Fréttablaðið - 27.12.2001, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 27.12.2001, Blaðsíða 22
22 FRETTABLAÐIÐ 27. desember 2001 FIMMTUDAGUR HRAÐSOÐIÐ RACNAR HAUKSSON Einn eigenda Fiskbúðar Hafliða Skötulykt hluti af jólastemmn- ingunni HVENÆR byrjið þið að undirbúa skötuveisluna? Undirbúningurinn hjá okkur hefst í janúar þegar við byrjum að safna hráefni. HVAÐ verkíð þið mikið af skötu í ár? Við reiknum með að selja sjö þúsund kíló fyrir Þorláksmessu. Þetta er allt unnið í aðalstöð okkar á Granda. Við seljum í veitingahús, verslanir og svo í fiskbúð okkar hér við Hverfisgöt- una. HVERNIG er skatan verkuð? Við setjum hana í kös, eins og sagt er. Þá er skatan sett í fiskikar og kæst í sirka tvo til þrjá mánuði. Passað er vel upp á að það myndist hvergi pöll- ar af vökvanum sem rennur af henni. Ef það gerist er hætt við að vatnið fúlni og skemmi skötuna. Síðan er hún vöskuð upp og söltuð. Það sem er hengt upp er tekið seinna og látið hanga í hjalli í viku tíma. svo eru þær mismunandi mikið kæstar? Já, við verkum skötuna á þrjá vegu. Það er kæst og söltuð skata, kæst og þurrkuð og að síðustu seljum við tindabykkju. Það sem er vinsælast af þessu er kæst og söltuð skata. Það höfðar til flestra en svo eru sumir sem vilja þessar sterkari með vest- firskum hnoðmör sem farinn er að grænka svolítið. CK skatan vinsælli núna en undanfarin ár? Vin.sældir hennar eru alltaf að aukast og yngra fólk sækir meira í þetta. Það eru haldnar heilu fjölskylduveisl- umar til að borða skötu. Veitingahús- in eru einnig nánast öll með skötu- veislu á þessum degi. Þetta er stór hluti af undirbúningi jólanna hjá mörgum. FOLKI er ekkert illa við lyktina? Nei, ég held að fólk sem er vant að borða skötu finnist jólastemmning fylgja skötulyktinni. Það sé hluti af jólunum þó sumir séu viðkvæmir fyr- ir þessu. Ragnar Hauksson er einn eigenda Fiskbúðar Hafliða, sem selur skötu til helstu veitingahúsa höfuðborgasvæðisins, í verslanir og í buð sinni við Hverfisgötuna. Afganskir listmunir boðnir til sölu í Astralíu: 2000 ára gömul list úr safni í listasafn Fágætir listmunir frá Afganistan voru nýlega boðnir til sölu listasafni í Ástralíu. Lista- safnið, sem kennt er við Nýja Suður-Wales, er stærsta listasafn landsins. Stjórnandi þess, Emund Capon, sagði frá því að tveir listaverkasalar hefðu boðið hon- um að kaupa gamlan Búdda út- skurð í Ganadhar stíl fyrir viku. Gandahar var vinsæll útskurðar- stíll í norðurhluta Indlands, í Pakistan og Afganistan fyrir röskum 2000 árum. Sagðist hann hafa afþakkað boðið af ótta við að Kabúl gripunum hefði verið stolið úr safni í Kabúl, höfuðborg Afganistans. Þá bætti Capon við að hefðu gripirnir komið til Vest- urlanda með öðrum hætti hefði listaheimurinn fyrir löngu vitað af þeim. Skemmst er að minnast þegar talibanar eyðilögðu tvær búddastyttur í mars á þessu ári. Frá því að stríð skall á í Afganist- an er talið að ýmis glæpasamtök og svartamarkaðsbraskarar hafi reynt að hagnast á sölu á stolnum forngripum úr listasöfnum lands- ins. ■ Iain Duncan Smith: Villekki vidurnefni BRETLANP Iain Duncan Smith, for- maður breska ihaldsflokksins, hefur sagt að hann vildi gjarnan að íhalds- menn losnuðu við viðurnefnið „Tory“. Honum þætti viðurnefnið gamaldags og ólíklegt væri að það höfðaði til ungra kjósenda. Talið er að íhaldsamari félagar flokksins vilji alls ekki sjá á bak viðurnefninu sem er eldra en flokkurinn. Upphaflega var það notað um írska glæpamenn en síðar var það notað á niðrandi hátt um fylgismenn krúnunnar. íhalds- flokkurinn kom ekki til sögunnar fyrr en 1832 en viðurnefnið hefur loðað við liðsmenn hans síðan. ■ SYDNEY Listasafn Nýja Suður Wales i Sydney fékk boð um að kaupa gamlan Búdda útskurð. FRÉTTIR AF FÓLKI Framkvæmdastjóraskipti verða í Kringlunni um áramótin. Örn V. Kjartansson tekur þá við starfinu af Einari I. Halldórssyni, sem hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fé- lagsins 101 Skuggahverfi hf. Örn hefur síðastliðna sex mánuði unnið með framkvæmdastjóra og stjórn Kringlunnar að stefnumótun. • • Orn hefur setið í stjórn Kringl- unnar frá 1998. Hann hefur síð- ustu ár starfað hjá Þyrpingu hf., sem er stærsti eigandi húsnæðis í Kringlunni. Þar áður starfaði Örn hjá Hagkaupum, fyrst í innkaupa- deild en síðan sem rekstrarstjóri og loks sölustjóri. Hann sat í fram- kvæmdastjórn Hagkaupa frá 1994 til 1998. Örn er markaðsfræðingur að mennt. Einar I. Halldórsson hefur starfað sem framkvæmdastjóri Kringl- unnar síðan í ársbyrjun 1988. Hann hefur annast rekstur Kringlunnar samfieytt síðan þá, utan þess að hann stjórnaði endurbyggingu og stækkun Kringlunnar 1996-98. Éinar er lögfræðingur að mennt. Hann starfaði sem lögfræðingur 'frygg- ingar hf. um árabil og var bæjar- stjóri í Hafnarfirði í 7 ár. Einar tek- ur við framkvæmdastjórastarfi hjá 101 Skuggahverfi hf., sem er í eigu Þyrpingar og Eimskips. Fyrirtækið hyggur á byggingu 250 íbúða í fjöl- býlishúsum við Skúlagötu. Þau eru ýmisleg vandræðin sem fylgja jólainnkaupum. Móðir nokkur hafði samband við Frétta- blaðið og var þreytt á því hversu erfitt er að nálgast salerni við verslanir bæjarins. Ilún benti á að ekki virtist gert ráð fyrir því að börnin væru tekin með í verslunar- leiðangra í miðbænum, engin al- menningsklósett væru á milli Hlemms og Lækjatorgs. í Kringl- unni væri bara um að ræða klósett á annarri hæð og í Smáralindinni hefðu þau ekki fundist. Fyrir for- eldra með ung börn væri þetta hið versta mál því þau væru ekki góð að halda í sér. Lífið yndislegt er, án 4-'Runner Krakkarnir í Nóaborg fengu hljómsveitina Rúnk í heimsókn á dög- unum. Sveitin lék jólalög með sínu nefi og krakkarnir virtust kunna vel að meta. tónleikar „Þau eru alveg að koma,“ segir aðstoðarleikstjórinn, þar sem ég sit í fataklefanum á leikskólanum Nóaborg í Stangar- holti. „Þau voru að klára að spila í Laufásborg," áréttar hún. Ég held áfram að bíða. Það er krakkalykt í loftinu, al- veg sérstök lykt sem hreiðrar um sig þar sem mikið er af börnum, eins og á leikskólum og stúdenta- görðum fyrir barnafólk. Hljóm- sveitin Rúnk er að koma í heim- sókn, nýbúin að gefa út geisladisk með jólalögum og ætlar að spila fyrir börnin í salnum. Ég fer að skoða jólaskrautið sem er úti um alla ganga. Áður en ég veit af er Rúnk spilar lög af disknum: Jólin eru... Rúnk mætt á svæðið: Bobby, Jim- my, Orlando, Pamela og Suawey, eins og þau kalla sig. Eruð þiðjólaband? „Nei,“ segja þau samróma og fara að segja mér frá tónlistarhátíð í Namur í Belgíu þar sem þau spil- uðu fyrir ekki margt löngu síðan. „Við erum samt mikil jólabörn í okkur,“ segir Pamela, eina konan í hópnum, og sú jólalegasta af þeim - fyrir utan tvo fúlskeggjaða spil- ara og einn með aðeins minni grön. Orlando fer að segja mér frá vinnunni við diskinn. „Við kláruð- um að vinna hann á föstudegi og brenndum hann á laugardegi," segir hann kæruleysislega. Bobby og Jimmy vinna á leik- skólunum Nóaborg og Laufásborg. Þeir segja að legið hafi beinast við að spila á þessum stöðum en reik- na ekki með að spila á tónleikum á fleiri leikskólum bæjarins. Viljið þið segja eitthvað um tón- listina ykkar? „Til að eignast trú þarftu bara BRÉFBERINN Ég átt' engan aur, og enga vinnu að fá um jólin. Þá kom að mér gaur og bauð mér að bera út bréf um jólin. Hús úr húsi ég fór og syngjandi bar út mfn bréf um jólin. Úti var jólasnjór og snjókallar á hverri lóð um jólin. Þá hitti ég jólakór og söng með þeim eitt jólalag um jólin: Lífið yndislegt er. Þú þarft ekki að eiga 4-'Runner. Til að eignast trú þarftu bara að vera þú. -Söngröddin í laginu á að vera spegilmynd samfélagsins, fölsk og ekki alveg nógu djúp,- ÖÐRUVÍSI JÓLALÖG Lög sveitarinnar eru með öðru sniði en gengur og gerist og textarnir líka. að vera þú,“ segir einn úr hópnum og vísar í lagið Bréfberann. Þegar bandið byrjar að spila fylgjast börnin með af áhuga. Spilamennskan er merkilega þétt og ekkert kæruleysi þar á bæ. Éin- hver fer að gráta þegar Orlando lemur á snerilinn, en annars eru börnin stillt og hljóð. Kassagítar, harmónika, sílafónar og lítið hljómborð eru þarna og allir með- limir leggja sitt af mörkum í söngnum. kristjangeir@frettabladid.is Fræðslufundur um það nýjasta í hönnun skipavéla verður haldinn á Hótel Sögu, í Skála, 28. desember 2001 Vélstjórafélag íslands og Vélar og skip ehf halda fræðslufund þar sem sérfræðingar frá WártsiláAVichmann vélaverksmiðjunum í Noregi munu halda fyrirlestra um það helsta sem er að gerast varðandi þróun á skiþavélum. Fjallað verður m.a. um olíueyðslu, ástandsgreiningu vélhluta og val á varahlutum, nýjungar í brennsluolíukerfum s.s. Comon Rail og skrúfustjórnun, minnkun koltvísýrings (C02 ) í afgasi (Low Nox), bakteríur í eldsneyti, eldhringi, stimpilhringi og almennt um framtíð í vélahönnun. Fyrirlesarar: Júhann Pellas og Jörgen Holm, sérfræðingar í Wártsilá vélum og Odd Robberstad, sérfræðingur í Wichmann vélum Dagskráin byrjar kl. 09:00 og lýkur kl. 17:00 Milli kl 12:00 og 14:00 verður sameiginlegur félagsfundur með vélstjórum á kaup- og fiskiskipum. VÉI StlÓRAFÉt.AG

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.