Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.12.2001, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 27.12.2001, Qupperneq 18
18 FRÉTTABLAÐIÐ 27. desember 2001 FIMMTUDAGUR HVflÐfl BÓK ERTU AÐ LESA? Les ævisögu Shaun Ryder „Ég er að lesa ævisögu Shaun Ryder, fyrrum söngvara Happy Mondays. Hún byrjar mjög vel, ég er bara búinn með tvo fyrstu kafl- anna." Krummi Björgvinsson Söngvari Mínus LEIKSTJÓRINN Peter Jackson leikstjóri vonast til að hægt verði að komast að samkomulagi við erf- ingja JJR Tolkien. Peter Jackson, leikstjóri Hringadróttinsögu: Vill koma á fót Hringa- dróttinsafni safn Leikstjóri myndanna um Hringadróttinsögu, Peter Jackson, vonast til að geta sett upp safn þar sem sýndir verða leikmunir og búningar sem notað- ir voru við framleiðslu myndanna. Að sögn Jacksons hefur dánarbú JJR Tolkien, höfundar sögunnar, reyndar sett sig upp á móti hug- myndinni en leikstjórinn vonast engu að síður að hægt verði að komast að samkomulagi. Fyrsta kvikmyndin í röðinni af þremur hefur fengið frábæra dóma og er von til þess að hún slái út Harry Potter myndina hvað varðar að- sókn. Allir leikmunir fyrir Hringadróttinsögu voru hand- gerðir sérstaklega fyrir myndirn- ar. Má þar nefna 900 brynjur, hundruð vopna og næstum 50 þús- und annarra leikmuna, allt frá beltissylgjum til bjórkrúsa. Segir Jackson að aðdáendur eigi heimt- ingu á að berja gripina augum. Þess má geta að höfuðborg Nýja Sjálands, Wellington, hefur nú fengið nýtt nafn í eina viku og heitir eftirleiðis Miðgarður í til- efni af frumsýningu myndarinnar. Hafa yfirvöld merkt höfuðstaðinn í bak og fyrir með vísan í söguna heimsfrægu. Meðal annars eru frímerki í pósthúsum borgarinnar merkt Miðgarði og bera einkenn- ismerki myndanna. ■ „Ætli ég eigi ekki tæplega 100 matreiðslubækur á íslensku, ensku og frönsku. Sú nýjasta heitir Seiðandi saltfiskur og þorskréttir þjóðanna. Mér líst vel á uppskriftirnar og bókin er skemmtileg aflestrar. Ég hef ekki séð svona frumlega íslenska matreiðslubók síðan eftir kenjum kokksins eftir Rúnar Marvinsson kom út.“ Áslaug Eva Guð- mundsdóttir í viðtali í Vikunni 11. desember sl. Hér eru 3 af 44 matreiðendum í bókinni þar á meðal Rúnar Mar- vinsson en 4 opnur eru tileikað- ar honum. Bók sem gott er að eiga eftir jólin. Tónleikar Thule musik og Mysufélagsins: Allur ágóði til Mæðra- styrksnefndar tónleikar „Þetta byrjaði þannig að strákarnir í Mysufélaginu í MR komu til okkar og viðruðu hug- mynd um tónleika til styrktar Mæðrastyrksnefnd. Við ákváðum að taka þetta alla leið og gera tón- leikana stærri en hugmyndin var upphaflega og margar helstu hljómsveitir okkar koma því fram á tónleikunum í kvöld,“ seg- ir Þórhallur Skúlason hjá Thule musik. Útgáfan stendur í kvöld í samvinnu við Mysufélagið fyrir tónleikum á Gauk á Stöng. Tón- leikarnir hefjast kl. níu og að- gangseyrir, sem er 1.000 krónur, rennur óskiptur til Mæðrastyrks- nefndar. „Fram koma hljómsveitirnar The Funerals, Exos, Trabant, Sof- andi og The worm is green en þær hafa allar að þeirri síðustu undanskilinni gefið út geisladisk hjá útgáfunni á árinu,“ segir Þór- hallur sem er mjög ánægður með árið hjá Thule musik. „Við höfum gefið út meira af geisladiskum á árinu en áður, hingað höfum við aðallega gefið út plötur. Á næsta ári ætlum við að tvöfalda útgáfuna, við stefn- the funerals spila I kvöld um á að vera stærstir," segir Þór- „Mikill áhugi er fyrir þeim erlendis" segir hallur að lokum. ■ Þórhallur Skúlason. FIMMTUPAGURINN 27. DESEMBER TÓNLEIKAR___________________________ 21.00: Tónleikar Thule-útgáfunnar og Mysufélagsins á Gauk á Stöng. Meðal listamanna sem koma fram eru Funerals, Trabant og Sofandi. Allur ágóði rennur til styrktar Mæðrastyrksnefnd. 23.00: Hljómsveitin Gullfoss leikur á Vídalín. Hljómsveitina skipa þeir Sigurður Gröndal, gítarleikar, Besti, trommuleikar, Golli Rotta, Hljómborðsleikari, Zúkki Pé, bassaleikari og síðast en ekki síst Eyjólfur Kristjánsson, söngvari og gítarleikari. Þetta band mun víst áður hafa gengið undir nafn- inu Sköndlarnir en það mun hafa staðið þeim fyrir þrifum og þeir þv( breytt um nafn. LEIKHÚS_____________________________ 20.00: Leikritið Cyrano de Bergerac sýnt á stóra sviði Þjóðleikhúss- ins. 20.00: Leikritið Fjandmaður fólksins sýnt á stóra sviði Borgadeikhússins. SÝNINGAR____________________________ Maður, lærðu að skapa sjálfan þig heitir sýning um sögu Bjargar C. Þor- láksson sem stendur yfir í Þjóðarbók- hlöðunni. Það er Kvennasögusafnið sem setur sýninguna upp. Handritasýning í Stofnun Árna Magn- ússonar, Arnagarði við Suðurgötu. Handritasýning er opin kl. 14 -16 þriðju- daga til föstudaga. MYNDLIST____________________________ í Listasafni íslands stendur nú yfir yfir- litssýning sem ber heitið "íslensk myndlist á 20. öld". Sýnd eru verk í eigu safnsins eftir 38 íslenska listamenn. Sá elsti er Þórarinn B. Þorláksson en sá yngsti Sigurður Árni Sigurðsson. Sýningin veitir gestum gott tækifaeri til að fá yfirlit yfir margt það helsta í ís- lenskri myndlist um 100 ára skeið. ( sýn- ingarskrá er gerð grein fyrir stefnum og straumum sem höfðu áhrif á /slenska myndlistarmenn og verk þeirra sett í innlent og erlent samhengi. Safnið er opið alla daga nema mánudaga, 11-17. Sýningin stendur til 15. janúar. 1 Ófeigi, Skólavörðustíg 5, sýna lista- menn sem reka gallerí Meistara Jakob í sama húsi, til janúarloka. Listamennirnir eru Aðalheiður Ólöf Skarphéðinsdótt- ir, grafík, Auður Vésteinsdóttir, listvefn- aður, Elísabet Haraldsdóttir, leirlist Guðný Hafsteinsdóttir, leirlist Kristín Sigfríður Garðarsdóttir, leirlist Kristín Geirsdóttir, málverk, Margrét Guð- mundsdóttir, graffk Sigrfður Agústs- dóttir, leirlist Þorbjörg Þórðardóttir, listvefnaður Þórður Hall, málverk. Gjörningaklúbburinn sýnir ný verk í gallerí@hlemmur.is, Þverholti 5. Gjörningaklúbbinn skipa þær Eirún Sigurðardóttir, Jóní Jónsdóttir og Sigrún Hrólfsdóttir. Galleríið er opið fimmtudaga til sunnudaga. Sýningin stendur til 6. janúar 2002. Benedikt S. Lafleur sýnir verk í Gallerí Reykjavík, Skólavörðustíg 16. Sýningin stendur til 31.des. i Listasafni Reykjavíkur- Kjarvalsstöðum stendur yfir sýningin Leiðin að miðju jarðar. Það er sýning tékkneskra glerlistamanna, sem eru meðal þeirra fremstu í heiminum. Kjarvalsstaðir eru opnir alla daga 10-17 og miðvikudaga 10-19. Sýningin stendur til 13. janúar 2002. Myndlistarmennirnir Jón Sæmundur Auðarson og Páll Banine hafa opnað sýninguna „Séð og heyrt" í Gallerí Skugga, Hverfísgötu 39. Opnunartími er kl. 13 til 17 alla daga nema mánudaga. Sýningin stendur til 31. desember. Hulda Vilhjálmsdóttir sýnir málverk á Kaffi Mokka við Skólavörðustíg. Allir með sitt nef Stefán Karl Stefánsson og Rúnar Freyr Gíslason fara með aðalkarl- hlutverkin í leikritinu Cyrano frá Bergerac. Þeir voru í sama bekk í Leiklistarskólanum og hafa oft leikið saman síðan. Ein augngota næg- ir til að þeir skilji hvor annan segja vinirnir sem ekki vilja meina að þeir séu orðnir leiðir hver á öðrum, ekki alvarlega að minnsta kosti. CYRANO FRÁ BERGERAC: ÞÝÐANDI: Kristján Árnason LEIKSTJÓRl: Hilmar Jónsson LÝSING: Björn Bergsteinn Guðmundsson BÚNINGAR: Þórunn María Stefánsdóttir LEIKMYND: Finnur örn Arnarson TÓNLIST: Hjálmar H. Ragnarsson. FLYTJENDUR: Rússibanar. leikrit „Við eigum mjög auðvelt með að leika saman,“ segja þeir Stefán Karl og Rúnar Freyr. „Við þurfum ekki annað en að senda hvor öðrum augngotu til að koma einhverju til skila,“ segir Rúnar Freyr. „Við erum líka óhræddir við að krítísera hvor annan,“ bætir Stefán Karl við. Þeir félag- ar deila líka búningsherbergi í Þjóðleikhúsinu. „Við erurn búnir að skreyta það franska fánanum til að fá réttu stemmninguna," segja þeir og vilja alls ekki meina að þeir séu orðnir leiðir hvor á öðrum, ekki að ráði að minnsta kosti segja þeir og skot- in sem fljúga í spjallinu benda einmitt til þess að þeir séu ansi góðir vinir. Franska stemmningin í bún- ingsherbergi Stefáns Karls og Rúnars Freys á rætur sínar að rekja til leikritsins Cyrano frá Bergerac sem frumsýnt var í gærkvöld í Þjóðleikhúsinu. Þar fer Stefán Karl með titilhlutverk en Rúnar Freyr leikur Christian. „Þeir eru í sömu herdeild og kynnast þar. Christian er alger sveitamaður og kannski ekki allt of gáfaður, þó hann sé ekki sami vitleysingurinn og látið var í veðri vaka í kvikmynd Steve Martins, Roxanne, sem byggir á leikritinu" útskýrir Rúnar Freyr. „Cyrano er ástfanginn af Roxönu, sem hann hefur þekkt frá blautu barnsbeini. Hann þor- ir hins vegar ekki að reyna við STEFÁN KARL OG RÚNAR FREYR Bítast um Roxönu í verkinu Cyrano de Bergerac eftir Edmond Rostand, sem frumsýnt var í gær í Þjóðleikhúsinu. Hlutverk hennar er i höndum Nönnu Kristlnar Magnúsdóttur sem var með þeim í bekk í Leiklistarskólanum. hana, hann er með risastórt nef og hefur mikla minnimáttar- kennd þess vegna. Hann fær því Christian til þess, en semur fyrir hann bónorðsbréfin," heldur Stefán Karl áfram. Það er ekki að sökum að spyrja, Roxana verður ástfangin af biðlinum sem hefur útlit Christians, en mælsku Cyranos. „Þessi leikur þeirra fer úr böndunum," segir Rúnar Freyr sem leggur áherslu á að verkið sé rómantískt; fyndið og dramatískt segir Stefán Karl og báðir eru þeir sammála um að þetta aldargamla verk eigi upp á pallborðið í dag. „Þetta verk fjallar eiginlega um það að mað- ur eigi ekki að dæma bók eftir bókarkápunni," segir Rúnar Freyr. „Hilmar leikstjóri lýsti þessu nokkuð vel um daginn þeg- ar hann sagði: „Við erum öll með okkar nef“ og átti við að við erum öll með minnimáttarkennd út af einhverju, það þarf bara að takast á við hana,“ bætir Stefán Karl við. „Þarna er fyrirsögnin komin hjá þér,“ segir Rúnar Freyr og blaðamaður tekur hann á orðinu og lætur viðtalinu lokið. sigridur@frettabladid.is Svipir lands og sagna er yfirskrift sýningar á verkum Ásmundar Sveins- sonar í Listasafni Reykjavíkur, Ásmundarsafni. Á sýningunni eru verk sem spanna allan feril listamannsins. Safnið er opið daglega kl. 10 til 16 og stendur til 10. febrúar á næsta ári. Nú stendur yfir sýning á 27 ollumál- verkum eftir Helga Hálfdánarson í Listacafé og Veislugallery í Listhúsinu í Laugardal. Myndirnar eru á tilboðsverði út desembermánuð. Helgi hefur stundað nám í olíumálun í Mynd- listarskóla Reykjavíkur '84 - 87 og á ýmsum námskeiðum þar, í Myndlista- og handíðaskólanum og í T.H. Aachen í Þýskalandi. Steinþór Marinó Gunnarsson listmálari sýnir nú röð smámynda í Verksmiðju- sölunni á Álafossi, Álafossvegi 23, Mosfellsbæ. Þetta er jólasýning. Flest verkin eru unnin á árunum 1980 - 1998. Hér er um að ræða alls 25 verk unnin f pastell og myndir með blandaðri tækni. Sýningín er opin frá kl. 10.00 - 18.00, og laugardaga kl. 10.00 - 14.00. Sýningin er opin til 31. desember. Tilkynningar sendist á netfangið ritstjorn@frettabladid.is BÆKUR Ryþmi og rím Vá! Annað ljóðasafn," sagði átta ára dóttir mín þegar ég kom heim með ljóðabókina Grannmeti og átvextir eftir Þórarinn Eldjárn. Þarf nokkuð að hafa fleiri orð um það? Það hlýtur að vera mesta hrós höf- undarins ef barnið fagnar nýrri bók. Við mæðgurnar höfum nefnilega haft mikið dálæti á Stjörnuhrapi, sem einnig er eft- ir Þórarinn Eldjárn. Börn hafa almennt ekki van- ist því að lesa ljóð og vísur sér til skemmtunar, og enn síður að ljóðabækur komi út sérstaklega handa þeim. Það er miður, því þau laðast gjarnan að því sem hefur ryþma og rímar. Ljóðin hans Þórarins eru bæði fyndin og skemmtileg og við mægurnar veltumst um af VMMMMaWWNMMMMMMWRWMMMHIMMMMMFnMMMMMMMMMWNFNNJMMMmWMKMMMMMMI GRANNMETI OG ÁTVEXTIR Þórarinn Eldjárn Vaka Helgafell, 2001, 112 blaðsíður hlátri. Sér í lagi fannst okkur ljóðið um Sílikonuna fyndið og minnti okkur á gamalt ljóð um asnann öfundsjúka, sem var hé- gómagjarnari en hollt er. í fyrstu fannst okkur sem við læsum algert bull, en flest fela ljóðin í sér skilaboð eða sögu. Mikill kostur er, að skemmtilegt er að lesa þau upp- hátt. Orðin sjálf fela í sér takt- inn og blæ ljóðsins. Sum eru lesin reiðlega, önnur glaölega og enn önnur hratt. Úr verður heill leikþáttur bæði lesandan- um og hlustendunum til ánægju. Arndís Bergsdóttir •;á'.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.