Fréttablaðið - 03.01.2002, Page 8
8
FRÉTTABLAÐIÐ
3. janúar 2002 FIMIVITUPAGUR
Sjálfstæðismenn í Mosfellsbæ:
Tveir af þremur bæj
arfulltrúum hætta
Slys í Bandaríkjunum:
Fjórir létust
þegar eikar-
tré féll á bíl
CREENFIELD.INDIANA.AP PreStur, eig-
inkona hans og tvö börn þeirra
létu lífið í Indiana í Bandaríkjun-
um í gær eftir að stórt eikartré
féll á bíl þeirra. „Enginn vindur.
Enginn stormur. Líkurnar á að
þetta tré myndi falla á sama tíma
og þau óku undir það eru stjarn-
fræðilegar," sagði Nick Gulling,
lögreglumaður eftir atburðinn.
Yngsta barn þeirra hjóna, hin
fjögurra ára gamla Emily, komst
lífs af úr slysinu. ■
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR Tveir af
þremur bæjarfulltrúum Sjálfstæð-
ismanna í Mosfellsbæ gefa ekki
kost á sér í prófkjöri flokksins fyr-
ir komandi sveitarstjórnarkosn-
ingar. Það eru þau Hákon Björns-
son, sem leiddi listann fyrir fjór-
um árum, og Ásta B. Björnsdóttir
sem gefa ekki kost á sér. Herdís
Sigurjónsdóttir er eini núverandi
bæjarfulltrúi flokksins til að gefa
kost á sér og ljóst að miklar breyt-
ingar verða á framboðslista
flokksins.
Að sögn Magnúsar Sigsteins-
sonar, formanns kjörnefndar, skil-
uðu 13 einstaklingar inn framboð-
um áður en frestur til þess rann út
á gamlársdag. Kjörnefnd hefur
heimild til að bæta einstaklingum í
hóp þeirra sem taka þátt í próf-
kjörinu ef henni þykir ástæða til
og segir Magnús að ekki verði gef-
ið upp hverjir skiluðu inn framboð-
um fyrr en ákvörðun hefur verið
tekin um hvort sú leið verði farin.
Bæjarstjórn Kópavogs er skip-
uð sjö bæjarfulltrúum og hefur
Sjálfstæðisflokkurinn verið í
minnihluta á þessu kjörtímabili. ■
ATLANTA
Mosfellsbær er heimabær þessa stóra fyrir-
tækis. Nú er Ijós að breytingar verða í bæj-
arstjórninni.
Alzheimer:
Frístundir
draga
úr hættu
heilsa Ný bandarísk rannsókn hef-
ur leitt í ljós að með því að eyða
dágóðum tíma í frístundir draga
menn úr hættunni á að fá
Alzheimer-sjúkdóminn um allt að
38%. Þetta kemur fram í nýrri
bandarískri rannsókn sem birtist í
tímaritinu „American Academy of
Neurology." Mæla vísindamenn
með því að menn lesi bók, horfi á
bíómynd eða fari reglulega í
göngutúra til að draga úr líkunum.
Telja þeir að þannig geti fólk veitt
heilanum aukna orku sem frestað
gæti þróun sjúkdómsins. ■
Sautján ára ökumaður:
Tekinn á
158 km
hraða
hraðakstur Sautján ára gamall
ökumaður var tekinn á 158 km
hraða á leið suður Kringlumýr-
arbraut um klukkan þrjú í fyrr-
inótt. Að sögn lögreglunnar í
Kópavogi var ökumaðurinn, sem
fékk ökuskírteinið fyrir 4 mán-
uðum, mældur við Essó-bensín-
stöðina í Fossvogi og reyndi lög-
reglan strax að stöðva hann.
Ökumaðurinn, sem var á Alfa
Romeo, hélt hins vegar ferð
sinni áfram og náði lögreglan
honum ekki fyrr en við umferð-
arljósin á Arnarneshæðinni, þar
sem hann beið á rauðu ljósi.
Að sögn lögreglu sýndi öku-
maðurinn fullkomið ábyrgðar-
leysi með akstri sínum, en í bíln-
um voru þrír jafnaldrar hans.
Búast má við því að málið sæti
ákæru sem þýðir að ökumaður
getur ekki lokið því með g
reiðslu sektar. Málið fer því fyr-
ir dóm og gæti ýmislegt orðið til
refsiþyngingar eins og t.d. akst-
ursaðstæður, útbúnaður bílsins
og sú staðreynd að þrír farþegar
voru í honum.
Lögreglan vill ekki fullyrða
að ökumaðurinn hafi verið að
reyna að stinga af heldur geti
einfaldlega verið að hann hafi
ekki séð lögregluna, þar sem
hann hefði verið á það mikilli
ferð. Hún sagði að ef hann hefði
ekki þurft að stöðva á umferðar-
ljósunum við Arnarneshæð hefði
ekki verið víst að lögreglan
hefði náð honum. ■
Kosningar í bænum
Mercer í Pennsylvaniu:
19 ára
gamall
bæjarstjóri
mercer.pennsylvania.ap Hinn 19
ára gamli Christopher Portman
tók í gær við embætti bæjar-
stjóra í bænum Mercer í Pennsyl-
vaniu-fylki í Bandaríkjunum, en
íbúar bæjarins eru tæplega 2400
talsins.
„Mér finnst mikilvægt fyrir
ungt fólk að láta til sín taka og
gefa eitthvað aftur til samfélags-
ins,“ sagði Portman eftir kjörið,
en hann er repúblikani sem enn
býr hjá foreldrum sínum ásamt
17 ára gömlum tvíburabræðrum
sínum.
í bæjarstjórakosningunum
bar Portman sigurorð af hinum
55 ára gamla bæjarráðsmanni
Kenneth Vernon og öðrum ung-
um frambjóðanda, hinum 19 ára
gamla John Kish. ■
SAMVINUFERÐIR-LANDSÝN
Margir virðast hafa tapað fjármunum og oft á tíðum langþráðu ferðalagi vegna gjaldþrots ferðaskrifstofunnar.
Synjað um endur-
greiðslu á gjafakorti
Tryggingafé vegna gjaldþrots SL. Fjölskyldugjöf á 50 ára afmæli sjómanns. Ætlaði til Ríó.
Endurgreiðslukröfur nema 32,5 milljónum. Um 674 misstu af ferð.
CJALDÞROT Það eru án efa fjölmarg-
ir sem eru í sömu sporum og
Haukur Sævar Harðarson, sjó-
maður á frystitogaranum Frera
RE, sem sér fram
á að hafa tapað 70
þúsund krónum
vegna gjaldþrots
Samvinnuferða -
Landsýnar. Fjöl-
_____ skylda Hauks gaf
honum gjafakort í
50 ára afmælisgjöf sem hann ætl-
aði að nota til greiðslu á ferð þar
sem kjötkveðjuhátíðin í Ríó í
Brasilíu var ofarlega á blaði.
Hafði hugsað
sér að nota
gjafakortið til
ferðast til Ríó f
tilefni af 50 ára
afmælinu.
Kortið var keypt 1. febrúar 2001 á
afmælisdegi Hauks. Samgöngu-
ráðuneytið hefur hins vegar hafn-
að ósk hans um endurgreiðslu á
útlögðum ferðakostnaði. Hann er
þó ekki úrkula vonar um að þetta
kunni að breytast því Sjómanna-
félag Reykjavíkur hefur ákveðið
að skoða þetta mál hans.
í bréfi ráðuneytisins kemur
fram að skilyrði fyrir endur-
greiðslu af tryggingarfénu eru
m.a. þau að um kaup á svokallaðri
alferð sem felur í sér kaup á fyrir
fram ákveðinni ferð. Að mati
ráðuneytisins er gjafakortið inn-
eign hjá ferðaskrifstofunni og því
hefði ekki verið búið að ganga frá
kaupum á tiltekinni ferð. Af þeim
sökum telur ráðuneytið að krafa
hans um endurgreiðslu uppfylli
ekki skilyrði laga um endur-
greiðslu á tryggingarfé.
Haukur segir að það hafi ekki
verið skemmtilegt að fá þessa
synjun frá ráðuneytinu. Hann
segist hafa hugsað sér að nýta
gjafakortið á þessu nýbyrjaða ári
vegna þess að ekki hefði gefist
tækifæri til þess á sjálfu afmælis-
árinu vegna sjómennskunnar.
Þetta sé því mjög svekkjandi.
í samgönguráðuneytinu feng-
ust þær upplýsingar að kröfulýs-
ingar í tryggingarféð hefðu numið
32,5 milljónum króna þegar síðast
var vitað. Þá á eftir að draga frá
þeim kröfum sem verður hafnað
eða vísað til skiptastjóra. Trygg-
ingarféð nemur alls vel á annað
hundrað milljónir króna. í lok síð-
ustu viku var fjöldi kröfuhafa um
306 og 674 sem höfðu misst af
ferðum vegna gjaldþrotsins. Þessi
mismunur er vegna þess að sumir
kröfuhafar gera kröfur fyrir
fleiri en bara sjálfan sig.
grh@frettabladid.is
Formaður fjárlaganefndar puðar með syninum í jólafríinu:
Með Haraldi Erni á hæsta
Qallstind Suður-Ameríku
fólk Ólafur örn Haraldsson, for-
maður fjárlaganefndar Alþingis,
er kominn til Suður-Ameríku, og
ætlar ásamt tveimur öðrum ís-
lendingum að fylgja syni Ólafs,
Haraldi Erni, á hæsta tind álf-
unnar, Aconcagua í Chile.
Aconcagua er sjötta og næst-
hæsta fjallið á sjö tinda göngu
Haraldar Arnar, 6960 metra
hátt. Leiðangursmenn munu
m.a. þurfa að glíma við kulda og
súrefnisskort.
Sjálfur er Haraldur Örn enn
veðurtepptur á suðurskautinu
eftir að hafa gengið á fjallið Vin-
son Masif 18. desember sl. í nóv-
ember varð hann að hverfa frá
hæsta fjalli Eyjaálfu, Carstensz
Pyramid á Nýju Gíneu, en gekk
á hið helmingi lægra Kosciuszko
í Ástralíu í staðinn. Sagt er að
hann hyggist bæta úr þessu áður
en gangan hans á síðasta tindinn,
Mount Everest, hefst.
Þó ekki sé það ákveðið mun
Ólafur örn líka hafa hug á að
fylgja syninum á Mount Everest,
en Haraldur áætlar að standa á
tindunum um miðjan maí. Að
ÓLAFUR
ÖRN
HARALDSSON
Formaður
fjárlaganefndar
Alþingis ætlar
að slást I för
með syninum
og fjallið
6960 metra
hátt fjall
í Chile.
vísu myndi þingmaðurinn ekki
að klífa tindinn sjálfan heldur
stýra leiðangrinum úr grunn-
búðum. Haraldur ætlar að klífa
fjallið með Breta sem fyrir fáum
árum fann lík landa síns, George
Mallorys, sem fórst rétt neðan
við tindinn 1924. ■