Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.01.2002, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 03.01.2002, Qupperneq 2
FRÉTTABLAÐIÐ KJÖRKASSINN MIKIL ÁNÆCJA MEÐ SKAUPIÐ Yfirgnæfandi meirihluta þótti Áramótaskaupið vera vel heppnað hjá Ríkissjónvarpinu að þessu sinni. Þótti þér Áramótaskaupið vel heppnað? Niðurstöður gærdagsins á vwwv.vísir.is Já 92% 1 ■ Nei 8% Spurning dagsins í dag: Langar þig á skiði? Farðu inn á vísi.is og segðu SVARAÐI EKKI ÁKÆRUATRIÐUNUM Réttarhöldin yfir Zacarias Moussaoui hefj- ast í október, en i gær kom hann fyrir dómstól i Bandaríkjunum þar sem dómari bókaði að hann hefði lýst sig saklausan af ákæruatriðum. Grunaður um hryðjuverk: Ábending barst frá flug- skólanum ALEXANDRÍA. ap „í Guðs nafni hef ég engu að svara. Ég svara ekki ákæruatriðunum," sagði Zacarias Moussaoui í gær við dómara í borginni Alexandríu í Virginíu- ríki, Bandaríkjunum, þar sem hann sætir ákærum um að hafa tekið þátt í undirbúningi hryðju- verkanna í Bandaríkjunum 11. september. Leonie Brinkema dómari kaus að skilja þessi orð sem svo, að Moussaoui væri að lýsa yfir sak- leysi sínu af ákæruatriðunum. Verjandi hans samþykkti þann skilning. Moussaoui, sem er franskur ríkisborgari, er fyrsti maðurinn sem ákærður er vegna hryðju- verkanna, sem urðu rúmlega þrjú þúsund manns að bana. Ákæruatriðin eru sex, þar af á Moussaoui yfir höfði sér dauða- dóm vegna fjögurra. Bandaríska dagblaðið Was- hington Post skýrði frá því í gær að þann 15. ágúst síðastliðinn, að- eins fáeinum vikum fyrir hryðju- verkin hefði bandarísku alríkis- lögreglunni borist ábending frá flugskóla í Bandaríkjunum þar sem Moussaoui stundaði nám. Kennurum við skólann þótti hann grunsamlegur og sögðu hugsan- legt að hann væri að búa sig und- ir hryðjuverk. Daginn eftir var Moussaoui kallaður til yfir- heyrslu og sást ekki aftur í flug- skólanum. Dómarinn ákvað að réttar- höldin sjálf myndu hefjast þann 14. október í haust, en Gerald Zerkin, verjandi Moussaouis, hafði farið fram á að þau hæfust ekki fyrr en snemma árs 2002 vegna þess hve umfangsmikið málið er. ■ jLÖGREGLUFRÉTTIR | Töluvert var um eignaspjöll í Kópavogi aðfaranótt nýárs- dags að sögn lögreglu. Brotnar voru rúður í fimm grunnskólum og tveimur leikskólum og sprengdur upp rafmagnskassi við Brekkuhjalla. 2 3. janúar 2002 FIMMTUDAGUR Mustafa Barghouti handtekinn í Jerúsalem: Sætti barsmíðum lögreglunnar JERÚSALEM, ap Palestínumaðurinn Mustafa Barghouti, sem komið hef- ur nokkrum sinnum hingað til lands og var m.a. heiðursgestur á lands- fundi Samfylkingarinnar í haust, var í gær handtekinn í Jerúsalem. Lögreglan lét hann lausan aftur eft- ir fáeinar klukkustundir, en gerði hann samstundis brottrækan úr borginni. Þegar hann var á leiðinni út úr borginni var hann handtekinn á nýjan leik, en að þessu sinni af ísraelsku landamæralögreglunni. Barghouti, sem er læknir og for- maður hjálparstarfs palestínskra lækna, sagði að landamæralögregl- an hefði misþyrmt sér. „Þeir börðu mig í andlitið, á hálsinn og axlirnar," sagði hann. „Þeir brutu gleraugun mín og di'ógu mig eftir gólfinu." Innan skamms var hann þó látinn laus á ný. Barghouti var í Jerúsalem með erlendri sendinefnd, sem sýnt hefur málstað Palestínumanna stuðning. Meðal annars voru í hópnum tveir BARGHOUTI Á LANDSFUNDI SAMFYLKINGARINNAR Hann var handtekinn og sætti barsmíðum. Brot hans var það eitt að hann var staddur I Jerúsalem ásamt evrópskri sendinefnd. Hann var gerður brottrækur úr borginni. þingmenn á Evrópuþinginu, annar Dani og hinn ítali. ísraelsku lögreglumennirnir sögðu hann hafa verið í Jerúsalem án leyfis, en hann er búsettur í bæn- um Ramallah á Vesturbakkanum. ísraelsmenn banna Palestínumönn- um að ferðast á milli svæða. ■ Eyjamenn vilja halda í Keikó sem sýningardýr Vestmannaeyingar vonast til að halda Keikó í Eyjum þrátt fyrir að ákveðið hafi verið að flytja há- hyrninginn til Stykkishólms. Bæjarstjórinn segir Keikó skila Eyjamönnum 130 milljónum króna í árlega veltu og telur að hagnast megi enn meira á því að gera hann að sýningardýri. sveitarstjórnir Bæjarráð Vest- mannaeyja hefur falið Þróunarfé- lagi Vestmannaeyja að svara því hvaða möguleikar séu á því að halda háhyrningnum Keikó í Eyj- um. Eins og kunnugt er á að flytja Keikó til Stykkishólms í sumar. Kostnaður vegna dvalar Keikós hérlendis mun nú nema nokkuð á annan milljarð króna og Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri segir starfsemina við Keikó velta um —4— 130 milljónum ár- lega innanbæjar í Vestmannaeyjum. Þrátt fyrir að hval- urinn hafi ekki skil- að almennum ferða- mannastraumi hafa skapast nokkuð mörg störf. M.a. hafi verið stofnað sérstakt fyrirtæki í fyrra voru hinir og þessir aðilar með okkur í fjár- festingum en nú eru allir búnir að loka sjoppunni. ---^--- um rekstur vaktþjónustu, köfun og eftirlit við kví Keikós. Bæjarstjórinn segir að með brotthvarfi Keikós væru Eyja- menn að missa gott fyrirtæki sem hafi möguleika á að verða enn stærra. „Menn virðast hafa viður- kennt að það næst ekki að gera hann frjálsan og því horfa allir í það hvort ekki er hægt að hagnast á því að vera með sýningar á dýr- inu,“ segir hann. Þrátt fyrir að bæjarstjórn Stykkishólms hafi fallist á beiðni Ocean Futures um að vista Keikó telur Guðjón það ekkert vera ákveðið. „En þetta er óskaplega einfalt mál: Það er enginn til í að tapa en allir til í að græða,“ segir hann og bætir við að von sé á svör- um frá Ocean Futures fljótlega. Rúnar Gíslason, forseti bæjar- stjórnar í Stykkishólmi, er þó ekki í vafa um að Keikó verði orðinn heimilsfastur við Baulatanga í Hólminum í sumar. Þar muni ferðamenn geta litið hann augum með því að leggja á sig nokkurra mínútna göngu út tangann. „Þetta er endanlega ákveðið og bæjar- stjóra hefur verið falið að ganga frá samningum um málið," segir hann. Rúnar telur ekki að aðstandend- ur Keikós hafi horfið frá því að gefa honum frelsi. „Það er mun flóknara ferli en þeir ætluðu og þeir búast við að það taki einhver ár og reynist jafnvel ekki mögu- legt. En þeir ætla að reyna áfram enda koma líka háhyrningar hing- að í Breiðafjörð," segir hann. Rúnar segir bæjarstjórnina ekki hafa verið að hugsa um Keikó sem stórgróðafyrirtæki. „En hann er auðvitað mjög frægur og það má búast við talsverðu af ferða- KEIKÓ Á SUNDI Háhyrningurinn Keikó hefur dvalið í Kletts- vík um árabil en á nú að fá sér sundprett að Baulutanga I Breiðafirði. fólki. Fyrir heimamenn skapast þrjú störf og að auki hefur komið til tals að Náttúrustofan hafi um- sjón með staðnum." Að sögn Rúnars er gert ráð fyr- ir því að Keikó syndi sjálfur í Stykkishólm frá Vestmannaeyjum í júní. gar@frettabladid.is Delta og Pharmaco: 11 milljarda vöxtur á árinu hlutabréf Alls hækkaði lyfjavísi- tala Verðbréfaþings íslands um 40% á liðnu ári á meðan samdrátt- ur einkenndi flestar aðrar vísitöl- ur. Markaðsverðmæti bréfa Delta jókst um 4.800 milljónir króna og bréfa Pharmaco um 6.200, eða samanlagt um nálægt 11 milljarða á árinu. Verðmæti félaganna var undir 20 milljörðum króna í árs- byrjun 2001 en er nú rétt um 30 milljarðar. Gengi Pharmaco er nú skráð um 50 krónur og telur Sindri Sindrason, framkvæmda- stjóri félagsins, það síst of hátt. „Ef litið er á kennitölur fyrir- tækisins þá eru bréfin enn tiltölu- lega hagstæð og enn forsendur fyrir hækkun. Fjármálafyrirtæki hér heima hafa talið rekstur okk- ar í mið- og austur Evrópu vera áhættusamari en ástæða er til og hafa þess vegna sett heldur háa ávöxtunarkröfu á bréfin. Staða okkar er trygg meðal annars vegna þess að lyf eru nauðsynja- vara og ekki síður að við erum í ódýrari kantinum hvað varðar lyfjaverð.“ Hann segir að frá því að Pharmaco tók við rekstri þriggja fyrirtækja í Búlgaríu árið 1999 hafi flestar áætlanir staðist. „Efnahagslega eru þessi land- PHARMACO Um 80°/o veltu félagsins er I mið- og aust- ur Evrópu. Markaðurinn þar er í örum vexti og horfur góðar segir Sindri Sindrason, framkvæmdastjóri. svæði að ná sér á strik og heil- brigðisgeirinn vex mjög hratt við slíkar aðstæður. Þess vegna get- um við verið ánægð með stöðuna eins og hún er og teljum að þetta ár líti mjög vel út.“ ■ Hringvegurinn lokaðist: Uppfylling- in tolldi ekki VEGAGERÐ Þjóðvegi eitt var lokað austan við Kirkjubæjarklaustur í hádeginu í gær vegna vatnavaxta. Laxá í Fljótshverfi flæddi yfir bakka sína vegna rigninga. Veginn beggja vegna brúarinnar tók í sundur og þurfti að kalla á starfs- menn Vegagerðarinnar. Að sögn lögreglu var nokkur umferð á svæðinu þegar þetta gerðist og þurftu ökumenn að bíða eftir viðgerð. Mjög illa gekk að lag- færa veginn, en það sem í hann var borið rann úr honum jafnóðum. Undir kvöldið var verið að bíða eft- ir tækjum svo hægt væri að flytja stórgrýti í veginn. Lögreglan hafði náð að hleypa nokkrum bílum yfir um miðjan daginn, en um kvöldið biðu um fimmtán bílar eftir þvi að komast leiðar sinnar. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.