Fréttablaðið - 27.12.2001, Side 1
Á SJÓ
Hamborgar-
hryggur
og hangikjöt
bls 10
_
ÍÞRÓTTIR
Ralf verður
að bœta sig
LEIKHÚS
Allir með
sitt nef
bls 18
HYUNDAI Multitfp)
Total IT Solullon Provider
Hagkvæm og traust tölva
OTÆKNIBÆR Skipholti 50C
S: 551-6700 www.tb.is
Umboðsaðili HYUNDAI á íslandi
FRETTABLAÐIÐ
:
174. tölublað - 1. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík - sími 515 7500 Fimmtudagurinn 27. desember 2001
FiMIVITUDAGUR
Verkalýðsfélag
heiðrar útgerðir
verðlaun Verkalýðsfélag Húsavíkur
heiðrar í dag útgerðirnar Geira
Péturs og Langanes fyrir framlag
til atvinnuuppbyggingar í bænum
og þakkar góð samskipti. Þetta er í
fyrsta skipti sem félagið heiðrar at-
vinnurekendur og verður haldin
móttaka til heiðurs útgerðunum.
íþróttamaður ársins
íþróttir íþróttafréttamenn tilkynna
val sitt á íþróttamanni ársins. Með-
al þeirra sem urðu í 10 efstu sæt-
unum voru Örn Arnarson, Guðni
Bergsson og Þórey Edda Elísdóttir.
"TvEÐRIÐ i dag|
REYKiAVÍK Norðan 10-15 og
snjókoma eða él. Léttir til
þegar liður á daginn.
Frost 5 til 10 stig.
VINDUR ÚRKOMA HITI
isafjörður O 10-15 Él O5
Akureyri O 8-13 Snjókoma O -
Egilsstaðir o 8-13 Él O
Vestmannaeyjar O 10-15 Skýjað O8
Gúndagangan fyrir
fórnarlömb
umferðarslysa
ganga Gúndaganagan verður farin í
þriðja skipti kl. 17 í dag, á þrifjgja
ára dánarafmæli Guðmundar Isars
Ágústssonar, sem lést 12 ára gam-
all í bílslysi. Lagt verður af stað frá
Neskirkju, að loknum tónleikum,
þar sem þekktir tónlistarmenn
koma fram. Með tónleikunum og
gðngunni er minnt á fórnarlömb
umferðarslysa.
Flugeldadagar
hefjast
flugeldar Flugeldasala hefst með
hvelli í dag en þetta er eina vika
ársins þar sem stunda má viðskipti
með rakettur, blys, stjörnuljós,
kökur og púðurkellingar.
1KVÖLDIÐ í KVÖLD
Tónlist 18 Bíó 16
Leikhús 18 Iþróttir 14
Myndlist 18 Sjónvarp 20
Skemmtanir 18 Útvarp 21
NOKKRAR STAÐREYNDIR UM
FRÉTTABLAÐIÐ
Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára
borgarsvæð- inu í dag? 61,9%
'O JO <5
Meðallestur 25 til 49 <0 ra
(Z ja 28,7%
ára á fimmtudögum S c
samkvæmt a 3 ÉP
fjölmiðlakönnun
Gallup frá O >
október 2001 u. 2 □
70.000 eintök
65% fólks les blaðið
MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 25 TIL 80 ÁRA Á
HÖFUÐBORGARSVÆÐINU SAMKVÆMT
FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP I OKTÓBER 2001.
Trúnaðarlæknir segir pólitík
ógn við flugöryggi á Islandi
Flugmálastjóri hefur vikið trúnaðarlækni stofnunarinnar úr starfi á meðan rannsókn fer fram á störf-
um hans. Læknirinn segir brottvikninguna vera að undirlagi samgönguráðuneytis og að alvarlegt sé
fyrir flugfarþega að pólískt vald ákveði hverjir teljist hæfir til að stjórna 200 manna flugvélum.
stjórnsýsla Þengli Oddssyni, trún-
aðarlækni Flugmálastjórnar, hefur
verið vikið úr starfi á meðan rann-
sókn fer fram á embættisfærslu
hans. Þengill neitaði að víkja sjálfur
eftir að stjórn Félags íslenskra at-
vinnuflugmanna (FÍA) hafði krafist
brottvikningar hans. FÍA telur
Þengil hafa brotið af sér með því að
hafa ekki endunýjað heilbrigðisvott-
orð tiltekins flugmanns sem, sam-
kvæmt upplýsingum Fréttablaðsins,
fékk blóðtappa í höfði fyrir þremur
árum.
„Mér skilst að þetta sé gert að
kröfu samgönguráðuneytisins sem
telji að ég hafi óhlýðnast þeim. Það
er alvarlegt fyrir flugfarþega að pól-
ískt vald á íslandi skuli geta ákveðið
hvort einhver sé nógu heilbrigður til
að stjórna 200 manna flugvél eða
ekki. Það held ég að önnur ríki sem
við eigum í samstarfi við líti
mjög alvarlegum augum,“
segir Þengill Oddsson.
Þengill segir sér hafa
komið á óvart að Þorgeir
Pálsson flugmálastjóri vék
honum tímabundið úr starfi
enda sé hægt að gera rann-
sókn án þess að menn séu
látnir fara frá:
„Ég tel mig vera fulltrúa
farþega og þeirra sem geta
orðið fyrir tjóni á jörðu niðri og tel
mig vera að gera 100 prósent rétta
hluti. Starf mitt hefur verið tekið út
af erlendum þjóðum og þær eru
sammála mér í hvívetna. Það er al-
varlegt að hlaupa á eftir dyntum
hagsmunafélags og ráðherra og FÍA
verða að skýra út hvað ég
hafi brotið af mér. Ég gaf
þessum flugmanni ekki
stimpil því hann stenst ein-
faldlega ekki þær kröfur sem
gerðar eru um heilbrigði
samkvæmt íslenskum lögum
og reglum,“ segir Þengill.
Eftir að Þengill hafði neit-
að að endurnýja heilbrigðis-
vottorð flugmannsins voru
fyrr á þessu ári fengnir þrír
sérfræðingar til að meta heilsufar
hans og stóðst hann þá skoðun.
Þengill segir margt í læknisfræði
vera matsatr'iði. „Það er ekkert við
því að segja þó aðrir komist að öðr-
um niðurstöðum en fluglæknisfræði
byggir öll á öryggiskröfum,“ segir
hann.
Franz Ploder, formaður FÍA, seg-
ir að sér hafi enn ekki verið kynnt
ákvörðunin um brottvikningu Þeng-
ils.
„Ég veit ekkert um læknisfræði
en veit það að flugmaðurinn á að fá
skírteinið sitt aftur samkvæmt þeim
reglum sem gilda á íslandi. Okkar
krafa er enn sú að Þengill verði rek-
inn og að flugmálastjórn biðjist af-
sökunar og borgi þann mikla lög-
fræðikostnað sem við höfum haft af
þessu. Við höfum hins vegar enn
engin svör fengið,“ segir Franz.
gar@frettabladid.is
Ég gaf þessum
flugmanni ekki
stimpil því
hann stenst
einfaldlega
ekki þær kröf-
ur sem gerðar
eru um heil-
brigði.
Fæðingar yfir jólin:
Jólastelpa á
aðfangadag
fólksfjölgun Lítil stúlka fæddist á
Landsspítalanum rétt um það leyti
sem jólin gengu í garð. Jólastúlkan
var ein af sex börnum sem fædd-
ust þennan dag. Á fæðingardeild
fengust þær upplýsingar að 5 börn
hefðu fæðst á jóladag og í gær-
kvöldi átti starfsfólkið von á 6.
jólabarninu þann daginn. Þá hefur
21 barn fæðst þessa þrjá jóladaga.
Samkvæmt hjúkrunarfræðingi
á fæðingardeildinni hafa 176 börn
fæðst í desember og telst það vera
frekar rólegur mánuður. Venju-
lega fæðast yfir 200 börn. Búist er
við sprengju í janúar með nálægt
250 fæðingum sem er langt yfir
meðallag. Ekkert getur skýrt
þessa sveiflu nema kannski að for-
eldrar séu orðnir það vel skipu-
lagðir að þeir vilji ekki standa í
barnafæðingum yfir jóladagana. ■
Ermasundsgöng:
550 flóttamenn
stöðvaðir
flóttamenn Lögregla beitti tára-
gasi til að hefta för 550 flótta-
manna sem héldu fótgangandi í
gegnum Ermasundsgöngin áleiðis
til Bretlands á jóladagskvöld.
Flóttamennirnir, sem flestir eru
Kúrdar eða Afganar, komu úr búð-
um Rauða krossins í strandbænum
Sangatte í Frakklandi þar sem
dvelja um 1000 manns. Þeir brutu
sér leið úr búðunum og fóru í
tveimur hollum inn í göngin. Var
umferð um göngin stöðvuð á með-
an á þessu stóð. Að sögn yfirmanns
Eurotunnel, rekstrarfélags gangn-
anna, var engin von til þess að
flóttamönnunum tækist ætlunar-
verk sitt. Sagði hann augljóst að
flóttamennirnir hefðu með þessu
viljað vekja athygli fjölmiðla á
málefnum flóttamanna. ■
HVfT JÓL. Jólasnjórinn féll á höfuðborgarbúa á jólanótt. í gær snjóaði linnulaust og var jólalegt um að litast í kyrru veðri.
Verslunin:
Utsölur á fyrsta
virka degi eftir jól
neytendur Heimilistæki og nokkr-
ar aðrar verslanir hafa auglýst út-
sölur hjá sér á fyrsta virka degi
eftir jólaverslunina. Einhverjum
kann að þykja þetta heldur fljótt á
stað farið en Sigurður Björnsson
framkvæmdastjóri Heimilistækja
segir að þetta sé ekkert nýtt hjá
þeim því þar hefur verið útsala á
þessum árstíma á undanförnum
árum. í ár bjóða þeir allt að 60%
afslátt af vöruverði einstakra
tækja. Hann segir að það sé dýrt
að hafa birgðir og m.a. vegna þeir-
ra háu vaxta sem verslunin býr
við um þessar mundir.
Sigurður segir að verslunin
fyrir þessi jól hafi verið svipuð og
í fyrra, eða frekar góð. Helsta
breytingin í ár frá fyrra ári hefði
einkum verið sú að fólk keypti
minna af dýrum tækjum en oft
áður og því meira af vörum í svo-
nefndum milliverðum og einnig
vörur í ódýrari kantinum. Hann
segir að fyrri útsölur hjá þeim á
þessum árstíma hafi gefist vel.
Aðspurður segir hann að það sé
misjafnt hvort fólk bregðist
ókvæða við að sjá útsöluverð á
tækjum nokkrum dögum eftir að
það hafði keypt þau á öðru verði
fyrir jólin. Þá séu aðrir farnir að
reikna með þessum útsölum í sín-
um innkaupum vegna jóla- og ára-
móta. ■
Tí»etta HELST I
Spenna hefur stigmagnast við
landamæri Indlands og Pakist-
ans og var barist þar í gær. Með-
aldræg flugskeyti beggja herja
eru sögð í viðbragsstöðu. bls. 2.
—♦—
Spáð er að atvinnuleysi aukist
umfram hefðbundna árstíðar-
sveiflu og verði 2 - 3% á næstu
mánuðum. bls. 4.
000 manns hafa yfirgefið
heimili sín vegna skógarelda í
nágrenni Sydney í Ástralíu. Eldar
loguðu á um 100 stöðum í gær.
bls. 2.
—♦—
Verslun og þjónusta greiða um
40% opinberra gjalda lögað-
ila, iðnaður um 24% útgerðin
4,5%, fiskvinnslan 4% og land-
búnaður tæplega 1%. bls. 2.