fyrirtæki sitt niður. „Með þessari
ákvörðun hafa hugsanleg störf
fyrir tugi manna orðið að engu því
taka átti upp samvinnu við ýmis
fyrirtæki úti á landi með síma-
þjónustu um allt milli himins og
jarðar og þar á meðal um síma-
númer.“
Ingibergur segir að í umsókn
sinni til Póst- og fjarskiptastofn-
unar hefði hann bent á að aðilar
sem ekki væru símafyrirtæki
hefðu fjögurra stafa númer og
nefndi máli sínu til stuðnings
Gulu línuna. Hefði honum verið
svarað því til að Íslandssími hefði
fengið úthlutað númerinu 1444 til
eigin nota og hefði því verið
óheimilt að láta það Gulu línunni í
té. Hefði því verið tekin sú
ákvörðun að afturkalla úthlutun
númersins frá áramótum. „Mér
finnst þetta óeðlileg afgreiðsla að
númerið sé tekið af þeim þrátt
fyrir mína fyrirspurn," sagði
Ingibergur og sagðist ekki ætla að
athafast frekar í málinu. ■
INGIBERGUR ÞORKELSSON
Árgjald af fjögurra stafa númerí
er í kringum 200.000 þúsund
krónur.
Skipverja af Svanborgu
enn leitað:
Leitin ár-
Síðasta vígi cd-Qciida fallið
ópemandl jólagfaffr
SIGURINN UNNIN
Afganskir andstæðingar al-Qaida voru sigurreifir þegar þeir sneru aftur frá víglínum í Hvítu
fjöllunum í grennd Tora Bora. Leiðtogar þeirra sögðu fullan sigur unnin á hryðjuverkasam-
tökunum.
Ekki ljóst hvar Osama bin Laden heldur sig. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna heimsækir
Afganistan. Andstæðingar talibana lýsa yfir sigri.
angurslaus
sjóslys Um þrjátíu manns tóku þátt
í leitinni af skipverjunum sem
saknað er af Svanborgu SH í gær-
dag. Leitin bar engan árangur og
réðu stjórnendur björgunarað-
gerða og lögregla ráðum sínum um
framhald leitarinnar. Að sögn upp-
lýsingafulltrúa Landsbjargar var
leitað fram að rökkri. Reynt hafi
verið að klára að síga niður í f jörur
þar sem brak úr bátnum bar á land
og það hafi sérþjálfaðir fjallabjörg-
unarmenn frá Snæfellsnesi gert.
Leitað hafi verið frá strandstað á
Öndverðarnesi og að Hellissandi. ■
AEG TEFAL P/oneer nordlCa Packard Bell SHARR NEC BEKO
tora BQRfl, ap Síðustu vígi al-Qaida,
hryðjuverkasamtaka Osama bin
Laden, féllu í gær. Það voru and-
stæðingar talibana í austurhluta
landsins, austurbandalagið svo-
nefnda, sem lýstu því yfir í gær að
þeir hefðu náð Hvítufjöllunum í
Tora Bora, í austurhluta Afganist-
an, á sitt vald. Samkvæmt upplýs-
ingum austurbandalagsins féllu
um 200 liðsmenn al-Qaida í bar-
dögum í gær og 25 voru teknir
höndum. Ekkert spurðist hins veg-
ar til Osama bins Ladens, og ekki
ljóst hvort að hann er enn í
Afganistan eða er sloppinn þaðan.
Hershöfðingjar austurbandalags-
ins sögðu mörg hundruð liðs-
manna al-Qaida vera á flótta til
landamæra Pakistan, en þeim
væri veitt eftirför.
Colin Powell, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, sagði að
hann hefði engar spurnir af
ferðum Osama bins Ladens.
Hann sagði að svo virtist sem
sigur hefði unnist á samtökum
hans. „Við munum ná honum,“
PjOfleer sound.visíon.sou/
Þegar fegurð, stíll
og gæði sameinast
fe
76.900
AEG Ryksuga CE235,1
Kraftmikil 1700 w
ryksuga í jólalitnum
$5
13.900
SHARP R212
0 Þinn eigin
skyndibita-
■ staður
Harm gerir lífið léttara, hefur útlitið með sér og poppar vel. te 14.900
og ponnur
gera matargerðina
að skemmtun. Gott veröt
SH/VRR xuooo
Stílhreint útlit og skarpur ^
hljómur einkennir þessa
glæsistæðu trá SHARP 29.900
- # Packard Bell
Easy Öne Sihmr 2800 DVD
800 MHz dúndurvél
með 10 Gb diski og
DVD drifi
r 179.900
Jólagjöf heímilisins
AEG
Favorit 80850 U-W
Þessi hljóðláta á
sérstöku verði til jóla
%
74.900
86KD
28” sjónvarp
í stofuna og
14” í barnaherbergið
Verö frá
%
21.900
nordica
AT/'/í^. Of Coffie
Þessi sem
sýður vatnið.
%
12.900
/FV7FXI5E
LEIKURIHENDI 32 bita
tófatötvan með
stóra skjánum
18
13.990
DVD-spilarar
sem spila öll svæði
Urval DVD-spilara
á verði frá
29.900
Heimsþekktar
leirvörur
á verði fyrirþig.
Gfrm
..
;__ ,
Góð verð!
Árvirklnn, Selfossl •Raillanaust. Akureyri-straumur, Isafirði'Geisli, Vestmannaeyjum
• Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum •Ljúsboginn, Keflavík • Hljómsýn, Akranesi •
Versl. Húslð, Orindavík’öiyggl, Húsavlk • Electro, Oalvlk’Verslunln Vlk, Neskaupsstað
• Brlmnes, Vestmannaeyjum • Rás, Þorlákshöfn • kf Borgfiröinga, BorgarnesiKF
Vopniirðinga, Vopnalirði ‘KF V-Húnvetnimja, Hvammstanga ‘Kf Húnvelninga, Blönduósi
“Skagliröingabúö, Sauðarkróld • Ralbær, Slgluflrðl • KF Stelngrímsljaröar, Húlmavík
' Versl. Elnars Sletánssonar, Búðardal ’Guðni E. Hallgrímsson, Grundarfirði •Sparkaup,
Fáskrúðslirði ’Kask, Höfn •Blómsturvelllr, Hellissandi’Masfeli, Hellu • Klakkur, Vík
• Versl. Urð, Raufarhöln • Versl. Bakki, Kópasskeri • Hjalti Sigurösson. Eskifirði
Opíð Mánudag - Fimmtudag kl. 9-21
BRÆÐURNIR
JOLAGJAFIR
Lágmúla 8 • Sími 530 2800
AEG TEFAL Aoneer nordica p.ckanjB.11 sharp NEC BEKO
sagði Powell um bin Laden.
Greint hafði verið frá því að
Bandaríkjamenn hefðu heyrt í bin
Laden í talstöð, en Tommy Franks,
yfirhershöfðingi Bandaríkjanna í
stríðinu gegn Afganistan, dró úr
þessum staðhæfingum banda-
rískra embættismanna. Franks
sagði einnig að nokkur tími gæti
liðið þar til andstæðingar talibana
hefðu náð svæðinu að fullu á sitt
vald, svæðið er allt sundurgrafið
af hellum og tímafrekt að kanna
það til hlítar.
Donald H. Rumsfeld, varnar-
málaráðherra Bandaríkjanna,
kom til Afganistan í gær og ræddi
við forsætisráðherra bráðabirgða-
stjórnarinnar í Afganistan, Hamid
Karzai. Rumsfeld er hæst setti
bandaríski ráðherrann sem heim-
sækir Afganistan síðan bardagar
þar hefjast. Hann sagði við tæki-
færið að eina markmið Bandaríkj-
anna væri að uppræta hryðjuverk.
„Þetta er síðasti dagur al-Qaida
í Afganistan," sagði Mohammed
Zamir, varnarmálaráðherra aust-
urbandalagsins. Zamir sagði og að
þeim sem yrðu uppvísir að því að
hylma yfir með liðsmönnum sam-
takanna yrðu beittir dauðarefsing-
um. Sigurinn á al-Qaida kemur í
kjölfar linnulausrar sprengjuhríð-
ar á Afganistan undanfarna mán-
uði. Síðustu daga hefur verið hald-
ið uppi stöðugum loftárásum á
Tora Bora. ■
Féll niður af svölum:
Liggur alvarlega slas-
aður á gjörgæsludeild
lögreglumál Maður slasaðist alvar-
lega þegar hann féll niður af svöl-
um af annarri hæð í fjölbýlishúsi í
Breiðholti um tvöleytið í fyrrinótt.
Maðurinn féll niður á gangstétt og
var hann fluttur alvarlega slasaður
á slysadeild Landspítala-háskóla-
sjúkrahúss í Fossvogi. Ekki fékkst
uppgefið um tildrög slyssins og að
sögn lögreglu er málið í rannsókn.
Að sögn vakthafandi læknis var
manninum haldið sofandi í öndun-
arvél með alvarlega höfuðáverka
en líðan hans hafi farið batnandi
þegar leið á daginn og hafi því ver-
ið tekin ákvörðun að taka hann úr
öndunarvélinni. Hann er þó enn á
gjörgæsludeild og þegar Frétta-
blaðið hafði samband var hann enn
sofandi. ■
Sýningargluggar verslana:
Verðmerkingar
verri en í fyrra
NEYTENPAMftL Verðmerkingar á vör-
um sem stillt er fram í sýningar-
gluggum verslana á höfuðborgar-
svæðinu er heldur lakari en á sama
tíma í fyrra. Samkeppnisstofnun
kannaði ástand verðmerkinga í sýn-
ingargluggum 391 verslunar á höf-
uðborgarsvæðinu fyrir jólin og
komst að því að verðmerkingar
voru í lagi í 57% tilvika. Fyrir jólin
í fyrra voru verðmerkingar í lagi í
72% tilfella. 62% verslana í Kringl-
unni og Smáralind voru með óað-
finnanlegar verðmerkingar í sýn-
ingargluggum og 58% verslana í
miðbæ Reykjavíkur. ■