Fréttablaðið - 03.01.2002, Síða 10
10
FRÉTTABLAÐIÐ
3. janúar 2002 FIMMTUDAGUR
f Rf I fABI AÐfÐ
Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjórar: Pétur Gunnarsson
og Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Þverholti 9, 105 Reykjavík
Aðalslmi: 515 75 00
Slmbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Slmbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf.
Plötugerð: (P-prentþjónustan ehf.
Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf.
Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is
Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf-
uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn
greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins 1 stafrænu formi og I gagnabönkum
án endurgjalds.
KARLAR í KRAPINU
Leikmenn I „buzkashi" keppast um að
draga hauslausa geít I mark. Talibanar
bönnuðu þennan kappleik eins og aðrar
skemmtanir sem ekki samrýmdust trúar-
skoðunum þeirra.
Þjóðaríþrótt Afgana
gengur í endurnýjun líf-
daga:
Togast á um
hauslausa geit
kabúl. ap Mikil spenna ríkti á
föstudaginn var í Kabúl, höfuð-
borg Afganistans. Msundir
manna, reyndar eingöngu karl-
menn, söfnuðust saman umhverf-
is stóran völl í miðborginni. Sum-
ir klifruðu upp á veggi, komu sér
fyrir á vörubílspalli eða tylltu sér
upp á hnakk á reiðhjóli til þess að
sjá sem best.
Á vellinum áttust við tvö lið
karla á hestbaki, allir með svipu í
hendi. Loksins áttu Afganir þess
kost að fylgjast með þjóðaríþrótt
sinni, sem talibanastjórnin hafði
bannað ásamt öðrum íþróttum og
skemmtunum sem samrýmdust
ekki trúarskoðunum þeirra.
Þjóðaríþrótt Afgana nefnist
buzkashi, en það mun þýða „gríp-
tu geitina" eða eitthvað í þá áttina.
Leikurinn er ekki fyrir við-
kvæma. „Boltinn'1 er hauslaus
geitarskrokkur og í upphafi leiks
liggur geitin á miðju vallarins.
Kúnstin er sú, að ná geitinni og
draga hana yfir á marksvæðið, en
það getur verið þrautin þyngri.
Flest brögð eru leyfileg og
jafnt hestar sem knapar eiga á
hættu beinbrot og svöðusár.
Áhorfendur eru heldur ekki óhul-
tir, því á fárra mínútna fresti stef-
na kapparnir ríðandi á fullu beint
inn í áhorfendaskarann sem á
ekki annað ráð en að flýja eins og
fætur toga.
„Við höfum ekki séð svona leik
í meira en fimm ár,“ sagði Ulam
Siddiq, einn áhorfenda sem fylgd-
ust spenntir með atganginum.
„Þetta er hluti af menningu okkar
og það gleður okkur að þetta sé
komið aftur.“ ■
Hver verður frétt ársins?
Guð mun ráða hvar við dönsum
næstú jól og fréttir nýja árs-
ins eiga örugglega eftir að koma
jafnmikið á óvart og fréttirnar um
hryðjuverk og miltisbrand gerðu
árið 2001. Þrátt fyrir fánýti þess
að velta sér upp úr því ókomnum
tíma er hér boðið til samkvæmis-
leiks. Hverjar verða fréttir ársins
2002? Rétt svör munu liggja fyrir
í árslok. Engin verðlaun eru í boði
fyrir rétt svör enda verða þau vís-
ast allt önnur en hér er stungið
upp á.
Nœsti borgarstjóri í Reykjavík
verður:
a) Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. b)
Björn Bjarnason. c) Ólafur F.
Magnússon í meirihluta Frjáls-
lyndra og R-lista.
I árslok verður staða Kárahnjúka-
málsins þannig að:
a) Dómstólar hafa til meðferðar
kröfu umhverfisvina um að úr-
skurði Sivjar Friðleifsdóttur
verði hnekkt. b) Virkjunarfram-
kvæmdir verða í fullum gangi,
eins og áætlanir gera ráð fyrir. c)
Málið er í uppnámi eftir að þrýst-
ingur erlendra náttúruverndar-
sinna leiðir til þess að Norsk
Hydro hættir við þátttöku í álveri.
Ríkisstjórn íslands verður skipuð:
a) Sömu ráðherrum og í upphafi
ársins. b) Engar breytingar nema
Sigríður Anna Þórðardóttir verð-
ur menntamálaráðherra og Jónína
Bjartmarz félagsmálaráðherra. c)
Halldór Ásgrímsson verður for-
sætisráðherra í vinstri stjórn með
Samfylkingunni og Vinstri græn-
um.
.........Máf manna
Pétur Gunnarsson
hefur samið fréttagetraun ársins 2002
/ framhaldi af rannsókn Sam-
keppnisstofnunar á Olíufélögun-
um mun:
a) Samkeppnisráð leggja á félögin
háar sektir sem þau greiða mögl-
unarlaust. b) Ríkissaksóknari
ákærir stjórnendur félaganna að
lokinni meðferð samkeppnisyfir-
valda á málinu. c) Áfrýjunarnefnd
samkeppnismála fellir niður sekt-
ir Samkeppnisráðs og ávítar
stofnunina fyrir framgöngu sína.
Samfylkingin skiptir um nafn og
gengur til alþingiskosninga árið
2003 undir heitinu:
a) Alþýðuflokkurinn. b) Jafnaðar-
flokkur íslands. c) Samfylking.is.
/ árslok verður Osama bin Laden:
a) í fangelsi í Bandaríkjunum og
bíður dóms. b) Á ókunnum stað í
Asíu. c) Fallinn í bardaga.
Staðan í báráttunni gegn hryðju-
verkum verður sú að:
a) Ráðist hefur verið inn í írak og
Saddam Hussein steypt af stóli. b)
Múslimaheimurinn hefur gengið
til uppgjörs við bókstafstrúar-
menn. c) Ný alda sjálfs-
morðsárása dynur á Vesturlönd-
um. ■
Duhalde tekur við
forsetaembætti
Afry^u
ýíunarnefnd hafnar
öfum Fróða:
Gamli rit-
stjórinn held-
ur Samúel
Miklar sviptingar í argentískum stjórnmálum. Fimmti forsetinn á
tveimur vikum. Duhalde óskar eftir erlendri aðstoð til að vinna bug á
bágri efnahagsstöðu landsins.
NYR FOR5ETI
Eduardo Duhalde, hinn nýi forseti Argentínu, fagnar kjörinu ásamt stuðningsmönnum sín-
um í Buenos Aires í gær.
ARGENTÍNA.AP Eduardo Duhalde tók
í gær við embætti forseta Argent-
ínu og er hann sá fimmti sem
gegnir starfinu á tveimur vikum,
en Adolfo Rodriguez Saa, fyrir-
rennari Duhalde, sagði upp störf-
um þann 30. desember eftir viku í
embætti. „Ég ætla mér að leggja
niður þá efnahagsstefnu sem leitt
hefur til örvæntingar hjá meiri-
hluta þjóðarinnar," sagði hann eft-
ir embættistökuna. „Þetta er sann-
leiksstundin. Argentína er aðfram
komin. Landið er sundrað."
Nokkrum klukkustundum eftir
að mikill meirihluti argentíska
þingsins kaus Duhalde sem for-
seta, flykktust um 4.000 Argent-
ínubúar út á götur Buenos Aires til
að mótmæla stjórnvöldum lands-
ins. Heimtuðu margir hverjir að
almennar kosningar yrðu haldnar
þegar í stað, en reiknað er með að
Duhalde starfi það sem eftir er af
því kjörtímabili sem fyrrum for- I
seti landsins, Fernando de la Rua, |
átti eftir að ljúka, eða til ársins
2003.
Argentínumenn segjast ekki
geta borgað þá 132 milljarða daga
sem landið skuldar og óskaði
Duhalde við innsetningarræðu
sína eftir erlendri aðstoð og sam-
vinnu við að leysa þau vandamál
sem steðja að landinu. Nema
skuldir landsins um einum sjö-
unda hluta allra skulda þróunar-
ríkja í heiminum.
Eduardo Duhalde, sem kemur
úr vinstri væng flokks Peronista í
landinu, segist ætla að stofna rík-
isstjórn með stuðning þjóðarinnar
að leiðarljósi, til þess að taka á
efnahags- og félagslegri upplausn
í landinu. ■
dómsiviál Áfrýjunarnefnd hug-
verkaréttinda á sviði iðnaðar hef-
ur fellt þann úrskurð að Þórarinn
Jón Magnússon sé réttmætur eig-
andi tímarits-
nafnsins Samúel.
Útgáfufyrir-
tækið Fróði hafði
krafist þess árið
1999 að fá yfir-
ráðarétt sinn yfir
Samúels nafninu
staðfestan. Fróði
keypti Samúel
ásamt fleiri tíma-
ritum af Þórarni
Jóni snemma á
síðasta áratug. Þá
hafði Þórarinn
Jón ritstýrt Samú-
el frá því 1969 og
hann ritstýrði ein-
nig þeim fjórum
ÞÓRARINN JÓN
MAGNÚSSON
Ritstjóri Samúel
frá 1969 má nota
nafn blaðsins þar
sem Fróði sem
keypti hafði blað-
ið af honum
hætti að gefa það
út.
tölublöðum sem gefin voru út af
Fróða þar til útgáfu blaðsins var
hætt árið 1994.
Áfrýjunarnefndin taldi Fróða
hafa fyrirgert vörumerkjarétti
sínum með því að hafa ekki notað
Samúelsnafnið í fimm ár. Því hafi
Þórarni, eins og hverjum öðrum
verið frjálst að skrá nafnið hjá
Einkaleyfisstofunni. Það gerði
hann árið 1997.
Eitt tölublað af Samúel kom út
síðasta sumar eftir sjö ára hlé en
næsta tölublað er sagt vera tilbúið
til prentunar. Núverandi útgáfu-
fyrirtæki Þórarins hefur einnig
gefið út tímaritin Heimsmynd og
Lifsstíl. ■
Hárgreiðslustörf spilla heilsu:
Hárgreiðslukonur verða síður óléttar
HÆTTULEGT STARF?
Sænskar rannsóknir benda til þess að starf hárgreiðslukvenna hafi áhrif á heilsufar þeirra og frjósemi.
svíþjóð Hárgreiðslukonur eiga
erfiðara með að verða óléttar, en
samanburðarhópar kvenna. Þetta
er niðurstaða rannsóknar sem
gerð hefur verið af sérfræðing-
um í atvinnu og umhverfissjúk-
dómum við læknadeild Iláskól-
ans í Lundi. Hárgreiðslukonur
eru einnig líklegri til að eignast
léttari börn og sjúkdómar eins og
asmi og fleira eru algengari hjá
börnum hárgreiðslukvenna, en
annarra kvenna.
Ástæður þessa eru ekki að
fullu kunnugar, en Lars Ryland-
er, dósent við háskólann og einn
höfunda rannsóknarinnar segir í
viðtali við Dagens Nyheter að
snerting hárgreiðslukvenna við
ýmis konar efni í vinnu sinni
kunni að vera ein skýringanna.
„Það er hugsanlegt að ástæðan sé
blanda af notkun alls konar efna,
lélegrar loftræstingar og streitu.
Við munum halda áfram að rann-
saka orsakirnar," segir Lars
Rylander.
Rannsóknin er yfirgripsmikil
og nær til yfir S þúsund kvenna
fæddra 1960 og síðar. Til hlið-
sjónar var jafnstór hópur kvenna
á sama aldri. Fleiri rannsóknir
hafa verið gerðar á heilsu hár-
greiðslufólks og kemur í ljós að
fólk í þessari starfsgrein er í
meiri hættu með að fá exem á
höndum og asma. Lars Rylander
segir að framhald rannsóknar
muni beinast að því hvaða efni
það séu sem hugsanlega hafi
þessi áhrif. ■