Fréttablaðið - 03.01.2002, Qupperneq 4
SVONA ERUM VIÐ
ÚTGJÖLD TIL RANNSÓKNA
OG ÞRÓUNAR
ísland er nokkuð fyrir neðan meðallag
OECD-þjóða hvað varðar útgjöld til ýmissa
rannsóknar- og þróunanrerkefna. Sllk starf-
semi er oft undanfari nýsköpunar í atvinnu-
Iffi og eru í ýmsum löndum veittar skatta-
ívilnanir fyrir fjárútlát í þennan málaflokk.
Útgjöld til þróunarverkefna sem %
af landsframleiðslu árið 1998
Svíþjóð
Finnland
Bandaríkin
Þýskaland
ísland
írland
ftalfa
Meðaltal OECD
3.7
3.1
2.8
2,0
1,9
1,3
1,0
2.2
TONY BLAIR
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands,
ætlar sér að gera hvað hann getur til að
lægja ófriðarlöldurnar á milli kjarnorku-
ríkjannana Indlands og Pakistans.
Tony Blair, forsætisráð-
nerra Bretlands:
Heimsækir
Indland og
Pakistan
london.ap Tony Blair, forsætis-
ráðherra Bretlands, ætlar á næstu
dögum að heimsækja Indland og
Pakistan þar sem hann mun
hvetja leiðtoga landanna til frið-
arviðræðna. Mikil spenna hefur
verið á milli landanna undanfarið
eftir sjálfsmorðsárás aðskilnaðar-
sinna Kashmir-héraðs á þinghús
Indlands. Blair mun vera væntan-
legur til Islamabad, höfuðborgar
Pakistans, á mánudaginn í tveggja
daga heimsókn. ■
Óþekktur aðili kærir til
ESA:
Flugmála-
stjórn sögð
hunsa út-
boðsskyldu
stjórnsýsla Eftirlitsstofnun EFTA
(ESA) hefur staðfest móttöku
kæru ónefnds aðila sem telur
Flugmálastjórn íslands hafa brot-
ið gegn útboðsskyldu.
Kæran mun fyrst og fremst
lúta að mjög kostnaðarsamri
tölvuvinnu sem Flugmálastjórn
hefur um árabil keypt án útboðs
af fyrirtækinu Flugkerfum hf. í
tengslum við flugstjórnarkerfin
FDPS og RDPPS. Flugkerfi er rík-
isfyrirtæki í eigu Flugmálastjórn-
ar og Háskóla Islands.
FDPS kerfið, sem enn hefur
ekki verið tekið í notkun, þrátt
fyrir að hafa verið meira en ára-
tug í smíðum, fyrst í Kanada en
síðan á íslandi, hefur kostað
a.m.k. 900 milljónir króna. RDPPS
kerfið kostar talsvert minna, enda
um einfaldara kerfi að ræða.
FDPS kerfinu er ætlað að safna
saman upplýsingum um flugáætl-
unum flugvéla og færa á tölvu-
tækt form en RDPPS sameinar á
einum skjá upplýsingar frá fimm
ratsjárstöðvum vil ísland. ■
FRÉTTABLAÐIÐ
3. janúar 2002 FIMMTUDAGUR
Nýr yfirmaður skipulags- og byggingarmála:
Salvör Jónsdóttir
stýrir skipulaginu
fólk Reykjavíkurborg hefur ráðið
Salvöru Jónsdóttur skipulags-
fræðing í nýtt starf sviðstjóra
skipulags- og byggingarsviðs.
Sjálfstæðismenn í borgarráði
töldu meirihluta R-listans hafa
gengið framhjá hæfasta einstak-
lingnum, Ingibjörgu Rannveigu
Guðlaugsdóttur, deildarstjóra hjá
Borgarskipulaginu.
R-listamenn sögðu Salvöru
hins vegar vera hæfasta meðal 19
jafningja sem sóttu um starfið.
Salvör er lektor við háskólann í
Wisconsin og hefur m.a. starfað
fyrir sveitarfélagið þar að því að
efla samkipti milli yfirvalda og
landeigenda og annarra sem
tengjast uppbyggingu nýrra hver-
fa.
Meðal þeirra sem sóttu um
starfið voru Stefán Benediktsson,
arkitekt og fyrrverandi alþingis-
maður og þjóðgarðsvörður, Bjarki
Jóhannesson, forstöðumaður þró-
unarsviðs hjá Byggðastofnun,
SALVÖR JÓNSDÓTTIR
Nýr sviðsstjóri skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar starfaði m.a. áður hjá Skipu-
lagi ríkisins.
Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arki-
tekt og fyrrverandi formaður
Landverndar, og Gestur Ólafsson
skipulagsfræðingur.
Salvör verður yfirmaður sam-
einaðs borgarskipulags og bygg-
ingarfulltrúaembættis. Yfir þess-
um tveimur deildum eru bygging-
arfulltrúi og skipulagsfulltrúi en í
síðar nefnda starfið er óráðið og
verður það gert í samráði við Sal-
vöru. ■
Eignasala borgar
sameiningarkostnað
Til stendur að selja eignir og land Landspítala-háskólasjúkrahúss í Kópavogi til að standa
undir kostnaði við sameiningu spítalanna í Reykjavík. Kostnaður við sameininguna nemur
hundruðum milljóna.
heilbrigðismál Landspítali-há-
skólasjúkrahús selur eignir til að
standa undir tilkostnaði við sam-
einingu spítalanna í Reykjavík,
að sögn Magnúsar Péturssonar,
forstjóra Landspítalans. „Við
höfum hafið viðræður við Kópa-
vog um að selja
þar land, eða jafn-
vel allt, eftir atvik-
um. Við sjáum ekki
aðra leið til að fjár-
magna þessar
nauðsynlegu
breytingar en að
selja eignirnar.
Það er ráð stjórn-
valda að selja eign-
ir til að fjármagna
sameininguna og
þá gerum við það,“
sagði hann og
bætti við að tví-
þættur tilgangur
væri með samein-
ingu spítalanna. „Annars vegar
er að efla starfssemina faglega,
en auðvitað skiptir það mestu
máli. Að hinu leytinu viljum við
fá úr þessu hagkvæmari rekstur
og hvort tveggja er að skila sér,“
sagði hann og gerði ráð fyrir að
tilflutningum deilda og sérgreina
milli húsa yrði lokið næstu ára-
mót.
Magnús sagði reynsluna sýna
að ótvíræður hagur væri af sam-
einingunni. „En maður tekur ekki
sérgrein og hendir henni milli
húsa yfir nótt. Á sama tíma er
haldið hér uppi þjónustu án þess
að sjúklingar verði mikið varir
—-+—
Á árinu 2001
var spítalinn
rekinn á sama
raunkostnaði
og árið áður,
þrátt fyrir auk-
inn tilkostnað
vegna samein-
ingar sjúkra-
húsanna í
Reykjavík og
kostnaðar
vegna gengis-
breytinga.
—♦—.
við það sem verið er að
gera.“ Hann sagði að sér
hefði þótt sameiningin
ganga mjög vel það sem af
er og starfsfólk unnið gríð-
arlega vel að málinu. „Árið
2001 var spítalinn rekinn á
sama raunkostnaði og árið
áður. Á sama tíma er verið
að breyta honum og mikill
kostnaður sem fellur til
vegna sameiningarinnar.
Það finnst mér bara góður
árangur," sagði hann og
bætti við að á árinu hafi
þjónusta aukist og legu-
tími styst.
MAGNUS
PÉTURSSON
Sameiníngar-
kostnaður vegna
starfsloka 150
milljónir króna á
slðasta ári. Sama
á þessu ári.
lokað
Að sögn Magnúsar ligg-
ur heildarkostnaður
vegna sameiningarinnar
ekki fyrir. „Kostnaðurinn
liggur í starfsmanna-
kostnaði, því hér er verið
að fækka fólki. Það leiðir
til þess að gerðir eru
starfslokasamningar og
fleira slíkt. Oft er það
þannig að menn eiga heil-
mikinn rétt til biðlauna. í
annan stað liggur kostnað-
ur í því þegar sérgreinar
eru sameinaðar, þær flutt-
ar til og heilum húsum
eins og við erum að gera
LANDSPÍTALI-HÁSKÓLASJÚKRAHÚS
Rekstur spítalans hefði verið í góðu lagi
hefði ekki komið til aukinn tilkostnaður
vegna gengisbreytinga sem hafði mikil
áhrif á innkaupaverð lyfja, hjúkrunarvara
og tækja að sögn forstjóra Landspítalans.
með Vífilsstaði." Magnús sagði
það kosta um 70 milljónir að inn-
rétta einn sjúkragang frá grunni.
Á síðasta ári fóru um 200 milljón-
ir í endurbætur á húsnæði spítal-
ans og 150 milljónir í starfs-
mannakostnað vegna sameining-
arinnar. Magnús gerði ráð fyrir
svipuðum starfsmannakostnaði á
þessu ári.
oli@frettabladid.is
Ríki og sveitarfélög:
Verka- og kostnaðar-
skipting endurskoðuð
stjórnsýsla „Það er gert ráð fyrir
því að fara sameiginlega yfir mál
sem hefur verið ágreiningur um
eða þarf að skoða betur og er
stefnt að því að koma þeim í
ákveðinn farveg", segir Þórður
Skúlason, framkvæmdastjóri
Sambands íslenskra sveitarfé-
laga, um sameiginlega yfirlýsingu
sambandsins og fjármála- og fé-
lagsmálaráðherra um verka- og
kostnaðarskiptingu ríkis og sveit-
arfélaga.
Meðal þess sem kveðið er á um
í yfirlýsingunni er að farið verði
yfir ágreiningsmál sem komu upp
í kjölfar breytinga á álagningar-
stofni mannvirkja, fjármögnun
húsaleigubótakerfisins verður
tekin til endurskoðunar og verka-
skipting tónlistar tekin til skoðun-
ar. Þá er stefnt að því að stofn-
kostnaður framhaldsskóla og
stofnkostnaður og meiri háttar
viðhald heilbrigðisstofnana flytj-
SJÚKRAHÚSIÐ í KEFLAVÍK
Stofnkostnaður og meiriháttar viðhalds-
kostnaður heilbrigðisstofnana er meðal
þess sem verður skoðað.
ist frá sveitarfélögum til ríkisins
en það er talið nema 350 til 400
milljónum króna árlega. ■
71 árs gamall Bandaríkja-
maður:
Vill verða
sá elsti til að
klífa Everest
CHICAGO.AP Hinn 71 árs gamli A1
Hanna ætlar brátt að hefja fjórðu
tilraun sína til að komast á spjöld
sögunnar með því að verða elsti
maðurinn til að klífa Mount Ever-
est, hæsta fjall heims. Hann er
rúmlega sjö árum eldri en núver-
andi heimsmethafi, Sherman Bull
frá Connecticut, sem kleif Ever-
est í fyrra 64 ára gamall. „Allir
segja, hvað er að golfi?,“ segir
Hanna. „Ég hef þrjá lögfræðinga
og allir hafa þeir hótað að láta leg-
gja mig inn,“ segir hann. Hanna
heldur sér í formi með því að æfa
í þrjár klukkustundir á dag fimm
daga vikunnar. s