Fréttablaðið - 17.12.2001, Blaðsíða 4
4
FRÉTTABLAÐIÐ
17. desember 2001 MÁNUDAGUR
SVONA ERUM VIÐ
GEYMSLA HEYFENGS
Reiknað út frá rúmmáli - rúmmál votheys
reiknað tvöfalt.
■ þurrhey
VOTHEY
'86 '90 '95 '96 '97 '98 '99 00
Heimild Hagtölur landbúnaðarins.
Suður-Evrópa:
Snjór og kuldi valda vandræðum
maprip. róm. ap. íbúar Suður-Evr-
ópu hafa mátt þola rússneskan kulda
og snjókomu undanfarna daga, á
meðan Reykvíkingar spóka sig um í
sumarhitum. Þetta hefur valdið
ýmsum vandræðum. Barcelona,
I SNJÖKASTI
Það er ekki oft sem hægt er að fara í snjó-
kast á Markúsartorgi f Feneyjum.
önnur stærsta borg Spánar, varð til
dæmis rafmagnslaus á föstudag,
eftir að kuldabylgja hafði gengið
yfir norður og austurhluta landsins.
Nokkur umferðaslys þar í landi
mátti einnig rekja til veðrabrigð-
anna. Gripið var til sérstakra ráð-
stafana í fjórtán héruðum á Spáni,
og grundir í Andalúsíu voru hrími
lagðar, sem er mjög óvenjulegt.
Á Italíu hefur sama verið upp á
teningnum. Talsverðar umferðataf-
ir urðu í kjölfar snjóbyls á föstudag
og flugvelli og lestarstöðvum á
Norður-Ítalíu. Skýring kuldanna
mun eiga rætur sínar að rekja til
Rússlands en þar geisaði stórhríð
fyrir helgi. ■
A SLYSSTAÐ
Fimm létust f umferðaslysi á Spáni á laugardag sem rekja má til veðursins.
Veður fer kólnandi:
Verðajólin
rauð eða hvít?
vepur Landsmenn eru að öllum
líkindum farnir að velta því fyrir
sér hvort jólin í ár verða rauð eða
hvít. Samkvæmt upplýsingum frá
Veðurstofu íslands liggur veður-
spá fyrir aðfangadag ekki enn
fyrir, en er að vænta á morgun.
Samkvæmt langtímaspá fer veður
hægt kólnandi, aðallega fyrir
norðan og austan og á föstudag
má búast við því að norðlægar átt-
ir verði ríkjandi.
Veðurfar verður svipað á höf-
uðborgarsvæðinu og það var í
gær og svo verður fram á mið-
vikudag. Á fimmtudag verður
væta á höfuðborgarsvæðinu en
snjókoma eða slydda fyrir austan.
Á föstudag og laugardag fer veð-
ur kólnandi, komnar norðlægar
áttir og mega norðanmenn búast
við því að það snjói hjá þeim. ■
—♦—
Kropp hjá bátunum:
Fínt verð fyr-
ir loðnuna
VEIÐAR „Það er borgað fínt verð
fyrir þetta“, segir Freysteinn
Bjarnason, útgerðarstjóri Síldar-
vinnslunnar á Neskaupsstað, en
skip útgerðarinnar Birtingur
landaði 500 tonnum af loðnu á
Raufarhöfn um helgina. Það var í
þriðja skipti sem Birtingur landar
loðnu að undanförnu.
Freysteinn segir menn bjart-
sýna á að hafa megi gott upp úr
loðnuvertíðinni. Átta til tíu bátar
hafi verið við veiðar norður af
Hraunhafnartanga síðustu vikuna
sem hafi landað fyrir norðan og
austan en einhverjir bátanna
munu sigla suður fyrir með síð-
ustu túra fyrir jól. ■
1 LEIÐRÉTTING 1
*
Ibókadómi sem birtist í laugar-
dagsblaði Fréttablaðsins um
smásagnasafn Ágúst Borgþórs
Sverrissonar, Árið 1970, misritað-
ist nafn höfundar. Við biðjum
Ágúst innilega velvirðingar á því.
FRÁ ÓLAFSFIRÐI
Hæstiréttur taldi sýnt að fyrrum framkvæmdastjóri sjávarútvegsfyrirtækisins Sæunnar Axels hefði ætlað að koma jeppanum undan gjald-
þroti fyrirtækisins með sölu á of lágu verði.
Fiskvinnslulykt var
kennt um lágt verð
Fyrrum framkvæmdastjóra Sæunnar Axels gert að greiða 2,7 milljónir
vegna kaupa á jeppa fyrirtækisins skömmu fyrir gjaldþrot. Mat endur-
skoðanda á bílnum þótti of lágt en ekki var leitað álits bílasala.
pómsmál Hæstiréttur hefur gert
fyrrum framkvæmdastjóra Sæ-
unnar Axels ehf að greiða 2,7
milljónir til þrotabús fyrirtækis-
ins vegna kaupa hans á jeppabif-
reið fyrirtækisins skömmu áður
en það varð gjaldþrota. Maðurinn
keypti sjö mánaða gamla bifreið-
ina á 4,5 milljónir en nýr kostaði
bíllinn 6,4 milljónir króna.
Framkvæmdastjóri Sæunnar
Axels, sem jafnframt var einn eig-
enda fyrirtækisins, keypti bílinn
af fyrirtækinu undir lok október
1999 en rúmum mánuði síðar var
fyrirtækið tekið til gjaldþrota-
skipta. Greiddi hann fyrir bílinn
með yfirtöku lána upp á þrjár
milljónir sem á honum hvíldu og
að eigin sögn með því að greiða
lögfræðingi sínum og fyrirtækis-
ins fyrir vinnu sem hann hafði
unnið fyrir fyrirtækið. Skipta-
stjóra þótti söluverðið of lágt auk
þess sem ekki var að finna gögn í
bókhaldi um greiðslur fyrir hann.
í héraðsdómi lagði hann fram bréf
frá umboðinu þar sem kom fram
að endursöluverð á sjö mánuða
gömlum jeppanum væri 5,8 millj-
ónir miðað við að bíllinn liti vel út
og væri í góðu standi. Endurskoð-
andi Sæunnar Axels mat bílinn
fyrir söluna og sá ekki ástæðu til
að leita til bílasala með mat þar
sem hann átti sjálfur sams konar
bíl og var kunnugt um gangverð.
Hann kvað jeppann ekki vel með
farinn. Dæld hafi verið á honum
framanverðum og hann orðið fyrir
öðru tjóni auk þess sem „fisk-
vinnslulykt" hafi verið komin í bíl-
inn og hann mikið keyrður. Tíu
mánuðum síðar var bíllinn seldur
á 4,4 milljónir að undangenginni
viðgerð upp á 174.000 krónur.
Framkvæmdastjórinn fyrrver-
andi hafði boðist til að skila jepp-
anum gegn því að fá endurgreitt
það sem hann hafði greitt fyrir
hann en því hafnaði skiptastjóri.
Kvaðst hann þá reiðubúinn að
greiða þrotabúin allt að 585.000
fyrir bifreiðina umfram það sem
þegar hafði verið greitt en því var
einnig hafnað.
binni@frettabladid.ís
Listi fólksins á Akureyri:
Bjóða fram í vor
sveitarstjórnarkosningar Að-
standendur Lista fólksins sem
náði einum manni inn í bæjar-
stjórn Akureyrar i sveitarstjórn-
arkosningunum 1998 hafa ákveðið
að bjóða aftur fram við sveitar-
stjórnarkosningarnar næsta vor.
„Við ákváðum á fundi í byrjun
mánaðarins að svara því játandi
ef fólk spyr okkur hvort við ætl-
um að bjóða fram í vor“, segir
Oddur Helgi Halldórsson, bæjar-
fulltrúi Lista fólksins.
Oddur segir að framboðsvinna
sé að öðru leyti skammt á veg
kominn og engar ákvarðanir hafa
verið teknar um hvernig listinn
skuli skipaður. Að sögn Odds
verða engar frekari ákvarðanir
teknar í þessum málum fyrr en
eftir jól. „Það er nægur tími til
þess. Ég minni á að fyrir síðustu
kosningar héldum við fyrsta
ODDUR HELGI
Framboð ákveðið mun fyrr en fyrir síðustu
kosningar.
fundinn 18. mars. Þá héldum við
fund til að spá í það hvort við ætt-
um að fara í framboð eða ekki.“ ■
EKKI GÓÐ LATÍNA
„Það hefði ekki þótt gott latína þegar ég
var að stýra Hafnarfirði ef ég hefði ekki vit-
að hversu margir ynnu hjá bænum."
Þróun fjölda opinberra
starfsmanna:
Enginn veit
hversu
margir vinna
hjá ríkinu
stjórnsýsla „Því miður veit for-
sætisráðherra ekki hversu marg-
ir vinna hjá honum", segir Guð-
mundur Árni Stefánsson um svar
forsætisráðuneytisins við þróun
fjölda starfsmanna hins opinbera
og fyrirtækja sem eru að hluta í
eigu hins opinbera.
„Ég var að fiska eftir því hver
hefði orðið þróun umfangs ríkis-
ins á undanförnum árum. Menn
hafa verið að halda því fram,
sjálfstæðismenn einkum og sér í
lagi, að þeir hafi verið að draga úr
ríkisumsvifum. Fjárlög síðustu
ára benda til annars þau hafa tvö-
faldast og farið langt umfram
verðlag." Guðmundur segist hafa
viljað sjá þróun á fjölda opinberra
starfsmanna í þessum samhengi
en í ljós komið að hvergi væri að
finna áreiðanlegar upplýsingar
um það. „Það fær mann til að
velta því fyrir sér hvernig gangi
að halda utan um ríkiskerfið með
skynsamlegum hætti þegar menn
hafa ekki einu sinni hjá sér upp-
lýsingar um hversu margir
starfsmennirnir eru.“ Sveitarfé-
lögin segir Guðmundur Árni vera
engu skárri en ríkissjóð þar sem
þau hafi ekki upplýsingar um
starfsmenn hlutafélaga og orku-
fyrirtækja í þeirra eigu. ■
IlögreglufréttirI
Ekið var á hross á Þingvalla-
vegi um þrjúleytið í fyrrinótt
með þeim afleiðingum að það
drapst. Bíllinn sem ók á hrossið
stórskemmdist og var fluttur í
burtu með kranabifreið. Engan
annan sakaði við áreksturinn.
. ♦...
Brotist var inn í fjóra bíla í
austurborginni í fyrrinótt og
þaðan stolið geislaspilurum. Þá
var brotist inn í bíl í Grafarvogi
og stolið geisladiskum. í Breið-
holti var farið inn í geymslu í
íbúðarhússog þaðan stolið fjórum
hjólbörðum á álfelgum.