Fréttablaðið - 15.01.2002, Qupperneq 2
FRÉTTABLAÐIÐ
KIÖRKASSINN
15. janúar 2002 ÞRIÐJUDACUR
Nærri tveir af hverjum
þremur kjósendum á
Vísi.is telja að Rás 2
muni breytast við það
að flytja norður í land.
Heldurðu að Rás 2 breytist
eitthvað við flutninginn til
Akureyrar?
Niðurstöður gærdagsins
á www.visir.is
Já
Nei
Spurning dagsins í dag:
Á Björn Bjarnason að bjóða sig fram í
borgarstjórnarkosningunum í vor?
Farðu inn á vísi.is og segðu
þlna skoðun I
____________
Eftirmálar banaslysanna
á föstudag:
Þrír enn á
slvs Ökumaður fólksbíls úr slys-
inu í Kömbunum á föstudagskvöld
er enn í öndunarvél á gjörgæslu-
deild Landspítalans í Fossvogi.
Hann er með fjöláverka en líðan
hans er eftir atvikum að sögn
vakthafandi læknis.
Annar maður úr Kambaslysinu
sem fluttur var frá Landspítalan-
um í Fossvogi á gjörgæsludeild
Landspítalans um helgina er þar
enn. Hann er með brjóstholsá-
verka. Ástandi hans var lýst sem
stöðugu í gær og að hann væri þá
ekki talinn í lífshættu.
Aðrir slasaðir úr slysinu í
Kömbunum hafa ýmist verið út-
skrifaðar af spitala eða liggja á al-
mennum deildum
Litli tveggja ára drengurinn
sem slasaðist illa í slysinu á Hóla-
sandi síðdegis á föstudag er enn á
gjörgæsludeild Landspítalanum
við Hringbraut. Ástand hans er
stöðugt og búist er við að hann
verði að óbreyttu færður á al-
menna deild í dag. ■
-.4-—
Læknafélag Islands:
Gagnrýnir
uppsögn
trúnaðar-
læknis
læknar Læknafélag fslands
gagnrýnir harðlega að Þengli
Oddssyni skyldi hafa verið sagt
upp sem trúnaðarlækni Flug-
málastjórnar eftir ágreining
vegna útgáfu heilbrigðisvott-
orðs fyrir flugstjóra hjá Flug-
leiðum. Sigurbjörn Sveinsson,
formaður Læknafélags íslands,
sagði að eftir að hafa farið ítar-
lega yfir málið hefði félagið
ákveðið að senda Sturlu Böðv-
arssyni samgönguráðherra bréf
þar sem lýst væri yfir stuðning
við Þengil.
„Þessi maður er búinn að lig-
gja undir gagnrýni og það hefur
verið vegið að starfsemi hans al-
veg síðan fyrir jól,“ sagði Sigur-
björn. „Við efumst ekki um nið-
urstöðu læknisins og bendum á
að ef einhverja nauðsyn beri til
að rannsaka lækninn þá sé ekki
síður nauðsynlegt að rannsaka
aðra embættismenn íslenska
ríkisins sem að málinu hafa
komið.“
Sigurbjörn sagði að Læknafé-
lagið myndi fylgjast mjög náið
með framvindu málsins.
„Læknafélagið er ekki ein-
göngu að bera skjöld fyrir ein-
hvern félagsmann sinn, heldur
félagsmann sem ber gríðarlega
ábyrgð á framkvæmd öryggis-
mála í flugi. Þess vegna eru al-
mannahagsmunir mjög ríkir í
þessu máli - þeir eru æpandi.“ ■
Ari Edwald:
Óþægileg tíðindi
kjaramál Ari Edwald fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnu-
lífsins segir að það sé engin
ástæða til að fara á taugum þótt
vísitala neysluverðs hafi hækkað
meira en búist var við. Hann seg-
ir að þetta séu vissulega óþægileg
tíðindi og þá einkum vegna þess
hversu lítið svigrúm sé eftir í
rauða strikið, eða hálft stig. Hann
segist hins vegar hafa tröllatrú á
því að verðlagsþróunin á næstu
vikum og mánuðum verði eins og
menn hafa verið að stefna að. I
því sambandi bendir hann á að
vísitalan sé að endurspegla það
ástand sem var en ekki það sem er
að komast á þar sem þenslan sé
ekki lengur fyrir hendi.
Hann segir að það sé vissulega
áhyggjuefni hvað verðlagshækk-
anir hjá hinu opinbera vigta mikið
í þessari 0,9% hækkun vísitölunn-
ar. Af þeim sökum telur hann að
hið opinbera verði að gera rétt
eins og fyrirtækin að fara vel yfir
öll tilefni sem kunna að leiða til
verðlagshækkana. Sérstaklega
með hliðsjón af því hversu miklir
hagsmunir eru í húfi fyrir allt
þjóðfélagið að efnahagsmarkmið
kjarasamninga haldi. Hann telur
ARI EDWALD
Segir að menn megi ekki láta síðustu vísi-
töluhækkun slá sig út af laginu.
því að á næstu misserum muni
menn leita allra leiða til að verja
þessi markmið. ■
Reykjanesbraut:
Attavilltur
selur
vanpræði Lögreglan í Keflavík
þurfti að hafa afskipti af áttavillt-
um sel sem var komin langleiðina
upp á Reykjanesbraut í Hvassa-
hrauni í hádeginu í gær.
Selurinn var staddur í vegaröxl-
inni þegar laganná verðir komu á
staðinn. Þar sem hann hefði getað
stofnað lífi síhu og ökumanna í
hættu ef hann hefði farið út á veg-
inn þótti fyllsta ástæða til að hjálpa
honum til sjávar. Dýrið mun hafa
verið nokkuð grimmt og urrað á
lögreglumennina en með aðstoð
vegfaranda tókst að teyma hann
niður í fjöru og út í sjó. ■
Katrín vill Ingu Jónu
en aðrir eru þögulir
Katrín Fjeldsted er eini óbreytti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík sem er reiðubúin að lýsa stuðningi við frambjóðanda í leið-
togaprófkjöri flokksins fyrir borgarstjórnarkosningar. Aðrir segjast
ekki hafa tekið ákvörðun eða vilja bíða með yfirlýsingu.
leiðtogakjör Katrín Fjeldsted
styður Ingu Jónu Þórðardóttur til
áframhaldandi forystu. „Ég held
nú að skipti máli hvernig allur
listinn kemur til með að líta út.
Eins og hann er núna tel ég að
hann hafi prýði-
legan leiðtoga sem
Ef til vill væri er Inga Jóna Þórð-
ekki þetta ardóttir." Aðspurð
fjaðrafok um um hvernig henni
oddvitasætið litist á að Björn
ef karlmaður Bjarnason,
sæti f því menntamálaráð-
núna. herra gæfi kost á
__4___ sér í leiðtogapróf-
kjöri flokksins í
borginni sagðist Katrín frekar
vilja hafa hann áfram í ráðherra-
sæti, enda væri hún mjög sátt við
hans störf þar. „Ef til vill væri
ekki þetta fjaðrafok um oddvita-
sætið ef karlmaður sæti í því
núna. Þá myndu menn fylkja liði
um hann og mér finnst að konan í
þessu sæti eigi að njóta sannmæl-
is. Hún hefur ekki fengið sitt
tækifæri. Hún er ekki kjörin í
fyrsta sæti í síðasta prófkjöri þan-
nig að þetta er hennar tækifæri til
að sýna hvað í henni býr. T.a.m.
hefur hún ekki tapað kosningum
en á möguleikann á því að vinna
þær.“
Ásta Möller var ekki reiðubú-
inn að segja hver hún vilji að leiði
flokkinn en sagði stöðuna nokkuð
opna. „Eins og hefur verið bent á
___!---—___I_S33_;____I________ _____
sjálfstæðisflokkurinn og reykjavík
Spennan eykst um hverjum verði falið að leiða framboð flokksins I höfuðborginni.
var Inga Jóna í þriðja sæti síðast
og hefur verið foringi okkar frá
því Árni fór. Mér finnst mjög eðli-
legt að það skuli leitað eftir óskor-
uðu umboði til að leiða listann.
Það er mjög eðlilegt að fleiri nöfn
komi fram. Mér líst mjög vel á að
Björn Bjarnason bætist við þann
lista yfir það fólk sem við sjálf-
stæðismenn veljum úr til forystu í
borginni. Björn er afar öflugur
stjórnmálamaður. Þegar foring-
inn hefur verið valinn munum við
öll stilla okkur bak við þann sem
fyrir valinu varð.“
Guðmundur Hallvarðsson seg-
ist vilja sjá hverjir gefa kost á sér
áður en hann tjái sig um hver eigi
að leiða listann. Hann segir leið-
togakjör ágætt uppbrot á áratuga-
hefð flokksins um prófkjör. „Hins
vegar finnst mér alltaf að ef menn
ætla að fara í eitthvað svona mega
þeir ekki vera að láta fólk velkjast
í vafa um þetta lengi. Menn eiga
að taka af skarið. Það er kominn
tími. Menn eru búnir að vera
alltof lengi í þankagangi. Á allra
næsta dögum verða menn að fara
að segja af eða á.“
Lára Margrét Ragnarsdóttir og
Pétur Blöndal vildu lítið tjá sig
um hver þau vildu að leiddi list-
ann.
binni@frettabladid.is
oli@frettabladid.is
ATVINNA
Búist er við að atvinnuleysi aukist á næstu
vikum. Þó er ekki búist við að alda at-
vinnuleysis sé framundan.
Vinnumarkaður:
Talsverð
aukning
á atvinnu-
leysisskrá
atvinnumál „Þaðer talsverð aukn-
ing, það er aukið atvinnuleysi og
hægt og sígandi fjölgar á atvinnu-
leysisskrá", segir Hugrún Jó-
hannesdóttir, forstöðumaður
Vinnúmiðlunar höfuðborgarsvæð-
isins. Um þar síðustu mánaðamót
voru 1.678 á skrá en Hugrún segir
talsverða aukningu hafa orðið síð-
an þá.
„Á móti kemur að þetta er
hefðbundinn tími þegar bætist
nokkuð á atvinnuleysisskrá. Menn
verða að gæta að því að í ná-
grannalöndum ökkar er þetta
tæpast talið atvinnuleysi. Það er
ekki eins og það sé að ríða yfir gíf-
urleg alda atvinnuleysis. Við bú-
umst frekar við því að með vorinu
fari þetta að róast.“
Veruleg aukning hefur orðið í
fjölda fólks á atvinnuleysisskrá
miðað við árið áður. Þá voru um
1.100 manns á skrá og hefur fjölg-
að um nær 600 eða hátt í helming
milli ára. Ef horft er til tvö ár til
baka er fjölgunin á atvinnuleysis-
skrá mun minni eða innan við 200
en þá voru 1.547 á skrá. ■
Ný skýrsla Hagfræðistofnunar Háskólans:
Aðgerðir gegn, ,fátækr agildrum* ‘
FRÁ KYNNINGU „HAUSTSKÝRSLU" HAGFRÆÐISTOFNUNAR H.I.
Tryggvi Þór Herbertsson og Ásgeir Jónsson, kynntu nýju skýrsluna á blaðamannafundi (
gær. Aðrir höfundar að skýrslunni eru Ásta Herdís Hall, Gylfi Zoéga og Marta Skúladóttir.
efnahagsmál Konur eiga erfiðara
með að auka tekjur sínar meðan
karlar eru líklegri til að halda
háum tekjum að því er kemur
fram í nýrri skýrslu Hagfræði-
stofnunar Háskóla íslands.
Tryggvi Þór Herbertsson, for-
stöðumaður Hagfræðistofnunar
segir að í núgildandi kerfi séu
„fátækragildrur" í formi jaðar-
skatta og bóta sem haldi niðri
launum. Þær hafa meiri áhrif á
konur en karla.
Skýrslan heitir „Tekjuskipting
á íslandi: Þróun og ákvörðunar-
valdar" og byggir á skattframtöl-
um einstaklinga árin 1988 til
2000. Fram kemur að ójöfnuður
hefur aukist undanfarin ár. Jöfn-
uður er metinn á kvarðanum 0 til
1 sem hlutfall hæstu launa og
lægstu. Stuðullinn segir þó ekkert
um það hvernig fólk hefur það.
Misjafnar skoðanir eru á hversu
mikill jöfnuður á að ríkja. I
Gallup könnun sem gerð var í
tengslum við skýrsluna kemur
fram að 67 prósent vinstri-græn-
na telja launamun allt of mikinn,
57 prósent framsóknarmanna, 49
prósent fylgjenda Samfylkingar
og 41 prósent sjálfstæðismanna.
Tryggvi ítrekaði að tillögur
stofnunarinnar til úrbóta væru
einungis til hliðsjónar við stefnu-
mörkun til framtíðar, kanna
þyrfti áhrif þeirra enn betur. „I
fyrsta lagi þarf að skilja á milli
tekna og gjalda ríkisins. Þ.e.a.s.
að menn séu ekki mikið að brasa
við að hafa afgang á fjárlögum
eða aðra slíka hluti milli ára,
heldur sé frekar horft til langs
tíma þannig að meðaltalið sé af-
gangur á fjárlögum,“ sagði hann
og bætti við að gera þyrfti ráð
fyrir föstum og stöðugum vexti
ríkisútgjalda óháðum tekjuflökti
vegna skammtímahagsveiflna.
„Önnur tillagan fjallar um að
dregið verði úr jaðarsköttum,
minnkun tekjutenginga og lækk-
un skatthlutfalls til að auðvelda
fólki að ferðast í tekjudreifing-
unni. Þannig komum við líka í veg
fyrir fátækragildrur út af skatta
og millifærslukerfinú." Þriðja til-
laga Hagfræðistofnunar er að
hvetja ætti til aukinnar og al-
mennari menntunar með sérstök-
um menntunarstyrkjum og auknu
framboði og fjölbreytni náms.
„Menntun er frumafl efnahags-
legs hreyfanleika. Fólk sem er
menntað á einhverju sviði, hvort
heldur sem það er starfsmenntað
eða bóklært, á auðveldara með að
auka tekjúr sínar.“ Tryggvi sagði
að tölur sýndu að þjóðin hafi
dregist aftur úr öðrum þjóðum
varðandi menntun umfram
grunnskóla og það væri þróun
sem brýnt væri að snúa við.
oli@frettabladid.is