Fréttablaðið - 03.01.2002, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 03.01.2002, Blaðsíða 9
FIMWITUDACUR 3. janúar 2002 Sóltún og Akureyrarsókn: Fjórir djáknar Sigmaðurinn sem bjargaði skipverja Svanborgar: Afrek Jay Lane vekur athygli í heimabæ hans harrisburg.ap Afrek Jay Lane, sigmanns bandaríska varnarliðs- ins á íslandi, er hann bjargaði Ey- þóri Garðarsyni, skipverja á Svanborgu SH sem fórst 7. des- ember, hefur vakið töluverða at- hygli í heimabæ hans, Lower Allen Township í Pennsylvaniu. í vefútgáfu blaðsins Standard-Jo- urnal birtist frétt um viðurkenn- inguna sem hann fékk nýverið frá Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta íslands, fyrir hugrekkið sem hann sýndi við hinar gríðarlega erfiðu aðstæður. „Þetta er afar spenn- andi og eiginlega yfirþyrmandi," sagði Lane um viðurkenninguna. „Hann leit út eins og hann sæti á bakinu á trylltum bola,“ sagði hann um Eyþór er hann hélt sér fast í handrið á bátnum skömmu áður en Lane kom honum til bjargar. „Ef ég hefði ekki séð lífs- í MYNDVERI Lane í myndveri Stöðvar 2 er hann hitti Eyþór Garðarson í fyrsta skipti eftir atburðinn. mark í bátnum, hefði ég að öllum líkindum ekki farið niður til að leita að eftirlifendum," bætti hann við. ■ kirkja Þrír djáknar voru vígðir til hjúkrunarheimilisins Sóltúns í Reykjavík í gær og á sunnudag- inn verður einn vígður til Akur- eyrarsóknar. Til Sóltúns vígðust þau Fjóla Haraldsdóttir, sem starfaði m.a. á líknardeild Landspítalans, Jón Jóhannsson, sem hefur starfað á vegum KFUM og KFUK og þjóð- kirkjunnar og Jóhanna Kristín Guðmundsdóttir, sem lauk djáknanámi frá Háskóla íslands árið 2000. Til Akureyrarkirkju vígðist Ingunn Björk Jónsdóttir, sem m.a. hefur unnið við barnastarf kirkjunnar. ■ AKUREYRARKIRKJA Ingunn Björg Jónsdóttir vígist þangað sem djákni. aUELLE Kópavogi • S/fllí 564 2000 Verslua Dalvegi 2 Stórsýning um helgina-tilfinningin ergóð 13

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.